Bæjarblaðið - 25.01.1983, Side 3
Beejarblodid
3
Veiðarfæraverslun Axels Sveinbjörnssonar 40 ára:
„Þá var mánaðarkaupið 250 krónur“
— segir Axel Sveinbjörnsson í viðtali við Bæjarblaðið
Veiðarfæraverslun Axels Svein-
björnssonar varð 40 ára þann 18.
desember s.l. Axelsbúð, eins og
verslunin er jafnan kölluð hér á
Skaga, er fyrir löngu orðin fastur
punktur í bæjarlífinu hér á Akra-
nesi. Alla tíð frá stofnun hefur
verslunin verið staðsett við Hafn-
arbrautina, fyrstu árin norðan við
götuna en síðan að sunnanverðu
við hana. En þrátt fyrir staðsetn-
inguna og nafn verslunarinnar, þá
er talsvert fleira en veiðarfæri á
boðstólnum á þeim bæ, og vöru-
valið hefur aukist með ári hverju.
En hvað segir stofnandinn og eig-
andinn, Axel Sveinbjörnsson um
tilurð verslunarinnar fyrir förutíu
árum. Bæjarblaðið leit við hjá hon-
um fyrirskömmu.
ÁTTI ÞÚSUND KRÓNUR
„Ég var búinn að vera á sjó frá
unglingsaldri, en varð svo að fara á
land árið 1937 vegna veikinda. Ég
réði mig þá sem verkstjóra til Har-
man ég að vinnuvettlingar kostuðu
tvær og fimmtíu þá en kosta nú 63
krónur þrátt fyrir að búið sé að
strika tvö núllin aftan af krónunni
nú. Ég byrjaði nú smátt og vöru-
valið var ekkert líkt því sem nú er.
Flest af því sem ég verslaði var
með var tengt sjónum, veiðarfæri,
tóg, vinnufatnaðurog því líkt. Fyrst
um sinn þurfti maður að fara viku-
lega til Reykjavíkur og ,,svíkja“ út
vörur og þá bara út á andlitið eins
og kallað er. Ég get sagt þér sem
dæmi um liðlegheit einstakra
manna að Ellingsen lánaði mér í
byrjun vörur fyrir ellefu þúsund
krónur án þess að þekkja nokkuð til
mín og þætti slíkt eflaust gott í dag.
Þetta blessaðist allt og ég hef alltaf
getað greitt mínar skuldir.
Voru lánsviðskipti til sjómanna
ekki mikil á þessum árum?
„Jú, þau hafa alltaf verið mikil,
og hér áður fyrr fengu sjómenn
sjaldnar uppgert en nú. En þessi
lánsviðskipti eru enn talsverð, það
sem helst hefur breyst í þeim efn-
Verslunarhús Axels Sveinbjömssonar fyrir 40 árum
Axelsbúð. í þessu húsi hefur verslunin verið f 35 ár
Mynd: Dúi.
aldar Böðvarssonar og starfaði þar
til 18. nóvember 1942. Mánuði
seinna var ég svo búinn að opna
þessa verslun, 18. desember
1942.“
En hvernig var að opna verslun á
þessum árum, var ekki erfitt að fá
fyrirgreiðslu og þurftu menn ekki
að eiga mikinn pening til að fara út í
slíkt?
„Ég átti þúsund krónurtil þá, og
ég man að mánaðarkaupið mitt hjá
Haraldi var 250 krónur. Til að við
getum áttað okkur á verðlaginu, þá
um er að nú eru útgerðarfyrirtækin
sjálf farin að vera mikið með vinnu-
fatnað fyrir sína menn þannig að
verslun með vinnufatnað fyrir sjó-
mennhefurheldurdregistsaman."
HEFUR STARFAÐ HJÁ AXEL í
TÆP40ÁR
Varstu með starfsfólk í versl-
uninni fyrstu árin?
„Fyrsta árið störfuðum við að
þessu tvö, ég og konan mín,
Guðjónsson, Sigríður Óladóttir og Guðjón
Finnbogason. — Ljósm.: Jóhannes Guðjónsson.
Starfsfólkið í versluninni i dag f.v.: Ámi Árnason,
Axel Gústafsson, Axel Sveinbjömsson, Ólafur
Lovísa Jónsdóttir. í byrjun árs 1943
réðist svo fyrsti starfsmaðurinn til
mín en það var Grétar Jónsson,
sem nú starfar í Blómabúðinni. Það
sama ár um haustið byrjaði svo
Guðjón Finnbogason hjá mér og
hann starfar enn hjá mér, svo
Guðjón er bráðum búinn að halda
út hjá mérí40ár.“
Þú segist hafa byrjað smátt, en
hvernig voru húsakynnin?
„Þau voru nú mikil til að byrja
með, ég byrjaði í litlu húsi norðan
við götuna. Það hús var flutt á
Innra-Hólm fyrir nokkuð mörgum
árum og þjónar þar sem bílskúr
eða vélageymsla held ég. Versl-
unin var í því húsi fyrstu 5-6 árin en
þá keypti ég margfalt stærra hús
hinum megin götunnar. Fyrst um
sinn notaði ég það ekki allt sjálfur
og leigði út pakkhús bæði fyrir af-
greiðslu Akraborgar og Kaupfélag-
ið. Nú svo kom að því að ég þurfti
að bæta því húsnæði við mig líka,
þá var ég farinn að auka vöruúr-
valið og byrjaður að versla með
ýmislegt til iðnaðar, svo sem fitt-
ings, röro.fl.
GJÖRBREYTTIR TÍMAR
Ef þú lítur til baka Axel yfir þessi
fjörutíu ár. Hverjar finnst þér helstu
tíreytingarnar?
„Breytingarnar eru náttúrulega
fjölmargar og stórar. Verslun hér á
Akranesi hefur stórbreyst, og hér
hafa verið stofnsettar verslanir á
öllum sviðum verslunar. Nú í dag er
til dæmis hægt að fá sumt af því
sem ég hef verslað með í kvöld- og
helgarsölum, þar er maður í ójafnri
samkeppni með lokað frá klukkan
sex á kvöldin og um helgar. En
þrátt fyrir alla þessa samkeppni
held ég að ég sé bara ánægður
með minn hlut. Akurnesingar vita
hvað ég versla með og eru löngu
búnir að kynnast því og leita því
gjarnan á gamlar slóðir."
Þar erum við komin aftur að því
sem sagt var í byrjun. Axelsbúð er
fyrir löngu orðin fastur punktur í
bæjarlífi Akurnesinga. Þær eru
ófáar fiskisögurnar sem flogið hafa
á milli manna á bekknum í Axels-
búð, þarsem sjómenn í landlegum
setjast gjarnan niður og ræða afla-
brögð og veðurútlit yfir kók og prins
með dyggilegri aðstoð líflegs af-
greiðslufólks. Bæjarblaðið þakkar
Axel Sveinbjörnssyni fyrir spjallið
og óskar honum og samstarfsfólki
hans til hamingju á þessum tíma-
mótum.
Samvinnubankinn
flytur senn
Eins og fram kom í siðasta byrjun febrúar og er stefnt að því
Bæjarblaði eru nú tvær af þremur að nota fyrstu helgi febrúarmán-
stofnunum, sem nýja Samvinnu- aðar til flutninga.
bankahúsið mun hýsa, fluttar í Það hefur hins vegar vakið at-
húsið. hygli bæjarbúa hve lítið er um
Sjáifur eigandinn, Samvinnu- biiastæði við þetta hús sem hýsir
bankinn, hefur hinsvegar ekki stofnanir sem fólk þarf mikið að
ennfluttinn.AðsögnÖmóifsÞor- leita til. Nú mun standa til að
leifssonar útibússtjóra Sam- brjótagamlabankahúsiðníðurog
vinnubankans munu bankinn og væntanlega verður þánægileg
Samvinnutryggingar flytja nú í aukning á bílastæðum við húsið.
Hef opnað aftur
Nýjar vörur
Nytja-
skraut
og
listmunir
Styttur,
aðeins frummyndir
Leirkjallarinn
Melteigi 4