Víkurfréttir - 09.05.2019, Blaðsíða 11
Ég grenjaði mig samt stundum í svefn, ég segi það ekki. En ég var enda-
laust að fara út fyrir þægindarammann minn, oft mörgum sinnum á dag.
Fyrsta daginn minn úti hitti ég Christian og hann sagði: „Hérna er borvél.
Ég ætla að biðja þig um að taka þetta í sundur og svo sjáumst við á eftir,“
lýsir Drífa en það verkefni reddaðist á endanum líkt og annað sem hún
þurfti að reyna í Danmörku. „Ég vann á verkstæðinu með Christian, að-
stoðaði hann við ýmsa keramikvinnu og námskeiðahald, auk þess að vinna
með eigin hönnun. Við fórum til Jótlands og Óðinsvé með stórar krukkur
og postulín og vorum talsvert á rúntinum að selja og setja upp sýningar.
Ég fékk svo nokkrar heimsóknir frá fjölskyldunni minni. Það er erfitt að
synda á móti straumnum en þannig lærir maður helling.“
Hjálpar andlegri líðan ungmenna
Þegar Drífa flutti aftur til Íslands var hún ákveðin í því að opna hér ker-
amikverkstæði og bjóða meðal annars upp á námskeið og upplifanir, líkt og
hún hafði kynnst á verkstæðinu í Danmörku. „Á verkstæðinu úti var boðið
upp á þessa upplifun. Hópar gátu komið og notið þess að vera saman að
skapa. Það var ekkert svoleiðis hérna heima. Ég hugsaði líka þá til fyrrum
nemendanna minna sem margir hverjir eru í ójafnvægi og líður illa. Þetta
er frábær leið til að styrkja það innra og finna rónna.“
Í dag býður Drífa upp á ýmis námskeið í keramik fyrir fólk á öllum aldri og
saumaklúbbar, vinnustaðir og aðrir geta pantað námskeið hjá henni. Þá er
mögulegt fyrir ungmenni í Reykjanesbæ að greiða fyrir námskeiðin með
hvatagreiðslum frá bænum. Hægt að nálgast nánari upplýsingar og hafa
samband við Drífu á Facebook-síðunni Drífa keramik og á heimasíðunni
drifakeramik.is.
„Við þurfum að stoppa, slaka á og finna okkur. Maður þarf bara að gefa sér
tíma í það. Ég vona að ég geti miðlað því til annarra að maður getur gert ná-
kvæmlega það sem mann langar til að gera, ef maður vill það.”
– Drífa sigraðist á veikindunum og breytti til í lífi sínu Sólborg Guðbrandsdóttirvf@vf.isVIÐTAL
Hver er þín skoðun varðandi upp-
byggingu íþróttamannvirkja og
íþróttasvæða í Reykjanesbæ?
Reykjanesbær hefur ráðist í verkefni í samstarfi við Capacent sem miðar
að því að skilgreina og forgangsraða verkefnum sem snúa að uppbyggingu
íþróttamannvirkja og íþróttasvæða í Reykjanesbæ. Í því felst meðal annars
að fá sjónarhorn íbúa Reykjanesbæjar í þessum málaflokki, enda snertir hann
okkur flest á einn eða annan hátt.
Opnuð hefur verið sérstök ábendingagátt inn á vef Reykjanesbæjar,
reykjanesbaer.is í þessum tilgangi. Hún verður opin 8. – 15. maí nk.
Hver er þín skoðun á núverandi notkun íþróttamannvirkja og
íþróttasvæða í Reykjanesbæ? Telur þú að möguleiki sé fyrir
hendi að nýta þau betur eða á hagkvæmari máta?
Taki bæjarstjórn ákvörðun um að byggja ný íþróttamannvirki,
hverskonar íþróttamannvirki er brýnast að reisa og hvar ætti
að staðsetja það?
HEILSUEFLANDI SAMFÉLAG
Reykjanesbær
vellíðan fyrir alla
Panta þarf tíma í síma
42 100 42
Það verður 15% afsláttur út maí
á Belcando & Leonardo fóðri
11MANNLÍF Á SUÐURNESJUM f immtudagur 9. maí 2019 // 19. tbl. // 40. árg.MANNLÍF Á SUÐURNESJUM