Víkurfréttir


Víkurfréttir - 27.06.2019, Qupperneq 9

Víkurfréttir - 27.06.2019, Qupperneq 9
en dúnninn frá þeim er mjög mjúkur og verðmætur. Kollan getur jafnvel komið upp á land um miðjan mars, það er misjafnt. Við erum með ótal andategundir hér í túnfætinum sem verpa hjá okkur. Það er stokkönd, skú- fönd, urtönd, toppönd, æðarfugl. Á ég að telja upp allar fuglategundirnar? Það er tjaldur, stelkur, spói, lóa, jaðr- akan, rjúpa, hrossagaukur, sandlóa, sólskríkja, maríuerla, starri, þröstur svo eitthvað sé nefnt. Svo auðvitað er það krían en kríuvarpið hér hjá okkur er með stærri kríuvörpum á landinu. Það er gott hvað fólk ber mikla virðingu fyrir kríunni og ekur varlega í gegnum kríuvarpið hérna,“ segir Hanna Sigga en kríuvarpið fer ekki framhjá neinum sem ekur í áttina að Stafnesi eða hættir sér í göngutúr í gegnum kríu- hópinn. Æðardúnn er mjög verðmætur „Við hirðum dún frá kollunni sem er eitt dýrasta efni sem þú getur fengið í veröldinni. Það er nýríka fólkið í Japan, Þýska- landi og Austurríki sem kaupir þennan lúxusvarning sem not- aður er í dýrindis sængur en þá er silkiver saumað utan um þær. Markaðurinn hefur verið í lægð undanfarið og því hefur lítið selst. Þetta kemur í bylgjum og við vitum aldrei hvernig salan verður en þá geymum við dúninn þar til salan opnast aftur. Við höldum áfram með dúntekjuna og sumarið í sumar hefur verið frábært vegna sólar og þurrka. Í fyrra var þetta mun erfiðara þegar það rigndi stanslaust en þá verður dúnninn blautur og þungur,“ segir Hanna Sigga. Hún sýndi blaðamanni hvernig hreins- aður dúnn lítur út og lék sér að því að minnka ummál dúnsins. Hún þjappaði dúninum saman þannig að hann passaði inn í lóf- ann á henni og opnaði lófann aftur en þá stækkaði dúnninn endalaust má segja, þegar hún gaf dúninum meira rými. „Við erum að taka dúninn frá miðjum maí fram í miðjan júlí en aðal tínslan er í byrjun júní. Við skiptum á milli okkar næturvöktum, við og þau í Fuglavík sem eru einnig með dún- tekju. Við erum í rauninni samt alltaf á vakt, alltaf að fylgjast með varpinu því mávurinn kemur á öllum tímum sólarhrings og tófan og minkurinn gætu alveg látið sjá sig í björtu. Þetta eru vargar í varpinu, það er bara svo- leiðis. Bara í fyrrakvöld kom tófa inn á landið hjá okkur sem við urðum að skjóta,“ segir hún. Palli, eiginmaður Hönnu Siggu, hefur séð um að fækka mink markvisst í Sandgerði því bæjar- félagið hefur pantað þá þjónustu frá honum í mörg ár. Nú hefur Palli gert samning við Suðurnesjabæ um að fækka mink áfram í Sandgerði og annar var ráðinn í Garðinn en þar hefur mink fjölgað mikið síðustu ár og gerst ágengur bæði við fólk og fugl. Hefur fugli fækkað? „Kríunni hefur verið að fjölga hér hjá okkur á hverju ári þó við heyrum að henni fækki annars staðar á Reykja- nesskaga. En hér er nóg af fugli og nóg að gera í dúntekju. Eins og ég nefndi áðan þá hefur veðrið mikið að segja varðandi heimtur hjá okkur. Við erum með ákveðna hlutverka- skiptingu hér. Við tínum dúninn, ég og dóttir mín og börnin hennar þrjú. Svo tekur Palli dúninn, þurrkar hann og grófhreinsar með höndunum. Síðan sendum við dúninn í fínhreinsun en það fer fram í ákveðnum vélum sem við eigum ekki. Við merkjum hreiðrin með stiku þegar við tökum dúninn og teljum í leiðinni hreiðurfjöldann. Í sumar hafa þau verið 1700 talsins hingað til,“ segir Hanna Sigga sem býður blaðamanni að koma með út að skoða kolluhreiður um leið og þau hreinsa dúninn úr hreiðrinu. Þetta fer þannig fram að kollan er færð til rétt á meðan dúnninn er tekinn og þurrkað hey sett í staðinn. Það var sérstök til- finning að verða vitni að dúntekjunni því kollan leyfði mannfólkinu jafn- vel að klappa sér á bakið um leið og dúnninn var fjarlægður. Hreiðrið var heitt og notalegt viðkomu. Dóttir þeirra hjóna heitir Jóhanna Pálsdóttir og kennir náttúrufræði við Gerðaskóla. Hún var mætt til foreldra sinna í dúntekju með börnin sín þrjú. Við vorum forvitin að vita hvað þeim finnst um þennan búskap. Jóhanna Pálsdóttir: „Ég hef tekið þátt undanfarin ár og komið hingað með börnin mín. Ég vil vera með og hjálpa til. Það er þessi nærvera við fugl og náttúru sem finnst mér svo notaleg og að vera með börnunum mínum í þessu og foreldrum mínum. Það eru forréttindi finnst mér að fá að taka þátt en þetta er einnig áhugasvið mitt.“ Amelía Björk Davíðsdóttir er 15 ára: „Ég er búin að vera með og hjálpa til síðan ég var fjögurra ára en þá var ekki hægt að treysta mér einni, maður þarf að vera ákveðið gamall. Í dag get ég gert þetta alein. Ég hef verið í bæjarvinnunni líka en ég vil samt ekki missa af þessu. Mér finnst voða gaman að vera í kringum fuglana. Stundum fæ ég marbletti á handarbakið eftir kollurnar og þær geta einnig skitið yfir mann allan en samt finnst mér þetta gaman.“ Sólveig Hanna Davíðsdóttir 13 ára: „Ég var örugglega líka fjögurra ára þegar ég byrjaði að hjálpa til og taka dúninn úr hreiðrum. Ég reyni oft að fá að klappa þeim en sumar gogga í mann. Ég fæ ekki flóabit en það er fló í dúninun. Gaman að vera með og skemmtilegt að geta gert eitthvað. Ég er alin upp við þetta og þykir mjög svo vænt um náttúruna.“ Hjörtur Páll Davíðsson 8 ára: „Ég var örugglega líka fjögurra, fimm ára þegar ég byrjaði en samt er ég núna í fyrsta skipti að taka virkan þátt. Mjög gaman að klappa kollunum og halda á ungunum. Ég er stundum að passa ungana svo þeir fari ekki eitthvað á meðan við erum að taka dúninn og setja hey í staðinn ofan í hreiðrið. Ef ég held á unga og mamma hans byrjar að kalla þá verð ég að sleppa. Krían goggar ekki í mig, bara í ömmu mína en flærnar þær bíta mig því þeim finnst blóðið mitt svo gott, ég taldi hundrað bit einn daginn og klæjaði mikið.“ Hvernig er að taka þátt? Jóhanna Pálsdóttir. Amelía Björk Davíðsdóttir. Sólveig Hanna Davíðsdóttir. Hjörtur Páll Davíðsson. 9MANNLÍF Á SUÐURNESJUM f immtudagur 27. júní 2019 // 26. tbl. // 40. árg.MANNLÍF Á SUÐURNESJUM Stundum má klappa þeim á kollinn.

x

Víkurfréttir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.