Bæjarblaðið - 25.02.1983, Blaðsíða 1

Bæjarblaðið - 25.02.1983, Blaðsíða 1
Útvarp á Akranesi: Fimmta opna vikan í Fjölbrautaskólanum Tveir stórir sigrar í kvennahand- bolta hér á Akranesi: ísland vann Bretland og ÍA vann Fylki Dagana 24. febrúar til 2. mars veröur hin árlega opna vika í fjöl- brautaskólanum. Dagskráin veröur aö vanda afar fjölbreytt og er hún undirbúin að kennurum og nem- endum. Nemendurvinnastórverk- efni eins og umferðarkönnun, verk- efni í stálskipasmíöi, myndlistar- verkefni, blaöaútgáfa og blaöa- mannanámskeið, verö- og neyslu- könnun og Ijósmyndun. Þá verður rekið skólaútvarp, sem ná mun til eyrna Akurnesinga á FM 98,7 2 m. rið. Verður dag- skráin bæði í tali og tónum og verður útvarpað daglega. Dagskrá opnu vikunnar verður rækilega kynnt í útvarpinu og er almenningi heimil þátttaka í dagskrárliðum meðan hússrúm leyfir. Nokkrir fyrirlesarar sækja skól- ann heim og verður fjallað um jafn- ólík viðfangsefni sem umferðarör- yggi, iðnrobota, átök araba og ísraelsmanna, afvopnunarmál og ástandið í Mexíkó, fóstureyðingar og krabbameinsrannsóknir. Þá verða námskeið á dagskrá, kynnis- ferðir í skóla á Vesturlandi, og all- mörg fyrirtæki auk íþróttamóta, skíðaferðar, og annarra smærri dagskrárliða. Leikflokkur skólans frumsýnir á föstudag leikritið Klerka í klípu og verður það margendursýnt vegna verulegrar aðsóknar eins og und- anfarin ár. Sem sagt verið velkom- in í heimsókn í skólann í opnu vik- unni og munið eftir að opna út- varpstækin. Það er greinilega fjölbreytt dagskráin á opnu vikunni, eins og spjöld- in á myndinni bera með sér Þessi mynd ertekin í Fjölbrautaskólanum á opnu vikunni í fyrra Úr landsleik íslands og Bretlands Handknattleiksstúlkur lA eru nú um það bil að tryggja sæti sitt í 1. deildinni að nýju eftir eins árs veru í annarri deildinni. Sl. miðvikudag sigruðu þær Fylki hér á Akranesi með 17 mörkum gegn 13. En þessi tvö lið hafa barist um toppinn í ann- arri deildinni í vetur, og höfðu fyrir þennan leik hvort um sig tapað aðeins einu stigi í mótinu, sem var inribyrðis jafnteflisleik- ur þeirra er liðin mættust í Reykjavík fyrr í vetur. Skagastúlkurnar eiga nú að- eins eftir að leika tvo leiki í mót- inu og vonum við að þeir leikir verði þeim engin hindrun í að sigra örugglega í annarri deild- inni. Um síðustu helgi fór fram landsleikur í handknattleik kvenna hér á Akranesi á milli íslands og Englands og sigruðu íslensku stúlkurnar örugglega. Meðfylgjandi mynd tók Árni S. Árnason, Ijósmyndari Bæjar- blaðsins af þeim leik. Næsta Bæjarblað kemur út 11. mars n.k. Auglýsingasímar 1919 - 2774

x

Bæjarblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bæjarblaðið
https://timarit.is/publication/1353

Tengja á þetta tölublað: 3. tölublað (25.02.1983)
https://timarit.is/issue/403080

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.

3. tölublað (25.02.1983)

Aðgerðir: