Fréttablaðið - 22.08.2019, Page 42
Ástkær móðir, tengdamóðir,
amma og langamma,
Margrét Ingunn Ólafsdóttir
lést á Landspítalanum í Fossvogi þann
19.08.19.
Útförin verður tilkynnt síðar.
Jónas I. Ketilsson Sigríður H. Helgadóttir
Eggert Ketilsson
Haraldur Á. Bjarnason
Hrafn A. Ágústsson Joy C. Ágústsson
Ólafur Á. Haraldsson Lísa Einarsdóttir
Silja Unnarsdóttir Valdimar Ómarsson
Margrét I. Jónasdóttir Michel Hinders
Davíð G. Jónasson Ann Peters
Katla M. Jónasdóttir
barnabörn og barnabarnabörn.
Elskuleg eiginkona mín, móðir okkar,
tengdamóðir, systir og amma,
Þóra Ólafsdóttir
lést á gjörgæsludeild Landspítala við
Hringbraut þann 15. ágúst.
Útförin fer fram frá Akraneskirkju
þriðjudaginn 27. ágúst kl. 11.
Blóm og kransar eru vinsamlegast afþakkaðir. Þeim sem
vilja minnast hennar er bent á að styrkja lungnarannsóknir
á Íslandi, Háskóli Íslands kt. 600169-2039,
banki 137-26-018240, skýring greiðslu er 1233992.
Aad Groeneweg
Ólafur Þór Jóelsson Margrét Sif Hákonardóttir
Jón Pétur Jóelsson
Harold Groeneweg Bodil Groeneweg
Íris Anna Groeneweg Þórarinn R. Pálmarsson
Helga Jóna Ólafsdóttir Ásgeir Friðsteinsson
Edda Ólafsdóttir
og barnabörn.
Elsku móðir okkar, tengdamóðir,
amma og langamma,
Ída Sigurðardóttir
frá Hamraendum í Stafholtstungum,
lést á Landspítalanum
mánudaginn 19. ágúst.
Ólöf Hildur Jónsdóttir
Björn Jónsson Katrín Sveinsdóttir
Anna Guðrún Jónsdóttir Birgir Skúlason
Sesselja Þórunn Jónsdóttir Ólafur Hilmarsson
barnabörn og barnabarnabörn.
540 3320 • gardheimar.is
blomabud@gardheimar.is
Leyfðu okkur
að aðstoða þig!
Ástkær móðir okkar, tengdamóðir,
amma og langamma,
Guðný S. Arnbergsdóttir
kaupmaður
frá Borgarfirði eystri,
Þrúðvangi 2,
Hafnarfirði,
lést í faðmi dætra sinna og systur 9. ágúst.
Útför fer fram frá Hafnarfjarðarkirkju 26. ágúst kl. 13.00.
Stefanía, Lilja, Íris, Ragnhildur, Ingveldur, Dennis, Kristinn,
barnabörn og barnabarnabörn.
Ástkær sambýliskona, móðir,
tengdamóðir og amma,
Hrafnhildur Jóhannsdóttir
Öldugötu 51, Reykjavík,
lést á líknardeild Landspítalans,
Kópavogi, föstudaginn 16. ágúst.
Hún verður jarðsett frá Fossvogskirkju,
þriðjudaginn 27. ágúst klukkan 15.00.
Valgarður Gunnarsson
Pétur Hrafn Árnason Hólmfríður D. Jónsdóttir
Gunnar Steinn Valgarðsson Bergþóra Friðriksdóttir
Margrét Fríða Pétursdóttir
Faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi,
Sigurður Sigurðsson
fyrrum bóndi Brúnastöðum,
lést í faðmi fjölskyldunnar
miðvikudaginn 14. ágúst.
Útförin fer fram frá Mælifellskirkju
laugardaginn 24. ágúst kl. 14.00.
Sigurlaug, Böðvar Fjölnir,
Atli Norðmann, Iðunn María, Ylfa Rún,
tengdabörn, barnabörn og barnabarnabörn.
Það stemmir, ég er sjötugur,“ segir Þórarinn Eldjárn, rithöfundur og skáld, hressilega, spurður út í merkisafmælið sem hann á í dag. Hann kveðst
verða í bænum. „Kona mín og synir eru
búin að skipuleggja einhvern fagnað
sem verður bara í lok mánaðarins og ég
veit ekki mikið um. Það verður ekkert
um að vera í dag nema hvað ég gef út bók
sem heitir Til í að vera til. Það er ljóða
bók, eða kannski frekar vísnakver, og
það verður útgáfuhóf í Eymundsson í
Austurstræti klukkan fimm, þangað eru
allir velkomnir.“ Um nýlegar yrkingar er
að ræða, að sögn skáldsins. „Þetta eru
stökur og limrur og svona stuttar hug
leiðingar á bundnu formi ýmiss konar,
sjötíu stykki í tilefni dagsins.“
Þann 24. ágúst, á Menningarnótt,
ætlar Þórarinn að hlaupa hálft maraþon
í nítjánda skipti. „Það er fastur siður hjá
mér að hlaupa svona langt einu sinni
á ári,“ segir hann og kveðst hafa þróað
sérstaka blekkingaraðferð til að ná því
markmiði. „Ég get alltaf hlaupið tíu kíló
metra vandræðalaust, það veit ég. Þegar
síðan kemur að þessu Reykjavíkurmara
þoni þá bara hleyp ég ósköp einfaldlega
tíu kílómetra og segi við sjálfan mig
fyrst: „Þetta er ekkert mál, þú veist að þú
getur þetta alltaf.“ Þegar ég er búinn með
þann sprett þá bara segi ég þetta aftur:
„Þú veist þú getur alltaf hlaupið tíu kíló
metra.“ Svo hleyp ég tíu kílómetra í við
bót og þá er einungis einn eftir til að ná
hálfu maraþoni. Þetta svínvirkar!“
Þórarinn segist hafa verið svo hepp
inn bæði þegar hann varð fimmtugur og
sextugur að Reykjavíkurmaraþonið hafi
borið upp á afmælisdaginn. „Núna tókst
mér einhvern veginn ekki að miða nógu
vel, svo það er eftir tvo daga,“ segir hann
og kveðst hlaupa til styrktar minningar
sjóði sonar síns, Kristjáns Eldjárns gítar
leikara. Það er sjóður sem verðlaunar
frábæra músíkanta á hverju ári.
Þórarinn átti heima í Þjóðminjasafn
inu á uppvaxtarárum sínum og síðar
á Bessastöðum, inntur eftir afmælum
hans þar svarar hann: „Flest bernsku
afmæli sem ég man eftir voru meðan ég
var í sveit á Tjörn í Svarfaðardal. Þá var
splæst kakói á allan krakkaskarann og
afmælisbarnið fékk góðar gjafir. Minni
viðhöfn var ef ég var staddur í bænum,
enda allir skólafélagar og vinir staddir
víðsfjarri út um allar trissur.
Í grennd við Tjörn á Þórarinn bústað
með fjölskyldu sinni, hann nefnist Gull
bringa. Spurður hvort hann hafi dvalið
þar mikið í sumar svarar hann: „Já, við
höfum pendlað dálítið á milli. Það er
ýmsum erindum og skyldum að sinna
hér syðra, bæði í sambandi við útgáfu og
fjölskyldu, passa barnabörn og vaka yfir
öllu.“ gun@frettabladid.is
Þróaði blekkingaraðferð
fyrir maraþonhlaupara
Þórarinn Eldjárn rithöfundur stendur á sjötugu og gefur út bók í dag með sjötíu
ljóðum í tilefni þess og stefnir svo á maraþonhlaup eftir tvo daga. Hann minnist
bernskuafmæla á Tjörn í Svarfaðardal þar sem splæst var kakói á krakkaskarann.
Þórarinn ætlar í hálft maraþon eftir morgundaginn og halda þeim vana að hlaupa langt einu sinni á ári. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI
Kona mín og synir eru búin að
skipuleggja einhvern fagnað
sem verður bara í lok mánaðar-
ins og ég veit ekki mikið um.
Það verður ekkert um að vera
í dag nema hvað ég gef út bók
sem heitir Til í að vera til.
2 2 . Á G Ú S T 2 0 1 9 F I M M T U D A G U R22 T Í M A M Ó T ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð
TÍMAMÓT
2
2
-0
8
-2
0
1
9
0
5
:1
0
F
B
0
5
6
s
_
P
0
4
2
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
5
6
s
_
P
0
4
2
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
5
6
s
_
P
0
1
5
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
5
6
s
_
P
0
1
5
K
.p
1
.p
d
f
A
u
to
m
a
tio
n
P
la
te
re
m
a
k
e
: 2
3
9
F
-E
F
0
C
2
3
9
F
-E
D
D
0
2
3
9
F
-E
C
9
4
2
3
9
F
-E
B
5
8
2
7
5
X
4
0
0
.0
0
1
2
A
F
B
0
5
6
s
_
2
1
_
8
_
2
0
1
9
C
M
Y
K