Fréttir - Eyjafréttir - 04.06.2014, Page 2
°
°
2 Eyjafréttir / Miðvikudagur 4. júní 2014
Útgefandi: Eyjasýn ehf. 480278-0549.
Ritstjóri: Gísli Valtýsson - gisli@eyjafrettir.is.
blaðamenn: Ómar Garðarsson - omar@eyjafrettir.is,
Sæþór Þorbjarnarson. - sathor@eyjafrettir.is og
Júlíus G. Ingason, - julius@eyjafrettir.is.
Ábyrgðarmaður: Gísli Valtýsson.
Prentvinna: Eyjasýn/ Eyjaprent.
ljósmyndir: Óskar Pétur Friðriksson og blaðamenn.
aðsetur ritstjórnar: Strandvegur 47,
Vestmannaeyjum.
símar: 481 1300 og 481 3310.
netfang: frettir@eyjafrettir.is.
Veffang: www.eyjafrettir.is
eyjafRÉttiR koma út alla miðvikudaga. Blaðið er selt
í áskrift og einnig í lausasölu á Kletti, Tvistinum,
Toppnum,Vöruval,Herjólfi,Flughafnarversluninni,
Krónunni, Kjarval og Skýlinu.
eyjafRÉttiR eru prentaðar í 2000 eintökum.
eyjafRÉttiR eru aðilar að Samtökum bæjar-
og héraðsfréttablaða.
eftirprentun, hljóðritun, notkun ljósmynda og
annað er óheimilt nema heimilda sé getið.
Eyjafréttir
Nýtt pósthús opnar á föstudag:
Í fyrsta sinn í rúm 60 ár
sem pósthúsið flytur
:: Ekki stærra húsnæði en nýtist mun betur, segir Sigríður Diljá Magnús-
dóttir, stöðvarstjóri Íslandspósts :: Opnunarhátíð milli 13 og 15 föstudag
Íslandspóstur opnar afgreiðslu
sína í Vestmannaeyjum á nýjum
stað á föstudaginn en starfsemi
Íslandspósts flytur af
Vestmannabraut 22 á Strandveg
52 þar sem Eyjatölvur voru áður
til húsa og Brimnes þar áður.
Þetta er nokkuð söguleg
breyting því Íslandspóstur og
forverar þess, hafa verið í
húsinu við Vestmannabraut frá
því um miðja síðustu öld þegar
húsið var byggt við hlið
þáverandi símstöðvar.
Nýja húsnæðið er allt hið glæsi-
legasta og hannað í kringum nútíma
póstþjónustu en gamla húsnæðið er
óhentugt fyrir ýmsa starfsemi sem
tengist Íslandspósti í dag. „Við
opnum formlega klukkan 9:00 á
föstudaginn en milli 13 og 15
verðum við með sérstaka
opnunarhátíð þar sem við grillum
pylsur og verðum með leiktæki
fyrir börnin auk þess sem
Íslandsmeistararnir í handbolta
mæta á svæðið,“ sagði Sigríður
Diljá Magnúsdóttir, stöðvastjóri
Íslandspósts í Vestmannaeyjum.
Hún segir að vinna við flutningana
stæði nú yfir og reiknar með að
nokkrar vikur fari í að aðlagast nýju
húsnæði. „Nýja húsið er í raun og
veru ekkert stærra í fermetrum talið
en nýtist þó mun betur enda
sérhannað fyrir Íslandspóst. Gamla
húsnæðið nýttist mjög illa og er í
raun og veru óhentugt fyrir
starf semi póstsins. Auk þess er
betra aðgengi fyrir viðskiptavini að
nýja húsnæðinu og staðsetningin er
betri. Vörumóttaka verður mun
betri og öll bakvinnsla verður í
meira næði sem er kostur fyrir
viðskiptavini okkar,“ sagði Diljá en
gamla pósthúsið er farið að láta
verulega á sjá enda lítið sem ekkert
viðhald verið á húsinu undanfarin
ár.
Samhliða flutningnum verður
opnunartími pósthússins lengdur en
frá og með næsta mánudag verður
opið til 17:30 í stað 16:30 áður.
„Með þessu viljum við auka
þjónustu við Eyjamenn og gesti
þeirra. Öfugt við flesta aðra
landsmenn, fáum við póstinn til
okkar um miðjan dag á meðan aðrir
fá hann að morgni til. Þess vegna
er oft mikið að gera rétt fyrir lokun
en nú hefur fólk rýmri tíma til að ná
í póst og pakka. Þá verður ekki
boðið upp á læst pósthólf eins og
verið hefur, heldur verða pósthólfin
baka til og pósturinn afgreiddur yfir
borðið,“ sagði Diljá að lokum og
vonaðist til að sjá sem flesta í nýju
pósthúsi á föstudaginn.
Þegar ljósmyndari Eyjafrétta kíkti við í nýja pósthúsinu í dag, var verið að ljúka við að koma upp tólum og
tækjum en augljóst er að öll aðstaða fyrir starfsmenn verður til fyrirmyndar.
Þjóðhátíðin:
Forsölu
til félags-
manna
lýkur á
morgun
:: Þjóðhátíðar-
lagið frumflutt í
kvöld :: John
Grant spilar í
Dalnum
Nú eru 60 dagar í þjóðhátíð. Forsala
stendur til 30. júlí næstkomandi og
verðið er kr. 16.900,- Þjóðhátíðar-
nefnd hefur frá 10. mars boðið
skráðum félagsmönnum ÍBV
íþróttafélags sérstakt forsöluverð á
kr. 13.900,- og stendur það tilboð
til morgundagsins, fimmtudaginn 5.
júní.
Þjóðhátíðarlagið verður frumflutt í
þættinum Ísland í dag, í kvöld eftir
fréttatíma Stöðvar 2 en lagið er sem
kunnugt er eftir Jón Jónsson.
Þá var tilkynnt í dag að tónlistar-
maðurinn John Grant muni koma
fram á þjóðhátíðinni í ár og bætist
hann þar með í glæsilegan hóp
tónlistarmanna sem koma fram á
hátíðinni.
Myndlistarfélag Vestmannaeyja með sýningu í KFUM og K:
16 myndlistamenn með
aðstöðu í húsinu
Myndlistarfélag Vestmannaeyja
hélt sölusýningu í KFUM og K
húsinu við Vestmannabraut um
helgina. Alls sýndu sextán
myndlistamenn verk sín og voru
þau af öllum gerðum og
stærðum og mótívin jafn
fjölbreytt. Sýningin var með
frekar óhefðbundnu sniði,
þ.e.a.s. myndum var komið fyrir
hér og þar í salnum sem gerði
sýninguna skemmtilegri enda er
KFUM og K húsið í raun og veru
vinnuaðstaða myndlistafólksins.
Myndlistarfélagið leigir nú hús
KFUM og K í Vestmannaeyjum
undir aðstöðu sína og hefur félagið
stækkað verulega við flutninginn úr
fyrrum húsnæði félagsins við
Kirkjuveg. „Þá vorum við fimm
sem leigðum saman en núna erum
við sextán,“ sagði Sigrún Þorsteins-
dóttir, ein þeirra sem er með
vinnuaðstöðu í húsinu. „Við
leigjum út þetta ár og vonandi
getum við haldið áfram hér því
þessi aðstaða hefur hleypt nýju lífi
og krafti í starf Myndlistarfélagsins.
Hér líður öllum vel, húsið er
yndislegt enda finnst öllum svo
góður andi hérna. Margir eiga líka
góðar minningar héðan. En
starfsemin fer þannig fram að allir
sextán félagar eru með sér lykil og
ef einhver er hér inni, þá er húsið
opið og þá eru allir velkomnir í
kaffi og kíkja á starfsemina. Svo ég
tali nú ekki um ef fólk hefur áhuga
á að ganga í félagið, svona
skápamálarar sem vilja koma fram í
dagsljósið. Það er mjög jákvætt
hvað það eru margir efnilegir
málarar í Vestmannaeyjum og við
viljum helst fá sem flesta inn í
starfið hjá okkur.“
Eru þetta eingöngu konur sem eru í
félaginu?
„Nei en við erum fimmtán konur.
Ríkharður Stefánsson er hins vegar
eini karlmaðurinn í hópnum eins og
er og er styrk stoð í starfinu,“ sagði
Sigrún að lokum og vildi koma á
framfæri þakklæti til KFUM og K
fyrir að hleypa félaginu inn í húsið.
Þau voru meðal þeirra sem sýndu í KFUM og K húsinu. Frá vinstri:
Þuríður Ósk Georgsdóttir, Jóhanna Kristín Júlíusdóttir, Ríkharður
Stefánsson, Sigrún Þorsteinsdóttir og Bjartey Helgadóttir.
Lögregla:
Stálu verk-
færum að
verðmæti
300 þúsund
Það var í ýmsu að snúast hjá
lögreglu í liðinni viku enda bæði
sjómannadagshelgi sem og
kosningar til sveitastjórnar. Helgin
fór hins vegar að mestu ágætlega
fram og lítið um útköll á öldurhús
bæjarins. Eitthvað var þó um að
lögreglan þurfti að aðstoða
borgarana sökum ölvunarásands
þeirra.
Að morgni 27. maí sl. var lögreglu
tilkynnt um að brotist hafi verið inn
í húsnæði Póstsins við Strandveg,
en þar fer fram endurnýjun á
húsnæðinu. Stolið var verkfærum
fyrir um 300 þúsund krónur, m.a.
hitablásurum sem notaðir eru við
dúklagningar sem og ýmsum
handverkfærum. Talið er að farið
hafi verið inn í húsnæðið aðfaranótt
sama dags og hvetur lögreglan þá
sem urðu varir við grunsamlegar
mannaferðir við húsið þessa nótt að
hafa samband við lögreglu. Allar
upplýsingar er vel þegnar.
Í vikunni var tilkynnt um þjófnað
á reiðhjóli sem var við Íþróttamið-
stöðina. Þjófnaðurinn átti sér stað
rétt fyrir miðnætti þann 8. maí sl.
Þeir sem einhverjar upplýsingar
hafa um hver þarna var að verki eru
vinsamlegast beðnir um að hafa
samband við lögreglu.
Lögreglan vill minna ökumenn á
að nota stefnuljósin en þau eru til
hægðarauka fyrir aðra í umferðinni
og sjálfsögð kurteisi að nota þau.
JúlíuS G. InGaSon
julius@eyjafrettir.is