Fréttablaðið - 22.08.2019, Page 50

Fréttablaðið - 22.08.2019, Page 50
Skærlit jakkaföt voru áber-andi hjá karlpeningnum í vikunni, þar sem leikar-inn Sterling K. Brown og söngvarinn John Legend klæddust báðir slíkum fötum. Hjónakornin Adam Brody og Leighton Meester voru glæsi- leg á frumsýningu myndarinnar Ready or Not, og sama mátti segja um meðleikkonu Brodys í mynd- inni, Andie MacDowell. Leikkon- an Cate Blanchett var í New York þar sem hún var á fullu að kynna nýjustu mynd sína, Where’d You Go, Bernadette? Fagurblá taskan tónaði vel við karrígular buxur, þótt ef laust hefði mörgum ekki komið það til hugar til að byrja með að blanda þessum litum saman. steingerdur@frettabladid.is Best klædd í vikunni sem leið Strákarnir úr myndinni Good Boys báru af í klæðaburði þegar þeir voru viðstaddir frumsýningu myndarinnar fyrir viku. Cate Blanchett var smart á röltinu í New York og This Is Us leikarinn Sterling K. Brown var glæsilegur í túrkíslitum jakkafötum. Leikarinn Sterling K. Brown hefur getið sér gott orð undanfarið, en hann mætti í þessum túrkíslituðu jakka- fötum á viðburð tengdan Emmy-verðlaunahátíð- inni. MYNDIR/NORDIC­ PHOTOS/GETTY Hjónakornin Adam Brody og Leighton Meester voru flott á frumsýningu myndarinnar Ready or Not. Sama má segja um leikkonuna Andie Mac Dowell. Aðalleikarar myndarinnar Good Boys hafa ekki aldur til að sjá myndina sjálfir, en voru einstaklega töffara- legir á frumsýningunni. Seth Rogen, einn framleiðenda myndarinnar, var ekki síður smart. Söngvarinn geðþekki John Legend mætti í fjólubláu þegar ný lína eiginkonu hans, Chrissy Teigen, í samstarfi við gleraugna fyrirtækið Quay var kynnt. Cate Blanch ett var óhrædd við að blanda saman ólíkum litum í New York. 2 2 . Á G Ú S T 2 0 1 9 F I M M T U D A G U R30 L Í F I Ð ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð LÍFIÐ 2 2 -0 8 -2 0 1 9 0 5 :1 0 F B 0 5 6 s _ P 0 5 0 K .p 1 .p d f F B 0 5 6 s _ P 0 4 7 K .p 1 .p d f F B 0 5 6 s _ P 0 0 7 K .p 1 .p d f F B 0 5 6 s _ P 0 1 0 K .p 1 .p d f A u to m a tio n P la te re m a k e : 2 3 A 0 -2 0 6 C 2 3 A 0 -1 F 3 0 2 3 A 0 -1 D F 4 2 3 A 0 -1 C B 8 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 7 A F B 0 5 6 s _ 2 1 _ 8 _ 2 0 1 9 C M Y K

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.