Bæjarblaðið - 25.02.1983, Blaðsíða 5
BenJorblodid
5
Hóf nám í Fjöfbrautarskólanum til að læra betur íslensku:
„Dúxaði“ síðan á stúdentsprófi
— Spjallað við hina þýskættuðu Úrsúlu Irene Karlsdóttur
Viö brautskráningu nemenda frá
Fjölbrautaskólanum á Akranesi á
haustönn þann 18. desember s.l.,
náði langbestum námsárangri
Úrsúla Irene Karlsdóttir stúdent af
viðskiptabraut, en hún hlaut hæstu
einkunn í öllum áföngum aðtveim-
ur undanskildum. Slíkt námsafrek
er afar sjaldgæft að sögn. En
námsárangur Úrsúlu er einstakur
vegna þess að hún er ekki borinn
og barnfæddur íslendingur, heldur
er hún þýsk, reyndar komin með
íslenskan ríkisborgararétt nú. Hún
flytur hingað til lands árið 1970 frá
heimaborg sinni Suttgart í Vestur-
Þýskalandi. Sest hún síðan á
skólabekk í Fjölbrautarskólanum
haustið 1979 eftirað hafa búið hér í
aðeins tæp 9 ár, þá 35 ára gömul.
Bæjarblaðið leit við hjá henni fyrir
skemmstu að heimili hennar á
Suðurgötu 108 hér í bæ þar sem
hún býr ásamt eiginmanni sínum
Braga Ingólfssyni efnaverkfræðing
hjá Sementsverksmiðju ríkisins og
tveimur börnum þeirra. Við inntum
Úrsúlu fyrst að því hvort það hefði
verið einhver sérstök ástæða fyrir
því að hún setti í sig kraft og kjark
og skellti sér á skólabekk.
„Ástæðan hjá mér var fyrst og
fremst sú að mig langaði til að læra
meira í íslensku og reyndareinnig í
dönsku. Ég hafði reynt að fara í
námsflokkana, en fannst koma lítið
útúrþví. Þannigaðþað varekkium
annað að ræða hjá mér en að fara (
Fjölbrautaskólann. En það var að
sjálfsögðu erfitt sem útlendingurað
byrja í æðri menntastofnun sem
Fjölbrautaskólinn er. En ég vil um
leið nota tækifærið og leiðrétta er
kom fram í síðasta blaði hjá ykkur,
en þar var sagt að ég hefði verið í
öldungadeild. Það var ekki rétt ég
stundaði námið í dagskólanum."
Voru ekki vissir erfiðleikar að
fara í námið, bitnaði það ekki á
fjölskyldunni?
Úrsúla ásamt fjölskyldu sinni, eiginmanninum Braga Ingólfssyni og börnum þeirra Baldri Már og Helgu
Báru.
Sementsverksmiðjan:
Kolabrennslan hefst í júní
Undirbúningsvinna fyrir kola-
brennslu hjá Sementverksmiðju
ríkisins er nú í fullum gangi. Að
sögn Guðmundar Guðmundsson-
ar framkvæmdarstjóra, er áætlað
að kolabrennsla hefjist í júnímán-
uði. Þó sagði Guðmundur að sú
áætlun væri kannski gerð af bjart-
sýni, en það gæti þó allt eins stað-
ist, þar sem undirbúningur hefði
gengið mjög vel.
Guðmundur sagði að þau tæki
sem enn vantaði kæmu til landsins
í næsta mánuði en sá búnaður er
allur nýr. Stærstur hluti búnaðarins
var þó keyptur notaður erlendis fyr-
irfyrirum þrem árum.
Nú stendur yfir bygging á sílói á
athafnasvæði verksmiðjunnar við
Faxabraut og bygging kvarnar-
húss stendur yfir við Mánabraut.
Guðmundur sagði, að til að byrja
með yrði kolunum skipað upp á
Grundartanga og þau síðan flutt
hingað til Akraness á bílum og hef-
ur verksmiðjan fest kaup á sér-
stökum tengivagni til þeirra flutn-
inga. Sá vagn er lokaður og upp-
fyllir því þær kröfur sem settar voru
í starfsleyfi fyrir verksmiðjuna,
vegna kolaflutninga.
Guðmundur sagðist reikna með
Sementsverksmiðjan brennir senn kolum
að ársnotkun verksmiðjunnar á
kolum næmi um tuttugu þúsund
tonnum og kæmu þau til landisns í
fjórum til fimm skipsförmum. Kolin
yrðu geymd á Grundartanga og
einungis yrði um tveggja sólar-
hringa byrgðir geymdar hjá Sem-
entsverksmiðjunni í einu.
Um sparnað að kolakyndingu
sagði Guðmundur, að hann væri
stöðugt að aukast í krónutölu. „Við
reiknum með að spara 50% af
olíukostnaði á þessu og miðað við
tvö ár eru það um 60 milljónir
króna“.
Nú eru um tvö ár síðan Sement-
verksmiðjan fékk starfsleyfi fyrir
kolakyndingunni og veitir henni
örugglega ekki af þeimsparnaði
sem kolunum ersamfara.
„Þegar það gerist eins og hjá
mér að húsmóðirin ákveður að fara
í nám, krefst það vissulega sam-
heldni fjölskyldunnar. Því þaðgefur
augaleið að heimilislífið verður
ekki eins fastmótað og áöur og
hver og einn verður að hjálpa sér
meira en áður. Þetta eru hlutir sem
fjölskyldan verður að gera sér
grein fyrir áður en í svona nám er
farið. Hvað mig varðaði þá gekk
þetta í alla staði eins og í sögu allir
hjálpuðu til bæði eiginmaðurinn og
börnin."
Hvað veitti þér mesta ánægju í
náminu og hvað var erfiðast?
„Það sem veitti mér mesta
ánægju í náminu var að ég skildi fá
A í íslensku, sem er besta einkunn,
i öllum prófum mínum gegnum
námið, það gerði mig virkilega
stolta. En það verð ég að segja“
sagði Úrsúla og tók um höfuðið um
leið „að blessuð ættfræði Sturl-
unga og Sturlungaöldin úr íslands-
sögunni reyndist mér snúin í fyrstu
og eitt sinn gekk það svo langt að
ég tók bókina og grýtti henni út í
horn í bræði minni, er ég var að
læra í henni heima, en ég náði nú
samt í bókina aftur um síðir og
gafst ekki upp fyrr en ég náði aö
læra söguna til hlítar. Reyndar þótti
mér sögunámið mjög fróölegt og
vildi ég ráðleggja öllum útlending-
um að kynna sér sögu íslendinga
sem best. Að mínu áliti er þekking á
fortíð og menningararfi þjóðarinnar
nauðsynleg til þess að geta orðið
sannur íslendingur. Þetta er engu
síður mikilvægt en að hafa sæmi-
legt vald á íslensku. En hvaöskóla-
nám snertir“ hélt Úrsúla áfram og
sagði „þá krefst það samvisku-
semi og skipulagningar og í þeim
efnum tel ég mig hafa haft meiri
reynslu en unglingar geta haft. Áð-
ur en ég fluttist til íslands vann ég á
lögmannsskrifstofu í Suttgart í
mörg ár, þar sem þessir þættir voru
í hávegum hafðir.“
Voru ekki mikil viðbrigði að setj-
ast á skólabekk með unglingum
sem voru mörgum árum yngri en
þú?
„Nei, það reyndist ekki erfitt,
langt í frá. Krakkarnir tóku mér
mjög vel strax í byrjun og fann ég
aldrei til óþæginda þótt aldurs-
munurinn væri nokkur á milli okkar.
Vil ég þakka krökkunum góð kynni.
Viltu hvetja fólk til að setjast að
nýju á skólabekk, eftir að hafa tekið
langt hlé frá námi?
„Ég get ráðlagt öllum þeim sem
áhuga hafa á að fara í framhald-
andi nám að gera slíkt. Það geta
allir lært en þetta er bara spurning
um tíma hjá hverjum og einum. Við
hérna á Ákranesi búum að ýmsu
leyti betur en fólk á Reykjavíkur-
Úrsúla: „Ánægjulegast að fá A
í íslensku“.
svæðinu, þar sem vegalengdir eru
miklu meiri og talsverður tími getur
farið í ferðir. Auk þess stendur
nemendum í öldungadeild F.A. til
boða að sækja einstakar kennslu-
stundir eða eins mikið af náminu
og þeim hentar í dagskólanum. En
fólk verður að sjálfsögðu að gera
sér grein fyrir því að árangurinn
kemur ekki með því einu að sitja í
kennslutímum, heldurkrefst námið
verulegrar heimavinnu."
Hefur þú einhvergóð ráð í poka-
horninu sem aðrir gætu haft gagn
af?
„Nei, því miður. Það verðurhver
og einn að finna sínar eigin aðferð-
ir. Ég reyndi alltaf að finna eitthvað
áhugavert í öllum námsgreinum,
þó sérstaklega þegar mér fannst
viðfangsefnið lítt aðlaðandi í upp-
hafi og stefna mín var að læra að-
eins fyrir sjálfa mig en ekki fyrir
skólann eða einhver ákveðin próf,
t.d. lærði ég aldrei sérstaklega
undirprófin.“
Ert þú hætt námi að sinni?
„Nei, aldeilis ekki, ég byrjaði í
háskólanum núna í janúar og er í
uppeldisfræði og þýsku. Þarf að
sækja tíma tvo til þrá daga í viku.
Námið í þessum greinum tekur 3
ár, en síðan þarf að bæta einu ári
við ef menn vilja öðlast starfsrétt-
indi í þessum greinum."
Þetta er nú meiri dugnaðurinn
hjá þér
Æ, segið þið þetta nú ekki líka,
það er oft og iðulega verið að segja
þetta við mig, ég er orðin dauðleið
á þessu. Það er eilíflega verið að
tala um dugnað ef t.d. kona ákveð-
ur að fara í skóla samfara heimilis
störfunum, en það heitir ekki
dugnaður hjá konu sem vinnur úti
t.d. í frystihúsi eða einhverri annarri
vinnu frá morgni til kvölds, það þyk-
ir sjálfsagt. Þetta finnst mér ekki
réttlátt'1 sagði Úrsúla að lokum.
Akurnesingar!
Munið kaffisölu Svannasveitar
skátafélagsins í íþróttahúsinu á
sunnudaginn.
Úrvals kaffi og meðlæti.
SVANNASVEITIN