Fréttablaðið - 22.08.2019, Síða 18
Frá degi til dags
Halldór
ÚTGÁFUFÉLAG: Torg ehf. STJÓRNARFORMAÐUR: Ingibjörg Stefanía Pálmadóttir FRAMKVÆMDASTJÓRI: Jóhanna Helga Viðarsdóttir ÚTGEFANDI: Kristín Þorsteinsdóttir kristin@frettabladid.is
RITSTJÓRAR: Davíð Stefánsson david@frettabladid.is, Ólöf Skaftadóttir olof@frettabladid.is, MARKAÐURINN: Hörður Ægisson hordur@frettabladid.is FRÉTTABLAÐIÐ.IS: Sunna Karen Sigurþórsdóttir sunnak@frettabladid.is.
Fréttablaðið kemur út í 85.000 eintökum og er dreift ókeypis á heimili á höfuðborgarsvæðinu og Akureyri. Einnig er hægt að fá blaðið í völdum verslun um á landsbyggðinni. Fréttablaðið áskilur sér rétt til að birta allt efni blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum
án endurgjalds. ISSN 1670-3871 FRÉTTABLAÐIÐ Kalkofnsvegur 2, 101 Reykjavík Sími: 550 5000, ritstjorn@frettabladid.is HELGARBLAÐ: Kristjana Björg Guðbrandsdóttir kristjanabjorg@frettabladid.is
MENNING: Kolbrún Bergþórsdóttir kolbrunb@frettabladid.is LJÓSMYNDIR: Anton Brink anton@frettabladid.is FRAMLEIÐSLUSTJÓRI: Sæmundur Freyr Árnason sfa@frettabladid.is
Stjórnmála-
menn verða
að sæta
ábyrgð, en
ekki benda í
sífellu á
fyrirrennara
sína.
Þarf aðild
okkar að
Nató og
þátttaka
okkar í
alþjóðlegu
samstarfi um
varnir
sjálfkrafa að
tákna hern-
aðarlega
viðveru
Bandaríkja-
manna hér?
Ólöf
Skaftadóttir
olof@frettabladid.is
Erum með mikið úrval af allskonar
bílaverkfærum á frábæru verði!
ViAir 12V loftdælur
í miklu úvali.
Hleðslutæki
12V 6A
6T Búkkar
605mm Par
Jeppatjakkur
2.25t 52cm.
Omega
Viðgerðarkollur
4.995
9.999
17.995
7.495
Smáratorgi 1, 201 Kópavogi, sími 588 6090, vl@verkfaeralagerinn.is
Mán.-fim. kl. 9-18, fös. kl. 9-18:30, lau. kl. 10-18, sun. kl. 12-17
Verkfæralagerinn
Mike Pence er öfgamaður sem kennir sig við kristna trú en boðar fábreytni, umburðarleysi, bókstafstrú og ótta
stjórnun. Í orðum sínum og verkum hefur hann
beitt sér gegn réttindum kvenna og hinsegin
fólks.
Þó að auðvitað þurfi að sýna embætti vara
forseta Bandaríkjanna kurteisi hljóta gestgjafar
Mike Pence að taka á móti honum beinir í baki.
Þess er vonandi að vænta að íslenskir ráðamenn
minni Pence á það verðmætamat á manneskjum
sem samfélag okkar grundvallast á: virðingu
og umburðarlyndi, frelsi einstaklingsins og
sjálfsákvörðunarrétt fólks yfir eigin líkama og
lífi. Vonandi munu íslensk stjórnvöld líka færa
í tal við hann þá mannvonsku sem lýsir sér í að
skilja börn frá fjölskyldum sínum, og geyma
við óboðlegar aðstæður. Og loks hljótum við að
vænta þess að útskýrt verði fyrir honum hvernig
hamfarahlýnun ógnar lífi á Jörðinni.
Nú er árið 2019. Hafi Bandaríkjamenn ein
hvern tímann verið útvörður lýðræðis og
mannréttinda í heiminum, sem svo sannarlega
er umdeilanlegt, þá er það að minnsta kosti
liðin tíð. Herlið hér á landi með Donald Trump
sem æðsta yfirmann er ekki til þess fallið að
vekja öryggiskennd. Þarf aðild okkar að Nató
og þátttaka okkar í alþjóðlegu samstarfi um
varnir sjálf krafa að tákna hernaðarlega viðveru
Bandaríkjamanna hér? Varnarsamningurinn frá
1951 kann að vera formlega enn í gildi en Banda
ríkjamenn hættu einhliða að uppfylla hann
árið 2006. Þeir fóru. Viljum við þá aftur? Þó
að Íslendingar eigi aðild að Nató – og við séum
mörg sem teljum að þjóðin eigi að taka þátt í
alþjóðlegu samstarfi og gangast undir skuld
bindingar sem því fylgja – þá er ekki þar með
sagt að Bandaríkjamenn eigi að standa hér fyrir
hernaðaruppbyggingu, til að styrkja stöðu sína
í kapphlaupi við að græða sem mest á hamfara
hlýnun Jarðar.
Öfgamaður á ferð
Guðmundur
Andri
Thorsson
þingmaður Sam-
fylkingarinnar
Hannes og Illugi sammála
Bandaríski þjóðgarðsvörðurinn
Roy Sullivan fékk nafn sitt ritað
í heimsmetabók Guinness fyrir
að hafa orðið fyrir eldingu sjö
sinnum á ævinni. Fyrst árið 1942
og síðast árið 1977. Líkurnar á að
verða fyrir eldingu eru 1 á móti
280 milljónum. Líkurnar á að
verða sjö sinnum fyrir eldingu
eru 4,15 á móti 100.000.000.000.
000.000.000.000.000.000.
000. Enn ólíklegra er að Hannes
Hólmsteinn Gissurarson og Illugi
Jökulsson verði sammála um
nokkurn hlut. En það gerðist nú
samt í gær þegar Íslandsheim-
sókn Mike Pence bar á góma.
Vildu þeir báðir meina að með
fjarveru sinni væri Katrín Jak-
obsdóttir ekki að koma fram sem
forsætisráðherra landsins heldur
léti hagsmuni sína sem formaður
VG ráða ferðinni.
Önnur öld
Margir, eða nánast allir, furða
sig á hugmyndum Bandaríkja-
forseta um að kaupa Græn-
land. Sveinn Óskar Sigurðsson,
oddviti Miðflokksins í Mos-
fellsbæ, er á öðru máli og segir
það hræsni í Dönum að furða
sig á þessu. Rifjar hann upp að
Danir hafi selt Bandaríkjunum
Vestur-Indíur í byrjun 20. aldar
og hafi sjálfir keypt eyjuna St.
Croix af Frökkum á 18. öld. Því
ættu Danir ekkert að kippa sér
upp við svona tilboð. Svo segja
sumir að Miðflokksmenn búi á
einhverri annarri öld en við hin.
kristinnhaukur@frettabladid.is
Sláandi munur er á að hefja rekstur í Reykjavík og borgum á Norðurlöndum að sögn framkvæmdastjóra Joe & the Juice á Íslandi. Í Reykjavík telur hann ferlið „úrelt, ógagnsætt, óþarflega umfangsmikið og tímafrekt“.
Umkvartanir framkvæmdastjórans ríma við
reynslu annarra fyrirtækja í borginni, sem lýstu
slæmri reynslu sinni af rekstri í Reykjavík í sam
tali við Markað gærdagsins. Öllu ferlinu virðist
ábótavant, nánast hvar sem drepið er niður fæti.
Umsóknir taka langan tíma og jafnvel týnast í reglu
verksfrumskógi. Einföldustu hlutir virðast vefjast
fyrir borgaryfirvöldum eins og undirritun leyfa og
pappíra. Traustið í garð einkaframtaksins er í skötu
líki.
Viðmótið sem fyrirtæki mæta hjá borginni virðist
stundum vera að sjálfsagðir hlutir séu bannaðir
þangað til þeir eru sérstaklega leyfðir. Auðvitað er
það öfugsnúið.
Fyrirsjáanleikinn er svo enginn. Eigandi öldur
húss lýsir því að útsendarar borgarinnar hafi hvatt
hann til kaupa á matarvagni. Nokkru síðar var til
kynnt að leyfi vagnsins umtalaða yrði ekki endur
nýjað vegna yfirvofandi framkvæmda á svæðinu.
Þar fór stór biti í súginn.
Framkvæmdirnar miðsvæðis þekkja allir. Vita
skuld er nauðsynlegt að endurnýja stræti. Uppbygg
ing miðborgarinnar er af hinu góða. En hún verður
að eiga sér stað skipulega og með eðlilegu samráði
við íbúa og atvinnulíf. Ekki er boðlegt að senda bréf
á föstudegi og hefja framkvæmdir á mánudegi.
Bágborið rekstrarumhverfi í Reykjavík er ekki
borgaryfirvöldum einum að kenna. Ríkið lætur
ekki sitt eftir liggja. Dýrt er að stofna einkahluta
félög og skattaumhverfi að mörgu leyti óhagstætt.
Launaumslag starfsmannsins gefur ekki fulla mynd
af kostnaðinum sem honum fylgir. Þar vantar ofan
á launatengdu gjöldin, eins og hið séríslenska trygg
ingagjald.
En meirihlutinn í borginni, með borgarstjóra í
broddi fylkingar, þarf að sæta ábyrgð hvað rekstrar
umhverfið í borginni varðar. Hann þarf að átta sig
á því að borgin á að létta undir með atvinnulífinu
eins og kostur er, en ekki öfugt. Farsæll rekstur er
forsenda blómlegs mannlífs.
Það voru vonbrigði að heyra borgarfulltrúa
Pírata bera því við að meirihlutinn hefði tiltölulega
nýverið tekið við störfum. Það er einfaldlega ódýr
fyrirsláttur. Hennar flokkur hefur verið við völd
síðasta hálfa áratug, og borgarstjóri með hléum
nánast frá aldamótum.
Stjórnmálamenn verða að sæta ábyrgð, en ekki
benda í sífellu á fyrirrennara sína. Fyrrverandi
pólitíkusar gegna ekki embættum og sæta ekki
ábyrgð. Það gera hins vegar þeir sem hverju sinni eru
kjörnir fulltrúar. Ábyrgðin er þeirra.
Það er meirihlutans að grípa til áþreifanlegra
aðgerða til að bæta rekstrarumhverfið í borginni.
Fyrsta skrefið er að hlusta á fólk og fyrirtæki.
Ábyrgð í dag
2 2 . Á G Ú S T 2 0 1 9 F I M M T U D A G U R18 S K O Ð U N ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð
SKOÐUN
2
2
-0
8
-2
0
1
9
0
5
:1
0
F
B
0
5
6
s
_
P
0
3
9
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
5
6
s
_
P
0
3
0
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
5
6
s
_
P
0
1
8
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
5
6
s
_
P
0
2
7
K
.p
1
.p
d
f
A
u
to
m
a
ti
o
n
P
la
te
r
e
m
a
k
e
:
2
3
A
0
-0
7
B
C
2
3
A
0
-0
6
8
0
2
3
A
0
-0
5
4
4
2
3
A
0
-0
4
0
8
2
7
5
X
4
0
0
.0
0
1
4
B
F
B
0
5
6
s
_
2
1
_
8
_
2
0
1
9
C
M
Y
K