Víkurfréttir - 27.06.2019, Side 2
FINNDU OKKUR Á FACEBOOK
DAGLEGAR FERÐIR ALLA VIRKA DAGA
S U Ð U R N E S - R E Y K J A V Í K
845 0900
FERÐIR Á DAG
ALLTAF PLÁSS
Í BÍLNUM
Útgefandi: Víkurfréttir ehf., kt. 710183-0319 // Afgreiðsla og ritstjórn: Krossmóa 4a,
4. hæð, 260 Reykjanesbæ, sími 421 0000 // Ritstjóri og ábm.: Páll Ketilsson, sími
421 0004, pket@vf.is // Fréttastjóri: Hilmar Bragi Bárðarson, sími 421 0002, hilmar@vf.is
// Blaðamenn: Eyþór Sæmundsson, sími 421 0002, eythor@vf.is // Marta Eiríksdóttir,
sími 421 0002, marta@vf.is // Sólborg Guðbrandsdóttir, sími 421 0002, vf@vf.is //
Auglýsingastjóri: Andrea Vigdís Theodórsdóttir, sími 421 0001, andrea@vf.is // Útlit &
umbrot: Jóhann Páll Kristbjörnsson, johann@vf.is // Afgreiðsla: Aldís Jónsdóttir, sími
421 0000, aldis@vf.is, Dóróthea Jónsdóttir, dora@vf.is // Prentun: Landsprent // Upplag:
9000 eintök // Dreifing: Íslandspóstur // Dagleg stafræn útgáfa: vf.is og kylfingur.is
Tekið er á móti auglýsingum á póstfangið andrea@vf.is. Auglýsingar berist fyrir kl. 17:00
á mánudegi fyrir útgáfudag, sem er almennt á fimmtudögum. Móttaka smáauglýsinga er
á vf.is. Smáauglýsingar berist fyrir kl. 15:00 á mánudögum. Sé fimmtudagur frídagur þá
kemur blaðið út á miðvikudögum. Dreifing blaðsins tekur að jafnaði tvo daga og er dreift
inn á öll heimili á Suðurnesjum.
Efni til Víkurfrétta skal berast á póstfangið vf@vf.is. Aðsendar greinar birtast á vef Víkur frétta,
vf.is. Það er mat ritstjórnar hvaða greinar birtast í prentaðri útgáfu Víkurfrétta. Ekki er greitt
fyrir aðsent efni, texta eða myndir, hvort sem það birtist í blaðinu eða á vefsíðum Víkurfrétta.
„Mikilvægt er að koma til móts við vaxandi starfsemi íþróttafélaganna í
Reykjanesbæ og sett verði framtíðarsýn í uppbyggingu íþróttamannvirkja
fyrir alla íbúa sem eru samnýtt af íþróttafélögum innan bæjarins.“ Þetta
kemur fram í bókun íþrótta- og tómstundaráðs Reykjanesbæjar vegna
stefnumótunar íþróttamannvirkja og íþróttasvæða Reykjanesbæjar.
Þá segir: „Í framhaldi af vinnu Capa-
cent á stefnumótun í aðstöðu og
íþróttamannvirkjum í Reykjanesbæ
er ljóst að sameiginleg nýting mann-
virkja og íþróttabúnaðar er skynsöm
nýting á skattfé, aðgengi betra fyrir
íbúa og stuðlar að aukinni þátttöku
barna í íþróttum.
Íþrótta- og tómstundaráð (ÍT-ráð)
er sammála ályktunum úr skýrslu
Capacent um að bæta þurfi nýtingu
á íþróttamannvirkjum í Reykjanesbæ
í samstarfi við skóla og íþróttafélög.
Framtíðarstefna Reykjanesbæjar
skal stuðla að sameiginlegri nýtingu
mannvirkja, uppbyggingu miðlægs
íþróttasvæðis og hagkvæmri aðstöðu
fyrir bæjarbúa.
ÍT-ráð leggur áherslu á að eftirfarandi
framkvæmdir við íþróttamannvirki
verði settar á fjárhagsáætlun á næstu
árum. Uppbygging aðstöðu og íþrótta-
mannvirkja verði reglulega endur-
skoðuð í samræmi við framtíðarsýn
bæjarins.“
Á árinu 2019 verður unnið með niður-
stöður Capacent og stillt upp þörfum
íþróttafélaganna varðandi Afreksbraut.
Þá verður teiknað upp framtíðarsvæði
við Afreksbraut í samstarfi við USK og
ÍT-ráð og áhersla lögð á að tengja hjóla-
og göngustíga úr nærliggjandi hverfum.
Á árinu 2020 verður hafist handa
við byggingu á fullbúnum gervigras-
keppnisvelli fyrir Keflavík og Njarðvík
með stúku og búningaaðstöðu vestan
Reykjaneshallar. Ný áhaldageymsla
verður byggð við Reykjaneshöll.
Árið 2021 verður hafist handa við
hönnun á fjölnota íþróttahúsi við
Afreksbraut sem staðsett verður á
svæðinu milli æfingavalla Keflavíkur
og Njarðvíkur í knattspyrnu. Í íþrótta-
húsinu verður keppnisvöllur fyrir
körfuknattleiksdeildir Reykjanes-
bæjar, framtíðaraðstaða fyrir fim-
leikadeild og bardagaíþróttir, aðstaða
fyrir skotdeild, lyftingar, golfklúbb
ásamt félagsaðstöðu fyrir allar deildir.
Á árunum 2022–2026 verður hafist
handa við byggingu fjölnota íþrótta-
húss sem verður byggt í áföngum.
ÍT-ráð leggur áherslu á að keppnishús
fyrir körfuknattleik og aðstaða fyrir
fimleikadeild verði byggð í fyrstu
áföngum byggingarinnar.
Fyrrgreindar tillögur verða unnar í
samráði við aðalstjórnir beggja félaga
og er íþrótta- og tómstundafulltrúa
falið að boða formenn til fundar,“
segir í fundargerð íþrótta- og tóm-
stundaráðs Reykjanesbæjar.
GERVIGRAS OG NÝTT FJÖLNOTA ÍÞRÓTTAHÚS Í REYKJANESBÆ
Framkvæmdir við nýja þjónustumiðstöð Sveitarfélagsins Voga standa nú
yfir í Vogum. Þjónustumiðstöðin er að rísa á lóðinni sem er næst bæjar-
skrifstofunum, í Iðndal 4.
Um er að ræða myndarlegt stál-
grindarhús, sem mun uppfylla þarfir
umhverfisdeildar sveitarfélagsins
með öllum þeim tólum, tækjum og
búnaði sem þeirri starfsemi fylgir.
Í hönnuninni er gert ráð fyrir þvotta-
stæði fyrir almenning þar sem fólk
getur loks þrifið bíla sína. Síðast en
ekki síst verður sérrými afmarkað í
húsinu þar sem einn af dælubílum
Brunavarna Suðurnesja verður fram-
vegis staðsettur. Það styttir til muna
útkallstíma slökkviliðsins, segir á vef
Sveitarfélagsins Voga.
Björgvin Bjarni Elíasson 14 ára:
„Tortilla og hamborgari. Ég kann
sjálfur að hita tilbúna pitsu.“
Logi Halldórsson 15 ára:
„Sushi og hamborgari. Ég bý til
samlokur heima og bý til pasta
og stundum sýð ég pulsur handa
öllum heima.“
Magnús Pétur Magnússon
Landmark 13 ára:
„Bjúgu, pylsur, makkarónusúpa og
steinbítur. Ég kann sjálfur að elda
pulsurétt með banana, eplum og
bökuðum baunum.“
Ólafur Fannar
Þórhallsson 16 ára:
„Kjúklingaborgari frá Villa. Heima
get ég ristað brauð.“
Steinþór
Stefánsson 15 ára:
„Pasta og allt ítalskt finnst mér
gott. Stundum bý ég sjálfur til
samlokur með osti, kryddsalti og
smjöri, sem ég set í örbylgjuofn.“
SPURNING VIKUNNAR
Hver er uppáhaldsmaturinn þinn?
SUNNUDAGA KL. 20:30
á Hringbraut og vf.is
Ný þjónustumiðstöð
sveitarfélagsins rís í Vogum
Nýja þjónustumiðstöð Sveitarfélagsins
Voga rís nú við Iðndal 4 í Vogum.
VF-mynd: Hilmar Bragi
Fulltrúar dómsmálaráðuneytis funduðu á dögunum með velferðarráði
Reykjanesbæjar um þjónustu við umsækjendur um alþjóðlega vernd en
Útlendingastofnun er með umfangsmikla starfsemi í Reykjanesbæ og
þjónustusamning við Reykjanesbæ vegna hluta af sínum skjólstæðingum.
Í fundargerð velferðarráðs segir: „Vel-
ferðarráð þakkar fulltrúum dóms-
málaráðuneytisins fyrir kynningu
þeirra. Eins og áður hefur komið
fram hafa Reykjavíkurborg, Hafnar-
fjörður og Reykjanesbær gert þjón-
ustusamning við Útlendingastofnun
en önnur sveitarfélög alfarið getað
neitað aðkomu.
Velferðarráð minnir enn og aftur á
mikilvægi þess að skýr stefna verði
mótuð í málaflokknum og að fleiri
sveitarfélög komi að borðinu. Huga
þarf að stefnumótun á verklagi við
móttöku með öðrum sveitarfélögum.
Fulltrúar Reykjanesbæjar eru tilbúnir
að taka þátt í þeirri vinnu. Velferðar-
ráð leggur áherslu á áframhaldandi
samstarf við dómsmálaráðuneytið og
Útlendingastofnun varðandi málefni
umsækjenda um alþjóðlega vernd.“
Fleiri sveitarfélög komi að
borðinu í málefnum umsækj-
enda um alþjóðlega vernd
FRÉTTAVAKT ALLAN SÓLARHRINGINN
898 2222
Gervigrasvöllur vestan við
Reykjaneshöll og nýtt fjölnota
íþróttahús, skv. tillögu.
2 FRÉTTIR Á SUÐURNESJUM f immtudagur 27. júní 2019 // 26. tbl. // 40. árg.