Bæjarblaðið - 25.01.1983, Page 5

Bæjarblaðið - 25.01.1983, Page 5
Bosjarblðdid 5 Verkfræði- og teiknistofan sf.: Gefur út sýnishornabók með stöðluðum íbúðarhúsateikningum Ein teikninganna úr sýnishornabók teikninga frá Verkfræði- og teiknistofunni sf. verkum að hljómburðargæði margfaldast. Er þetta svo kallað 4ra rása Dolby Stero sem meðal annars hefur þau áhrif á áhorf- andann að hann lifir sig meira inn í myndina þannig að honum finnst hann vera þátttakandi í myndinni, sem Sophia Loren hvísli í eyra manns. SEPTEMBER Nýr bæjarstjóri var ráðinn til starfa hér á Akranesi. Heitir hann Ingimundur Sigurpálsson, er Reykvíkingur og starfaði áður hjá Framkvæmdastofnun ríkisins. En ráðning hans kostaði illdeilur í bæj- arstjórn sem urðu þess valdandi að Alþýðubandalagið sagði sig úr meirihlutasamstarfinu með Sjálf- stæðisflokki og Alþýðuflokki. En úrsögn Alþýðubandalagsins úr samstarfinu var ekki beint per- sónulega gegn hinum nýráðna bæjarstjóra heldur gegn því hvernig að máli þessu var staðið af samstarfsflokkunum að þeirra mati. Hin nýju vatnshreinsitæki sem sett voru upp hér við bæinn fyrir fjórum mánuðum síðan, hafa Vatnshreinsitækin reynst mjög vel í alla staði og getur neysluvatnið ekki gerst betra eins og það er nú. Hér er um að ræða tæki sem drepa allar bakteríur og gerla í neysluvatninu með útfjólu- bláum geislum. Bakteríudrepandi áhrif eru talin yfir 99,99%. Afli Akranestogaranna var þessi til lO.seþt. Bjarni Ólafsson 803 tonn, Haraldur Böðvarsson 3.556 tonn, Krossvík 2.751 tonn, Óskar Magnússon 2.317 tonn, Skipa- skagi 1.110 tonn. En rólegt hefur verið hja bátaflotanum um þessar mundir. OKTÓBER Skagaleikflokkurinn æfir nú af fullu kappi leikritið ,,0kkar maður“ eftir Jónas Árnason og er þetta frumuppfærsla á verkinu hér á landi. Stærstu hlutverk eru í hönd- um Valgeirs Skagfjörð og Sveins Kristjánssonar. Prentverk Akraness varð 40 ára nú fyrir skömmu. Prentverkið er eina starfandi prentsmiðjan hér í bæ nú. Aðalfrumkvöðull og eigandi prentsmiðjunnar lengst af var Ólafur heitinn Björnsson ritstjóri en hann ritstýrði hér í bæ blaðinu „Akranes" af stórhug um 17 ára skeið. Um næstu áramót mun Haukur Guðlaugsson láta af störfum sem organisti við Akraneskirkju og kór- stjóri kirkjukórsins. í stað Hauks hefur verið ráðinn til þessara starfa Jón Ólafur Sigurðsson sem verið hefur organisti á Egilsstöðum. Um þessar mundir er verið að Ijúka lagningu á umfangsmestu holræalögn sem lögð hefur verið hér á Akranesi. Er hér um að ræða lögn sem liggur frá Esjubraut til Kalmansbrautar. Er henni ætlað að leysa af hólmi gamla lögn sem kemur fram úr bakkanum fyrir neðan Esjubraut. Leggst þar með niður eitt umdeildasta holræsaút- hlaup í bænum. Einnig mun lögn þessi taka við skolpi og regnvatni frá iðnaðarhverfinu á Smiðjuvöll- um og nýja miðbænum, þar sem Skagaver hefur nú reist hús sitt. NÓVEMBER Hafnar eru framkvæmdir við að reisa vistheimili fyrir fjölfatlaða á Vesturlandi. Verður heimilið stað- sett að Vesturgötu 102. Verktaki í fyrsta áfanga byggingarinnar er Trésmiðja Guðmundar Magnús- sonar. Heimilið verður 340 ferm að stærð og er teiknað af Verkfræði- og teiknistofunni sf. Heimilið er áætlað fyrir 7 fjölfatlaða einstakl- inga og þar af 5 til langtímabúsetu og 2 til skammtímadvalar. Þá verð- ur einnig góð aðstaða fyrir starfs- fólk. Vonast er til að húsið geti verið tekið í notkun á árinu 1983. Sýningu Skagaleikflokksins á leikriti Jónasar Árnasonar „Okkar maður“ hefur verið tekið mjög vel af Akurnesingum og hefur aðsókn- in slegið öll fyrri met hjá leikflokkn- um, einnig þykir leikur allur í verk- inu vera eins og best er á kosið. Hjólreiðakeppni Bæjarblaðsins og Arnardals var haldin fyrir skömmu og tókst sem fyrr mjög vel. Alls tóku 49 krakkar þátt í keppn- inni. Keppt var f þrem flokkum, sem nefndir voru yngri flokkur, eldri flokkur og gírahjólaflokkur. Hörku- keppni var í öllum flokkum en sig- urvegarar í flokkunum voru sem hér segir. I yngri flokki Eyleifur Jó- hannesson, í eldri flokki Jón B Baldursson og í gírahjólaflokki sigraði Óli Þór Jónsson. Allir þátt- takendur í keppninni fengu viður- kenningarskjöl frá Bæjarblaðinu og Arnardal. Skagaver hf flutti nýlega í glæsi- legt 1200 ferm verslunarhúsnæði í Miðbæ 3. Er verslunin stór og rúm- góð og gefur á engan hátt eftir hinum stóru vörumörkuðum á Reykjavíkursvæðinu. DESEMBER Nýlega kom út fyrsta bindi af Æviskrám Akurnesinga. Það var sögufélag Borgfirðinga sem gaf út ritverk þetta í umsjón Ara Gísla- sonar. í þessu fyrsta bindi eru tæp- lega 1400 æviskrár en áætlað er að alls verði bindin fjögur og ævi- skrárnar um 8000. í þessu fyrsta bindi eru um 800 myndir. Þeirsem skráðir eru í æviskrár Akurnesinga eru allir sem búið hafa á Akranesi einhvern tíma á tímabilinu 1930- 80. Sem fyrr var jólamánuðurinn átakalítill samkvæmt bókum lög- reglunnar, sem betur fer þrátt fyrir erilinn og innkaupin. Jól og áramót voru friðsöm og róleg hér í bæ. Á 20 ára afmæli Verkfræði- og teiknistofunnar sf. er var á síðasta ári, ákvað fyrirtækið að gefa út svo- kallaða sýnishornabók með stöðl- uðum íbúðarhúsateikningum. Ný- lega kom bók þessi út og eru í henni 14 staðlaðar teikningar að íbúðarhúsabyggingum. Er ætlunin að fjölga mjög fljótlega teikningum í bókinni. Rétt þótti samt í byrjun að fara hóflega á stað hjá Verkfræði- og teiknistofunni til að kanna mót- tökur og viðtökur húsbyggjenda. Verðlag á teikningum bæði verk- fræðinga og tæknifræðinga miðast við sama verð og almennt gerist hjá teiknistofum sem selja staðl- aðar teikningar, eins og t.d. Hús- næðismálastofnun o.fl. Ýmsar breytingar er hægt að gera á teikn- ingunum í samráði við Verkfræði- og teiknistofuna sf. samkvæmt óskum eftir því sem við verður komist án sérstaks endurgjalds. Hafi viðkomandi sértaka hugmynd um hús sitt eða séu byggingaað- stæður aðrar en í sýnishornabók- inni eru, er Verkfræði- og teikni- stofan reiðubúinn að útfæra hús fyrir viðkomandi innan þeirra við- skiptakjara sem boðið er upp á. Alls hefur Verkfræði- og teikni- stofan sf. tekið að sér um 1600 verkefni á 20 ára starfsferli sínum bæði stór og smá. Má í því sam- bandi nefna sjúkrahússbyggingu, dvalarheimili, skólabyggingar, at- vinnu og íbúðarhús ýmisskonar, hafnarmannvirki, skipulag bæjar- hluta, hitaveitumannvirki, lagna- kerfi sveitarfélaga og húsbyggj- enda o.m.fl. Við fyrirtækið starfa í Fiskveiðar og fiskvinnsla hafa um langan tíma verið undirstöðuat- vinnugrein okkar íslendinga. Á síð- ustu árum hefur atvinnulífið þó orðið fjölbreyttara með ári hverju en samt er það nú svo að flestir ef ekki allir íslendingar geta rakið undirstöðuna fyrir afkomu sinni til fiskveiða. Með breyttum atvinnuháttum hefur fólkið í landinu sífellt fjar- lægst fiskveiðarnar og veit því meginþorri almennings í dag frekar lítið um hvernig sjómenn bera sig að við fiskveiðar. Þetta þekkingar- leysi nær víða og á jafnt við um börn og unglinga sem fullorðna. Mörg spaugileg dæmi um þetta þekkingarleysi hafa komið fram í dagblöðunum og eru þau dæmi í meira lagi furðuleg, þar sem halda mætti að þau blöð gætu haft á sín- um snærum menn sem þekktu til undirstöðuatvinnugreinar lands- manna, en eins og eftirfarandi dæmi sína þá er ýmsu áfátt í þeim efnum. í einu Reykjavíkurblaðanna um síðustu helgi var frétt um ágang belgískra togara á mið línubáta fyrir Suðurlandi og sagt frá því að belgísku togararnir toguðu yfir línu íslenskra báta og þa’rf þá að sjálf- sögðu ekkert meira að segja frá þeirri línu. í niðurlagi fréttarinnar dag arkitekt, 2 byggingafræðingar, tæknifræðingur, 2 verkfræðingar, innanhússarkitekt og tækniteikn- ari, alls 8 manns, auk lausafólks í tímabundnum störfum. Verkfræði- og teiknistofan sf. hefur því að mynda sterka heild hönnuða, þannig að flestum þáttum bygging- segir svo frá því að Belgarnir hafi togað þarna ár eftir ár og hafi því líklega eignað sér þessi mið og áliti þeir því fslensku línubátana leggja netin á sína hefðbundnu togslóð. — Sem sagt línuveiðar stundaðar með netum, gáfulegt það. Fyrir síðasta sjómannadag var í einu Reykjavíkurblaðanna spjall við trillukarl. Þar sagði blaðamaður frá því að vinsælt væri að skreppa út á Faxaflóa og „renna fyrir grá- sleppu“. Ekki veit ég hvernig gengið hefur að fá grásleppuna til að bíta á. í einhverju blaði var viðtal við skipstjóra á netabát. Þar var bless- aður maðurinn látinn segja frá því að á þorskanetum einhvern tíma hefði verið svo mikið í pokanum að þeir ætluðu ekki að ná netunum inn. Hætt er við að þar hafi blaða- maðurinn ekki haft alveg rétt eftir. Eitt Reykjavíkurblaðanna var með stutt spjall við talsmann út- arinnar geti verið gerð sem best skil og hefur þróun fyrirtækisins frá fyrstu tíð stefnt í þá átt. Þeim bæj- arbúum, er áhuga hafa á að kynna sér þetta frekar er bent á að hafa samband við Verkfræði- og teikni- stofuna sf. Kirkjubraut 40, símar 1785 og 1085. gerðar einnar hér á Akranesi í sumar. Þar var haft eftir honum að þeirra bátur hefði leitað fyrir sé um allt land en lítið fiskað. Það hvarfl- aði nú að manni þá að líklega hefði verið fengsælla að hafa bátinn út á sjó. Eflaust eru fjölmörg dæmi til um svona skrif um fiskveiðar og sjó- mennsku almennt. Einhvern tíma fyrir langa löngu mun biskupinn hafa verið á ferðalagi með skipi. Frá því var sagt í útvarpi á þeim tíma og til þess tekið að svo vont hefði veðrið verið að hann hefði þurft að halda á súpudiskinum. Þeir eru nú líklega fáir dagar á sjó sem ekki bjóða upp á slík handtök. En eins og áður segir eflaust eru dæmin fleiri og eflaust eiga þessir brandarar eftir að aukast með ár- unum, þó svo að vitað sé að hjá flestum ef ekki öllum dagblöðunum starfa menn sem vel þekkja til þessara hluta og færi því betur að láta þá annast skrif um allt sem að sjómennsku lítur. 11 jón á veiðarfærum og getur farið upp i 100 þúsund krónur með f iski og öUu. Það er nógu sLæmt aö þurfa að eiga við isVensku togbátana og togskipin þó að við þurfum ekki að berjast við erlenda togara líka. ” Belgamir veiða á þessum slóðum samkvæmt samningum milli þjóðanna og toga á sömu slóðum ár eftir ár og er eins vist að þeir telji þessi mið eins konar „Belgamið” og áliti íslenskui línubátana leggja netin á sína | hefðbundnu togsióð. Nýjung í einu Reykjavíkurblaðanna: Línubátar nota net við veiðarnar

x

Bæjarblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Bæjarblaðið
https://timarit.is/publication/1353

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.