Bæjarblaðið - 25.02.1983, Blaðsíða 7
BœJarbladid
7
Skagaleikflokkurinn:
Æfir Tobacco Road
Skagaleikflokkurinn hefur nú
hafiö æfingar á hinu góökunna
leikritiTobacco Road.
Guðbjörg Árnadóttir, formaöur
Skagaleikflokksins, sagöi I samtali
við Bæjarblaöiö, aö í byrjun febrúar
heföi leikstjóri verið ráöinn og sam-
lestur hafist. Sá leikstjóri hefði síö-
an ekki getað haldið áfram störfum
fyrir flokkinn og æfingum var því
sjálfhætt. — ,,Nú voru góð ráð
dýr“, sagði Guðbjörg. „Við hringd-
um um alltland í leit að leikstjóra.
Það varð svo úr að Baldvin Hall-
dórsson, leikari sló til og sl. þriðju-
dag kom hann svo hingað upp eftir
og hóf störf fyrir okkur. Við erum
mjög ánægð með að fá svo reynd-
an mann til liðs við okkur.
— Hvenær er áætlað að hefja
sýningar á Tobacco Road?
„Það er ekki gott að segja fyrst
þessar tafir urðu. Við þurfum nú að
byrja upp á nýtt með nýjum leik-
stjóra. En ég vona að allt gangi vel
og þá ætti frumsýningin að geta
orðið öðru hvoru megin við pásk-
ana“.
Bæjarblaðið þakkar Guðbjörgu
fyrir spjallið og vonar að allt gangi í
haginn hjá Skagaleikflokknum.
og
hamborgarahryggur m/rauðvínssósu
eða
Aðsóknar-
met?
Kvikmyndin „Með allt á hreinu",
sem sýnd hefur verið hér undan-
farna daga hefur laðað til sín í Bíó-
höllina 2.018 manns á 8 sýningar.
Jóhann Jóhannsson framkv. stjóri
Bíóhallarinnar sagði okkur að þetta
væri reyndar ekki aðsóknarmet,
því tvær aðrar myndir hefðu fengið
fleiri áhorfendur. Voru það mynd-
irnar Land og synir sem á metið. Þá
mynd sáu um 2.300 manns og
einnig myndin Útlaginn, en heldur
færri sáu hana en Land og syni. En
Jóhann taldi ekki ólíklegt að mynd-
in „Með allt á hreinu“ myndi slá
fyrri aðsóknarmet, þvl hann fengi
hana aftur til sýningar eftir um það
bil þrjár vikur. Hann sagðist ekki
heldur minnast þess fyrr að eins og
á umræddri mynd að allir miðar
hefðu selst upp á fyrstu fjórar sýn-
ingar. Af erlendum kvikmyndum
hefur engin þeirra komist nálægt
íslensku kvikmyndunum í aðsókn.
Á síðustu árum hefur aðeins ein
þeirra náð að draga til sín fleiri en
1000 áhorfendur, var það óskars-
verðlaunamyndin Gaukshreiðrið.
Leiðrétting
í síðasta Bæjarblaði var skýrt
frá úrslitum í frimakeppni sjötta
flokks í knattspyrnu. í mynda-
texta með þeirri grein, féll niður
nafn eins af hinum snjöllu
knattsþyrnumönnum. Hann
heitir Jóhann Guðjónsson, og
biður Bæjarblaðið hann afsök-
unar á þessum mistökum.
Sólarkvöld
Samvinnuferða
Skagamenn fara nú að fá sinn
skref af ferðamöguleikum sumars-
ins, því föstudaginn 11. mars n.k.
halda Samvinnuferðir/Landsýn
kynningarkvöld að Hótel Akranes
með ýmsum uppákomum. Til
dæmis fáum við að sjá hina stór-
fenglegu, Cherokke-indíána. Sig-
urður Sigurjónsson og Randver
Þorláksson (Dolli og Diddi). Tísku-
sýning, spurningakeppni aðildar-
félagaog að sjálfsögðu ferða-
kynning og Bingó. B.H. kvartettinn
sér um dansinn. Miðasalakemurtil
með að hefjast miðvikudaginn 9.
mars í Hótelinu. Nú ætti engin að
láta sig vanta, því ekki veitir af að
losa sig við vetrardrungann og
mæta á sólarkvöld. Stjórnandi
verður hinn geysivinsæli Magnús
Axelsson. (Fréttatilkynning)
Kútmagakvöld
Þyrils
Laugardaginn 26. febrúar held-
ur Kiwanisklúbburinn Þyriil sitt
árlega kútmagakvöld í Hótel
Akranesi. Eins og nafnið bendir
til, þá eru kúmagar, bæði mjöl-
og liframagar, snæddir þarna,
ásamt fleira Ijúfmeti úr sjónum.
Hér áður fyrr var þessi
skemmtun eingöngu ætluð
karlmönnum, en síðan breyttust
þessi mál og konurnar fylgja
bændum sínum nú hin síðari ár.
Segja má, að vinsældir kút-
magakvöldsins fari stöðugt
vaxandi. Núna var t.d. orðið
uppselt viku fyrir veizluna. Stað-
reynd er, að fæstir veizlugestir
smakka kútmaga eða ýmsa aðra
sjávarrétti, sem þarna eru fram
bornir, nema einu sinni á ári
hverju, á kútmagakvöldi.
Skemmtiatriði af ýmsum toga
eru heimatilbúin og flutt af Þyr-
ilsfélögum. Fiskvinnslufyrirtæk-
in HB & Co og Haförn leggja til
kútmagana og annað fiskmeti.
Hagnaður af þessu skemmti-
kvöldi rennur svo til menningar-
og líknarmála hér í bænum.
Trillukarlar—
smábátaeigendur
SKIPPER
dýptarmælar
og
fiskleitartæki
Skagaradíó hf.
v/Hringtorgiö — sími 2587
Úr einni af uppfærslum Skaga-
leikflokksins
Akurnesingar
Smáauglýsingamót-
taka fyrir Bæjarblað-
ið er í Bókaverslun
Andrésar Níelsson-
ar, Skólabraut 2.
Auk þess eru aug-
lýsingasímar
Bæjarblaðsins 1919
og 2771.
Verð smáauglýsing-
arernú kr. 80.-
Bœjarbladid
Nautafillet með kryddsmjöri
og
ávaxtasalat Granade-Marinene m/rjóma
Veitingahúsið Stillholt
STILLHOLTI 2 - AKRANESI - SIMI (93)2778
Akraneskaupstaður
Hágreiðsla —
ellilífeyrisþegar
Ellilífeyrisþegar eiga nú kost á því að fá hár-
greiðslu á niðurgreiddu verði á dvalarheim-
ilinu Höfða á mánudögum og þriðjudögum
eftir hádegi.
Vinsamlegast pantið tíma í síma 2502.
FÉLAGSMÁLARÁÐ
AKURNESINGAR
Erum með mikið úrval af hljómflutningstækjum
meðal annars frá SONY og TECHNICS.
Sjónvörp og videótæki frá PANASONIC
Ljósmyndavörur frá OLYMPUS, CANON og KONIKA.
Getum útvegað fylgihluti í flestar gerðir
Ijósmyndavéla með aðeins 2-3 daga fyrirvara.
Framköllunarþjónusta fyrir Agfa-myndir.
Stúdíóval
Skólabraut 12
Sími2241