Víkurfréttir - 27.06.2019, Síða 16
Krossmóa 4a, 4. hæð, 260 Reykjanesbær Sími: 421 0000 Póstur: vf@vf.is Auglýsingasími: 421 0001 Afgreiðslan er opin virka daga kl. 09:00 - 17:00
facebook.com/vikurfrettirehf
twitter.com/vikurfrettir
instagram.com/vikurfrettir
MUNDI
S T Æ R S T A F R É T T A - O G A U G L Ý S I N G A B L A Ð I Ð Á S U Ð U R N E S J U M
Það er bara alltaf
rigning!
Eymundsson
„Slaggi“ Jón
og ljúfa Gunna
Þetta sumar er búið að vera svo
geggjað. Júní er ekki einu sinni búinn
og við erum öll brosandi út að eyrum,
sólbrún og sæt. Algjörlega búin að
gleyma sumrinu í fyrra.
Eða kannski ekki.
Við munum það nefnilega enn. Sér-
staklega fólk eins og við fjölskyldan á
Heiðarbrúninni, sem ákváðum í fyrra
að njóta íslenska sumarsins heima í
stað þess að fara í frí til útlanda. Við
ætluðum að “tjilla” á pallinum, njóta
bjartra sumarnótta og hafa það gott.
Það varð svo ekki alveg þannig eins
og alir muna. Rigningin tók sumarið
yfir og við munum öll þennan eina
miðvikudag í júní og þriðjudagana
tvo í júlí sem sólin náði að skína smá.
Svo þorðum við ekki einu sinni að
fara norður eða austur þegar líða tók
á sumarið vegna þess að við vorum
viss um að þá myndi þetta snúast við.
Þess vegna vorum við öll auðvitað
innst inni að vona að okkur yrði þetta
bætt upp í sumar, af því að okkur
fannst við svo innilega eiga það skilið.
Og réttlætið á alltaf að sigra að lokum.
En á sama tíma vorum við dáldið eins
og maðurinn með tjakkinn, handviss
um það að helv... Norðlendingarnir
og Austfirðingarnir myndu einoka
sólina og sumarið eina ferðina enn. Og
bólgna út af monti eins og vanalega.
En svo kom hún þessi elska, blessuð
sólin, og það sem meira er hún stopp-
aði lengur en í korter. Ef einhver efast
um áhrif veðurfars á sálina þá getur
sá hinn sami gleymt því núna. Þessar
sólarvikur hafa búið til nýja karakt-
era, nöldurkallinn og fúla kellingin
hafa horfið og við hafa tekið „slaggi“
Jón og ljúfa Gunna. Öllum var sama
um orkupakkamálþófið og að þinglok
væru að tefjast. Við vorum öll upp-
tekin af því að sóla okkur, grilla og
hafa það gott. Við vissum nefnilega
aldrei nema að þetta væri seinasti
sólardagur sumarsins og því um að
gera að njóta hans í botn. Allt annað
hefur setið á hakanum og óunnin
verkefni hafa hlaðist upp um allt
sunnanvert landið.
Þegar þetta er skrifað er held ég
bara fyrsti skýjaði dagurinn í júní
og rigning í kortunum næstu daga.
En vitiði, það er bara allt í lagi af því
að í fyrsta lagi er það svo gott fyrir
gróðurinn og í öðru lagi, og það sem er
mikilvægara, er að samkvæmt spánni
á alla vega að koma einn rigningar-
laus dagur í næstu viku! Það er strax
betra en næstum allt sumarið í fyrra
og ljúfa Gunna á Heiðarbrúninni er
bara óendanlega þakklát fyrir það. Nú
dembir hún sér af krafti í öll óunnu
verkefnin til að geta hent sér á pallinn
um leið og sólin kemur aftur.
Njótið sumarsins kæru lesendur!
LOKAORÐ
Ragnheiðar Elínar
PENNAVINUR ÓSKAST Í LEIFSSTÖÐ
• Góð tungumálakunnátta
• Reynsla af afgreiðslustörfum æskileg
• Góð almenn tölvukunnátta, þekking á Navision er kostur
• Rík þjónustulund og jákvæðni
• Hæfni í mannlegum samskiptum
HÆFNISKRÖFUR
SUMARSTÖRF
Um framtíðarstarf er að ræða og er unnið eftir
Nánari upplýsingar veitir
Ásta Ben Sigurðardóttir, astas@penninn.is
vaktafyrirkomulagi 2-2-3.
Vinnutími frá kl. 05:00 til 17:00
Umsóknarfrestur er til 8. júlí nk.
Vinsamlegast sækið um á heimasíðu Pennans
Eymundsson https://www.penninn.is/is/laus-storf
Óskum eftir harðduglegum og brosmildum starfsmanni í verslun okkar í Leifsstöð.
Vöruúrval mismunandi eftir verslunum. Gildistími tilboða er frá 9. október, til og með 12. október. Upplýsingar eru birtar með fyrirvara um villur og myndabrengl.
Surtsey í sjónmáli
Verð: 7.499.-
Manndómsár
Verð: 3.299.-
Út í vitann
Verð: 3.499.-
Hafnarfirði - Strandgötu 31
Keflavík - Sólvallagötu 2
Akureyri - Hafnarstræti 91-93
Akranesi - Dalbraut 1
Austurstræti 18
Skólavörðustíg 11
Laugavegi 77
Hallarmúla 4
Álfabakka 16, Mjódd
Kringlunni norður
Kringlunni suður
Smáralind 540 2000 | penninn
ev ritfe idnanumsm lavrúuröV
Ísafirði - Hafnarstræti 2
Vestmannaeyjum - Faxastíg 36
LeifsstöðFlug töð Leifs Eiríkssonar
Vöruúrval mismunandi eftir verslunum. Gildistími tilboða er frá 9. október, til og með 12. október. Upplýsingar eru birtar með fyrirvara um villur og myndabrengl.
Út í vit nn
Verð: 3.499.-
Skrímslakisi
Verð: 3.499.-
540 2000 | penninn@penninn.is | www.penninn.is | www.eymundsson.is
.ly go rulliv mu aravriryf ðem ratib ure ragnisýlppU .munulsrev ritfe idnanumsm lavrúuröV
Ísafirði - Hafnarstræti 2
Vestmannaeyjum - Faxastíg 36
LeifsstöðFlug töð Leifs Eiríkssonar
Húsavík - Garðarsbraut 9
Þurrkurinn segir til sín á Fitjum
Langvarandi þurrkur á Suðurnesjum er farinn að segja til sín á Fitjum. Svona var umhorfs við tjarnirnar í byrjun
vikunnar. Stór svæði sem vanalega eru umflotin vatni eru nú þurr og skorpin. Þó spáð sé vætu um helgina þá er hún
ekki í því magni að mikil breyting verði á vatnasviðinu á Fitjum. VF-mynd: Hilmar Bragi
SUNNUDAGA KL. 20:30
á Hringbraut og vf.is