Bæjarblaðið - 25.01.1983, Blaðsíða 2
2
BceJarblodid
!C^
.0'
Danskar og norskar
lv veaasamstæftur
veggsamstæður
Greiðslukjör
8 jafnar afborganir
Fyrsta greiðsla mánuði
frá kaupdegi
STOFAN
BÁRUGÖTU 21
SIMI1970
Fyrsta raðsmíðaða fiskiskipið:
Hafnarey SU 110 sjósett
í heimahúsum
Samkvæmt 35. grein reglugeröar um vernd
barna og ungmenna er óheimilt að taka barn/
börn í dagvist á einkaheimili gegn gjaldi,
nema viðkomandi heimili hafi verið veitt leyfi
til slíkrar starfsemi frá viðkomandi barna-
verndarnefnd (félagsmálaráði).
Félagsmálaráð Akraneskaupstaðar hefur
samþykkt nánari reglur um gæslu barna í
heimahúsum er tóku gildi 1. janúar 1981.
Þeir sem nú þegar hafa tekið börn í gæslu í
heimahúsum eða hafa hug á því síðar skulu
því sækja um leyfi til þessarar starfsemi til
félagsmálaráðs.
Undirritaður tekur á móti umsóknum og
veitir nánari upplýsingar í síma 1211.
Félagsmálastjóri
Akraneskaupstaður
íbúð til leigu
Umsóknum skal skilað á
bæjarskrifstofu, Kirkjubraut 28
fyrir 28. janúar á sérstökum
eyðublöðum, sem þar fást.
Bæjarritari
Leyfi til gæslu barna
Þann 4. janúar sl. var sjósett nýtt
skip hjá Skipasmíðastöð Þorgeirs
og Ellerts hf. Hið nýja skip, sem
hlaut nafnið Hafnarey SU 110 er
fyrsta skipið í svokölluðu rað-
smíðaverkefni, en á því verkefni
taka þátt auk Þorgeirs & Ellerts,
Sliþpstöðin á Akureyri og Stálvík I
Garðabæ.
Eigandi Hafnareyjar er Hrað-
frystihús Breiðdælinga hf. á Breið-
dalsvík og er áætlað að afhenda
eigendum skipið formlega I byrjun
febrúar.
Hafnarey SU 110 er 35,1 m löng
og 8,1 m breið og skipið mælist um
280 lestir. Skipið hefur tvö heil
þilför og það þriðja sem nær aftur
fyrir brú þess. Undir neðra þilfari er
vélarrúm og fiskilest. Á neðra þilfari
eru fiskmóttaka, fiskaðgerðarrými
og íbúðir, á efra þiifari er trolldekk
og íbúðir, dælu- og loftræstiklefar
undir bakka.
Skipið er smíðað með það fyrir
augum að geta stundað línu-,
neta- og togveiðar og það síðasta
með skuttogi.
Aðalvél Hafnareyjar er 990
hestafla Disel og er hún gerð fyrir
brennslu á svartolíu. Volda niður-
færslugír er tengdur Hjelset skipti-
skrúfu og skrúfuhring. Við gírinn
eru tengdir tveir rafalar sem sjá
bátnum fyrir rafmagni. Hjálparvél,
til framleiðslu rafmagns í höfn, eraf
Cummins gerð. Allar vindur í bátn-
um eru frá Rapp-Hydema og eru
togvindur 16 tonn á tóma tromlu.
Togvindur eru með autotrollbún-
aði.
í skipinu eru fullkomnustu fiski-
leitar- og siglingartæki, sem völ er
á í dag, svo sem Atlas fisksjár,
Decca ratarar, Anschutz gíróátta-
viti og Sailor talstöðvar.
Hafnarey hefur íbúðir fyrir fjórtán
manns í fjórum eins manns klefum
og fimm tveggja manna klefum.
Skipstjóri á hinu nýja skipi er ís-
leifur Gíslason. Fyrsti vélstjóri er
Kristján Steingrímsson og fyrsti
stýrimaður er Rafn Svansson.
Þess má að lokum geta að
Akraneskaupstaðu r
Hafnarey við nýja viðlegukantfnn í Lambhúsasundi. Með tilkomu
hans hefur öll aðstaða Þ & E til frágangs skipa stórbatnað.
Mynd: Dúi
Hafnarey er 36. nýsmíði Þorgeirs Bæjarblaðið óskar skipasmíða-
og Ellerts hf. auk þess sem skipa- stöðinni, eigendum Hafnareyjar og
smíðastöðin hefur endurbyggt áhöfn til hamingju með hið nýja
nokkra báta á liðnum árum. skip og góðs gengis í framtíðinni.
Ferðir Akraborgar:
Mikil aukning á
flutningum
1982
Flutningar með Akraborg
hefur aukist ár frá ári allt frá
því að fyrsta bílferjan kom árið
1974. í fréttatilkynningu frá hf.
Skallagrími, sem Bæjarblað-
inu barst fyrir skömmu, segir
að á árinu 1982 hafi verið
fluttar 73.196 bifreiðar í 3202
ferðum með Akraborg og er
það bæði með gamla og nýja
skipinu. Þettaer25% aukning
frá árinu 1981 en þá voru
fluttar 58.182 bifreiðar í 2850
ferðum.
Farþegar sem fluttir voru á
sl. ári voru 260.609, þar af
voru 182.990 farþegar bíla
sem um borð voru og 77.619
án bíla. Aukning farþega er
um 22% frá fyrra ári en þá
voru fluttir 214.039 farþegar.
Það má því Ijóst vera að sífellt
fleiri líta á átlunarferðir Akra-
borgar milli Reykjavíkur og
Akraness sem hluta af vega-
kerfi landsins og æskilegan
ferðamáta í stað þess að aka
fyrir Hvalfjörð.
* .....—,
Bœjorblodid
Útgefandi: Bæjarblaðið sf., pósthólf 106,300 Akranes
1. tbl. 5.árg. 25. janúar 1983
Ritstjórnarskrifstofa og afgreiðsla Laugarbraut 10 sími 2974
opin mánudaga og þriðjudaga kl. 17-20 og
laugardaga kl. 13-15.
Ritstjórn: Haraldur Bjarnason sími 2774. Sigþór Eiríksson
sími 1919. Ljósmyndir: Árni S. Árnason simi 2474, Dúi
Landmark sími 1825. Fréttaritari Borgarnesi: EyjólfurTorfi
Geirsson. Útlit: Bæjarblaðið.
Setning og prentun: Prentverk Akraness hf.
.....— ...... ...............