Fréttablaðið - 25.07.2019, Síða 2
Veður
Norðaustlæg átt, 5-15 m/s,
hvassast NV til. Rigning eða súld á
A-verðu landinu. Lítilsháttar væta
NV til um tíma í kvöld og nótt. Hiti
8 til 18 stig. SJÁ SÍÐU 20
NÝTT OG
SPENNANDI
FRÁ HOL
TA
Hefur þú prófað
Holta drumsticks?
Útilegan lifir
TRÚMÁL Lögmaðurinn og fyrrver-
andi sóknarprestur á Staðastað, Páll
Ágúst Ólafsson, er forstöðumaður
og stjórnarformaður lífsskoðunar-
félagsins Vitundar sem skráð var
hjá sýslumanni í febrúar. Aðeins
þrír meðlimir eru skráðir í félag-
ið en í stjórn félagsins sitja, ásamt
Páli, móðir hans Dögg Pálsdóttir
og Helga Baldvins Bjargardóttir.
Öll eru þau lögmenn á lögmanns-
stofunni ÍsMál, þar sem heimilis-
fang Vitundar er einnig skráð.
Þar er einnig skráð félagið Love
Iceland sem sér um brúðkaups-
þjónustu og er í eigu Karenar Lindar
Ólafsdóttur, prests í Hjallakirkju og
eiginkonu Páls Ágústs. Love Iceland
er rétthafi að léninu vitund.is. Á
þeirri síðu eru aðeins þrír pistlar,
allir birtir í febrúar en á samfélags-
miðlum hafa verið reglulegar stöðu-
uppfærslur, sú fyrsta árið 2016. Á
síðunni kemur fram að félagið sinnir
athöfnum, svo sem giftingum.
Páll Ágúst hefur verið mikið í
fjölmiðlum undanfarna mánuði. Í
embættistíð sinni á Staðastað flutti
hann fjölskyldu sína af prestsetrinu
þar sem hann taldi það óíbúðar-
hæft. Var embættið síðar lagt niður
og átti Páll Ágúst í miklum mála-
ferlum við biskup Íslands og þjóð-
kirkjuna sem hann vann.
Fyrr í mánuðinum greindi Frétta-
blaðið frá því að Páll Ágúst hefði
milligöngu um samskipti banda-
rískra kaupenda og þrotabús
WOW air. Síðar hefur komið í ljós
að athafnakonan Michele Ballarin
fer fyrir kaupendahópnum.
„Ég tók að mér sem lögmaður að
hjálpa hópi fólks að koma þessu á
laggirnar. Mitt hlutverk er einvörð-
ungu lögfræðilegt,“ segir Páll Ágúst
um Vitund og benti á að Helga gæti
uppfrætt um félagið. Sagði hann
jafnframt að þetta tengdist deilum
hans við biskup ekki á nokkurn
hátt.
„Þetta er félagsskapur fólks sem
hefur áhuga á að iðka mannrétt-
indi,“ segir Helga. Vitund væri
hópur fólks sem væri meðvitað um
eigin forréttindi og jaðarstöðu ann-
arra.
Helga segir að félagið hafi séð um
athafnir og að Páll Ágúst hafi mest
megnis séð um þær hingað til. Páll
segist hins vegar ekki sjá um athafn-
irnar.
Samkvæmt reglugerð dómsmála-
ráðherra er lágmarksfjöldi trú- og
lífsskoðunarfélaga 25. Helga segir
að þau þrjú á lögmannsstofunni séu
öll í félaginu en að fjöldinn sé meiri,
nokkrir tugir.
„Ætli ég sé ekki mesta virknin
eins og stendur,“ segir Helga um
virkni félagsins. Samkvæmt lögum
eru skilyrði skráningar trú- og lífs-
skoðunarfélags að félagið hafi náð
fótfestu, starfsemi þess sé virk og
stöðug. Hvorki dómsmálaráðuneyt-
ið né sýslumaðurinn á Siglufirði,
sem sér um trúfélagsskráningar,
gátu svarað fyrirspurnum Frétta-
blaðsins um skráninguna vegna
sumarleyfa.
kristinnhaukur@frettabladid.is
Með lífsskoðunarfélag
á lögmannsstofu sinni
Páll Ágúst Ólafsson og Dögg Pálsdóttir. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA
Lífsskoðunarfélagið Vit-
und var skráð í febrúar
og hefur aðeins þrjá
meðlimi. Þrír lögmenn
komu að skráningunni
en þá greinir á um hver
sinnir athöfnum, svo
sem giftingum fyrir
hönd félagsins.
Þrír meðlimir voru
skráðir í Vitund þann 1. júní
samkvæmt Þjóðskrá. Sam-
kvæmt reglugerð um skrán-
ingu trúfélaga og lífsskoð-
unarfélaga er lágmarksfjöldi
til skráningar 25.
TÆKNI Bandaríski samfélagsmiðla-
risinn Facebook þarf að greiða
fimm milljarða dala sekt vegna
brota á reglum um öryggi persónu-
legra gagna. Þetta tilkynnti banda-
ríska neytendastofnunin (FCT) í
gær. Þá þarf fyrirtækið einnig að
setja á fót óháða eftirlitsnefnd um
gagnaöryggi sem forstjórinn, Mark
Zuckerberg, má ekki stýra.
FTC hafði, að því er BBC greinir
frá, verið að rannsaka ásakanir
er tengdust notkun greiningar-
fyrirtækisins Cambridge Analyt-
ica á gögnum Facebook-notenda í
pólitískum tilgangi. Rannsóknin
snerist einnig um fleiri meint brot,
til að mynda er varða hugbúnað er
ber kennsl á andlit.
Zuckerberg sagði sjálfur í færslu
á Facebook að fyrirtækið myndi
nú gera grundvallarbreytingar á
starfseminni, vörunum og rekstr-
inum. „Okkur ber skylda til þess að
standa vörð um friðhelgi einkalífs
fólks.“ – þea
Fimm milljarða
sekt Facebook
Hið hefðbundna íslenska tjaldsumarfrí deyr seint líkt og sjá má á þessari mynd
frá Kleppjárnsreykjum. Fyrir marga er tjaldútilegan ómissandi hluti af sumrinu
með tilheyrandi útiveru og slökun fyrir unga jafnt sem aldna. FRÉTTABLAÐIÐ/ERNIR
UMHVERFISMÁL Rusl úr breskum
geimflaugum, sem rigna mun inn
í íslenska og færeyska lögsögu á
næstu árum, er til skoðunar innan
tveggja ráðuneyta. Það er utanríkis-
og umhverfisráðuneytisins. Eins og
fram kom í mánuðinum hefur skot-
pallur verið reistur í norðurhluta
Skotlands og geimf laugabútarnir
verða mun stærri en áður var talið.
„Sérfræðingar okkar eru að skoða
málið núna og óvíst hvenær þeirri
vinnu lýkur,“ segir Bergþóra Njála
Guðmundsdóttir, upplýsingafull-
trúi umhverfisráðuneytisins. En
samkvæmt landhelgislögum ber
að forðast allt sem getur mengað
eða spillt hafinu. Þá verður einnig
að líta til öryggismála skipa í þessu
samhengi. – khg
Geimflaugarusl
til skoðunar
HÚSNÆÐISMÁL „Niðurstöður til-
raunaverkefnis Íbúðalánasjóðs á
landsbyggðinni sýna að það ríkir
markaðsbrestur á húsnæðismarkaði
víða á landsbyggðinni. Enginn er
að svara eftirspurninni þrátt fyrir
að næg kaupgeta sé fyrir hendi hjá
íbúum í þessum sveitarfélögum,“
segir Ásmundur Einar Daðason,
félags- og barnamálaráðherra.
Ráðherrann birti í gær minnis-
blað þar sem farið er yfir stöðu til-
raunaverkefnisins. Hann telur að
stjórnvöld þurfi að grípa til frekari
aðgerða til að rjúfa þá stöðnun sem
ríkt hafi í húsbyggingum á lands-
byggðinni. – sar
Stöðnunin úti á
landi verði rofin
Geimflaug skotið á loft. MYND/AFP
Fleiri myndir frá svæðinu er að finna á +Plússíðu
Fréttablaðsins. Fréttablaðið +Plús er í Frétta-
blaðs-appinu og PDF-útgáfu á Fréttablaðið.is.+PLÚS
2 5 . J Ú L Í 2 0 1 9 F I M M T U D A G U R2 F R É T T I R ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð
2
5
-0
7
-2
0
1
9
0
4
:2
3
F
B
0
4
0
s
_
P
0
3
9
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
4
0
s
_
P
0
0
2
K
.p
1
.p
d
f
A
u
to
m
a
ti
o
n
P
la
te
r
e
m
a
k
e
:
2
3
7
8
-B
5
6
8
2
3
7
8
-B
4
2
C
2
3
7
8
-B
2
F
0
2
3
7
8
-B
1
B
4
2
7
5
X
4
0
0
.0
0
1
1
B
F
B
0
4
0
s
_
2
4
_
7
_
2
0
1
9
C
M
Y
K