Víkurfréttir - 09.05.2019, Blaðsíða 6
Verið velkomin
á samkomu
alla sunnudaga
kl. 11.00
Hvítasunnu-
kirkjan í Keflavík,
Hafnargötu 84
Bílaviðgerðir
Smurþjónusta
Varahlutir
Brekkustíg 38 - 260 Njarðvík
sími 421 7979
www.bilarogpartar.is
Innilegar þakkir til allra sem sýndu okkur samúð,
vináttu og hlýhug vegna andláts og útfarar elsku
sonar okkar,
SIGURÐAR GUÐMUNDSSONAR
Lyngmóa 17, Reykjanesbæ,
Sérstakar þakkir fyrir einstaka umönnun til núverandi og fyrrverandi
starfsmanna heimilisins að Lyngmóa 17, Gylfa Pálssonar sjúkraþjálfara
og heimahjúkrunar HSS.
Guðmundur Sigurðsson Kolbrún Geirsdóttir
Gunnfríður Friðriksdóttir Antonio Manuel Goncalves
Vorhreinsun Reykja-
nesbæjar dagana
13. til 20. maí
Vorhreinsunardagar Reykjanesbæjar verða dagana 13. til 20. maí. Íbúar
eru hvattir til að nýta dagana til hreinsunar á görðum sínum. Sérstak-
lega er minnt á snyrtingu trjáa og runna sem vaxa við gangstéttar og
göngustíga. Ef íbúar óska eftir aðstoð við að fjarlægja það sem tilfellur
á þessum dögum, þá er hægt að hafa samband við Umhverfismiðstöð í
síma 420-3200 á opnunartíma.
Á vorin er tilvalið að snyrta hressi-
lega runnana sína og klippa í burtu
greinar sem þurfa að víkja. Til-
gangur klippinga getur verið marg-
víslegur, sum tré eru orðin gömul
og þurfa að víkja fyrir nýjum gróðri
á meðan önnur eru úr sér vaxin og
skyggja á sólina.
Tré og runnar í görðum ættu fyrst
og fremst að veita skjól og gleði. Gott
er að fara varlega í stórtækar að-
gerðir þar sem t.d. trjáfelling verður
aldrei tekin til baka. Best væri auð-
vitað að fá til sín fagfólk sem hefur
reynslu og þekkingu ef ætlunin er
að fara í róttækar framkvæmdir.
Ekki vera of vandvirk í beða-
hreinsun þar sem allt þetta gamla
lífræna rusl frá því í fyrra mun falla
inn í hringrásina og hverfa smátt og
smátt í jarðveginn. Það er samt gott
að róta til í jarðveginum og reita í
burtu það sem ekki á að standa. Að
sjálfsögðu tökum við allt ólífrænt
rusl og hendum því í viðeigandi
tunnu.
Fljótlega er svo óhætt að kíkja í
næstu gróðrarstöð og kynna sér
heitustu sumarblómin þetta árið.
Alltaf bætist við úrvalið og hvet ég
alla til að prófa eitthvað nýtt þetta
sumarið.
Berglind Ásgeirsdóttir,
garðyrkjufræðingur.
UMRÆÐAN Á SUÐURNESJUM
Elskulegur sambýlismaður minn, faðir okkar, tengda-
faðir, afi og langafi,
VILHJÁLMUR ALFREÐ VILHJÁLMSSON
Vatnsnesvegi 28, Reykjanesbæ,
lést á heimili sínu, laugardaginn 13. apríl.
Útförin hefur farið fram í kyrrþey að ósk hins látna.
Guðlaug Sigríður Kristjánsdóttir,
Vilhjálmur Gunnbjörn Vilhjálmsson María Jakobsdóttir
Anna María Vilhjálmsdóttir
Heiðar Örn Vilhjálmsson Berglind Júlía Kristjönudóttir
barnabörn og barnabarnabörn
Til leigu
iðnaðar-
hús m/íbúð
Til leigu 420 fm
iðnaðar húsnæði
í Sandgerði.
Af þessum 420 fm
er 70 fm íbúð
Stórar innkeyrsludyr.
Uppl. í síma 897-3811
eða harth@simnet.is
Eftir að Lilja Alfreðsdóttir, mennta-
málaráðherra hafði skrifað undir
samninginn um aukna fjárveitingu
til skólans vegna viðbyggingar
félagsaðstöðu nemenda við FS,
spurðum við nokkra nemendur um
hvað þeim finnst um bætta félags-
aðstöðu innan skólans.
„Ja, ég á nú afmæli í dag á þessum
merka degi í sögu skólans,“ segir
Ólafur Ómar.
„Engin er á móti þessu því þetta mun
klárlega auka fjölbreytni í félagsstarfi
skólans,“ segir Ingvar Marvin. „Það
gæti haft slæm áhrif á mætingu nem-
enda ef einstaklingar eru of mikið að
taka þátt í félagsstarfi,“ segir Stefán
Hlífar.
Þegar við spurðum hvers konar fé-
lagsstarfsemi þeir vildu sjá innan FS
þá höfðu þeir áhuga á eftirfarandi
klúbbastarfsemi;
„Billjard, skák, bókaspjall, spunaspil,
matreiðsla, fjallganga, kvikmyndir
og vísindi.“
Fulltrúar sveitarfélaga á Suðurnesjum skrifuðu í vikunni undir samkomulag
um fyrirhugaða stækkun Fjölbrautaskóla Suðurnesja. Undirritunin fór
fram í húsakynnum skólans í Reykjanesbæ og skrifaði Lilja Alfreðsdóttir
mennta- og menningarmálaráðherra undir samkomulagið við fulltrúa
Reykjanesbæjar, Grindavíkurbæjar, sveitarfélagsins Voga og Suðurnesjabæ.
Viðbyggingin mun hýsa félagsrými nemenda og bæta mjög aðstöðu þeirra.
„Það er virkilega ánægjulegt að geta
gengið frá þessu samkomulagi og
rúllað þessum bolta af stað. Það er
þörf á uppbyggingu við skólann. Á
þessu svæði hefur orðið mikil fólks-
fjölgun á síðustu árum og það er
mikilvægt að innviðirnir okkar geti
tekið við þeim sem hér vilja stunda
nám og skólinn boðið þeim góða
aðstöðu. Nemendaaðstaðan er oft
hjartað í hverjum skóla, ég samgleðst
nemendum og aðstandendum Fjöl-
brautaskóla Suðurnesja innilega með
þetta góða skref,“ sagði Lilja Alfreðs-
dóttir mennta- og menningarmála-
ráðherra.
Um er að ræða byggingaráfanga sem
verður um 300 fm. að stærð. Áætlaður
stofnkostaður er um 123 milljónir
kr. og er kostnaðarhlutdeild ríkisins
60%. Skólinn hefur verið í stöðugri
uppbyggingu frá stofnun árið 1976 en
hann var annar fjölbrautaskólinn sem
byggður var hér á landi. Nemendur
við skólann eru nú rúmlega 830, á
starfs-, bók- og verknámsbrautum.
„Fyrir okkur er þetta gleðileg stund
og langþráður áfangi. Þetta er ekki
stór eða kostnaðarsöm framkvæmd
en með þessari byggingu fæst betri
tenging milli verknámshlutans í álmu
eitt og mötuneytisins. Þá verður jafn-
framt hægt að bjóða nemendum upp
á fjölbreytta tómstundaaðstöðu og að-
stöðu fyrir klúbbastarf. Þarna verður
einnig setustofa þar sem nemendur
geta sest niður ef þeir eru í eyðu, lært
og unnið í hópverkefnum. Þar verður
einnig fundarherbergi fyrir nemenda-
félagið og fleira. Með þessari byggingu
verður til aðstaða sem verður hjarta
skólans og tengir saman ólíkar deildir
innan hans.
Líðan nemenda í skólanum skiptir
miklu máli fyrir árangur þeirra í námi
og því þarf að búa vel að þeim og um-
hverfið þarf að vera gott. Þessi við-
bygging er liður í þeirri viðleitni okkar
að búa sem best að nemendum okkar
og mun án efa koma nemendum til
góða og efla félagsstarf þeirra.
Nú er málið á forræði sveitarfélag-
anna og vonandi fer þetta verkefni
fljótlega af stað þannig að þetta geti
orðið að veruleika sem fyrst,“ segir
Kristján Ásmundsson, skólameistari
FS.
Þessir nemendur Fjölbrautaskóla Suðurnesja höfðu ákveðnar skoðanir á félagsstarfsemi
skólans. T.v. Stefán Hlífar Gunnarsson, Ingvar Marvin Guðmundsson, Ólafur Ómar Eyland
Halldórsson og fremstur á myndinni til hægri er Júlíus Gian Agana Jóhannsson.
Mun klárlega auka fjölbreytni
Aðstaða sem verður hjarta skólans
– ný viðbygging við Fjölbrautaskóla Suðurnesja sem mun hýsa félagsrými nemenda
Aðalsafnaðarfundur
Hvalsnessóknar
verður haldinn
mánudaginn 13. maí
kl 17:00 í safnaðarheimili
Sandgerðiskirkju.
Sóknarnefnd
Hvalsnessöfnuður
Guðlaug Pálsdóttir, aðstoðar
skólameistari, ásamt Lilju
Alfreðsdóttur, mennta og
menningarmálaráðherra, sem
þáði fiskibollur í lok athafnar.
6 FRÉTTIR Á SUÐURNESJUM f immtudagur 9. maí 2019 // 19. tbl. // 40. árg.