Víkurfréttir


Víkurfréttir - 09.05.2019, Page 14

Víkurfréttir - 09.05.2019, Page 14
Sumarsund fyrir 2–8 ára verður í Akurskóla og verða tvö tímabil. Júní: Níu skipti, dagana 6.–20. júni, kl: 9:30–10:30–11:30. Aldur: 2-8 ára 12.500 kr. Ágúst: Níu skipti, dagana 6.–16. ágúst, kl 9:30–10:30–11:30. Aldur: 5–8 ára 12.500kr Sumarsund ÍRB Skráning hefst þann 15. maí Skráning fer fram í gegnum heimasíður www.umfn.is/flokkur/sund/ og www.keflavik.is/sund/ Skráningafrestur er til 31. maí. Sundráð ÍRB Aðalfundur 2019 og Þórhallur miðill! Aðalfundur SRFS verður haldinn í húsnæði félagsins að Víkurbraut 13, 230 Reykjanesbæ, mánu- daginn 20. maí kl. 20.00, húsið opnar kl. 19.30. Á dagskrá verða hefðbundin aðalfundarstörf og önnur mál, nánar á Facebook síðu félagsins. Að loknum fundarstörfum verður boðið upp á kaffi, köku og skyggnilýsingu með Þórhalli miðli! Sálarrannsóknarfélag Suðurnesja Það stefnir í bráðskemmtilega vortónleika hjá Karlakór Keflavíkur dagana 14. og 15. maí 2019 því kórinn hefur fengið sjálft rokkgoðið Eyþór Inga Gunnlaugsson til liðs við sig og mun hann taka nokkur vel valin lög með kórnum undir stjórn Jóhanns Smára Sævarssonar. Kórinn mun flytja klassísk karlakóra- lög fyrir hlé og hafa síðan léttleikann ráðandi eftir hlé, þar sem flutt verða nokkur gömul og ný popplög og endar svo á hressilegu rokki með aðstoð Eyþórs. Flutt verða lög sem voru gerð vin- sæl af eða eru eftir Richard Wagner, Árna Thorsteinsson, Áskel Jónsson, Sigurð Sævarsson, Pál Ísólfsson, Gunnar Þórðarson, Braga Valdimar Skúlason, Mugison, Hjálma, Ásgeir Trausta, Rúnar Júlíusson, Leonard Coen, Queen o.fl. Meðal laga sem flutt verða eru: Brim- lending, Rósin, Ár var alda, Líttu sér- hvert sólarlag, Hallellújah, Nína, Dýrð í dauðaþögn, Orðin mín, Don’t Stop Me Now, Bohemian Rhapsody o.fl. Fram koma: Karlakór Keflavíkur með Eyþóri Inga Gunnlaugssyni. Stjórnandi: Jóhann Smári Sævarsson. Píanó: Arnór Vilbergsson. Hljómsveitin „The Band With No Name“: Arnór Vilbergsson píanó / hljómborð, Halldór Lárusson trommur, Sigurgeir Sigmundsson gítar, Þorgils Björgvins- son bassi. Einsöngur: Kristján Þ. Guðjónsson. Húsið opnar kl.19:30 Tónleikar hefjast kl 20:30 Miðasala á www.tix.is Hljómahöll – Stapinn 14. og 15. maí 2019 Vortónleikar Karlakórs Keflavíkur 2019 „Karlakórinn rokkar!“ KYNNINGAFUNDUR um nýgerða kjarasamninga á almennum markaði verður haldinn á Hótel Park inn Radisson Hafnargötu 57 Reykjanesbæ fimmtudaginn 9. maí kl:17.00 Kaffiveitingar Stjórnin HÖ NN UN : V ÍK UR FR ÉT TIR • Úrvals ferðaþjónusta, hópferðir, óvissuferðir og margt fleira. • Travice býður upp á þjónustu milli Keflavíkurflugvallar og Reykjavíkur. Hentar vel fyrir smærri sem stærri hópa sem vilja næði og þægindi. • Persónuleg og góð þjónusta, sniðnar að þínum óskum Við erum fjölskyldurekið fyrirtæki á Suðurnesjum. Við erum á Facebook og einnig Travice.is Leitið upplýsinga og tilboða info@travice.is eða í síma 786-2400 Alexandra Ósk Jakobsdóttir og Fanney Helga Grétarsdóttir söfnuðu alls 4.000 krónum á dögunum sem þær hafa afhent Félagi eldri borgara á Suður- nesjum. Peningana öfluðu þær með því að ganga í hús og syngja fyrir fólk. Fyrir sönginn vildu þær fá 100 krónur. Þær tóku því lagið alls 40 sinnum og mættu stoltar á fund eldri borgara þar sem þær afhentu peningana og fengu klapp að launum. Félag eldri borgara er reyndar ekki í mikilli fjárþörf því félags- skapurinn afhenti á dögunum tvær milljónir króna úr sjóðum félagsins til Velferðarsjóðs Suðurnesja. „Þessa poka fundu ellefu ára gömul börn sem voru úti að leika sér fyrir stuttu síðan,“ segir í færslu lögreglunnar á Suðurnesjum á fésbókinni á þriðju- dagsmorgun. Innihald pokanna er óblandað, sterkt amfetamín og þarf ekki að spyrja að leiks- lokum hefðu yngri börn fundið þessa poka. Eigandinn er hvattur af lögreglu til að koma á lög- reglustöðina til að „sækja“ pokana sína. „Börnin sem skiluðu þessu til okkar fengu hið mesta hrós fyrir, en ekki er hið sama hægt að segja um eigandann,“ segir lögreglan að endingu. Söfnuðu fyrir eldri borgara með söng BÖRN FUNDU ÓBLANDAÐ OG STERKT AMFETAMÍN Í POKUM 14 MANNLÍF Á SUÐURNESJUM f immtudagur 9. maí 2019 // 19. tbl. // 40. árg.

x

Víkurfréttir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.