Bæjarblaðið - 25.02.1983, Blaðsíða 2

Bæjarblaðið - 25.02.1983, Blaðsíða 2
2 BflsJorblodid — Aflafréttir Tregur afli á línu og í net Afli vertíðarbátanna hefur verið tregur undanfarið. Sex Akranes- bátar stunda nú veiðar með línu og tveir með netum. Afli þessarra átta báta frá áramótum og fram til 20. febrúarereftirfarandi: tonn Anna 62 Grótta 121 Haraldur 141 Rauðsey 81 Reynir 57 Sigurborg 192 Sigurfari 132 Sólfari 160 Bátarnir tveir sem byrjaðir eru á netum eru Reynir og Anna. Hinir eru allir með línu, eins og fyrr sagði. Það er af sem áður var. Loðnu sturtað átún á Akranesi fyrir 15 árum. Mynd hb. SIMI 2770 A Mikið úrval fasteigna EINBÝLISHÚS: Dalbraut: Glæsilegt endaraðhús. 147 ferm. Bifreiöag. Garðabraut: Raðhús á einni hæð ásamt bifreiðageymslu Garðholt: Lítið timburhús á einni hæð ca. 75 ferm Grenigrund: Steinsteypt 140 ferm. Vandaðar innréttingar Jörundarholt: Steyptur kjallari að fallegu húsi. Efni getur fylgt Jörundarholt: Fokhelt steinsteypt á einni hæð ásamt bifr.g. Jörundarholt: 172 ferm. timburhús á einni hæð, svo til fullbúið Jörundarholt: Raðhús á einni og hálfri hæð ásamt bifreiðag. Jörundarholt: Gott timburhús á einni hæð ásamt bifreiðag. Melteigur: Járnklætt timburhús kjallari, hæð og ris í góðu standi Presthúsabraut: Sex herb. Nýtt að hluta. Bifreiðageymsla Presthúsabraut: Timburhús með nýrri viðbyggingu (stofa). Góðirskilmálar Reynigrund: 140 ferm. steinhús á einni hæð ásamt bifr.g. Stillholt: Steinhús á einni hæð ca. 80 ferm. Verðmæt byggingarlóð Suðurgata: Steinsteypt á einni hæð ásamt bifreiðag. Sunnubraut: Steinsteypt á einni hæð í mjög góðu standi Vesturgata: Steinsteypt, kjallari, hæð og ris. Nýkl. aö utan Vesturgata: Steinsteypt, kjallari, hæð og ris. Bifreiðag. Víðigrund: Timburhús 140 ferm. 5 herb. Bifreiðageymsla Víðigrund: 140 ferm. timburhús frá Siglufirði, að mestu búið FJÖGURRA-FIMM HERBERGJA: Bárugata: Efri hæð og ris, ca. 95 ferm. Háholt: Efri hæð í tvíbýlishúsi. 108 ferm. ásamt bifr.g. Háholt: Ca. 100 ferm. neðri hæð í tvíbýlishúsi í góðu standi Hjarðarholt: Glæsileg efri hæð í tvíbýlishúsi 140 ferm. Laus strax Höfðabraut: 120 ferm. hæð í þríbýlishúsi, 5 herb. Bifreiðag. Kirkjubraut: 6. herb. íbúð á þriðju hæð. 176 ferm. Kirkjubraut: 100 ferm. á miðhæð í þríbýlishúsi Suðurgata: Efri hæð, 2 stofur, 2 svefnherb. I góðu standi Suðurgata: 5. herb. íbúð á neðri hæð í tvíbýlish. Eignarlóð ÞRIGGJA HERBERGJA: Akurgerði: Einigrund: Einigrund: Brekkubraut: Garðabraut: Höfðabraut: Jaðarsbraut: Krókatún: Lerkigrund: Skagabraut: Suðurgata: Suðurgata: Vesturgata: Vesturgata: TVEGGJAHERBERGJA: Efri hæð í tvíbýlishúsi, ca. 100 ferm. Endaíbúð á 1. hæð í fjölbýlishúsi 2. hæð í fjölbýlishúsi. Bein sala Risíbúð í góðu standi. Laus eftirsamkomulagi Á1. hæð í fjölbýlishúsi ca. 80 ferm. Á neðstu hæð í þríbýlishúsi. Ca. 110 ferm. Á 1. hæð í fjölbýlishúsi. Bein sala Neðri hæð í tvíbýlishúsi 80 ferm. Góð íbúð Á 1. hæð í fjölbýlishúsi Stórt geymsluherbergi í kjallara Neðri hæð í tvíbýlishúsi. Nýstandsett Rúmgóð íbúð. Laus eftir samkomulagi Efri hæð í tvíbýlishúsi ásamt bifreiðageymslu Neðri hæð í tvíbýlishúsi óa. 75 ferm. 3-4 herb. Kjallaraíbúð ca. 85 ferm. Skipti Deildartún: Einigrund: Einigrund: Kirkjubraut: Merkigerði: Skarðsbraut: Stillholt: Vallarbraut: Á neðri hæð í tvíbýlishúsi skipti eða bein sala Á1. hæð í fjölbýlishúsi, stórtgeymsluberbergi í kjallara Á 2. hæð í fjölbýlishúsi, stórt geymsluherbergi í kjallara Á efri hæð í tvíbýlishúsi. Nýstandsett Neðri hæð í tvíbýlishúsi. Þarfnast viðgerðar Á1. hæð í fjölbýlishúsi Kjallaraíbúð í tvíbýlishúsi ca. 60 ferm. Tilboð Á 3. hæð í fjölbýlish. með þvottah. og geymslu FASTEIGNA- OG SKIPASALA VESTURLANDS Kirkjubraut 11,2. hæð sími 2770. LÖGFRÆÐISKRIFSTOFA Jón Sveinsson, hdl. Nafnnr. 5192-1356. * Bœjorblodid Útgefandi: Bæjarblaðið sf., pósthólf 106,300 Akranes 3. tbl. 5. árg. 25. febrúar 1983 Ritstjórn: Haraldur Bjarnason sími 2774. Sigþór Eiríksson sími 1919. Ljósmyndir: Ámi S. Árnason simi 2474, Dúi Landmark sími 1825. Fréttaritari Borgarnesi: Eyjólfur Torfi Geirsson. Útlit: Bæjarblaðið. Setning og prentun: Prentverk Akraness hf. V Einn aflar — annar eyðir Sjávarafli er og hefur verið undirstaða þess að mann líf hefur getað þrifist hér á landi. Sá afli hefur farið ört minnkandi á liðnum árum og er nú svo komið að sjó- menn hér á Suð-vesturhorninu og eflaust víðar muna ekki aumara fiskirí en verið hefur upp á síðkastið. Þorskafli fer síminnkandi og allir þekkja dæmin um síldina og loðnuna, sem hvort tveggja kláraðist og það síðasta er, að ofstækisfullum auglýsingaskrumurum vestanhafs hefur tekist að þvinga okkur til að hætta hvalveiðum. Það er því varla bjart framundan í þeim atvinnu- greinum sem helst hafa aflað okkur dýrmæts gjald- eyris. Ekki er gott að segja um hvort einhver sú framleiðsla er til sem veitt getur okkur gjaldeyri í stað fisksins í framtíðinni, en Ijóst má vera að landsmenn allir þurfa að sameina krafta sína í leit að ráðum til lausnar, í stað þeirrar sundurþykkju og óeiningar sem því miður hefur ráðið ríkjum og vissir hópar virðast um þessar mundir ala enn meir á. Undanfarið hefur hópur fólks á höfuðborgarsvæðinu rekið áróður undir því yfirskini að það berjist fyrir jöfnum kosningarétti öllum landsmönnum til handa. Starfsað- ferðir þessa þrýstihóps bera talsverðan keim af vipnu- brögðum þeim sem áður var minnst á og tíðkast hafa hjá svokölluðum hvalfriðunarsinnum í Ameríku. Þar er reynt að ná til fólks með því að láta svo líta út sem íbúar höfuðborgarsvæðisins sú nokkurskonar annarsflokks þjóðfélagsþegnar. Þeir ráði jú svo litlu miðað við dreifbýlið. Vel má vera að einhver brotalöm sé á nú- verandi kosningalöggjöf og þar megi breyta. En íbúar höfuðborgarsvæðisins ættu að líta aðeins á það sem landsbyggðin réttir þeim upp í hendurnar. Og þá erum við komin að því sem sagt var hér áður. Undirstaðan fyrir búsetu hér á landi er og hefur verið fiskveiðar. Því hlýtur það að vera réttlætismál að sá minnihluti landsmanna sem aflar meirihluta gjaldeyris- ins fái einhverju að ráða með ráðstöfun hans. Þá segir kannski einhver? Ef fiskurinn er að verða búinn hvað gerið þið þá á landsbyggðinni. Jú, þáfáum við okkur skjalatösku og flytjum til Reykjavíkur. Við erum hvort sem er það fá að við hljótum að geta bæst á jötuna þar. .. Atvinna Tveir starfsmenn óskast í útsölu Áfengis- og tóbaksverslunar ríkisins á Akranesi, sem opnuð verður um miðjan mars. Umsóknir skulu hafa borist skrifstofu Á.T.V.R., Borgartúni 7, Reykjavík fyrir 4. mars n.k.

x

Bæjarblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bæjarblaðið
https://timarit.is/publication/1353

Tengja á þetta tölublað: 3. tölublað (25.02.1983)
https://timarit.is/issue/403080

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.

3. tölublað (25.02.1983)

Aðgerðir: