Bæjarblaðið - 25.02.1983, Blaðsíða 3

Bæjarblaðið - 25.02.1983, Blaðsíða 3
3 BaJarblotfid Eins og allir Akurnesingar ef- laust vita, þá flutti bæjarskrifstofan fyrir skömmu í nýtt húsnæöi og margfalt stærra en skrifstofan hafði áðurtil afnota. Starfsemi bæjarskrifstofunnar er talsvert umfangsmikil og öruggt má telja, að fjölmargir bæjarbúar geri sér litla grein fyrir öllu því sem þar ferfram. Bæjarritari er skrifstofustjóri á bæjarskrifstofunni. Núverandi bæjarritari er Jóhannes Finnur Halldórsson, 28 ára gamall Grund- firðingur, og hefur hann gegnt starfi bæjarritara frá árinu 1980. Bæjar- blaðið gerði sér ferð til Jóhannesar í vikunni til að forvitnast aðeins um gang mála á bæjarskrifstofunni og til að gera bæjarbúum örlitla grein fyrir þeirri starfsemi sem þar fer fram. í þessu stutta spjalli verður ekki gerð nein tæmandi grein fyrir starfsemi skrifstofunnar, en stiklað á stóru en vonandi verða lesendur einhvers vísari um starfsemina. Við spurðum Jóhannes fyrst um skipulag skrifstofunnar. — Við getum sagt að skrifstof- unni sé skipt upp í fjórar höfuð- deildir. Það er: fjármál — bókhald — vélritun, afgreiðsla — tölva. Þetta fyrirkomulag var tekið upp í desember sl. og var samkvæmt til- lögum frá ráðgjafafyrirtæki sem gerði úttekt á skipulagi skrifstof- unnar. — Hver eru svo helstu við- fangaefni þessara deilda? — Ef við tökum fjármálin fyrst. Þá er þar séð um allar greiðslur sem bærinn þarf að inna af hendi. Þar er stór liður greiðslur vegna hinna fjölmörgu stofnana bæjarins. Þetta sama fólk sér um innheimtu, þar þarf að fylgjast vel með hvar bæjarbúar vinna svo hægt sé að innheimta gjöld. Þá sjáum við um álagningu fasteignagjalda og þar eróhemju vinna. Launagreiðslureru einnig marg- víslegar. Það eru á milli sjö og átta hundruð manns sem koma inn á launaskrá hjá Akranesbæ á ári hverju, eða sem nálægt því sjöundi hverbæjarbúi. Allt þetta þarf að færa í bókhald og nú er það gert með aðstoð tölvu sem er ein sú stærsta hér á Vest- urlandi. Ég held að ég megi segja að aðeins Kaupfélagið í Borgar- nesi hafi yfir svo stórri tölvu að ráða í kjördæminu. Skrifstofan færir bókhald fyrir stofnanir bæjarins og þær eru nú 29 talsins. Tölva þessi var fljót að borga sig og sést það best á því að tekjurnar koma jafnar og fyrr. Auk þess reiknar hún drátt- arvexti sem annars ekki væri mög- ulegt. Hins vegar má segja að við séum ekki enn búin ð ná fullkomn- um tökum á tölvunni, slíkt tekur tíma og eflaust höfum við verið svolítið íhaldssöm í að leita okkur þekkingar, möguleikar tölvunnar eru svo miklir. Almenn afgreiðsla og vélritun er eins og nafnið bendir til, auk þess sem mikil Ijósritun fer þar fram á ýmsum bréfum og skjölum. Þá er símavarsla og upplýsingaþjónsuta hverskonar í höndum afgreiðsl- unnar. — En það sem snýr að bæjar- stjórn hver eru störf skrifstof- unnar að þeim málum? — Jú, þau eru fjölþætt. Það sem kannski er fyriferðamest í þeim málum eru bréfaskriftir og fjöl- földun bréfa. Bæjarstjórnarfundir eru haldnir tvisvar í mánuði og fyrir hvern fund er gefin út fjölrituð bók, 20-30 blaðsíður að stærð með fundargerðum bæjarráðs, bæjar- stjórnar og nefnda bæjarins. Þá fylgir með Ijósrit af öllum inn- sendum bréfum til bæjarráðs. Upp- lag fundagerðarbókar er 65 eintök og fá aðal- og varabæjarfulltrúar hana senda heim auk þess sem hún liggur frammi á bæjarskrif- stofunni. Fyrir útkomu hverrar fundargerðabókar þarf að safna saman fundargerðum allra nefnda Kirkjubraut 28, þar er bæjarskrifstofan til húsa. Mynd: Árni Iðnnemi óskast Óskum að ráða nú þegar nema í setningu. Upplýsingar veitir Indriði Valdimarsson í síma 1127 Prentverk Akraness hf. bæjarins og vélrita upp og Ijósrita og raða síðan upp í bók og hefta hana og senda út. Það sér því hver maður að hér er talsverð útgáfu- starfsemi á ferðinni. Sem dæmi um Ijósritunina get ég nefnt að hér eru Ijósrituð 180.000 eintök á ári. Þaö eru auk fundagerðanna öll bréf sem bærinn sendir út og ýmislegt annað. — Nú hefur íbúum Akraness fjölgað mikið á síðustu árum. Hefur ekki fjölgað mikið á bæj- arskrifstofunni? — Fyrir skömmu var fjölgað um tvö störf hérna á skrifstofunni, en þá hafði ekki orðið fjölgun síðan 1977. Á þeim tíma hefur íbúum Akraness fjölgað um 685 eða sem nemur meðalþorpi á landsbyggð- inni. Starfsemi skrifstofunnar hefur hins vegar mikið aukist. Á þessum tíma hafa bæst við margar stofn- anir, leikskólar, annar grunnskóli og fleira sem hægt væri að tína til. — Áttu von á að breytingar verði á þessum málum á næst- unni? — Ég man eftir því að í Bæjar- blaðinu fyrir skömmu var skýrt frá opnun nýrrar verslunar hér í bæ. Þar var sagt frá því að starfs- mannafjöldi haföi margfaldast á tæplega tuttugu ára starfsferli verslunarinnar. Svona fjölgun hjá einkafyrirtækjum er litin mjög já- kvæðum augum og er dæmi um góðan rekstur og aukin umsvif. Ef slíkt myndi hinsvegar gerast hér á bæjarskrifstofunni þá yri það litið neikvæðum augum. En umfang bæjarskrifstofunnar endurspeglar aðeins það magn þjónustunnar sem að bæjarbúar óska eftir. Starfsemi skrifstofunnar er aðeins afleiðing annarrar þjónustustarf- semi en ekki orsök. Jóhannes Finnur Halldórsson Eins og ég nefndi hér á undan, þá hefur nýverið verið fjölgað um tvö störf, þannig aö við erum nokk- uð vel sett í bili. íhaldssemi í þess- um málum getur verið mjög hættuleg. Á meðan við vorum í húsnæði á Kirkjubraut 8, þá vorum við í óhentugu húsnæði, greiddum ekkert í hsaaleigu og vorum færri. Samt sem áður var heildarkostn- aður meiri þá, heldur en áætlun gerir ráð fyrir núna. — Nú hefur verið tekin upp nýjung varðandi vinnutíma á bæjarskrifstofunni, í hverju er hún fólgin? — Já, starfsfólk hér hefur sveigjanlegan vinnutíma að hluta, þannig að fólk getur mætt til vinnu einhverntíma á tímabilinu frá kl. 8- 9 á morgnana og vinnur svo fram- eftir í samræmi við mætingatím- ann. Gárungarnir hafa sagt að vængjahurðirnar hér á bæjarskrif- stofunni séu vegna þessa vinnu- tíma. Þær komi sem sagt í veg fyrir að þeir sem vakna seint rekist á hina sem fara snemma heim. En að öllu gamni slepptu þá hefur þetta fyrirkomulag á vinnutíma reynst vel hér. — Að lokum Jóhannes, hvern- ig gekk innheimta gjalda fyrir síðasta ár? — Hún gengur alltaf vel. Skagamenn eru sérstaklega skil- vísir menn og innheimtan nú varð 91.75%. Bæjarblaðið þakkar Jóhannesi Finni fyrir spjallið og vonar að les- endur séu einhvers vísari um starfsemi bæjarskrifstofunnar. Hraðlestrar- námskeið 8. mars n.k. hefst hraðlestrarnámskeið hér á Akranesi. Námskeiðið stendur yfir til 11 .apríl og verður kennt einu sinni í viku. Þetta vinsæla námskeið hentar sérlega vel öllum þeim, sem vegna náms, vinnu eða af annarri ástæðu vilja auka lestrarhraða sinn. Einnig munu kenndar ýmsar námstækniað- ferðir, sem létta mjög nám hjá öllu skólafólki. Skráning laugardag og sunnudag kl. 14-18 og virka daga kl. 20-22 í síma 91 -16258. Verð kr. 1.900,- Leiðbeinandi Ólafur H. Johnson viðskipta- fræðingur. Hraðlestrarskólinn

x

Bæjarblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bæjarblaðið
https://timarit.is/publication/1353

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.