Fréttir - Eyjafréttir - 17.04.2013, Page 1
FRÉTTIR
Vestmannaeyjum
17. apríl 2013
40. árg. :: 16. tbl.
Verð kr. 400
Sími 481-1300
www.eyjafrettir.isE
Y
JA
>> 11
M
yn
d:
Ó
sk
ar
P
ét
ur
F
ri
ðr
ik
ss
on
Óhemju fiskirí hefur verið undanfarið og er fiskur á stóru svæði á grunnslóð. Dæmi eru um að skip hafi fyllt sig á tæpum sólarhring. Hér er áhöfnin á
Vestmannaey VE að taka inn stórt hol, 12 til 14 tonn sem fékkst eftir stutt tog.
Ársreikningur Vestmannaeyjabæjar og stofnana fyrir árið 2012:
Eigið fé í árslok nam
4,95 milljörðum króna
:: Rekstrarniðurstaða jákvæð um 530,3 milljónir :: Áætlun var 73,5 milljónir
Ársreikningar Vestmannaeyjabæjar og
stofnana hans fyrir árið 2012 voru
lagðir fram á fundi bæjarráðs á
mánudag og samdægurs sam þykktir
til seinni umræðu í bæjar stjórn.
Rekstrartekjur á árinu námu um
4.267,6 millj. kr. samkvæmt saman-
teknum rekstrarreikningi fyrir A og B
hluta en fjárhagsáætlun gerði ráð fyrir
rekstrartekjum um 3.380,3 millj. kr.
Rekstrartekjur A-hluta námu um
3.240,5 millj. kr. en fjárhagsáætlun
gerði ráð fyrir rekstrartekjum um
2.534,2 millj. kr. Álagningarhlutfall
útsvars var 14,48% sem er lögbundið
hámark þess. Álagningarhlutfall fast -
eigna skatts nam 0,42% vegna íbúðar -
húsnæðis og 1,55% vegna atvinnu -
húsnæðis en lögbundið hámark þess er
0,625% og 1,65%.
Þetta kom fram í máli Elliða Vignis-
sonar, bæjarstjóra, þegar hann lagði
reikninga fram til fyrri umræðu í
bæjar stjórn á mánudaginn. Rekstr ar -
niðurstaða sveitarfélagsins sam kvæmt
samanteknum rekstrar reikn ingi A og
B hluta var jákvæð um 530,3 milljónir
króna en samkvæmt fjár hagsáætlun
var gert ráð fyrir um 73,5 millj. kr.
jákvæðri afkomu. Rekstrarafkoma A
hluta var jákvæð að fjárhæð 456,4
millj. kr. en fjárhagsáætlun gerði ráð
fyrir jákvæðri afkomu um 116,5 millj.
kr. Eigið fé sveitarfélagsins í árslok
nam 4,95 milljörðum kr. sam kvæmt
efnahagsreikningi, en þar af nam eigið
fé A hluta 5 milljörðum króna.
Laun og launatengd gjöld sveitar-
félagsins námu um 1.716,3 milljónum
króna en starfsmannafjöldi var 294
stöðugildi í árslok. Íbúafjöldi í Vest-
mannaeyjabæ 1. desember 2012 var
4.221 og hafði fjölgað um 27 frá fyrra
ári.
Svigrúm til að auka þjónustu
Jórunn Einarsdóttir, oddviti V-listans í
bæjarstjórn, segir reikninga bæjarins
og stofnana 2012 sýna glæsilegan
árangur. „Það sýnir okkur líka að það
er svigrúm til að auka þjónustuna,“
sagði Jórunn sem tók fram að hún
hefði ekki setið síðasta bæjarstjórnar-
fund.
„Til dæmis er tækifæri til að hífa
okkur upp af botninum í framlögum til
fræðslu- og uppeldismála sem eru
okkur hjá V-listanum mjög hugleikin.
Við þurfum að efla þjónustu við for -
eldra yngstu barnanna. Það er líka
óþolandi að á meðan bærinn er að
skila þetta góðum árangri að þá þurfi
stöðugt að bölsótast út í ríkisstjórnina.
Það skýtur skökku við,“ sagði Jórunn
Einarsdóttir.
ÓMAR GARÐARSSON
omar@eyjafrettir. is