Fréttablaðið - 25.07.2019, Page 32
Hvað?
Hvenær?
Hvar?
Fimmtudagur
hvar@frettabladid.is
25. JÚLÍ 2019
Tónlist
Hvað? Alþjóðlegt orgelsumar í Hall-
grímskirkju
Hvenær? 12.00-12.30
Hvar? Hallgrímskirkja. Ágúst Ingi
Ágústsson organisti ásamt Lene
Langballe á zink/cornetto og blokk-
flautu. Miðaverð 2.500 kr.
Hvað? Jazztón-
leikar
Hvenær? 17.15-
18.00
Hvar? Listasafn
Íslands. María
Magnúsdóttir
jazzsöngkona, tón-
skáld og pródús-
ent kemur fram á
Freyjujazztónleikum
ásamt píanistanum
Kjartani Valdemars-
syni. Aðgangur 2.000 krónur.
Fræðsla
Hvað? Á slóðum Gvendar Jóns
Hvenær: 20.00-21.30
Hvar? Borgarbókasafnið, Grófinni.
Þorgeir Tryggvason gagnrýnandi
leiðir göngu um slóðir Gvendar
Jóns, sögupersónu i bókum Hend-
riks Ottóssonar.
Hvað? Minjaganga
Hvenær? 20.00
Hvar? Bílastæði við Krýsuvíkurbæ-
inn. Minjaganga um byggðahverfið
í Krýsuvík, höfuðbólið
og kirkjustaðinn.
Þorgeir
Tryggva
son leiðir
göngu
um slóðir
Gvendar
Jóns. FRÉTTA-
BLAÐIÐ/ERNIR
María Magnús
dóttir jazz
söngkona.
TÓNLIST
Orgeltónleikar
HHHH
Tónlist eftir Berlioz, Oldfield,
Alain og Bach. Yves Rechsteiner
lék á orgel.
Hallgrímskirkja
sunnudagurinn 21. júlí
Í kvikmyndinni Sleeping with the
Enemy frá árinu 1991 leikur Julia
Roberts kúgaða eiginkonu. Maður
inn hennar er bilaður og beitir hana
ofbeldi. Eitt af því sem hann gerir til
að hrella hana er að spila hátt kafla
úr Symphonie fantastique eftir
Berl ioz í stofugræjunum. Þetta er
alltaf forleikurinn að því að hann
gengur í skrokk á henni.
Tónlistin fjallar um mann sem
er heltekinn af ást og upplifir fyrir
vikið ofskynjanir. Þær enda á mar
tröð þar sem illir andar og nornir
koma við sögu. Tveir kaf lar úr
þessari mögnuðu sinfóníu voru á
dagskránni hjá Yves Rechsteiner
orgelleikara á tónleikum á sunnu
daginn í röðinni Alþjóðlegt orgel
sumar í Hallgrímskirkju. Verkið er
upphaflega samið fyrir sinfóníu
hljómsveit, en Rechsteiner var hér
búinn að snara því yfir á orgelið.
Dómsdagur
Útsetningin var sannfærandi,
gædd fjölbreyttum litbrigðum, rétt
eins og upphaflega útgáfan. Leikur
inn sjálfur var öruggur, einkennd
ist af skýrleika og krafti, léttur og
leikandi út í gegn. Hápunkturinn
í lokin var glæsilegur og heildar
útkoman stórfengleg.
Vert er að geta þess að í lokakafla
Symphonie fantastique er sálmur
úr kaþólsku kirkjunni frá 13. öld,
Dies irae, sem fjallar um dómsdag.
Lagið hefur hljómað víða, það var
t.d. upphafsstefið í sjónvarpsþátta
röðinni Ófærð og var líka spilað
í byrjuninni á kvik
my nd i n n i T he
Shining.
Særinga
maðurinn
Enn önnur hryll
ing smy nd kom
við sögu á tón
l e i k u n u m ,
The Exorcist.
Rechsteiner
f lutti fyrsta
k a f l a n n
úr raftón
verkinu Tubular Bells eftir Mike
Oldfield, en byrjunin á því var ein
mitt notuð sem upphafsstef kvik
myndarinnar.
Tubular Bells kom út í byrjun átt
unda áratugarins, og er sérkennileg
samsuða af þjóðlagatónlist, klassík,
rokki og mínímalisma. Laglínurnar
eru mjög grípandi og f læðið úr
einum hluta í annan er óheft og
ávallt spennandi. Gífurlega krefj
andi var að leika margbrotna mús
íkina á orgel og má með sanni segja
að Rechsteiner hafi baðað út öllum
öngum. Hann lék ógnarhratt með
fótunum, og ekki bara á fótstigið,
sem er heilt hljómborð í sjálfu sér,
heldur sparkaði hann líka af og til í
takka við hliðina, til að breyta um
stillingar. Þetta þurfti hann að gera
eldsnöggt.
Á sama tíma og fæturnir dönsuðu
salsa eftir hljómborðinu voru hend
urnar á fleygiferð, maður bjóst hálf
partinn við að organistinn spilaði
með nefinu. Hann var á við marga
hljóðfæraleikara. Upp í hugann
kom Arnold Schwarzenegger í loka
hnykknum á hinum ýmsu spenni
tryllum, þar sem hann er með stórt
vopnabúr meðferðis, eins manns
herdeild sem leggur allt í rúst. Þetta
var flott.
I’ll be Bach …
Lokaatriðið á tónleikunum voru
þjú smástykki eftir Jehan Alain,
Fantasmagorie, Aria og Litanies.
Þau einkenndust af hnitmiðuðum
endurtekningum, sem uxu upp í
miklar tónasprengingar í lokin.
Flutningurinn var þrunginn smit
andi ákefð, tæknilega pottþéttur
og flottur.
Aukalagið var enn ein útsetning
in, að þessu sinni byrjunin á fyrstu
einleikssvítu Bachs fyrir selló. Hún
rann ljúflega niður eftir allan gaura
ganginn á undan, frábær endir á
dagskránni á þessari skemmtilegu
tónleikaröð í Hallgrímskirkju.
Jónas Sen
NIÐURSTAÐA: Snilldarlegar út-
setningar, grípandi tónlist, framúr-
skarandi flutningur.
Hryllingur í
Hallgrímskirkju
HLUTHAFAFUNDUR
Hluthafafundur HB Granda hf. verður haldinn fimmtudaginn
15. ágúst 2019 í höfuðstöðvum félagsins að Norðurgarði 1,
101 Reykjavík og hefst hann klukkan 17:00. Fundurinn fer fram á íslensku.
Dagskrá
1. Tillaga um að staðfesta ákvörðun stjórnar um kaup félagsins á öllu hlutafé í sölufélögum í
Japan, Hong Kong og á meginlandi Kína, sem og þjónustufélagi á Íslandi með útgáfu nýrra
hluta í HB Granda hf.
2. Tillaga stjórnar til breytinga á grein 1.1. samþykkta félagsins þess efnis að nafn félagsins
verði Brim hf.
3. Önnur mál.
Aðrar uppýsingar
Hver hluthafi á rétt á að fá ákveðin mál tekin til
meðferðar á hluthafafundi ef hann gerir um það
skriflega eða rafræna kröfu til félagsstjórnar á
netfangið hluthafafundur@hbgrandi.is með
það löngum fyrirvara að unnt sé að taka málið á
dagskrá fundarins. Þannig skulu óskir hluthafa
liggja fyrir eigi síðar en kl. 17:00 mánudaginn 5.
ágúst 2019, þ.e. 10 dögum fyrir fundinn.
Á hluthafafundum fylgir eitt atkvæði hverri einni
krónu í hlutafé. Eigin bréf félagsins njóta ekki
atkvæðisréttar.
Atkvæðaseðlar og fundargögn verða afhent á
fundarstað.
Hluthafar sem ekki eiga kost á að sækja fundinn
geta: a) veitt öðrum skriflegt umboð
b) greitt atkvæði skriflega
Þeim hluthöfum sem hyggjast nýta sér annan
hvorn þessara kosta er bent á að kynna sér á
heimasíðu félagsins hvernig þeir skuli bera sig að.
Þar er að finna leiðbeiningar um skráningu og form
skjala og hvernig þeim skuli skilað til félagsins.
Dagskrá, tillögur og öll skjöl sem lögð verða
fyrir fundinn eru hluthöfum tiltæk á íslensku, á
heimasíðu félagsins og á skrifstofu félagsins á
venjulegum skrifstofutíma. Endanleg dagskrá og
tillögur verða birtar viku fyrir fundinn.
Allar nánari upplýsingar um fundinn má finna á
vefsíðu félagsins www.hbgrandi.is
Stjórn HB Granda hf.
2 5 . J Ú L Í 2 0 1 9 F I M M T U D A G U R24 M E N N I N G ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð
MENNING
2
5
-0
7
-2
0
1
9
0
4
:2
3
F
B
0
4
0
s
_
P
0
3
7
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
4
0
s
_
P
0
3
2
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
4
0
s
_
P
0
0
4
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
4
0
s
_
P
0
0
9
K
.p
1
.p
d
f
A
u
to
m
a
tio
n
P
la
te
re
m
a
k
e
: 2
3
7
8
-C
9
2
8
2
3
7
8
-C
7
E
C
2
3
7
8
-C
6
B
0
2
3
7
8
-C
5
7
4
2
7
5
X
4
0
0
.0
0
1
3
B
F
B
0
4
0
s
_
2
4
_
7
_
2
0
1
9
C
M
Y
K