Fréttablaðið - 13.07.2019, Side 54

Fréttablaðið - 13.07.2019, Side 54
Seglskútan Étoile er stödd í Reykjavíkurhöfn í tilefni af þjóðhátíðardegi Frakka. Áður hafði hún komið við í Vest-mannaeyjum og heldur síðan ferðinni áfram umhverf is Ísland. Graham Paul, sendiherra Frakklands á Íslandi, segir hana munu leggja að landi á Patreksfirði, Akureyri og á Fáskrúðsfirði þar sem hún verði á Frönskum dögum 26. og 27. júlí. En hversu gamalt skip er Étoile? „Hún var smíðuð árið 1932 og er, eins og systur- skip hennar, Belle Poule, hin fegursta endurgerð á gólettunum frá bænum Paimpol á Bretagne sem allt fram undir árið 1930 sigldu til þorskveiða á Íslands- miðum.“ Graham skilgreinir Étoile ekki bara sem skólaskip heldur einnig hluta af sagnaarfi Frakklands. „Gólettan er lif- andi minning um tíma sem nú er löngu liðinn, þegar franskir sjómenn komu til þorskveiða við Íslandsstrendur,“ segir hann og minnir á að margir þeirra hafi ekki átt afturkvæmt til síns heima. „Þessar Íslandsveiðar hófust strax á 17. öld en mest kvað að þeim á síðari hluta 19. aldar þegar meira en 200 skútur létu úr höfn frá bæjum eins og Paimpol og Gravelines og settu stefnuna á Ísland. Góletturnar létu einkar vel að stjórn og héldu sjó í öllum veðrum, enda voru þær sérstaklega hannaðar fyrir sjólagið á Norður-Atlantshafi.“ Áratugum saman héldu skúturnar á þorskvertíðir til Íslands og óhjákvæmi- legur fylgifiskur veiðiferðanna voru sjó- slys, sjúkdómar, slysfarir og dauði, að sögn Grahams. „Elín Pálmadóttir samdi grundvallarrit um franska sjómenn við Ísland og telst svo til að 4.000 þeirra hafi horfið þar. Fjöldinn allur týndist í hafi en aðrir hlutu leg í íslenskri mold, til dæmis í kirkjugarðinum við Suður- götu þar sem 59 óþekktir sjómenn eru greftraðir.“ Hann getur þess líka að hörmulegt hlutskipti „Íslendinganna“, eins og Íslandssjómennirnir hafi verið kallaðir í heimabyggðum, hafi orðið rithöfund- inum Pierre Loti að yrkisefni í höfuðriti hans, „Á Íslandsmiðum“, sem komið hafi út árið 1886. „Íslensk skáld og lista- menn fjölluðu líka um þessa sjómenn, til dæmis Guðmundur Guðmundsson skólaskáld.“ Golfranska var hrognamál þar sem saman blandaðist franska, íslenska, bretónska og f læmska, fræðir sendi- herrann mig um. „Golfranska er nú farin veg allrar veraldar en sameigin- legar minningar okkar geyma enn djörfung og drengskap Íslendinga sem komu frönskum skipbrotsmönnum til bjargar.“ Hann segir „Sjóverkafélagið“ í Frakklandi og franska ríkið hafa tekið höndum saman til að bæta aðbúnað frönsku sjómannanna og sent spítala- skip til Íslands. „Síðar reistu Frakkar líka spítala í Reykjavík, á Fáskrúðsfirði og í Vestmannaeyjum. Minningin um góletturnar og hvítu seglin á miðunum máist út en þessar byggingar standa enn og eru minnisvarðar um viðveru Frakka á Íslandi, rétt eins og Höfði, það merka hús, sem var reist að frumkvæði fyrsta franska konsúlsins á Íslandi, Brillouins, sem var sendur hingað til að þjónusta franskan sjávarútveg.“ Á okkar dögum er það samt f leira en krossar í grafreitum, hús og götu- heiti sem halda á lofti minningunni um Íslandsveiðar Frakka, bendir Graham á. Hann nefnir sterk tengsl milli bæj- anna Gravelines og Fáskrúðsfjarðar og Paimpol og Grundarfjarðar sem hafa í hávegum minninguna um Íslandssjó- mennina. „Djúpur og gagnkvæmur áhugi sameinar Frakka og Íslendinga, sem finna án afláts eitthvað til að hríf- ast af og meta í fari hvorir annarra,“ segir hann og getur þess að fróðlegt yfirlit yfir samskipti þjóðanna í tímans rás sé aðgengilegt í pdf-formi á síðunni http:// kistill.eu/Monographie_2.pdf. gun@frettabladid.is Lifandi minning um tíma sem nú er löngu liðinn Gólettan Étoile setur svip á gömlu höfnina í Reykjavík á morgun, 14. júlí, þjóðhá- tíðardag Frakka. Étoile er glæsileg seglskúta sem franski sjóherinn notar sem skóla- skip. Graham Paul, sendiherra Frakklands á Íslandi, tengir hana líka sagnaarfinum. „Djúpur og gagnkvæmur áhugi sameinar Frakka og Íslendinga,“ segir Graham Paul sendiherra. FRÉTTABLAÐIÐ/SIGTRYGGUR ARI Golfranska er nú farin veg allrar veraldar en sameigin- legar minningar okkar geyma enn djörfung og drengskap Íslendinga sem komu frönskum skipbrotsmönnum til bjargar.Hver er vilji þinn varðandi skipulag og fyrirkomulag útfarar, þ.e. hinsti vilji. Við bjóðum þér til samtals um það sem er þér mikilvægast við lífslok þín. Viljayfirlýsing þín verður eftirlifendum mikilvægt leiðarljós. Samtalið og varðveisla upplýsinga er þér að kostnaðarlausu. Við erum til staðar þegar þú þarft á okkur að halda Elín Sigrún Jónsdóttir, lögfræðingur Útfararþjónusta & lögfræðiþjónusta Með kærleik og virðingu Útfararstofa Kirkjugarðanna Klettaskóli, Suðurhlíð 9, Fossvogi | Sími 551 1266 | útför.is Ástkæra eiginkona mín, móðir, dóttir og tengdadóttir, Birna Sif Bjarnadóttir skólastjóri Ölduselsskóla, varð bráðkvödd á heimili sínu fimmtudaginn 27. júní. Útförin verður frá Grafarvogskirkju 15. júlí klukkan 13. Blóm og kransar eru vinsamlega afþakkaðir. Bjarki Þórarinsson Ronja Ruth Birgitta Sigríður Birta Dís Sigríður Ólafsdóttir Bjarni Þ. Bjarnason Birgitta Guðnadóttir Þórarinn Þórarinsson og systkini. Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, sr. Ólöf Ólafsdóttir Efstasundi 95, Reykjavík, lést 10. júlí. Útförin fer fram frá Fossvogskirkju miðvikudaginn 17. júlí kl. 15. Ólafur Bergmann Svavarsson Esther A. Óttarsdóttir Stefán Sturla Svavarsson Inga Ingólfsdóttir Pétur Gautur Svavarsson Berglind Guðmundsdóttir og ömmubörnin. Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, Kristín Rósa Einarsdóttir Melteigi 19, Keflavík, lést á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja þriðjudaginn 2. júlí. Útförin fer fram frá Keflavíkurkirkju miðvikudaginn 17. júlí kl. 13. Gestína Sigurðardóttir Kristín Rósa Sigurðardóttir Þórður K. Magnússon Bjarni Sigurðsson A. Guðríður Sigurðardóttir barnabörn og barnabarnabörn. 1 3 . J Ú L Í 2 0 1 9 L A U G A R D A G U R26 T Í M A M Ó T ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð TÍMAMÓT 1 3 -0 7 -2 0 1 9 0 5 :1 1 F B 0 7 2 s _ P 0 5 5 K .p 1 .p d f F B 0 7 2 s _ P 0 5 4 K .p 1 .p d f F B 0 7 2 s _ P 0 1 8 K .p 1 .p d f F B 0 7 2 s _ P 0 1 9 K .p 1 .p d f A u to m a tio n P la te re m a k e : 2 3 6 C -6 2 5 8 2 3 6 C -6 1 1 C 2 3 6 C -5 F E 0 2 3 6 C -5 E A 4 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 6 B F B 0 7 2 s _ 1 2 _ 7 _ 2 0 1 9 C M Y K

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.