Fréttablaðið - 22.08.2019, Page 47
ÞAÐ ER ENGINN
PENINGUR Í ÞESSU EN
ÉG HELD AÐ FLESTUM FINNIST
ÞETTA SKEMMTILEGT VERK-
EFNI OG SPENNANDI ÁSKORUN.
Óðalsostur hefur verið á borðum landsmanna frá
árinu 1972. Fyrirmynd hans er Jarlsberg, frægasti
ostur Norðmanna. Óðalsostur er mildur með örlítinn
möndlukeim og skarpa, sæta, grösuga tóna. Frábær á
morgunverðarborðið, hádegishlaðborð eða bara einn
og sér.
www.odalsostar.is
ÓÐALSOSTUR
TIGNARLEGUR
BÍÓ
Rjóminn frá
Norðurlöndum
Edda Karítas Baldursdóttir
eddakaritas@frettabladid.is
Á þriðjudaginn var tilkynnt um hvaða fimm myndir hljóta tilnefningu til Kvikmynda-
verðlauna Norðurlandaráðs og að
þessu sinni verður myndin Hvítur,
hvítur dagur eftir Hlyn Pálmason
fulltrúi Íslands. Myndin verður
frumsýnd hér heima í september
en hefur þegar verið
ausin lofi og Ingvar
E. Sigurðsson
fengið verðlaun
fyrir leik sinn í
myndinni.
Kona fer í stríð,
eftir Benedikt
Erlingsson, var framlag
Íslands í fyrra og hreppti verð-
launin eftirsóttu.
Í tilefni norrænu kvikmynda-
verðlaunanna er tilvalið að líta
af Hollywood-myndunum eina
kvöldstund eða svo og tékka á ein-
hverjum norrænum.
Nokkrar verðlaunamyndir
Norðurlandaráðs:
Jagten (Danmörk)
Mynd eftir Thomas Vinterberg sem
hlaut Kvikmyndaverðlaun Norður-
landaráðs árið 2013 og var einnig
valin sem framlag Dana til
til Óskarsverðlaunanna.
Mads Mikkelsen er hér
í átakanlegu hlutverki
manns sem rang-
lega er sakaður um
kynferðisbrot gegn
barni.
Antichrist (Danmörk)
Varla er hægt að fjalla um nor-
ræna kvikmyndagerð án þess að
minnast á Lars von Trier. Leikstjór-
inn umdeildi vann til kvikmynda-
verðlauna Norðurlandaráðs árið
2009 með myndinni Andkristur.
Myndin fjallar um líf foreldra eftir
dauða sonar þeirra. Myndin er
mjög óþægileg á að horfa og er
yfirgengilega ógeðfelld en um leið
mikil sjónræn veisla.
Louder Than Bombs (Noregur)
Myndin, sem er eftir Joachim
Trier, fjallar um hvernig faðir og
synir hans takast á við sorgina eftir
ótímabæran dauða móðurinnar.
Myndin fékk Kvikmyndaverðlaun
Norðurlandaráðs árið 2016 en
einnig var hún tilnefnd til Gull-
pálmans á Kvikmyndahátíðinni í
Cannes. Isabelle Huppert og Jesse
Eisenberg fara með hlutverk í
myndinni.
Hugleikur Dags-son, Sigurjón Kjartansson og Sjón standa að baki Svörtum sunnudögum í
Bíó Paradís. Hulli hefur frá upp-
hafi fengið íslenska listamenn
til að gera plaköt fyrir sýningar
hópsins á sérvöldum og sígildum
kvikmyndum og vart þarf að deila
um að veggspjöldin eiga sinn þátt í
því hversu lífseigir Svörtu sunnu-
dagarnir eru orðnir.
Á Menningarnótt verður hægt
að skoða veggspjöldin í gallerísal
Bíó Paradísar, auk þess sem ný sölu-
síða verður opnuð fyrir veggspjöld
Svartra sunnudaga á vefsíðunni
postprent.is.
Hrönn Sveinsdót t ir, f ram-
kvæmdastjóri Bíó Paradísar, segir
að til þess að byrja með hafi ekki
gengið vel að sýna klassískar bíó-
myndir í kvikmyndahúsinu. „Það
var kannski ákveðið að sýna
Predator þannig að ég keypti
þá eintak og svo mættu bara
sjö. Þannig að ég tók fyrir þetta
vegna þess að þetta rugl væri of
dýrt.“
Hrönn segir þessu ekki hafa
verið tekið með þögninni og
meðal annars hafi ramakvein
verið rekin upp á Facebook.
„Sigurjón Kjartansson var á
meðal þeirra sem vældu yfir því
að það væri ekkert gamalt og gott
í boði og við fórum eitthvað að
tuða hvort í öðru um þetta,“ segir
Hrönn og bætir við að í framhald-
Svartur
valkvíði
Hulla
Hugleikur Dagsson er gáttaður á því að árin sem Svartir sunnudagar hafa verið í gangi séu að verða átta en þessi
staðreynd blasir við honum þegar hann rótast í tæplega 200 veggspjöldum í Bíó Paradís. FRÉTTABLAÐIÐ/ERNIR
Pulp
Fiction
eftir Auði
Ómars-
dóttur.
Carrie eftir
Jón
Sæmund.
inu hafi verið fundað með áhuga-
sömum þar sem Sjón, Sigurjón,
Hulli og Páll Óskar komu að málum.
Niðurstaðan var að sígildur
hryllingur og ýmis furðuverk sem
kennd eru við „cult“ ættu erindi í
bíó. Svartir sunnudagar urðu niður-
staðan og Hulli var fenginn til þess
að fá einhvern listamann til þess að
gera plakat fyrir hverja mynd sem
ákveðið yrði að sýna.
„Költ“ í kringum „költ“
„Það kemur stanslaust á óvart hversu
mikið þetta er orðið og þetta bara
hættir ekki og maður er að átta sig
á að við erum að detta í áttunda árið
með Svarta sunnudaga,“ segir Hulli
í samtali við Fréttablaðið. „Mér
líður alltaf eins og þetta séu þrjú til
fjögur ár en þegar maður kemur í
plakatasalinn í Bíó Paradís skellur á
manni hversu langt þetta er orðið,“
segir Hulli og bætir við að honum
finnist skemmtilegt að Svörtu
sunnudagarnir séu orðnir einhvers
konar „költ“ í kringum þetta sem var
hugsað sem költ-kvöld.
„Sigurjón og Sjón fengu mig í
þessa pælingu sína og ég fékk þá
hugmynd að fá listafólk til þess
að gera plakötin,“ segir Hulli um
aðkomu hans að sunnudögunum
svörtu. „Þessi plaköt hafa svo orðið
hin mörgu andlit þessa fyrirbæris.“
Svakalegur valkvíði
Hulli segist ekki hafa átt von á jafn
jákvæðum viðbrögðum frá mynd-
listarfólki, grafískum hönnuðum
og listafólki úr ýmsum áttum
og raun og hátt í 200 veggspjöld
bera vitni.
„Það er enginn peningur í
þessu en ég held að flestum finn-
ist þetta skemmtilegt verkefni og
spennandi áskorun,“ segir Hulli
og bætir við að hann sé ekki síst
ánægður með sýninguna á Menn-
ingarnótt og sölusíðuna sem verður
opnuð í tengslum við hana þar sem
nú „munu listamennirnir loksins fá
einhverja örlitla prósentu“.
En hvaða veggspjald ætlar hann
sjálfur að kaupa?
„Þetta er svakalegur valkvíði
enda eru þetta næstum 200 plaköt.
Ég er að fara að f lytja og hef verið
að pæla í Flash Gordon eftir Elínu
Elísabetu Einarsdóttur í innflutn-
ingsgjöf til sjálfs mín. Það er annað
hvort það eða Mad Max 2 eftir Hall-
dór Baldursson. Aðallega vegna
þess að Mad Max 2 er uppáhalds-
myndin mín en mig langar líka
mikið í Pee Wee’s Big Adventure
sem Ísak Óli Sævarsson gerði. Valið
stendur á milli þessara þriggja.“
toti@frettabladid.is
They Live
eftir Hugleik
Dagsson.
Áttunda starfsár
Svartra sunnudaga
hefst í Bíó Para-
dís í haust. Þessu
úthaldi verður
fagnað á Menning-
arnótt með sýningu
og sölu á hátt í 200
bíóplakötum þar
sem fjöldi íslenskra
listamanna hefur
tekið sígildar bíó-
myndir sínum eigin
tökum.
M E N N I N G ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð 27F I M M T U D A G U R 2 2 . Á G Ú S T 2 0 1 9
2
2
-0
8
-2
0
1
9
0
5
:1
0
F
B
0
5
6
s
_
P
0
5
0
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
5
6
s
_
P
0
4
7
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
5
6
s
_
P
0
0
7
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
5
6
s
_
P
0
1
0
K
.p
1
.p
d
f
A
u
to
m
a
ti
o
n
P
la
te
r
e
m
a
k
e
:
2
3
A
0
-2
0
6
C
2
3
A
0
-1
F
3
0
2
3
A
0
-1
D
F
4
2
3
A
0
-1
C
B
8
2
7
5
X
4
0
0
.0
0
1
7
A
F
B
0
5
6
s
_
2
1
_
8
_
2
0
1
9
C
M
Y
K