Víkurfréttir - 27.06.2019, Qupperneq 1
NETTÓ Á NETINU
- ÓDÝRT OG ÞÆGILEGT -
Sparaðu tíma og gerðu matarinnkaupin á netinu.
Þú velur um að fá heimsent eða sækja
í Nettó Krossmóum.
„Bæjarstjórn Sveitarfélagsins Voga leggur til að Suðurnesjalína 2 verði
lögð í jörð, í stað loftlínu eins og aðalvalkostur Landsnets gerir ráð fyrir.
Sé litið til aðalskipulags sveitarfélagsins fellur valkostur B, jarðstrengur
meðfram Reykjanesbraut, best að því. Bæjarstjórn setur þó þann fyrirvara
að sá valkostur verði einungis valinn, að heimild Vegagerðarinnar fáist til
að leggja strenginn á þegar raskað land á s.k. veghelgunarsvæði. Sé það
ekki gerlegt er það mat bæjarstjórnar að þá skuli frekar valinn valkostur
A, jarðstrengur meðfram Suðurnesjalínu 1, enda fari þá jarðstrengurinn
um þegar raskað svæði að stærstum hluta,“ segir í afgreiðslu bæjarstjórnar
Sveitarfélagsins Voga á umsögn um fummatsskýrslu Landsnets vegna
Suðurnesjalínu 2 en bæjarstjórnin fundaði um málið á mánudagskvöld.
„Það er mat bæjarstjórnar Sveitar-
félagsins Voga að hagsmunir sam-
félagsins á Suðurnesjum séu brýnir
og þeir réttlæti að Suðurnesjalína 2
verði lögð í jörð. Bæjarstjórn hvetur
stjórnvöld til að líta til þeirra þátta
sem nefndir eru í greinargerðinni
svo Landsnet fái heimild til að hefjast
handa sem fyrst við lagningu Suður-
nesjalínu 2 í jörð.
Bæjarstjórn Sveitarfélagsins Voga
vill að lokum árétta mikilvægi þess
að afhendingaröryggi raforku á
Suðurnesjum verði tryggt, sem og
að flutningsgetan verði aukin í takt
við auknar þarfir ört vaxandi lands-
hluta,“ segir í afgreiðslu bæjarstjórnar
Sveitarfélagsins Voga sem var sam-
þykkt samhljóða með sjö atkvæðum.
Vill Suðurnesjalínu 2 í jörð
Bæjarstjórn Sveitarfélagsins Voga ekki sammála Landsneti:
Eldri borgarar og
öryrkjar fái 30% af-
slátt á tjaldstæðinu
Umhverfis- og ferðamálanefnd
Grindavíkur tekur undir með starfs-
manni tjaldsvæðis Grindavíkur og
leggur til við bæjarráð að gjaldskrá
tjaldsvæðisins verði breytt þannig
að eldri borgarar og öryrkjar fái
30% afslátt.
Í Grindavík er rekið eitt glæsilegasta
tjaldstæði landsins sem er vel sótt af
bæði innlendum sem og erlendum
ferðalöngum.
Fuglabændur
í Norðurkoti
Í MIÐOPNU
Átján mánaða fái
inni á leikskólum
í Suðurnesjabæ
Inntökualdur barna í leik-
skólana Gefnarborg í Garði og og
Sólborg í Sandgerði verður sam-
ræmdur í 18 mánaða frá og með
ágúst 2019. Mótaðar verða nýjar
og samræmdar innritunarreglur
fyrir leikskóla í Suðurnesjabæ
þar sem m.a. verði ákvæði um að-
gengi að leikskólum milli hverfa.
Innritunarreglur leikskóla voru
samþykktar samhljóða á fundi
bæjarstjórnar Suðurnesjabæjar
á dögunum.
Þá verður lögð áhersla á að leita
leiða til að efla dagforeldraþjón-
ustu í Suðurnesjabæ og horft til
þess að húsnæðið Skerjaborg að
Stafnesvegi 15 verði nýtt fyrir
slíka starfsemi.
SUNNUDAGA KL. 20:30
á Hringbraut og vf.is
Loftvarnir í lagi við Norðurkot!
VÍKURFRÉTTAMYND: HILMAR BRAGI BÁRÐARSON
Frá Sveitarfélaginu Vogum.
fimmtudagur 27. júní 2019 // 26. tbl. // 40. árg.
S T Æ R S T A F R É T T A - O G A U G L Ý S I N G A B L A Ð I Ð Á S U Ð U R N E S J U M ■ A Ð A L S Í M A N Ú M E R 4 2 1 0 0 0 0 ■ A U G L Ý S I N G A S Í M I N N 4 2 1 0 0 0 1 ■ F R É T T A S Í M I N N 4 2 1 0 0 0 2