Bæjarblaðið - 25.02.1983, Blaðsíða 8
Leikklúbbur N.F.F.A.:
Að undanförnu hafa staðið yfir á
vegum leiklistarklúbbs Nemenda-
félags Fjölbrautaskólans æfingar á
leikritinu Klerkar í klípu e. Philip
King, undir stjórn Sigurgeirs
Scheving. Sigurgeir er frá Vest-
mannaeyjum og hefur sett upp
fjölda leikrita bæði þar og annars
staðar á landinu. M.a. hefur hann
tvívegis sett upp verk hér á Skag-
anum eins og einhverjir muna
sjálfsagt eftir, þ.e. Línu Langsokk
og Allir í verkfall. Nú er hann geng-
inn til liðs við nemendur í Fjölbraut,
og virðist kunna ágætlega við sig.
Hann kveðst ánægður með að
vera aftur meðal Skagamanna, og
hafa mikla ánægju að samstarfinu
við skólafólkið, þar sem bæði er um
skemmtilegt verkefni að ræða og
eins áhugasamtog gottfólk. „Éger
ekki í vafa um að þetta verður góð
sýning, og er illa svikinn ef þessir
krakkar sem eru með mér í þessu
eiga ekki eftir að sjást á fjölunum
hjá Skagaleikflokknum innan tíðar,
og sum þeirra eru reyndar þegar
komin þangað.
Ég vona bara að skagamenn
fjölmenni á sýningar hjá þeim, því
að það er örugglega þess virði.“
Þetta hafði Sigurgeir m.a. að
segja er hann var tekinn tali á æf-
ingu hér um daginn. Leikritið sjálft
þarf varla að kynna, það var sýnt
við fádæma aðsókn í Austur-
bæjarbíó á vegum LR. fyrir nokkr-
um árum. Þetta er dæmigerður
farsi þar sem hvert óhappið rekur
annað uns allt er komið í hnút, en
síðan auðvitað leysist í lokin með
farsællegum hætti. Það ættu því
allir að geta haft nokkra skemmtun
af þessu, og við tökum bara undir
með Sigurgeir og hvetjum bæjar-
búa til að láta sjá sig á sýningum
hjá þeim Fjölbrautungum og ýta
þannig undir leiklistaráhugann hjá
þeim.
Frumsýning verður föstudaginn
25. feb. kl. 20.00, og önnur sýning
sunnudaginn 27. feb. á sama tíma.
Miðasala hefst kl. 18.00 báða dag-
ana, og miðaverð er kr. 80 fyrir
nemendur skólans, en kr. 100 fyrir
aðra.
Ðreytingarnar á Víkingi:
Ekkert ákveðið ennþá
Bœjorblotfid
25. febrúar 1983
Verð kr. 16,-
Norræna félagið á Akranesi
T rille syngur á kvöldvoku
Víkingur með fullfermi af loðnu fyrir tveimur árum
Sem kunnugt er stendur nú til að
breyta Flaggskipi fiskiskipaflota
okkar Akurnesinga, Víkingi AK
100, í kolmunnaveiðiskip.
Fyrir nokkru voru opnuð tilboð í
breytingar þessar, en hins vegar
hefur ekkert verið ákveðið enn
hvaða tilboði verður tekið, eða
hvenær breytingar hefjast.
Nýlega kom hingað á Akranes
fulltrúi frá tékkneska sendiráðinu í
Reykjavík og með honum Þórir
Sigurðsson námsstjóri í mynd og
handmennt. Tilgangur ferða þeirra
hingað var að veita tveimur börn-
um úr Brekkubæjarskóla viður-
kenningu fyrir teiknisamkeppni er
fram fór meðal skólabarna hér á
landi á sl. vetri.
Til að grennslast nánar fyrir um
tilurð þessarar keppni leitaði bæj-
arblaðið til Hjálmars Þorsteinsson-
ar er var teiknikennari þessarra
barna er samkeppnin fór fram.
Hjálmar tjáði okkur að á síðastliðn-
um vetri hefði komið boð f rá T ékkó-
slóvakíu um að efnt yrði til teikni-
samkeppni á þeirra vegum meðal
ungra skólabarna í allmörgum
löndum í Evrópu. Inntak myndanna
Enn mun standa á svari frá yfir-
völdum um leyfi til þessara breyt-
inga og málið því allt í biðstöðu
enn.
Eitt af þeim fyrirtækjum sem
bauð í breytingar þessar var skipa-
smíðastöð Þorgeirs og Ellerts. Til-
boð Þ&E var ekki meðal þeirra
Verðlaunahafamir Ámi Pétur
Reynisson og Jón B. Unnarsson
ásamt teiknikennara sínum er
keppnin fór fram Hjáimari
Þorsteinssyni.
lægstu. En þó getur margt breytst
varðandi hagkvæmni tilboðanna
þegar lokið hefur verið að fara yfir
þau, þarsem fjölmargir þættirspila
inn í. Við skulum vona að Þ&E
verði með í myndinni, en svo stórt
verkefni sem þetta hefur veruleg
áhrif á atvinnulíf bæjarins, sé það
unnið á heimaslóðum.
er börnin voru beðin um að teikna
átti að vera vinátta og bræðralag
milli þjóða.
Hugmynd Tékka að þessari
samkeppni á sér nokkra sögu að
sögn Hjálmars er nær til heims-
styrjaldarinnar síðari. Þá gerðist sá
atburður að Tékkneskir föður-
landsvinir myrtu ríkisstjóra Nasista
í landinu Heyrdirch að nafni. í
hefndarskyni ákváðu nasistar að
útrýma öllum íbúum í litlum bæ í
Tékkóslóvakíu er hét Lediche og
leggja hann síðan í rúst og afmá af
landakortinu. Þetta gerðu nasistar.
En nafn þessa litla bæjar lifir enn,
en táknar í dag tortímingu og eyð-
ingu í hugum þeirra er þekkja til
atburða síðari heimsstyrjaldarinn-
ar. í minningu um þennan stað og
börn hans og í von um að slíkur
Miðvikudaginn 2. mars n.k. mun
Norræna félagið á Akranesi halda
kvöldvöku í Rein, þar sem danska
vísnasöngkonan Trille mun
skemmtagestum.
Danska vísnasöngkonan Trille
kom fyrst fram opinberlega árið
1976, og fyrsta platan hennar með
eigin lögum og Ijóðum kom út árið
1973.
Plötur hennar hafa selst mjög
vel, og hefur hún oft fengið „silfur-
plötur“ fyrir 25 þúsund seldar plöt-
ur. Einnig hafa komið út plötur með
vísum fyrir börn, en Trille annaðist
þætti fyrir börn í útvarpi og sjón-
varpi, sem nutu mikilla vinsælda.
Trille er án efa einn af vinsælustu
skemmtikröftum í Danmörku í dag.
atburður mætti aldrei nokkurs
staðar endurtaka sig varð hug-
myndin til um að fá börn víðs vegar
um Evrópu til að tjá sig með teikn-
ingum um vináttu og bræðralag
þjóða á milli.
Hjálmar sagði okkur einnig að
allar myndir barnanna hefðu verið
athyglisverðar hver á sinn hátt, þótt
viðurkenningarnar féllu aðeins í
hlut tveggja þeirra. En Brekkubæj-
arskóli fékk einnig viðurkenningu
frá Tékkum vegna þess að börnin
komu frá þeim skóla.
Hjálmar bað okkur að endingu
að koma á framfæri þakklæti til
Brekkubæjarskóla vegna þess að
sér hefði verið boðið til þessarar
afhendingar. Það hefði veitt sér
mikla ánægju og sérstaklega það
að hitta aftur sína fyrri nemendur.
Danska söngkonan Trille
Trille mun dveljst fimm daga hér
á landi, og syngur hún í Norræna
húsinu, en auk þess verður hún
aðalskemmtikraftur á 60 ára af-
mæli félasins „Det danske sel-
skab“ í Reykjavík föstudaginn 4.
mars.
Það er mikill fengur fyrir Nor-
ræna félagið á Akransei að fá
þessa frábæru vísnasöngkonu í
heimsókn, og er ekki að efa að
margir Akurnesingar vilja fá að
heyra í henni. í för með Trille er
bassaleikarinn Hugo Rasmussen,
og mun hann aðstoða hana með
undirleik.
Að lokinni dagskrá söngkon-
unnar verður aðalfuncjur Norræna
félagsins, en hann mun væntan-
lega ekki taka mjög langan tíma ef
að líkum lætur.
Það skal sérstaklega tekið fram,
að skemmtun þessi er ekki ein-
skorðuð við félaga Norræna fél-
agsins, heldur er öllum heimill að-
gangur, meðan húsrúm leyfir. Að-
gangseyri verður mjög stillt í hóf,
en hann verður 30 kr. fyrir félaga,
en 60 kr. fyrir aðra. Þá verðureinn-
ig selt kaffi í hléinu. ÞÞ
Fengu tékkneska viðurkenningu