Víkurfréttir


Víkurfréttir - 09.05.2019, Qupperneq 18

Víkurfréttir - 09.05.2019, Qupperneq 18
Nýtt bardagahús hefur opnað að Smiðjuvöllum 5 í Reykjanesbæ. Í húsinu eru nú undir sama þaki starfsemi Júdódeildar Njarðvíkur, Taekwondo- deildar Keflavíkur og Hnefaleikafélags Reykjaness. Aðstaðan var formlega opnuð á föstudag að viðstöddu fjölmenni. Fyrr sama dag skoðaði forseti Íslands aðstöðuna sem er öll til fyrirmyndar. „Hugmyndin um sameiginlega bar- dagahöll hefur verið í gerjun undan- farin ár og mjög margir fundir hafa verið haldnir um málið,“ segir Hafþór Barði Birgisson, íþrótta- og tómstundafulltrúi Reykjanesbæjar, í samtali við Víkurfréttir. Hann segir íþrótta- og tómstundaráð afar ánægt að vera loksins búin að koma til móts við óskir bardagadeildanna. Mikil gróska er í starfinu hjá þeim deildum og félögum sem nú hafa fengið inni í bardagahöllinni. Þannig hefur t.a.m. farið fram Íslandsmót í hnefaleikum í húsnæðinu sem og önnur mót sem deildirnar skipuleggja sjálfar. Vígsla bardagahallarinnar fór fram í þrennu lagi. Athöfnin hófst í aðstöðu júdódeildarinnar þar sem iðkendur sýndu brot af þeim íþróttum sem æfðar eru hjá júdódeildinni. Þaðan var farið í sal hnefaleikafélagsins þar sem Guðjón Vilhelm Sigurðsson rakti sögu Hnefaleikafélags Reykjanes- bæjar. Það hefur verið með starfsemi á nokkrum stöðum í bænum og fagnar mjög nýrri æfinga- og keppnisaðstöðu í bardagahöllinni. Þar hefur þegar verið haldið Íslandsmót eins og segir hér að framan. Hnefaleikafólk sýndi viðstöddum eina lotu í Ólympískum hnefaleikum. Vígsluhátíðinni lauk svo í aðstöðu Taekwondo-deildar Kefla- víkur þar sem Eva Stefánsdóttir, for- maður íþrótta- og tómstundaráðs Reykjanesbæjar, og Kjartan Már Kjartansson, bæjarstjóri, afhentu þeim Karen Rúnarsdóttur, formanni júdódeildar Njarðvíkur, Helenu Rut Borgarsdóttur, formanni Taekwondo- deildar Keflavíkur, og Ingólfi Þór Tómassyni, formanni Hnefaleika- félags Reykjaness, blómvendi í tilefni dagsins. Þá sýndu iðkendur listir sínar en mikill áhugi er fyrir íþróttinni í Reykjanesbæ. Þar eru nú um 150 manns sem stunda æfingar í Taek- wondo en biðlistar hafa verið í að komast á æfingar. Er vonast til þess að með nýju æfingahúsnæði náist að vinna á þeim listum. Nýtt bardagahús opnað í Reykjanesbæ Eva Stefánsdóttir, formaður íþrótta- og tómstundaráðs Reykjanesbæjar, afhenti þeim Ingólfi Þór Tómassyni, formanni Hnefaleikafélags Reykjaness, Helenu Rut Borgarsdóttur, formanni Taekwondo-deildar Keflavíkur, og Karen Rúnarsdóttur, formanni júdódeildar Njarðvíkur, blómvendi í tilefni dagsins. Hér eru þau ásamt Kjartani Má Kjartanssyni, bæjarstjóra í Reykjanesbæ. VF-myndir: Hilmar Bragi Íslensk glíma var sýnd við opnun á aðstöðu júdódeildar Njarðvíkur. Taekwondo-fólk sýndi listir sínar og þar svifu sumir mjög hátt. Það kom fram við vígslu aðstöðunnar að hjá deildinni hafa 30 einstaklingar öðlast svarta beltið í gegnum tíðina. Við vígslu á aðstöðu Hnefaleikafélags Reykjaness var boðið upp á sýningu á einni lotu í Ólympískum hnefaleikum. Guðjón Vilhelm Sigurðsson er frumkvöðull í hnefaleikum í Reykjanesbæ og á stóran þátt í því að íþróttin skaut rótum í bænum ári áður en Ólympískir hnefaleikar voru löglegir á Íslandi. Fjölmennt var við opnun bardagahallarinnar. Hér má sjá gesti í aðstöðu Taekwondo-deildarinnar þar sem iðkendur sitja fremst. Úr nýrri aðstöðu Júdódeildar Njarðvíkur í bardagahöllinni við Smiðjuvelli. Störf í boði hjá Reykjanesbæ Stapaskóli – aðstoðarskólastjóri Háaleitisskóli – íþróttakennari Vinnuskólinn – sumarstörf fyrir 8., 9. og 10. bekk Duus Safnahús – safnfulltrúi Háaleitisskóli – starfsfólk skóla Heiðarskóli – kennari Akurskóli – starfsfólk skóla Duus Safnahús – sumarafleysingar Stapaskóli – starfsfólk skóla Heiðarskóli – íþrótta- og sundkennari Umsóknir í auglýst störf skulu berast rafrænt gegnum vef Reykjanesbæjar, Stjórnsýsla: Laus störf. Þar eru jafnframt nánari upplýsingar um auglýst störf. Viðburðir í Reykjanesbæ „Út á leika“ - málþing um frjálsan leik og útiveru barna Minnum á málþingið „Út að leika“, um frjálsan leik og útiveru barna, í fyrirlestrarsal Keilis föstudaginn 10. maí kl. 13:00. Ævintýraganga fjölskyldunnar - gengið á Þorbjörn Ævintýraganga fjölskyldunnar verður farin upp á Þorbjörn laugardaginn 11. maí kl. 10:30. Mæting við bílastæði. Árleg vorhreinsun 13. - 20. maí Bæjarbúar eru hvattir til að hreinsa garða sína og snyrta tré og runna. Minnum sérstaklega á gróður sem snýr að akandi- og gangandi vegfarendum. Þeir sem óska eftir aðstoð við að fjarlægja garðaúrgang eftir hreinsun geta haft samband í síma 420 3200 á opnunartíma. SMÁAUGLÝSINGAR Óskast Óska eftir 2ja–3ja herbergja íbúð til leigu í Keflavík. Uppl. í símum 861-8311 og 421-5104. 18 ÍÞRÓTTIR Á SUÐURNESJUM f immtudagur 9. maí 2019 // 19. tbl. // 40. árg.

x

Víkurfréttir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.