Bæjarblaðið - 25.01.1983, Blaðsíða 1

Bæjarblaðið - 25.01.1983, Blaðsíða 1
1. tbl. Þriðjudagur 25. janúar 1983 5. árgangur Bæjarblaðið áfram tvisvar í mánuði Undanfarið hafa margir orðið til þess að spyrja ritstjórnarmenn Bæjarblaðsins hvort blaðið væri að hætta útkomu. Ástæðan fyrir þess- um spurningum mun vera sú að í síðustu viku fengu margir af aug- lýsendum þeim sem auglýst hafa í Bæjarblaðinu, bréf frá tveimur ungum og bjartsýnum mönnum, þar sem boðuð var útkoma nýs vikulegs fréttablaðs á Akranesi. Menn töldu sig hafa lesið út úr orðalagi þessa bréfs þann boð- skap að Bæjarblaðið væri að hætta. Því ertil að svara að Bæjarblaðið er síður en svo að leggja upp laupana. Hugmyndir um vikulegt fréttablað hafa lengi verið draumur ritstjórnarmanna Bæjarblaðsins en hingað til hefur okkur ekki tekist að sjá fjárhagslegan möguleika á því. Bæjarblaðið hefur hingað til ekki lofað meiru en það getur staðið við og þess vegna er engin ævintýra- áhætta tekin í rekstri blaðsins. Bæjarblaðið mun á næstunni koma áfram út tvisvar í mánuði, og um þessar mundir standa yfir við- ræður við ákveðinn aðila um hugs- anlegar breytingar á rekstri, sem ættu að geta treyst fjárhagsgrund- völl þess. Bæjarblaðið hefur átt því láni að fagna að Akurnesingar hafa tekið blaðinu vel og verið ritstjórn leið- beinandi í efnisvali auk þess sem samskipti blaðsins við auglýsendur hafa ávallt verið í góðu lagi.. Við vonum að þessi góða samvinna við bæjarbúa haldi áfram og þeir sameinist um að treysta grundvöll eir>a fréttablaðsins sem hingað til hefur komið út á Akranesi oftar en mánaðarlega og algerlega er unn- ið á Akranesi. Lítið um slys og óhöpp þrátt fyrir mikla hálku á götunum Þrátt fyrir ófærð og mikla hálku son, Gísla Björnsson og Lárus undanfarið virðist allt hafa farið Guðjónsson. stórslysalaust fram héráAkranesi. Þeir félagar sögðu að í nógu Bæjarblaðið leit við á lögreglustöð- hefði verið að snúast þegar veðrið inni um síðustu helgi og hitti þar hefði verið sem verst. Síminn var fyrir lögregluþjónana Rafn Hjartar- rauðglóandi, sögðu þeir og mikið Strax og byrjaði að hlána mynduðust varasamir skomingar á götun- um. Hér er veghefill að stöfum á Skagabraut. Mynd: Dúi 8 óskað eftir aðstoð við fólksflutn- inga vegna veðursins. Þeir sögðu að björgunarsveit Slysavarnarfé- lagsins hefði staðið sig frábærlega í að flytja fólk milli bæjarhluta ( óveðrinu. Til dæmis hefði sveitin aðstoðað starfsfólk sjúkrahússins og dvalarheimilisins Höfða við að komast til og frá vinnu auk þess sem aðstoðað var við matarflutn- inga til Höfða. Við höfðum samband við Þór Magnússon formann björgunar- sveitarinnar Hjálþin og spurðum hann um hlut sveitarinnar í aðstoð við fólk. „Við höfðum í nógu að snúast og í viðbót við það sem þú hefur frá lögreglunni, þá fluttum við starfs- menn til vinnu á Grundartanga og sem dæmi um ófærðina og hríðina þá tók ein ferð þangað sex tíma en vanalega er þetta 15 mínútna akstur. Þá aðstoðuðum við fólk sem hafði tepst í bílum víða í ná- grenni Akraness og inná Hvalfjarð- arströnd, talsvert var um að við værum beðnir um að svipast um Krakkarnir hafa tekið snjónum fegins hendi eins og þessi dama sem baslar upp brekkuna með snjóþotu sína. Mynd: Dúi eftir fólki sem ekki hafði látið vita af sér og ættingjar voru farnir að ótt- ast um. Þá sóttum við skáta sem voru í útilegu í Skátafelli við Akra- fjall og svona mætti lengi telja.“ — Er björgunarsveitin nægi- lega vel útbúin til hjálparstarfa í svona ófærð? „Já ég vil meina að við séum nú vel útbúnir í svona lagað. Sveitin á góðan bíl sem var í stöðugri notkun og auk hans vorum við með fjóra vel útbúna jeppa að láni en þeir bílar eru í eigu björgunarsveitar- manna. Hins vegar má segja að þarna hafi komið í Ijós að ýmsu er ábótavant í yfirstjórn á svona dögum ogfólk veitoft ekki hvert það á að snúa sér ef lögreglan kemst ekki yfir að veita alla þá aðstoð sem þörf erfyrir.'1 En snúum okkur þá aftur að lög- reglunni. Bæjarblaðið innti þá félaga á lögreglustöðinni eftir því hvort eitthvað hafði verið um árekstra og slys af völdum hálku og ófærðar. — Þeir sögðu að talsvert hefði verið um smáárekstra þar sem bílar hefðu runnið saman vegna mikilla skorninga á götum bæjarins. Hins vegar hefði ekkert verið um slys sem rekja mætti til þess óvanalega ástands hér svo þeir vissu um. Full ástæða er til að hvetja fólk til að fara gætilega við slíkar að- stæður sem verið hafa hér allt frá áramótum. Þegar þetta er skrifað er veður orðið hið besta en við er- um búin að sjá það undanfarið að ekki þarf langan tíma til róttækra breytinga þegar íslenskt vetrar- veður er annars vegar. i A M n r n • u a r a r m I-/ •• Lf U L/ K H b r 372913

x

Bæjarblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bæjarblaðið
https://timarit.is/publication/1353

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.