Fréttablaðið - 25.07.2019, Síða 20

Fréttablaðið - 25.07.2019, Síða 20
Sandra Guðrún Guðmundsdóttir sandragudrun@frettabladid.is Núna þegar sumarið er í hámarki eru eflaust ekki margir farnir að velta fyrir sér haustinu. Enda liggur ekkert á og um að gera að njóta sumarblíðunnar meðan hún varir. Tískuhúsin úti í heimi eru þó flest fyrir löngu búin að kynna sínar haustlínur og það má segja að áherslurnar séu ólíkar. Fötin sem sýnd voru á tísku- sýningum í hátískuborgunum úti í heimi voru mjög ólík. Allir sem vilja fylgja tískunni í haust ættu því að geta fundið eitthvað sem fellur að þeirra smekk. Á sýningarpöllunum má sjá fágaðan vinnuklæðnað, föt fyrir fólk sem vill skera sig úr og fyrir fólk sem vill halda sig við hefðbundinn klæðnað. Marc Jacobs sýndi fallega blómakjóla á sýningu í New York þar sem hann kynnti haustlínu sína, einnig var mikið um íburðarmikla kjóla og kápur. Á sýningu Saint Laur- ent á haust- og vetrartískunni fyrir kom andi vetur kenndi annarra grasa. Mikið var um skæra neonliti sem minntu þó nokkuð á 9. áratuginn. Áhorfendum sýningarinnar var sannarlega komið á óvart í sýningarlok þegar ljósin voru dempuð verulega og inn á sýningarpallana gengu fyrirsætur í sjálflýsandi kjólum, á appelsínu- gulum pinnahælum, í skær- grænum fjaðrakápum. Fyrirsæturnar voru gjarnan með fylgihluti í stíl eins og belti, töskur og sólgleraugu. Blóm, blúndur og neon Hausttískan á sýningarpöllunum úti í heimi er mjög fjölbreytt þetta árið. Allt frá formföstum drögtum, yfir í skæra neonliti og nóg af blúndum og blómum. Á sýningu Marc Jacobs á haust- tískunni 2019 mátti sjá mikið af fallegum kjólum prýddum blóma- mynstri. NORDICPHOTOS/GETTY Mikið var um íburðarmikla kjóla og kápur á sýningu Marc Jacobs. NORDICPHOTOS/GETTY Neon og skærir litir voru allsráðandi á sýningu Saint Laurent á haust- og vetrartískunni. Fyrir- sæturnar voru margar með fylgihluti sem lýstu í myrkri. Það er spurning hvort sjálflýsandi klæðnaður og fylgihlutir muni lýsa upp myrkrið á klakanum í vetur. NORDICPHOTOS/GETTY Þessi skærgræni jakki er eflaust hlýr í vetur. Hann er líka praktískur að því leyti að notandinn þarf eflaust ekki endurskinsmerki í skammdeginu. Mikið var um jakkaföt og dragtir á tískupöllunum í vor þegar hausttískan var sýnd. Hér er fyrirsæta í stílhreinum jakkafötum eftir Proenze Schouler á sýningu í New York í vor. Fyrirsæta í jakka- fötum með slaufu og í blúnduskyrtu þegar haustlína Al- exandre Vauthier var kynnt í París. Holtasmára 1 201 Kópavogur (Hjartaverndarhúsið) Sími 571 5464 NETVERSLUN WWW.TISKUHUS.IS NÝJAR HAUSTVÖRUR STREYMA INN 4 KYNNINGARBLAÐ FÓLK 2 5 . J Ú L Í 2 0 1 9 F I M MT U DAG U R 2 5 -0 7 -2 0 1 9 0 4 :2 3 F B 0 4 0 s _ P 0 2 8 K .p 1 .p d f F B 0 4 0 s _ P 0 2 1 K .p 1 .p d f F B 0 4 0 s _ P 0 1 3 K .p 1 .p d f F B 0 4 0 s _ P 0 2 0 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 2 3 7 8 -C E 1 8 2 3 7 8 -C C D C 2 3 7 8 -C B A 0 2 3 7 8 -C A 6 4 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 4 A F B 0 4 0 s _ 2 4 _ 7 _ 2 0 1 9 C M Y K

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.