Fréttir - Eyjafréttir

Issue

Fréttir - Eyjafréttir - 04.06.2014, Page 1

Fréttir - Eyjafréttir - 04.06.2014, Page 1
° ° Vestmannaeyjum 4. júní 2014 :: 41. árg. :: 23. tbl. :: Verð kr. 400 :: Sími 481-1300 :: www.eyjafrettir.is M yn d: Ó m ar G ar ða rs so n RóbeRt og esteR best ólafuR H. stíguR til HliðaR blaut en fjölbReytt sjómannadagsHelgi >> 18>> 11 >> 14 Stórsigur Sjálfstæðisflokksins á laugardaginn, þar sem hann er með fimm bæjarfulltrúa á móti tveimur E-listans breytir eðlilega hlutföllum í ráðum og nefndum á vegum bæjarins. Áður var hlutfallið í fimm manna nefndum þrír frá meirihluta og tveir frá minnihluta. Nú eiga Sjálfstæðis- menn rétt á fjórum fulltrúum en í bæjarráði, sem skipað er þremur fulltrúum, heldur E-listinn sínum. Alls greiddu 2369 atkvæði í Vestmannaeyjum á laugardaginn og af þeim greiddu 1632 Sjálfstæðis- flokki atkvæði sitt sem fer úr fjórum í fimm bæjarfulltrúa en 599 komu í hlut Eyjalistans sem er með tvo bæjarfulltrúa í stað þriggja áður. Þegar kosið er í fimm manna nefndir og atkvæði falla þannig að annar listinn (D) fær fimm atkvæði og hinn listinn (E) tvö atkvæði þá fær D listi fjóra menn og E listi einn. Útreikningurinn er einfaldlega að deila atkvæðunum í sætisröðina, þ.e. fyrsti maður D lista fær fimm atkvæði, annar maður 2,5 atkvæði, þriðji maður 1,67 atkvæði, fjórði maður 1,25 og fimmti maður eitt atkvæði. Fyrsti maður á maður E lista fær tvö atkvæði, annar maður eitt atkvæði og þriðji maður 0,67 atkvæði. Þannig er fjórði maður D lista með fleiri atkvæði á bak við sig, 1,25, en annar maður á E lista sem er með eitt atkvæði og nær því kjöri. Listi með fimm bæjarfulltrúa af sjö á því fjóra fulltrúa af fimm í fimm manna ráðum. Í þriggja manna nefndum er það þannig að fyrsti maður D lista fær fimm atkvæði, og annar maðurinn 2,5. Þriðji maður fær tvö atkvæði E lista en þriðji maður D lista 1,25. Þess vegna verður bæjarráð skipað tveimur sjálfstæðismönnum og einum fulltrúa E lista. Hátíðahöldin um sjómannadagshelgina gengu vel fyrir sig þrátt fyrir að veðurguðirnir hafi ekki verið Eyjamönnum hliðhollir. Á sjálfan Sjómannadag- inn voru fjórir fyrrum sjómenn heiðraðir. Þetta eru þeir, frá vinstri: Sigurður Guðjón Jónsson, sem Sjómannafélagið Jötunn heiðraði, Willum Pétur Andersen, sem Skipstjóra- og stýrimannafélagið Verðandi heiðraði, Stein Ingólf Hendriksen, sem Vélstjórafélagið heiðraði, Kjartan Bergsteinsson, sem Sjómannadagsráð heiðraði og Snorri Óskarsson, sem sá um heiðranirnar. Úrslit kosninganna :: Sjálfstæðismenn styrkja stöðu sína í nefndum: D-listi fær fjóra af fimm í ráðum :: Óbreytt í bæjarráði þar sem meirihluti er með tvo og minnihluti einn Ómar GarðarSSon omar@eyjafrettir.is

x

Fréttir - Eyjafréttir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttir - Eyjafréttir
https://timarit.is/publication/977

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.