Bæjarblaðið - 25.02.1983, Blaðsíða 6

Bæjarblaðið - 25.02.1983, Blaðsíða 6
6 Bcjorbladid SJÓNVÖRP GÓÐ? BETRI? BEST? EIGENDUR ITT SJÓNVARPSTÆKJA ERU EKKI í VAFA. VIÐ ERUM ÞAÐ EKKI HELDUR VILT ÞÚ SANNFÆRAST? Litsjónvörp nýja ’83 modelið komið. Verð frá 20.390.- ^ Skagaradíó hf. v/Hringtorgið — sími 2587 Nýtt fyrirtæki Dreifbýlismiöstöðin býöur einstaklingum og fyrirtækjum þjónustu sína. Hringið í síma91- 39060 og viö sjáum um innkaupin og sendum með fyrstu ferö. Opið alla virka daga frá kl. 9-12 og 14-17. Dreifbýlismiðstöðin Skeifunni 8 — Reykjavík — sími 91 -39060 Akraneskaupstaður Fóstrur Fóstrur vantar á dagvistunarstofnanir Akra- neskaupstaðar. Skriflegar umsóknir er til- greini aldur, menntun og fyrri störf, sendist undirrituðum sem veitir nánari upplýsingar í síma 1211 eða á skrifstofunni. Félagsmálastjóri Kirkjubraut 28 Hvers vegna nýtt stjórnmálaafl? Þjóðmálafélag Akraness Þann 19. febrúar 1983 var stofn- að á Akranesi Þjóðmálafélag Akraness. Félagið er aðili að Bandalagi jafnaðarmanna. Félagið berst m.a. fyrir jöfnuði, valddreif- ingu og virkara lýðræði. Allir geta sótt um inngöngu óháð búsetu. Starfsemi félagsins er í höndum félagsfunda sem haldnir eru eigi sjaldnar en einu sinni í mánuði á tímabilinu sept-maí. Kosinn var vinnuhópur og mun hann kjósa sér gjaldkera. Mikill hugur er í fólki að fá fleiri til að vinna og starfa að framboði í komandi kosningum. Undirbúningur að stofnun félaga úti í kjördæminu er hafinn og verða fundir haldnir um næstu helgi á Snæfellsnesi og í Dölunum. Vilmundur Gylfason mun mætaáþáfundi Þeir sem hafa áhuga á að starfa með hafið samband við einhvern úr vinnuhópnum sem fyrst. í vinnu- hópnum eru: BaldurÁrnasson Eiríkur Óskarsson Georg Þorvaldsson Guðmundur Páll Jónsson Hallgrímur V. Árnason Haukur Kristinsson Hrönn Ríkharðsdóttir Jón Guðmundsson ORÐ I BELG Jón Vestmann Leifur Þorvaldsson Sigrún Ríkharðsdóttir Sigurður Ragnarsson Sigurjón Björnsson Sverrir Jónsson Valdimar Hallgrímsson Hvers vegna nýtt stjórnmálafar? Hvar sem tveir menn eða fleiri koma saman og ræða stjórnmál, er alltaf sama viðkvæðið: „Mikið lifandis ósköp er ég orð- inn þreyttur á þessum stjórnmála- mönnum og pexinu í þeim. Þeir þakka sjálfum sér allt það góða, og kenna hinum um það illa. Það er alveg sama hver stjórnar, þetta er alltaf eins.“ Og þetta er alveg rétt, efnahags- úrræði til þriggja mánaða, hin hefð- bundnu úrræði fjórflokkakerfisins íslenska, eru gersamlega gengin sér til húðar. Þessi úrræði sem byggjast á því að millifæra fjármuni til atvinnugreina sem kvarta og skerða vísitölubætur á laun á þriggja mánaða fresti, eru einskis virði. Við viljum gera í senn einfaldar en róttækar breytingar á samfél- agsgerðinni íslensku. Við viljum: — að einstaklingar og samtök þeirra semji með frjálsum hætti um að þau verðmæti sem verið er að semja um hverju sinni og beri á þeim samningum fulla ábyrgð. Ríkisvaldið á ekki að greiða bak- reikninga. — aðskilja milli löggjafarvalds (Al- þingis) og framkvæmdavalds (rík- isstjórnar) eins og stjórnarskráin gerir raunar ráð fyrir. Það þýðir að alþingismenn, konur og karlar, setja almennar leikreglur og hafa eftirlitmeð því að þessarreglurséu haldnar og framkvæmdar eins og vera ber. Borgararnir eiga sér þá mikilvæga vörn í störfum löggjafar- valdsins. — að forsætisráðherra, sem fer ásamt ráðherrum með fram- kvæmdavald, sé kosinn beinni kosningu, en í tveim umferðum hljóti enginn frambjóðenda hreinan meirihluta í fyrri umferð. Kosninga- réttur er þannig jafnaður að hluta: allir landsmenn hafa jafnan rétt þegar handhafi framkvæmdar- valdsins er kosinn. Þannig næst skynsamlegt jafnvægi milli sjón- armiða þéttbýlis annars vegar og dreifbýlis hins vegar. Forsætisráð- herra velur síðan sína ráðherra með tilliti til menntunar og al- mennra hæfileika en ekki vegna þess að þeir eru þingmenn eða for- menn stjórnmálaflokka eins og nú ergert. — að æðstu menn ríkisins séu ráðnir til fjögurra ára í senn og að- eins sé heimilt að endurráða þátví- vegis til sama starfs. Ekki kjósa pólitískt í t.d. út- varpsráð, bankaráð, stjórnir ríkis- fyrirtækja, Framkvæmdastofnun o.fl. Það er deginum Ijósara að þetta eru kröfur um hreinlegt og breytt stjórnkerfi. Andstæðingar þessa eru flokkshestar sem hvílast á bak- sviði stjórnmálanna, samtryggðir í hegðun, háttum og stíl. Bandalag jafnaðarmanna er ógnun við þetta kerfi. Við heyrum að fólk segir: „Þetta er alveg rétt hjá ykkur. Það ætti að breyta þessu, en ég get ekkert gert.“ Við þetta fólk viljum við segja: Hugsið ykkur um. Og við þá sem kjósa í fyrsta sinn að þeir kynni sér stefnuskrá Bandalags jafnaðarmanna áður en þeir gera upphugsin. Við höfum orðið vör við áhuga fólks. Verið með í að gera hlut Bandalags jafnaðarmanna sem mestan í komandi kosningum. Hallgrímur V. Árnason Sementsverk- smiðjan búin að selja Freyfaxa Sementverksmiðjan hefur nú selt annað skipa sinna, m.s. Frey- faxa Kaupandi á skipinu er Nes hf. í Grundarfirði. Skipið verður afhent kaupendum sínum um miðjan marz n.k. Nes hf. mun sjá um flutn- inga fyrir Sementverksmiðjuna á sekkjuðu sementi fyrst um sinn, en Skeiðfaxi nú eina skip verksmiðj- unnar mun halda áfram að flytja ósekkjað sement um hafnir lands- ins. Aðalskoðun Ðifreiða á Akranesi 1983 Aðalskoðun bifreiða og bifhjóla fer fram við Vörubílastöðina að Þjóðbraut 9, Akranesi, eftirtalda daga sem hér segir: 1. mars E-1 — E-150 17. mars E-1501 — E-1650 2. mars E-151 — E-300 18. mars E-1651 — E-1800 3. mars E-301 — E-450 22. mars E-1801 — E-1950 4. mars E-451 — E-600 23. mars E-1951 — E-2100 8. mars E-601 — E-750 24. mars E-2101 — E-2250 9. mars E-751 — E-900 25. mars E-2251 — E-2400 10. mars E-901 — E-1050 28. mars E-2401 — E-2550 11. mars E-1051 — E-1200 29. mars E-2551 — E-2700 15. mars E-1201 — E-1350 30. mars E-2701 og þaryfir 16. mars E-1351 — E-1500 Skoðun fer fram alla fyrrgreinda daga kl. 9-12 og kl. 13-16.30. Endurskoðun fer fram dagana 9. — 10. og 11. maí n.k. Númeraspjöld ber að endurnýja fyrir skoð- un, séu þau eigi vel skýrog læsileg. Ljósastilling skal hafa farið fram eftir 1 /8 1982. Bifreiðastjórar skulu hafa með sér öku- skírteini sín og sýna þau. Við skoðun ber að sanna að lögboðin gjöld af bifreiðum séu greidd. Vanræksla á að koma bifreiðum til skoð- unar, án þess að um lögmæt forföll sé að ræða, varða sektum og stöðvun bifreiðar- innar. Ofangreind farartæki, sem eigi eru færð til skoðunar á tilskildum tíma, verða leituð uppi á kostnað eiganda, ef ekki eru tilkynnt forföll. Bæjarfógetinn á Akranesi, 14. febrúar 1983 Björgin Bjarnason

x

Bæjarblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bæjarblaðið
https://timarit.is/publication/1353

Tengja á þetta tölublað: 3. tölublað (25.02.1983)
https://timarit.is/issue/403080

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.

3. tölublað (25.02.1983)

Aðgerðir: