Víkurfréttir - 09.05.2019, Blaðsíða 2
„Það er enginn leið að hætta,“ segir Kristján Jóhannsson einn forsvars
manna Bliksins í samtali við Víkurfréttir. ,,Þetta er níunda árið okkar og
í þetta skiptið einblínum við á níunda áratuginn. Wham, Duran Duran,
Simple Minds, Madonna, Bruce Springsteen meðal annars og hæfilegt
magn af gæsahúðar dúettum úr kvikmyndum tímabilsins og svo bara
flott bland í poka“.
Að sögn Kristjans er undirbúningur
kominn á fullt. Einvalalið söngvara
tekur þátt að þessu sinni en þeir verða
Jóhanna Guðrún, Hera Björk, Jógvan
Hansen og Jón Jósep Snæbjörnsson.
,,Við biðum aðeins með að uppljóstra
umfjöllunarefni sýningarinnar þetta
árið en þettta verður negla. Oft höfum
við lent í vandræðum með að skera
þetta niður í hæfilegan fjölda laga
en núna var þetta bara lögreglumál,
ég meina, við höfðum um
1000 lög að velja og þurftum
að skera niður í 25,“ segir
Kristján og hlær. „Okkur
þótti líka tilvalið að breyta
um staðsetningu þetta árið.
Andrews leikhúsið hefur verið
heimili Bliksins í átta ár en
nú verðum við í Stapa. Að
staðan þar er fyrsta flokks.
Allur tæknibúnaður til staðar
og við göngum inn á tilbúið
svið. Upp í Andrews þurfum
við að koma með allt. Þar er ekkert
til staðar, nema húsið. Við hlökkum
mikið til samstarfsins við Tómas Yo
ung og hans fólk í Hljómahöll.“
Þar sem Stapi tekur færri tónleika
gesti í sæti en Andrews verður fjöldi
miða sem fer í sölu ekki eins mikill.
Fólk er því hvatt til að bregðast hratt
við þegar miðasala hefst.
Miðasala fer fram á Tix.is og Hljóma
höll.is og verður nánar auglýst síðar.
FINNDU OKKUR Á FACEBOOK
DAGLEGAR FERÐIR ALLA VIRKA DAGA
S U Ð U R N E S - R E Y K J A V Í K
845 0900
FERÐIR Á DAG
ALLTAF PLÁSS
Í BÍLNUM
REYKJANESBÆR GRINDAVÍK VOGARGARÐUR
4° 40kg 14° 1250kg 12° 75kg12° 4kg
SPÁÐ ER SENDINGUM
UM ALLT REYKJANESFLUTNINGASPÁ DAGSINS
SANDGERÐI
-20° 150kg
Útgefandi: Víkurfréttir ehf., kt. 710183-0319 // Afgreiðsla og ritstjórn: Krossmóa 4a,
4. hæð, 260 Reykjanesbæ, sími 421 0000 // Ritstjóri og ábm.: Páll Ketilsson, sími
421 0004, pket@vf.is // Fréttastjóri: Hilmar Bragi Bárðarson, sími 421 0002, hilmar@vf.is
// Blaðamenn: Eyþór Sæmundsson, sími 421 0002, eythor@vf.is // Marta Eiríksdóttir,
sími 421 0002, marta@vf.is // Sólborg Guðbrandsdóttir, sími 421 0002, vf@vf.is //
Auglýsingastjóri: Andrea Vigdís Theodórsdóttir, sími 421 0001, andrea@vf.is // Útlit &
umbrot: Jóhann Páll Kristbjörnsson, johann@vf.is // Afgreiðsla: Aldís Jónsdóttir, sími
421 0000, aldis@vf.is, Dóróthea Jónsdóttir, dora@vf.is // Prentun: Landsprent // Upplag:
9000 eintök // Dreifing: Íslandspóstur // Dagleg stafræn útgáfa: vf.is og kylfingur.is
Tekið er á móti auglýsingum á póstfangið andrea@vf.is. Auglýsingar berist fyrir kl. 17:00
á mánudegi fyrir útgáfudag, sem er almennt á fimmtudögum. Móttaka smáauglýsinga er
á vf.is. Smáauglýsingar berist fyrir kl. 15:00 á mánudögum. Sé fimmtudagur frídagur þá
kemur blaðið út á miðvikudögum. Dreifing blaðsins tekur að jafnaði tvo daga og er dreift
inn á öll heimili á Suðurnesjum.
Efni til Víkurfrétta skal berast á póstfangið vf@vf.is. Aðsendar greinar birtast á vef Víkur frétta,
vf.is. Það er mat ritstjórnar hvaða greinar birtast í prentaðri útgáfu Víkurfrétta. Ekki er greitt
fyrir aðsent efni, texta eða myndir, hvort sem það birtist í blaðinu eða á vefsíðum Víkurfrétta.
10x10 DBL Kubbur
Álfurinn er
Fögnum saman, kaupum álfinn
Hvers konar sjónvarpsefni
viltu sjá í Suðurnesja-
magasíni, sem er í hverri
viku, á fimmtudagskvöldum
klukkan 20:30 á Hring-
braut?
Alda Sveinsdóttir:
„Um listsköpun á svæðinu og
viðtöl við listamenn. Það er svo
mikil gróska á Suðurnesjum.
Gaman væri líka að sjá innlit
á heimili sem verið er að gera
upp, fyrir og eftir. Sérstaklega
þegar fólk er að gera þetta sjálft
og finna ódýrar lausnir en samt
einstakar.“
Gunnar Magnús Jónsson:
„Sýna meira af íþróttaiðkun
barna á svæðinu, kíkja inn á
æfingar og spjalla við börnin.
Taka púlsinn á því sem börn eru
að gera.“
Hannes Friðriksson:
„Ég vil sjá eitthvað jákvætt því
það er svo margt skemmti
legt að gerast á svæðinu. Lífið
eins og það er, karlarnir á
bryggjunni, leikfélagið, allir
klúbbarnir til dæmis Oddfellow
og Rótarý, hvað þeir eru að gera.
Tala við venjulegt fólk, það eru
skemmtilegar spírur út um
allt. Ég vil sjá mannlífið í hnot
skurn.“
Lára María
Ingimundardóttir:
„Það mætti sýna eitthvað já
kvætt sem íbúar geta gert fyrir
bæinn sinn. Spurningakeppni
á milli bæjarfélaga á Suður
nesjum.“
SPURNING VIKUNNAR
Ingi björg Krist ín Þor bergs, tón skáld, söng kona og fyrr ver andi dag skrár
stjóri Rík is út varps ins, er lát in 91 árs að aldri. Ingi björg fædd ist í Reykja
vík 25 októ ber 1927 og ólst þar upp. Hún var dótt ir hjón anna Kristjönu
Sig ur bergs dótt ur hús móður og Þor bergs Skúla son ar skó smíðameist ara.
Bróðir henn ar var Skúli Ólaf ur Þor bergs son, fædd ur 1930.
Ingi björg stund
aði meðal ann ars
nám við Tón list
ar skóla Reykja
vík ur og Kenn
ara skóla Íslands
og dvaldi enn
frem ur við nám
í Dan te Alig hieri
skól ann í Róm. Hún hóf störf hjá
Rík is út varp inu 1946 og starfaði þar
við ýmis störf til 1985. Hún starfaði
einnig við kennslu um tíma og sem
blaðamaður.
Ingi björg samdi söng lög, dæg ur
lög og barna lög, söng inn á fjölda
hljóm platna og samdi sjö leik rit fyr ir
börn og ung linga. Hún fékk marg
vís leg ar viður kenn ing ar fyr ir störf
sín, meðal ann ars heiður sverðlaun
Íslensku tón list ar verðlaun anna
2003. Þá hlaut hún ridd ara kross
hinn ar ís lensku fálka orðu 2008 fyr ir
fram lag sitt til ís lenskr ar tón list ar.
Ingi björg gift ist Guðmundi Jóns syni
píanó leik ara 1976, (1929–2010). Hún
var bú sett síðustu ævi ár in í Reykja
nes bæ.
Krían er komin
á Garðskaga
Krían er komin til
Suðurnesjabæjar.
Til hennar sást nú
undir kvöld á mánu
dag við Garðskaga
vita. Var hún þar í
nokkuð stórum hópi fugla. Óhætt er
að segja að krían sé nokkuð snemma
á ferðinni á Garðskaga þetta árið en
vanalega sést til hennar um 10. maí.
Íbúum Suðurnesja hefur fjölgað um 0,91% á tímabilinu 1. desember 2018
til 1. maí 2019. Íbúar Suðurnesja voru 27.296 nú 1. maí og hefur fjölgað
um 247 frá 1. desember.
Reykjanesbær er enn fjórða stærsta
sveitarfélag landsins með 19.035 íbúa
þann 1. maí en íbúum sveitarfélagsins
hefur fjölgað um 153 frá 1. desember
í fyrra.
Grindavíkurbær og Suðurnesjabær
eru svo gott sem jafnstór sveitarfélög.
Suðurnesjabær er 10 íbúum fjölmenn
ari en Grindavík. 3.490 manns búa í
Suðurnesjabæ en 3.480 í Grindavík.
Síðast þegar við birtum íbúatölur var
Grindavík fjölmennara. Þar hefur
íbúum fjölgað um 83 eða 2,4% frá
1. desember en í Suðurnesjabæ er
fjölgunin ekki nema átta manns á
sama tíma.
Sveitarfélagið Vogar hefur í dag 1.291
íbúa og hefur fjölgað um þrjá frá 1.
desember.
Reykjanesbær tók fjórða sætið af
Akureyrarbæ fyrr á árinu en 1. maí
voru Akureyringar 18.953 á móti
19.035 íbúum Reykjanesbæjar.
Ingi björg Þor bergs látin
Íbúar Suðurnesja 27.296 talsins
SUÐUR MEÐ SJÓ
SUNNUDAGINN 12. MAÍ KL. 20:30
Á HRINGBRAUT OG VF.IS
EINNIG MÁ HLUSTA Á ÞÁTTINN
Í HLAÐVARPI VÍKURFRÉTTA
Blikið fer í Hljómahöll
-Með blik í auga haldið í níunda sinn
2 FRÉTTIR Á SUÐURNESJUM f immtudagur 9. maí 2019 // 19. tbl. // 40. árg.