Fréttablaðið - 13.07.2019, Qupperneq 66
Í VINNUSMIÐJ-
UNNI KÖFUM
VIÐ SVOLÍTIÐ
OFAN Í HVAÐ
ÞAÐ ER SEM
VIÐ VILJUM
SKILJA EFTIR
OKKUR.
Stútfull dagskrá
af flottu efni
Björt Þorfinnsdóttir er stofnandi og framkvæmdastýra
hátíðarinnar.
„Hátíðin verður haldin í tuttugasta skipti í ár, en við
höldum upp á afmælið á næsta ári. Við teljum þetta
svona eins og í mannárum. Fyrsta hátíð var númer núll.
Hún segir hátíðina núna vera upphitun fyrir afmælið
og dagskráin því brjálæðislega flott að þessu sinni
Skiptinemar á vegum Erasmus Plús eru venju sam
kvæmt á Seyðisfirði í sumar.
„Við höfum verið í því samstarfsverkefni í tólf ár.
Þannig að við fáum á hverja hátíð ungmenni víðs vegar
að úr Evrópu sem taka þátt í vinnusmiðju sem við
stöndum fyrir. Framtíðarsýn er þemað á þessu ári. Í
vinnusmiðjunni köfum við svolítið ofan í hvað það er
sem við viljum skilja eftir okkur og hvernig framtíðin
mun horfa til baka á okkar tíma,“ segir Björt.
Skiptinemarnir munu til dæmis taka fyrir umhverf
ismál, nánd, minnihlutahópa, kapítalisma og önnur
spennandi viðfangsefni.
„Við hefjum í raun hátíðina með sýningaropnun
og verðum með opnar vinnustofur alla næstu viku og
vinnusmiðjurnar í fullum gangi. En þær eru átta og allar
orðnar stútfullar.“
Listakonan Hrafnhildur Arnar
dóttir, betur þekkt sem Shoplifter,
er til að mynda með eina smiðju.
Hún sá um framlag Íslendinga á
Feneyjatvíæringnum í ár.
„Í ár erum við með tónleika báða
dagana yfir helgina. Þar koma
meðal annars fram Hatari, Mamm
út, Bríet og GDRN. Stærsta atriðið
í ár er Kelsey Lu en hún kemur frá
Bandaríkjunum. Svo erum við með
eftirpartí í samstarfi við Red Bull
en þar koma fram Upsammy frá
Hollandi, Bjarki og DJ Dominatr
icks. Það verður sér svið fyrir það
sem verður opnað þegar eftir
partíið byrjar,“ segir Björt.
Þarna verður markaðsstemning á laugardeginum
þar sem Þrenna mun bjóða gestum og gangandi upp á
grillaðar pylsur.
„Þar verða sölubásar og alls konar skemmtilegar
uppákomur fyrir alla fjölskylduna.“
Björt segir f lesta bæjarbúar ánægða með hátíðina þó
alltaf geti orðið einhverjir árekstrar.
„En við bætum fyrir okkar mistök og höfum alltaf það
að leiðarljósi að gera betur.“
Listasmiðjur vikunnar eru svo með sýningu fyrir tón
leikana á föstudagskvöldinu úti um allan bæ.
„Það er nokkurs konar hápunktur hátíðarinnar,“
segir Björt .
Björt Sigfinnsdóttir er stofnandi og framkvæmdastýra
hátíðarinnar. MYND/ÓLAFUR DAÐI EGGERTSSON
Katarína Mogensen og Ása Dýradóttir spila með
hljómsveitinni Mammút á LungA í ár.
Margt var um manninn og mikið fjör í fyrra. MYNDIR/HREFNA BJÖRG GYLFADÓTTIR
Eiga ómetanlegar
minningar frá LungA
Ása Dýradóttir hefur oft farið á LungA, bæði til að spila
og sýna list. Hún segist eiga frábærar minningar frá
hátíðinni og hlakka mikið til að mæta í ár.
,,Við höfum spilað með Mammút nokkrum sinnum
á LungA en við Kata höfum líka verið að fara til að
sýna list eða vera með gjörninga. Við höfum farið oft á
hátíðina en núna er smá tími liðinn síðan síðast. Þess
vegna erum við mjög spenntar fyrir hátíðinni í ár,“
segir Ása Dýradóttir, listakona og bassaleikari hljóm
sveitarinnar Mammút, sem spilar á föstudagskvöldið.
„Við fórum fyrst á LungA árið 2008. Það var eigin
lega óvart. Við vorum með tónleika á Eistnaf lugi og
vorum einmitt oft með einhverja gjörninga þar í Stál
smiðjunni. Þar kynntumst við Helga Péturssyni sem
býr á Seyðisfirði. Þannig að við fengum far yfir á Seyðis
fjörð með honum á mánudeginum, því LungA er alltaf
helgina eftir Eistnaflugi.“
Það lá því vel við að koma við á Seyðisfirði á mánu
deginum til að jafna sig eftir helgina.
„Það er svo kósí að fara á Seyðisfjörð. Líka í byrjun
vikunnar þegar námskeiðin eru að byrja og allir ótrú
lega duglegir. Það er einhver stóísk ró sem svífur yfir
vötnum þegar maður keyrir niður Fjarðarheiðina.“
Kata og Ása lögðu báðar stund á myndlist við Lista
háskóla Íslands.
„Árið 2011 vorum við með risa gjörning, kveiktum
hringlaga bál í fjörunni. Það er einna minnisstæðasta
hátíðin fyrir mér, þar brutum við einhvern ís með að
tvinna saman listina og tónlistina. Á LungA fetuðum
við okkar fyrstu stóru skref sem listamenn. Þannig að
upphaf lega komum við inn í LungA meira í gegnum
listina en síðar meir til að spila með Mammút. “
Hún segir hátíðina alltaf hafa átt góðan stað í hjarta
þeirra og þær eigi margar góð minningar þaðan.
„Þetta er fullkominn staður til að stíga sín fyrstu
skref og þróa sig sem listamaður. Staður til að kynnast
öðrum listamönnum. Svo eru alltaf frábær námskeið
þarna, þau líta mjög vel út í ár. Jófríður, Unnsteinn og
Logi eru með námskeið í lagasmíðum. Svo er námskeið
í spunaleik líka.“
Innt eftir því hvort þær Kata skelli sér ekki á laga
smíðanámskeiðið, svona verandi í einni stærstu hljóm
sveit landsins.
„Það væri reyndar smá fyndið. Við eitthvað: „Jæja
hvernig gerir maður þetta?“ Þau myndu halda að við
værum búnar að missa vitið. Eða við færum á nám
skeiðið og myndum svo alveg breyta okkar tónlist
eftir það,“ segir Ása skellihlæjandi en bætir svo við: „Ég
mæli alveg hiklaust með því við alla að mæta. Ég veit
það er oft smá kostnaður sem fylgir því að fara á svona
hátíð en maður mun alltaf eiga svo ótrúlega frábærar
og ómetanlegar minningar frá LungA.“
steingerdur@frettabladid.is
Brjáluð
flottheit á
LungA 2019
Listahátíðin LungA verður haldin í tuttug-
asta sinn á Seyðisfirði um næstu helgi.
Boðið er upp á líflega dagskrá alla vikuna;
listasmiðjur, listsýningar og tónleika.
1 3 . J Ú L Í 2 0 1 9 L A U G A R D A G U R38 L Í F I Ð ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð
LÍFIÐ
1
3
-0
7
-2
0
1
9
0
5
:1
1
F
B
0
7
2
s
_
P
0
6
7
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
7
2
s
_
P
0
6
6
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
7
2
s
_
P
0
0
6
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
7
2
s
_
P
0
0
7
K
.p
1
.p
d
f
A
u
to
m
a
tio
n
P
la
te
re
m
a
k
e
: 2
3
6
C
-5
8
7
8
2
3
6
C
-5
7
3
C
2
3
6
C
-5
6
0
0
2
3
6
C
-5
4
C
4
2
7
5
X
4
0
0
.0
0
1
5
B
F
B
0
7
2
s
_
1
2
_
7
_
2
0
1
9
C
M
Y
K