Fréttablaðið


Fréttablaðið - 22.08.2019, Qupperneq 2

Fréttablaðið - 22.08.2019, Qupperneq 2
Það má segja að Eurovision fölni í samanburði við þessa keppni. Steindi Jr. Veður Norðaustlæg eða breytileg átt 3-10 í dag. Bjart að mestu á vesturhelm- ingi landsins, en stöku skúrir þar síðdegis. Dálítil rigning um landið austanvert. SJÁ SÍÐU 24 Hefur þú prófað nýju kjúklgasteikurnar? NÝTT OG SPENNANDI FRÁ HOLT A Verslað fyrir skólann Skólarnir eru að hefjast og þá þarf að verða sér úti um ýmsa hluti til að láta skólastarfið ganga smurt fyrir sig. Þó svo að sveitarfélög útvegi ritföng þarf samt sem áður að gæta þess að eiga blýant heima að ógleymdum skiptibókunum. FRÉTTABLAÐIÐ/SIGTRYGGUR ARI TÓNLIST Stífar æfingar voru í gangi þegar Fréttablaðið náði tali af Stein- þóri Hróari Steinþórssyni. Hann keppir fyrir Íslands hönd í heims- meistaramótinu í luftgítar sem fram fer í finnsku borginni Oulu. Steinþór er Íslendingum kunnur sem Steindi Jr. en á mótinu gengur hann undir nafninu Rock Thor Jr. Steindi segir að listamaðurinn Sjón eigi heiðurinn af hinu nýja nafni. Sjón hefur verið ráðgjafi Steinda í ferlinu. Hann var sjálfur frumkvöðull í luftgítar á heimsvísu er hann lék með Sykurmolunum og kallaði sig Johnny Triumph. „Það er alltaf verið að taka hluti af Íslend- ingum, við fundum Ameríku, við fundum upp kokteilsósuna. Ég ætla að koma með þennan titil heim,“ segir Steindi ákveðinn. „Ég er mjög peppaður í þetta,“ segir Steindi. „Það má segja að Euro- vision fölni í samanburði við þessa keppni. Hingað streyma þúsundir og stórir fjölmiðlar á borð við BBC eru hérna að fjalla um keppnina.“ Á sviðinu mun Steindi „spila“ undir við eitt lag, sem er bræðingur frá rokksveitum á borð við AC/DC. Hann hefur aðeins eina mínútu til að heilla dómnefndina sem inni- heldur meðal annarra Doug Blair, gítarleikara W.A.S.P. Steindi spilar sjálfur ekki á alvöru gítar en það er ekki skilyrði. „Mig hefur alltaf langað til að verða best- ur í einhverju. Ég sá auglýsingu fyrir Íslandsmeistaramótið á Eistnaflugi og ákvað að taka þetta mjög alvar- lega og æfði stíft.“ Spurður um hver sé lykillinn að góðri frammistöðu í luftgítar segir Steindi: „Mestu máli skiptir að ná tengingu við áhorfendurna. Síðan skiptir búningurinn máli, líkamleg Steindi ætlar að koma með titilinn heim Steindi Jr. er staddur í finnsku borginni Oulu til að taka þátt í heimsmeistara- mótinu í luftgítar. Með honum í för er Sigríður móðir hans og gera þau ráð fyrir íslenskum sigri. Steindi segir Eurovision fölna miðað við keppnina. Rock Thor Jr. og móðir hans, Sigríður Erna. frammistaða og fleira. Við þurfum líka að fylgja reglunum, eins og að mega ekki „týna“ gítarnum.“ Með Steinda í för er Sigríður Erna Valgeirsdóttir, móðir hans, og hún er álíka spennt og hann. „Ég fór með til að peppa hann og sjá hann vinna keppnina. Ég er stolt af stráknum,“ segir Sigríður. Segir hún mikla stemningu í Oulu og fólk á öllum aldri þar saman komið. „Ég er ekki eina mamman sem fylgir keppanda, ég hitti eina frá Japan.“ Ríkjandi heimsmeistari er jap- önsk stúlka að nafni Nanami Nagura, sem gengur undir nafninu Seven Seas. Á meðal keppinauta Steinda í ár eru Bandaríkjamaður- inn Nordic Thunder og Frakkinn French Kiss. Líkt og Hatari gerði í Eurovision vill Steindi reyna að nýta tækifærið til að koma pólitískum skilaboðum á framfæri. „Pútín er að lenda í Helsinki í dag. Hann veit að það eru margir Rússar að keppa hérna. Ef hann kemur á keppnina reyni ég að ná tali af honum undir fjögur augu,“ segir Steindi áður en hann heldur aftur til æfinga. kristinnhaukur@frettabladid.is KVIKMYNDIR Bæjarráð Hornafjarðar hefur hafnað ósk aðstandenda kvik- myndarinnar Hvítur, hvítur dagur um styrk til þess að hægt sé að sýna myndina í sveitarfélaginu. Kvik- myndin var tekin upp í Hornafirði sem er jafnframt heimabær leik- stjórans, Hlyns Pálmasonar. Aðstandendur óskuðu eftir 400 þúsund króna styrk til kaupa á sýn- ingarbúnaði þar sem enginn slíkur er til í sveitarfélaginu. Yrði þá hægt að nota hann til kvikmyndasýninga í framtíðinni. B æ j a r r á ð hafnaði ósk- inni og vísaði til styrkveitingar hjá atvinnu- og mennt a- málanefnd og hjá sjóðu m S a m b a n d s sunnlenskra sveitarfélaga. – khg Bæjarráð hafnaði styrkveitingu SJÁVARÚTVEGUR Í gær rákust tveir smábátar á við Langanes og þurftu björgunarskip að draga þá í land. Vont var í sjó og hvasst. Aðspurður um hvort strandveiði- tímabilið sé of stutt og að smábáta- menn þurfi að taka áhættu segir Örn Pálsson, framkvæmdastjóri Landssambands smábátaeigenda, að kerfið sé ekki gallalaust en að þær breytingar sem gerðar voru fyrir tveimur árum haf i verið jákvæðar og aukið öryggi. Í ágúst hefur verið mikil bræla og smá- bátasjómenn hafa mátt missa út fjóra daga. „Almennt séð láta menn skynsemina ráða þó kerfið sé ekki gallalaust. Ef veður er slæmt sigla menn nálægt landi,“ segir Örn. „En það getur alltaf myndast pressa.“ – khg Skynsemi ráði siglingum Örn Pálsson framkvæmda- stjóri Landssam- bands smábáta- eigenda. +PLÚS VIÐSKIPTI BlackRock, eitt stærsta eignastýringarfyrirtæki Banda- ríkjanna, hyggst leggja íslenska drykkjarvöruframleiðandanum Icelandic Glacial til fé sem nemur ríf lega 4,4 milljörðum króna. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Jóni Ólafssyni, stjórnarformanni Icelandic Glacial. Icelandic Water Holdings tapaði 18,1 milljón dollara, sem samsvarar um 1,9 milljörðum króna, árið 2016 og jókst tapið um 650 milljónir króna milli ára. Stærsta eign Ice- landic Water Holdings er vatnsból sem það metur á ríflega 10 milljarða króna. – ilk Fjárfesta í íslensku vatni 2 2 . Á G Ú S T 2 0 1 9 F I M M T U D A G U R2 F R É T T I R ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð 2 2 -0 8 -2 0 1 9 0 5 :1 0 F B 0 5 6 s _ P 0 5 5 K .p 1 .p d f F B 0 5 6 s _ P 0 5 5 K .p 1 .p d f F B 0 5 6 s _ P 0 0 2 K .p 1 .p d f F B 0 5 6 s _ P 0 0 2 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 2 3 9 F -E A 1 C 2 3 9 F -E 8 E 0 2 3 9 F -E 7 A 4 2 3 9 F -E 6 6 8 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 1 B F B 0 5 6 s _ 2 1 _ 8 _ 2 0 1 9 C M Y K

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.