Fréttablaðið - 28.06.2019, Blaðsíða 32
Landssamband fiskeldisstöðva óskaði eftir því við Umhverfis ráðgjöf Íslands ehf. að
reikna út kolefnisspor sjókvíaeldis
á Íslandi og benda á raunhæfar
leiðir til kolefnisjöfnunar.
Jafnframt var þróað reiknilíkan
á Excelformi sem gerir einstökum
laxeldisfyrirtækjum kleift að
reikna kolefnisspor framleiðslu
sinnar, þ.e.a.s. magn gróður
húsalofttegunda sem losnar við
framleiðslu á hverju kílói af laxi til
manneldis. Inn í þessa reikninga
var tekin framleiðsla og flutningur
fóðurs og annarra aðfanga, eldið
sjálft, orkunotkun, notkun kæli
miðla og meðhöndlun úrgangs,
svo og pökkun og flutningur
afurða frá laxeldisstöð til dreifing
arstöðvar á höfuðborgarsvæðinu.
Meginniðurstaða verkefnisins
er að heildarlosun gróðurhúsaloft
tegunda frá laxeldi í sjó á Íslandi
hafi verið um 31.000 tonn CO2
ígilda árið 2017, eða sem nemur
3,21 kg CO2ígilda á hvert kíló af
tilbúinni afurð. Er niðurstaðan
sögð vera í góðu samræmi við
erlenda útreikninga.
Kolefnisspor sjókvíaeldis er
samkvæmt þessari formúlu svipað
og við veiðar á villtum fiski og
lægra en í f lestri annarri fram
leiðslu á dýraafurðum til mann
eldis.
Langstærsti hlutinn af kolefnis
spori laxeldis á Íslandi, eða um 93
prósent, liggur í framleiðslu og
flutningum á fóðri. Um þrjú
prósent stafa af framleiðslu
og flutningi umbúða
og um tvö prósent af
f lutningi afurða til
dreifingarstöðvar.
Aðrir þættir hafa
minna vægi.
Af þessu er ljóst að
áhrif greinarinnar á
loftslagið liggja fyrst
og fremst í starfsemi
sem fram fer utan lax
eldisstöðvanna sjálfra.
Í skýrslunni segir að
rekstraraðilar stöðvanna
hafi takmarkaða möguleika á
að draga úr neikvæðum áhrifum
greinarinnar á loftslag jarðar.
„Vissulega myndi bætt nýting
fóðurs minnka kolefnissporið,
en úrbótum á þessu sviði eru tak
mörk sett þar sem greinin er þegar
nálægt þekktu lágmarki hvað
varðar fóðurnotkun á hvert kíló af
fiski,“ segir þar enn fremur.
Hægt væri að kolefnisjafna alla
losun gróðurhúsalofttegunda frá
sjókvíaeldi á Íslandi með land
bótaaðgerðum, þ.e.a.s. land
græðslu, skógrækt og endurheimt
votlendis. Sem dæmi má nefna
að til að kolefnisjafna alla losun
greinarinnar eins og hún var árið
2017 þyrfti að endurheimta um
1.590 ha af vot
lendi.
Hægt væri að kol-
efnisjafna alla losun
gróðurhúsalofttegunda
frá sjókvíeldi á Íslandi
með landbótaaðgerðum,
þ.e.a.s. landgræðslu,
skógrækt og endurheimt
votlendis.
Votlendi er þeim kostum búið að vegna hárrar vatnsstöðu í jarðveginum er skortur á
súrefni. Það gerir það að verkum að
gróður rotnar ekki heldur safnast
í mólög í hundruð eða þúsundir
ára. Við framræsingu fer vatnið úr
jarðveginum og súrefni kemst að
mólögunum sem byrja að rotna og
losa gróðurhúsalofttegundir.
„Á Íslandi er samanlögð lengd
skurða 34.000 kílómetrar. Það jafn
gildir 25 hringjum í kringum landið.
61% af þekktri heildarlosun gróður
húsalofttegunda á Íslandi kemur
frá framræstu votlendi. Einungis
15% af framræstu landi er nýtt til
landbúnaðar. Restina er hægt að
endurheimta meira eða minna,“
segir Eyþór Einarsson, stjórnarfor
maður Votlendissjóðsins.
„Við verðum að endurheimta vot
lendið sem fyrst því það er stuttur
tími til stefnu. Við höfum innan við
10 ár til að snúa þróuninni við sam
kvæmt sérfræðingum. Ef við náum
ekki að draga stórlega úr losun á
þeim tíma missum við stjórnina og
loftslagshamfarir taka við.“
Votlendissjóðurinn skorar á
landeigendur að fylla upp í skurði
á landareign sinni og endurheimta
þannig votlendi. Sjóðurinn var
settur á laggirnar til að fjármagna
aðgerðir til að endurheimta vot
lendi og aðstoða þannig land
eigendur. Fjármagnið kemur frá
fyrirtækjum og einstaklingum sem
vilja bera ábyrgð á sínu kolefnis
spori með því að kaupa stöðvun á
losun.
„Þetta þarf að gerast hratt. Það er
lítill tími fyrir bið. Við þurfum að
treysta því að þeir sem eiga fram
ræst votlendi séu tilbúnir til að fylla
upp í skurðina. Það er einfaldasta
leiðin til að ná skjótum árangri í að
draga úr losun hérlendis.
„Okkur vantar fleiri jarðir og
meira fjármagn í sjóðinn, en ekki
síður hefðum við gagn af aðilum
sem gætu lagt okkur lið með
jarðýtum og gröfum“ segir Eyþór.
Á vefsíðunni votlendi.is eru nánari
upplýsingar um hvernig hægt er
að leggja sjóðnum lið og leggja sitt
af mörkum til verkefnisins sem og
kolefnisjafna sig.
Við höfum ekki tíma
til að bíða mjög lengi
Losun gróðurhúsalofttegunda er vandamál sem öll
heimsbyggðin verður að bregðast við. Langstærstur hluti
losunarinnar á Íslandi kemur frá framræstu votlendi.
Eyþór segir nauðsynlegt að draga úr losun FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON BRINK
Kolefnisspor
sjókvíaeldis
kemur á óvart
Kolefnisspor sjókvíaeldis er svipað og
við veiðar á villtum fiski og minna en í
annarri framleiðslu á dýraafurðum til
manneldis samkvæmt nýrri skýrslu.
Losun gróðurhúsalofttegunda frá laxeldi nam um31 þúsund tonnum CO2-
ígilda árið 2017 sem laxeldisbændur eru ánægðir með. NORDICPHOTOS/GETTY
10 KYNNINGARBLAÐ 2 8 . J Ú N Í 2 0 1 9 F Ö S T U DAG U RKOLEFNISJÖFNUÐUR
Íslensk fyrirtæki eru flest hluti af alþjóðlegum virðiskeðjum og hafa því umhverfisfótspor
víða. Erlend fyrirtæki hafa einnig
fótspor á Íslandi. Þau umhverfis
áhrif sem verða vegna reksturs
fyrirtækja eru ekki staðbundin og
áhrifa þeirra gætir víða. Til dæmis
veldur neysla og framleiðsla vest
rænna ríkja miklum umhverfis
áhrifum í þróunarlöndunum.
Teymi 200 vísindamanna hefur
raðað lausnum til að vega á móti
umhverfisáhrifum eftir eigin
leikum þeirra. Lausnunum er hægt
að skipta í tvo flokka: lausnir sem
binda kolefni, til dæmis varðveisla
hitabeltisregnskóga sem draga
í sig kolefni úr andrúmsloftinu,
og lausnir sem koma í veg fyrir
losun kolefna eins og vindtúrbínur
á landi eða menntun stúlkna í
þróunarlöndunum.
„Það er forvitnilegt að sjá að
vindtúrbínur á landi hafa 17
sinnum meiri áhrif á samdrátt en
LEDlýsingarvæðing í atvinnu
rými og að mennta stúlkur hefur
fimm sinnum meiri áhrif en raf
bílavæðing. Allar þessar lausnir
eru þó mikilvægar,“ segir Bjarni
Herrera hjá Circular.
„Mikilvægt er að hafa í huga
að mótvægiskúrfa lausnanna er
mismunandi. Til dæmis skilar
vindtúrbína strax miklum ábata
en menntun stúlkna skilar minni
ábata í upphafi en meiri til lengri
tíma.“
Mörg fyrirtæki hafa ákveðið að
miða sitt sjálf bærnistarf meðal
annars við heimsmarkmið Sam
einuðu þjóðanna. Fyrirtæki geta
valið sér mótvægisverkefni um
allan heim sem styðja við heims
markmiðin. Sem dæmi má nefna
markmiðin um kynjajafnrétti,
vinnuhópar samsettir af báðum
kynjum hafa til dæmis gróðursett
tré, og markmiðin um endur
nýjanlega orku veita til dæmis
fjölskyldum í Víetnam aðgang að
lífgasi.
Erlendir aðilar sem sjá um að
stýra fjármagni í slík verkefni
votta gjarnan verkefnin í samræmi
við alþjóðlega staðla. Það gefur
þeim fyrirtækjum sem ákveða að
jafna sitt umhverfis og samfélags
spor öryggi. Margir þessara aðila
bjóða einnig upp á kolefnishlut
leysisvottun í samræmi við alþjóð
lega staðla.
Eins og íslensk fyrirtæki gætu
litið til slíkra erlendra aðila gætu
erlend fyrirtæki litið til Íslands til
að kolefnisjafna hluta af sínu fót
spori hérlendis.
Nánari upplýsingar og blogg um
mótvægisaðgerðir má finna á
www.circularsolutions.is
Menntun stúlkna og
loftslagsbreytingar
Bjarni Herrera og Hafþór Ægir frá CIRCULAR (á myndina vantar Reyni
Smára). CIRCULAR sérhæfir sig í sjálfbærni. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON BRINK
Umhverfisáhrif
eru ekki stað-
bundin.
2
8
-0
6
-2
0
1
9
0
5
:0
1
F
B
0
5
6
s
_
P
0
3
7
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
5
6
s
_
P
0
3
2
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
5
6
s
_
P
0
2
0
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
5
6
s
_
P
0
2
5
K
.p
1
.p
d
f
A
u
to
m
a
tio
n
P
la
te
re
m
a
k
e
: 2
3
5
2
-B
7
C
4
2
3
5
2
-B
6
8
8
2
3
5
2
-B
5
4
C
2
3
5
2
-B
4
1
0
2
7
5
X
4
0
0
.0
0
1
6
B
F
B
0
5
6
s
_
2
7
_
6
_
2
0
1
9
C
M
Y
K