Fréttir - Eyjafréttir

Eksemplar

Fréttir - Eyjafréttir - 17.04.2013, Side 19

Fréttir - Eyjafréttir - 17.04.2013, Side 19
Eyjafréttir / Miðvikudagur 17. apríl 2013 19 ° ° Landsfundur Vinstri hreyfingarinnar græns framboðs samþykkti ályktun þess efnis að öllum landsmönnum væri gert fært að velja sér sinn heimilis lækni. Heilsugæslan er hryggjarstykkið í heilbrigðiskerfi hvers nútímaþjóð - félags. Heilsugæslan sinnir flestum notendum og er sá hluti heilbrigð - iskerfisins sem flestir leita fyrst til. Þar sem heilsugæslan er fullnægj - andi, leysir hún velflest þeirra vanda - mála sem á borð hennar koma. Það er hins vegar álit þeirra sem til þekkja, að heilsugæslan hér á landi sé engan veginn í stakk búin til að mæta þeim kröfum sem til hennar eru gerðar. Nýleg könnun sýndi að 8 sinnum fleiri leita á bráðamóttöku sjúkrahúsanna og læknavaktina hér á landi en t.d. í Noregi. Ýmsar leiðir eru færar til að efla heilsugæsluna og tryggja hana í sessi sem grunnþjónustu. Tryggja þarf í fyrsta lagi að ofan- nefnd ályktun okkar nái fram að ganga og auka veg og virðingu heimilis lækna til jafns á við aðrar sérfræðigreinar innan læknastéttar - innar. Einnig þarf að tryggja mannafla inni á heilsugæslustöðvum svo fag - sérfræðingar séu ekki að sinna störf - um sem heimilislæknar eiga að sinna. Launakjör heimilislækna verða að vera sambærileg við kjör annarra sérfræðinga til að tryggja endurnýjun innan greinarinnar. Meðalaldur heimilislækna er hár og fer hækkandi og ljóst er að þrátt fyrir aukningu í framhaldsnámi í grein - inni, eru of fáir læknar að sækja í sér- fræðinám í heimilislækningum. Hafa verður í huga að það tekur 12-14 ár að mennta sérfræðing í heimilis- lækningum. Að lokum er vert að benda á að að- gangur Íslendinga að sérfræði þjón - ustu utan heilsugæslunnar er allt annar og mun meiri en þekkist á Norðurlöndunum. Þar er notast við tilvísunarkerfi líkt og gert var hér á landi á árum áður. Tilvísun er mikilvægur hlekkur í samskiptum heimilislæknis og fag - sérfræðings. Í tilvísuninni eru upp - lýsingar frá heimilislækni um almennt heilsufar sjúklings, einkenni þess vandamáls sem er orsök til - vísunarinnar, rannsóknir heimilis- læknis svo fátt eitt sé nefnt. Samtímis er þá gerð krafa um að fagsérfræð - ingurinn sendi heimilislækni svar- bréf með niðurstöðum sínum, sjúk - dómsgreiningu og ráðleggingum um meðferð. Þannig tekur heimilis- læknirinn aftur við sjúklingnum og heldur utan um áframhaldandi eftir- lit. Tilvísun er því mikilvægt öryggisnet fyrir sjúklinginn. Framtíð heilsu - gæslunnar Sóknarfæri í sjávarútvegi Við Íslendingar getum verið stoltir af þeirri staðreynd að við eigum, ólíkt mörgum öðrum þjóðum í Evrópu, sjálfbæran sjávarútveg sem skilar arði og þarf ekki á ríkis - styrkjum að halda. Við eigum mikið undir því að okkur takist á komandi kjörtímabili að styrkja íslenskan efnahag til framtíðar og þar skiptir miklu máli hvernig við höldum á umhverfinu gagnvart sjávarútveg- inum. Við eigum mikil sóknarfæri í því að efla sjávar útveginn enn frekar, okkar grund vallaratvinnu - grein. Skýr stefna Við Sjálfstæðismenn höfum skýra stefnu í sjávarútvegsmálum. Við teljum rétt að byggja áfram á afla- markskerfinu en fyrst og fremst ætlum við að skapa sjávarútvegs- fyrirtækjum sem og öðrum fyrir - tækjum í landinu svigrúm til athafna. Kröftugt atvinnulíf fer samhliða auknum hag heimilanna. Við ætlum að breyta lögum um veiðigjöld. Sú ofurskattlagning sem lögin fela í sér dregur kraftinn úr fyrirtækjunum og hindrar þau í að ráðast í nauðsynlegar fjárfestingar, nýsköpun og þróunarstarf. Hin neikvæðu áhrif álagningar veiði - gjaldsins dyljast engum sem sækja heim sjávarútvegsfyrirtækin og því góða fólki sem þar starfar, ekki bara hjá útgerðarfélögunum heldur einn - ig hjá þeim tugum fyrirtækja út um allt land sem tengjast sjávarútvegi. Lítil og meðalstór fyrirtæki hafa orðið fyrir neikvæðum áhrifum of hás veiðigjalds og þeirrar óvissu sem ríkt hefur um greinina síðustu ár vegna orðræðu og athafna stjórn- málamanna. Stöðugleiki í atvinnu - lífinu er nauðsynlegur til að friður gefist til uppbyggingar og aukinnar verð mæta sköpunar. Í hnotskurn Sjálfstæðisflokkurinn leggur höfuð - áherslu á að efla atvinnulífið. Við ætlum okkur að eyða þeirri óvissu sem núverandi ríkisstjórn hefur skap að með óraunhæfum hug - myndum um breytingar á fiskveiði - stjórnunar kerfinu og breyta lögunum um veiði gjald. 160 ár frá komu August von Kohl til Vestmannaeyja: Saga þessa merka manns má ekki gleymast :: Dagskrá á sumardaginn fyrsta hefst á Skansinum :: Erindi um Kohl á Byggðasafni Til stendur að minnast komu Au- gust Andreas von Kohl til Vest- mannaeyja en á sumardaginn fyrsta, fimmtudaginn 25. apríl, eru 160 ár frá komu hans til Eyja. Kohl hafði mikil áhrif á sam- félagið hér en við komu hans, 1853 var ástandið allt annað en gott í Vestmannaeyjum. Með harðfylgi tókst Kohl að breyta samfélaginu hér til frambúðar og stofnaði m.a. eina íslenska herinn hér í Eyjum. „Við erum að vinna í dagskrá sem heitir Kapteinn Kohl - sýslumaður - inn sem breytti sögu Vestmanna - eyja,“ sagði Helga Hallbergsdóttir, safnstjóri Sagnheima, sem ásamt Arnari Sigurmundssyni fór yfir sögu Kohl með blaðamanni Eyjafrétta. „Kohl breytti vissulega sögunni hér. Þegar hann kom hingað, höfðu verið hér stórir sjóskaðar, ginklofinn herj - að á ungabörn og hér ríkti almennt vonleysi sem leiddi til óreglu. Við vorum búin að vera lengi undir stjórn Danakonungs sem átti alla báta og allan fiskinn og menn sáu e.t.v. lítinn hvata til að vinna. Kohl var liðsforingi af gömlum her- mannaættum. Þegar hann kemur hin- gað, gengur vonleysi manna algjör - lega yfir hann og hann ákveður að reyna að breyta stöðunni. Hann taldi að fyrst menn væru svona hræddir við erlenda sjóræningja, þá væri rétt að reyna a.m.k. að verja sig fyrir þeim. Hann stofnaði því herfylk - ingu, þar sem gilti algjört bindindi auk þess sem fram fóru heræfingar, sem voru í raun íþróttaæfingar og einnig hélt hann fjölskylduhátíðir í Herjólfsdal. Hann ætlaðist til þess að allir karlmenn gengju í herinn, innleiddi sjálfsvirðingu og kenndi mönnum kurteisi, aga og þrifnað. Kohl lét líka reisa þinghúsið Borg, þar sem lágu frammi bækur og blöð og þar er fyrsti vísirinn að Bókasafni Vestmannaeyja. Þannig tendraði hann áhuga fólks á að lesa og gera eitthvað meira en að hanga við búðarborð kaupmannsins og staupa sig. Hann í raun og veru rífur þetta samfélag upp um fimmtíu til hundrað ár því allt í einu fóru menn að ganga um bæinn, beinir í baki með von um bjartari framtíð. Menn báru mikla virðingu fyrir Kohl og þess vegna náði hann þessum mikla árangri. Kohl var svo kominn með embætti í Danmörku sjö árum eftir komu sína hingað og var farinn að kveðja fólk þegar hann veiktist og andaðist hér í janúar 1860. Hann var svo jarðsettur í kirkjugarðinum hér í Eyjum. Her - fylkingin hélt áfram í einhver ár eftir það en Kohl hafði breytt samfélaginu hér til frambúðar, þótt herfylkingin hafi svo lognast út af.“ Áorkaði miklu á skömmum tíma Arnar segir að dagskráin hefjist á Skansinum. „Þar er að finna húsið Landlyst, þar sem Kohl bjó síðustu tvö árin sem hann var hér í Eyjum. Á Skansinum verður spilaður hergöngumars fylkingarinnar í Vest- mannaeyjum í nýrri útsetningu og í kjölfarið verður hleypt af fall- byssunni. Við höfum fengið Karl Gauta Hjaltason, sýslumann og arf- taka Kohls, til að fara í í fylkingar- brjósti skrúðgöngu frá Skansinum og upp á Byggðasafn og að sjálfsögðu undir taktföstum trumbuslætti. Þar verða flutt tvö erindi, annars vegar mun Karl Gauti flytja erindi um forvera sinn og einnig Óskar Guð- mundsson rithöfundur, sem telur sig vera afkomanda Kohl. Óskar ætlar að koma með sýn hans fjölskyldu á Kohl sem er nýr vinkill á sögu hans hér í Eyjum.“ Helga segir að það sé ekki ólíklegt að hér séu fleiri afkomendur Kohl. „Það var þannig með Kohl að hann mátti ekkert aumt sjá og það eru til vísur sem gefa í skyn að hann hafi verið dálítið veikur fyrir kvenfólki en þar er talað um að hann hafi gengið í Venusarver. En Kohl kom að mörg - um góðum verkum, m.a. breytingum á Landakirkju og vegagerð. Menn höfðu góðan tíma og á skömmum tíma tókst honum að virkja karlmenn hér í Eyjum til framkvæmda.“ „Það er mjög mikilvægt að halda sögu Kohl á lofti enda áorkaði hann mjög miklu á mjög skömmum tíma. Ég skrifaði á sínum tíma stutta grein um Kohl og í kjölfarið skoðaði ég legsteininn hans. Ég sá að þar vant - aði eitthvað, fann hluta legsteinsins hér á Byggðasafninu og fékk Sig- mund Andrésson safnstjóra í lið með mér við að laga legstein Kohls. Saga hans má ekki gleymast og þess vegna förum við af stað með þessa dagskrá,“ sagði Arnar að lokum. Helga hvatti að lokum alla til að mæta á Skansinn á sumardaginn fyrsta kl. 14:00 og taka þátt í dagskránni sem verður auglýst nánar í næsta blaði. Koparstunga af Vestmannaeyjum sem birtist í dönsku blaði um 1880, eða stuttu eftir að Kohl féll frá, og nær yfir Strandveg, Miðstræti og þar suður af. Á myndinni sjást húsin Nýhöfn, Fögruvellir og Landlyst. Fyrir miðri mynd eru verslunarhúsin á Tanganum og blaktir danski fáninn við hún. Kominn tími á Eyjakvöld í Eyjum Eyjakvöld verður haldið í Höllinni á laugardaginn. Um er að ræða svipað kvöld og haldið var á skemmtistaðnum Spot í Kópavogi í janúar þessu ári en þangað fjölmenntu Eyja menn í tengslum við minningarhátíð vegna upphafs Vestmannaeyja - gossins. Kvöldið þá heppnaðist í alla staði mjög vel og nú á að endurtaka leikinn í Eyjum. Á Eyjakvöldinu á laugardaginn koma fram Blítt og létt, Logar, Dans Á Rósum, Stertimenni og Bjartmar Guðlaugsson. „Það hefur verið pressa á okkur að koma með Eyja kvöldið til Eyja en við höfum verið með svona kvöld nokkrum sinnum áður og þau hafa verið alveg hreint stórkostleg. Aðsókn hefur verið gríðarlega góð og stuðið eftir því,“ sagði Ólafur Guðlaugs- son í Logum. „Okkur Dadda í Höllinni fannst þetta góður tímapunktur til að slá upp svona kvöldi í tengslum við Lundakomuhátíðina sem aðilar í ferðaþjónustunni í Eyjum standa fyrir. Hafi verið tilefni til að koma saman og skemmta sér á Eyja - kvöldi, þá er það núna enda löngu kominn tími á Eyjakvöld í Eyjum. Allir sem fram koma eiga það sameiginlegt að hafa búið og starf - að í Eyjum til lengri eða skemmri tíma. Dagskráin byrjar klukkan 23:00 þegar Blítt og létt stígur á svið og síðan halda sveitirnar hver á fætur annarri uppi stuðinu. Þess má geta að það er búið að bóka hjarta - lækni á vakt fyrir Logana,“ sagði Ólafur hlæjandi að lokum. JÚLÍUS G. INGASON julius@eyjafrettir. is Hafi verið tilefni til að koma saman og skemmta sér á Eyja - kvöldi, þá er það núna enda löngu kominn tími á Eyja - kvöld í Eyjum. Allir sem fram koma eiga það sameiginlegt að hafa búið og starfað í Eyjum til lengri eða skemmri tíma. ” Við ætlum að breytalögum um veiði -gjöld. Sú ofurskatt-lagning sem löginfela í sér dregurkraftinn úr fyrir - tækjunum og hindrar þau í að ráðast í nauðsyn - legar fjárfestingar, nýsköpun og þróunarstarf. ”UNNUR BRÁKONRÁÐSDÓTTIR 2. sæti á l istaSjál fstæðisf lokksins ARNDÍS SOFFÍA SIGURÐARDÓTTIR 1. sæti á l ista Vinstr i grænna JÓRUNN EINARS- DÓTTIR 5. sæti á l ista Vinstr i grænna Heilsugæslan er hryggjarstykkið í heilbrigðiskerfi hvers nútímaþjóð félags. Heilsugæslan sinnir flestum notendum og er sá hluti heil - brigð iskerfisins sem flestir leita fyrst til. ”

x

Fréttir - Eyjafréttir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttir - Eyjafréttir
https://timarit.is/publication/977

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.