Bæjarblaðið - 25.02.1983, Blaðsíða 4

Bæjarblaðið - 25.02.1983, Blaðsíða 4
Skátar með Tívolí og bingó Líf og fjör í íþróttahúsinu á sunnudag Skátar hafa lagt mikla vinnu í undlrbúning. Mynd: Dúi Nú eru skátar á Akranesi að leggja síðustu hönd á undirbúning fyrir Tívolí skemmtun og bingó, sem þeir halda í íþróttahúsinu á sunnudaginn. Tívolíið stendur frá kl. 12-17 en kl. 17.15 hefst síðan bingó. Skátarnir leggja áherslu á að hér sé um fjölskylduhátíð að ræða og reynt er að hafa eitthvað á boð- stólum fyrir þau yngstu jafnt sem þau elstu. ALLS KYNS LEIKTÆKI Kl. 12 á sunnudag opnar Tívolíið og þar með fara í gang u.þ.b. 40 leiktæki eða leiksvæði, sem skát- arnir hafa búið til. Kennir þar margra grasa. Ýmiskonar kastleik- tæki verða þarna, þar sem veitt verða verðlaun fyrir hæfni í bolta-, hringja-, skeifu- og líflínukasti, svo eitthvað sé nefnt. Verðlaunin eru sælgæti, gos og leikföng. Þá verða á staðnum vönduð lukkuhjól með góðum vinningum. Boðið er upp á kvikmyndasýningu, myndatökur og spákona verður á staðnum, keppt verður í skutlu- gerð, þraut reynd knattleikni og reynt verður að opna kistu sem geymir gersemar. Þannig mætti lengi telja en sjón er sögu rikari. Loks má nefna tvær nýjungar. Önnur er umferðarbær, þar sem yngstu þátttakendurnir, 3-6 ára geta leikið sér á fótstignum bílum og spreytt sig á ýmsum þrautum í umferðinni. Þá verður vönduð kubbasmíð úr Lególandi, þar sem þátttakendum gefst kostur á að geta til um fjölda legókubba í Pelikanalíkani. Mikll fjöldi skáta, ylfinga og Ijós- álfa með aðstoð fullorðinna, hafa tekið þátt í undirbúningi en þessi hópur mun síðan stjórna öllum leiktæjum á sunnudaginn. Nóg verður um að vera og margt á boðstólum þó fólk megi ekki halda að þar verði hringekjur eða stór innflutt leiktæki. Selt verður inn í húsið og síðan í hin ýmsu leiktæki til ágóða fyrir skátafélagið, þá einkum skálabyggingu skátanna í Skorradal. KAFFISALA SVANNANNA Svannasveit skátafélagsins hefur árlega haft kaffisölu á konu- daginn til ágóða fyrir starfsemi sína í þágu skátanna. Að þessu sinni var kaffisalan færð aftur um viku og er ætlunin að svannarnir bjóði uppá fjölbreytilegustu kökuteg- undir og nýlagað kaffi í íþrótta- húsinu frá kl. 14 tívolídaginn. Síðast seldust allar kökur upp, en enginn hætta er á slíku nú, þó var- legast sé að mæta tímanlega. Kaffisalan verður undir áhorf- endaöllum hússins, þar sem gangi verðurbreytt í hlýlegustu kaffistofu. BINGÓ OG TRÚÐAATRHDI Kl. 17.15 að loknu tívolínu verðurspilað bingó í íþróttahúsinu. Aðgöngumiði að tívolínu gildir einnig að bingóinu, en þátttak- endur verða að greiða spjöldin aukalega. Spilaðar verða 6-8 umferðir með smærri og stærri vinningum, sem Bœjorblodid allir eiga það sameiginlegt að vera við hæfi barna. Þar má reikna með reiðhjóli, 2-3 tölvuúrum, 2-3 fót- stignum bílum auk þess vöruút- tektar í leikfangabúð og e.t.v. fleiru. Á milli atriða er búist við trúðaheim- sóknum. MÆTUM ÖLL Vonandi verður þessari fjöl- skylduskemmtun vel tekið af bæj- arbúum, sem ánægjulegri tilbreyt- ingu í skammdeginu. Sjáumst öll í íþróttahúsinu n.k. sunnudag. Oskudagsmenning Akureyringa innleidd á Skaga Lofsvert framtak Æskulýðsnefndar Öskudagur var talsvert frá- brugðinn því sem vant er hér á Akranesi. Æskulýðsnefnd stóð nú fyrir því að innleiða akureyrska siði hér á Skaga. Hátíðahöld dagsins hófust með því að börn bæjarins söfnuðust saman á Akratorgi til þess að slá köttinn úr tunnunni. Það var nokkuð tafsamt verk og tók um klukkutíma, en Ijósi punkturinn var þó sá að flestir ef ekki allir fengu aðslá eitt högg. En tunnan gaf sig sem sagt að lokum og hrautsmennunum sem áttu lokahöggin var hampað veru- lega, eins og sést hér á einni mynd Dúa Landmark, en hann tók virkan þátt í öskudagsgamninu með myndavél að vopni. Eftir slaginn við tunnuna og kött- inn, sem var reyndar gerfiköttur úr taui, var haldið í Arnardal og þar var slegið upp veglegu grímuballi, þar var troðfullt hús og búningar hinir fjölbreytilegustu. Verðlaun voru veitt fyrir sjö bestu búningana, og að sögn Elísar Sigurðssonar, æskulýðsfulltrúa var þar úr vöndu að ráða. Elís sagði í samtali við Bæjar- blaðið, að þessi tilraun til hátíða- brigða á öskudag hefði tekist mjög vel og fullvíst mætti telja að ösku- dagar framtíðarinnar ættu eftir að vera mun skrautlegri hér en áður hefði tíðkast. Full ástæða er til að þakka okkar ötulu æskulýðsnefnd þettaframtak hennar. Öskudagurinn er frídagur allra skólabarna og því er það kjör- ið tækifæri til að gera sér dagamun og sletta úr klaufunum. Tunnubarsmfðar yfirstaðnar. Þeim sem síðustu höggin greiddu er hampað k Hann er stigamannslegur þessi, sem þama klifrar upp á körfubfl Rafveitunnar Hjálmurinn gæti hentað í mótor- hjólaakstur, en skyrtan tæplega Akranesi BÚSÁHALDADEILD: Höfum nýlega tekið upp skemmtilegar vörur svo sem leikföng: Matcbox Playmobil Britain Fisher-Price Kiddikraft MATVÖRUDEILD: Við viljum minna á ódýra hveitið okkar, kr. 11.10 kg. Kaffið ennþá á gamla verðinu. Verið velkomin að líta inn Almenn búsáhöld Fallegar drykkjarkönnur Stakir diskar og bollapör Matar- og kaffistell og margt margt fleira Frá baráttunni við tunnuna. Þetta eru engin smáhögg og kannski von að hún láti undan eins og sést á seinni myndinni Ný verslun: Stúdíóval — Skólabraut 12 Þriðjudaginn 22. febrúar s.l. var opnuð ný verslun hér í bæ, Stúdíó- val, að Skólabraut 12. Eigendur verslunarinnar eru Ómar Örn Ragnarsson og Lilja Kristófersdótt- ir. Á boðstólum verslunarinnar verða hljómflutningstæki, vídeó- tæki og alhliða Ijósmyndavörur. En verslunin mun sérhæfa sig í Ijós- myndavörum þ.e.a.s. Ijósmynda- vélum, filmum, framköllunarpappír og framköllunarvökvum. Auk þess sem verslunin mun verða með umboð fyrir öll helstu Ijósmynda- vélamerkin og filmumóttöku fyrir Agfa myndir. Verslunin mun verða opin fyrst um sinn frá klukkan 12.30 til 18.00 frá mánudegi til föstudags, símanúmerið í nýju búðinni er 2241. Bæjarblaðið óskar eigendum verslunarinnar Ómari og Lilju alls hins besta i verslunarrekstrinum.

x

Bæjarblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bæjarblaðið
https://timarit.is/publication/1353

Tengja á þetta tölublað: 3. tölublað (25.02.1983)
https://timarit.is/issue/403080

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.

3. tölublað (25.02.1983)

Aðgerðir: