Fréttablaðið - 28.06.2019, Blaðsíða 30
Við berum öll
samfélagslega
ábyrgð á að draga úr og
sporna við áhrifum
loftslagsbreytinga.
Sólrún
Freyja Sen
solrunfreyja@frettabladid.is
Upphaflega var Kolviður með ræktun á Geitasandi á Rangárvöllum. Það svæði er
orðið fullplantað svo Kolviður hóf
fyrir tveimur árum að gróðursetja
á Úlfljótsvatni að sögn Brynjólfs
Jónssonar, framkvæmdastjóra SÍ.
BÍS og SÍ keyptu landið saman árið
2012 af Orkuveitunni og eiga það
til helminga. Þá gerði Kolviður
samning á þessu ári við landeig
endur á Úlfljótsvatni um ný svæði
til skógræktar.
Skógurinn verður ræktaður á
Úlfljótsvatni og eykur við þar sem
þegar er kominn nokkuð grósku
mikill skógur fyrir tilstilli Skógar
skáta, sem hófu að planta trjám
fyrir nokkrum áratugum. Nú sér SÍ
um ræktun skógarins í samstarfi
við sjóðinn Kolvið, sem býður
fyrirtækjum að kolefnisjafna sig
með ræktun á svæðinu.
Fleiri kolefnisjafna starfsemi
Brynjólfur Jónsson, framkvæmda
stjóri SÍ, segir að landið sé 1.500
hektarar að stærð og búið sé að
semja um 300 hektara tileinkaða
Kolviði. „Það eru fjölmörg fyrir
300 hektarar fara í kolefnisjöfnun
Brynjólfur og Kristinn segja sam-
starf skógræktarinnar og skátanna
hafa gengið vel í gegnum árin.
Við Úlfljótsvatn mun rísa mikill kolefnisjafnandi skógur á áratugunum fram undan.
Bandalag ís-
lenskra skáta (BÍS)
og Skógræktar-
félag Íslands (SÍ)
gerðu samning
við Kolvið til 70
ára um ræktun
skógar til kol-
efnisjöfnunar.
tæki sem nýta sér þeirra þjónustu.“
Sérstaklega hefur þeim fjölgað
á síðustu tveimur árum þar sem
krafan um sjálf bærni hefur orðið
háværari.
Fyrirtækið Klappir hefur boðið
fyrirtækjum að reikna út kol
efnisfótspor og hve mikið þyrfti
að rækta til að koma til móts við
útblástur fyrir hvert fyrirtæki.
„Klappir hafa hvatt mörg fyrirtæki
til að vinna að þessu máli í sam
starfi við Kolvið og með því móti
hefur vaxið glænýr sproti sem
menn hafa trú á.“
Brynjólfur segir að nú þegar hafi
Kolviður plantað allt að 300.000
trjám á síðustu tveimur árum. Það
tekur samt sinn tíma fyrir skóginn
að vaxa en sá tími fer eftir trjá
tegundinni.
Skátarnir með mannræktina
„Á meðan þau eru í skógræktinni
sjáum við um mannræktina,“ segir
Kristinn Ólafsson, framkvæmda
stjóri BÍS. „Á okkar hluta rekum
við tjaldstæði á sumrin, svo erum
við með skólabúðir og skátastarf
semi. Þannig að við erum að nýta
landið til útivistar í leik og störf.
Það má segja að þetta sé okkar
heimavöllur.
Við höldum líka skátamót þarna
og erum með mikla starfsemi allt
árið um kring.“
Kristinn segir að mannlífið
muni njóta góðs af því að skógur
inn vaxi, trjárækt skátanna á fyrri
árum hefur þegar borið mikinn og
fallegan ávöxt. „Landið er sífellt
að verða hentugra til útivistar
því skógurinn hlífir okkur fyrir
veðrinu og gefur umhverfinu
skemmtilegan blæ. Þá bætast við
tækifæri til að vera með fjöl
breytta dagskrá.“
Takast á við náttúruöflin
BÍS stendur líka fyrir siglingum
og veiðum í Úlfljótsvatninu sjálfu,
„þannig að við erum að nýta nátt
úruna í allri sinni dýrð. Fólk í dag
fær kannski minna að kynnast
náttúrunni, f lestir alast upp í
vernduðu umhverfi malbiks og
stéttar.
Þarna erum við að leyfa ungu
fólki að fara út í náttúruna og læra
að takast á við hana. Það er samt
alltaf hugað vel að öryggismálum
þannig að það er ekki mikil hætta
á slysum á svæðinu.“ Skátarnir
passa vel upp á það að sögn
Kristins.
8 KYNNINGARBLAÐ 2 8 . J Ú N Í 2 0 1 9 F Ö S T U DAG U RKOLEFNISJÖFNUÐUR
Þórunn segir að þeir sem vilja kolefnisjafna með því að auka bindingu kolefnis í jarð
vegi og gróðri eigi að leggja megin
áherslu á að fjárfesta í aukinni
útbreiðslu innlendra tegunda
eins og birkis og víðis. „Það eru
gríðarlegir möguleikar til að auka
útbreiðslu birkiskóga og víði
kjarrs hérlendis. Gögn okkar sýna
að neðan 600 metra hæðar yfir
sjávarmáli eru allt að 15 þúsund
ferkílómetrar af röskuðu landi og
mikið af því er enn að eyðast og
tapa kolefni.“
„Stóraukin útbreiðsla innlendra
trjátegunda er mjög öflug leið til
að draga úr og aðlagast áhrifum
loftslagsbreytinga. Samhliða er
það náttúruverndaraðgerð sem
felur í sér fjölbreyttan umhverfis
ávinning, er hlutfallslega ódýr,
auðveld í framkvæmd og allir
geta tekið þátt,“ segir Þórunn.
„Innlendar tegundir eins og birki,
gulvíðir og loðvíðir eru aðlagaðar
aðstæðum á Íslandi og búa yfir
miklum erfðabreytileika sem
nauðsynlegt er að vernda. Fjöl
breytileikinn er því trygging gagn
vart áföllum eins og náttúruvá af
ýmsum toga.“
Kolefnisjöfnun og
náttúruvernd
Þórunn leggur áherslu á að við
eigum að virkja getu náttúrunnar
til að græða sig sjálf. „Það er nóg
að sá birkifræi eða gróðursetja í
510% af f latarmáli þess lands
svæðis sem á að endurheimta og
búa þannig til fræuppsprettur
innan þess. Náttúran mun svo
sjálf taka við og sjá til þess að með
tímanum mun birki og víðir vaxa
um allt svæðið. Þetta tekur aðeins
örfáa áratugi, eina sem þarf að gera
er að friða landið fyrir sauðfjár
beit. Kostnaður við þessa aðgerð
fer eftir ástandi landsins sem á að
endurheimta og er á bilinu 40.000
200.000 kr. á hektara,“ segir hún.
1.000 ferkílómetra aukning
fyrir árið 2030?
„Við berum öll samfélagslega
ábyrgð á að draga úr og sporna
við áhrifum loftslagsbreytinga og
endurheimt birkiskóga og víði
kjarrs er áhrifaríkasta aðgerðin
sem við getum beitt hérlendis.
Við eigum að taka þetta verkefni
saman í fangið og setja okkur
metnaðarfullt markmið um að
stórauka útbreiðslu birkiskóga og
víðikjarrs, helst um 1.000 ferkíló
metra fyrir árið 2030. Það er vel
hægt ef við leggjumst öll á eitt,“
segir Þórunn að lokum.
Hjálpum náttúrunni
að hjálpa sér sjálfri
„Ein mikilvirkasta aðferðin sem við höfum til kolefnisjöfn-
unar verndar um leið íslenska náttúru og því mikilvægt
að við nýtum okkur hana í sem flestum tilfellum,“ segir
Þórunn Pétursdóttir, sviðsstjóri hjá Landgræðslunni.
Þórunn Pétursdóttir, sviðsstjóri hjá Landgræðslunni, telur að kolefnis-
jöfnun sé verkefni sem allir ættu að taka til sín. FRÉTTABLAÐIÐ/SIGTRYGGUR ARI
2
8
-0
6
-2
0
1
9
0
5
:0
1
F
B
0
5
6
s
_
P
0
3
9
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
5
6
s
_
P
0
3
0
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
5
6
s
_
P
0
1
8
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
5
6
s
_
P
0
2
7
K
.p
1
.p
d
f
A
u
to
m
a
tio
n
P
la
te
re
m
a
k
e
: 2
3
5
2
-A
4
0
4
2
3
5
2
-A
2
C
8
2
3
5
2
-A
1
8
C
2
3
5
2
-A
0
5
0
2
7
5
X
4
0
0
.0
0
1
4
B
F
B
0
5
6
s
_
2
7
_
6
_
2
0
1
9
C
M
Y
K