Fréttir - Eyjafréttir

Ataaseq assigiiaat ilaat

Fréttir - Eyjafréttir - 04.06.2014, Qupperneq 4

Fréttir - Eyjafréttir - 04.06.2014, Qupperneq 4
° ° 4 Eyjafréttir / Miðvikudagur 4. júní 2014 Landakirkja Fimmtudagur 5. júní: Kl. 10. Mömmumorgun í Safnaðar- heimilinu. Kl. 11-12. Viðtalstímar presta alla virka daga. Vaktsími 488 1508. Kl. 20. Opið hús hjá Æskulýðs- félagi Landakirkju-KFUM&K í samnefndu húsi við Vestmanna- brautina. Gísli Stefáns. Laugardagur 7. júní: Kl. 14. Útför. Sigurður Jónsson á Húsavík. Hvítasunnudagur 8. júní: Kl. 11. Guðsþjónusta með miklum söng um kirkjuna á þessari stórhátíð hennar, fjölskylduvænt messuform. Kór Landakirkju. Organisti Kitty Kovács. Sr. Kristján Björnsson. Miðvikudagur 11. júní: Kl. 17.30. Kyrrðarbæn í Landa- kirkju. Byrjendur mæti 17.15. Kl. 19.30. Fundur hjá OA í fundarherbergi í Safnaðarheimilinu uppi. Hvítasunnu- kirkjan Fimmtudagur kl. 20:00 Bænastund. Laugardagur kl. 20:00 Lofgjörðarstund. Hvítasunnudagur kl. 13:00 Hátíðarsamkoma ræðumaður Guðni Hjálmarsson, mikill söngur, kaffi og með því á eftir Annar í hvítasunnu kl. 13:00 Stuð á Stakkó. Allir hjartanlega velkomnir. Aðvent- kirkjan Laugardagur Kl 11 Biblíulestur Kl 12 Guðsþjónusta. Kirkjur bæjarins: Eyjamaður vikunnar ÍBV handboltinn hélt lokahóf sitt í síðustu viku og þar voru Íslands- meistararnir áberandi. En á bakvið titilinn er ótal fjöldi manna. Einn þeirra er Brynjar Karl Óskarsson , aðstoðarmaður þjálfarateymisins. Brynjar Karl er Eyjamaður vikunnar. Nafn: Brynjar Karl Óskarsson. Fæðingardagur: 4 janúar 1991. Fæðingarstaður: Vestmannaeyjar. Fjölskylda: Foreldrar eru Óskar Freyr og Lóa, systkini Davíð og Ester. Kærastan mín heitir Sandra og hundurinn okkar er hún Embla. Draumabíllinn: Góður bryggjubíll. Uppáhaldsmatur: Beikonvafðar kjúklingabringur. Versti matur: Súrmatur. Uppáhalds vefsíða: fotbolti.net og fimmeinn.is Hvaða tónlist kemur þér í gott skap: Flest allt. Aðaláhugamál: Handbolti. Hvaða mann/konu myndir þú vilja hitta úr mannkynssögunni: Usain Bolt. Fallegasti staður sem þú hefur komið á: Grétarsendi. Uppáhalds íþróttamaður og íþróttafélag: Sterkasti maður. Íslands Georg Ögmunds. og ÍBV. Ertu hjátrúarfull/ur: Nei. Stundar þú einhverja hreyfingu: Já, er lyftingafélagi sterkasta manns Íslands. Uppáhaldssjónvarpsefni: Íþróttir og gamanþættir. Hver er draumurinn: Ná að spila heilt tímabil í handbolta án þess að meiðast. Áttirðu von á Íslandsmeistaratitli í upphafi tímabilsins: Nei, held að það hafi ekki verið margir sem hafi átt von á því en áttum þennan titil svo sannarlega skilið. Hvaða breytingar vilt þú sjá fyrir næsta vetur: Halda áfram að bæta sig og ekki væri verra að vinna aðra dollu. Eitthvað að lokum: Þakka öllum strákunum og öllu því góða fólki sem kemur að handboltanum fyrir frábæran vetur. Draumurinn að spila heilt tímabil án þess að meiðast Eyjamaður vikunnar er Brynjar Karl Óskarsson Takk fyrir áskorunina, mamma mín. Ég ákvað að senda inn rétt sem er auðveldur og mjög vinsæll á mínu heimili. Heill kjúklingur í steikarpotti 1 kjúklingur Kjúklingakrydd 6 dl. vatn 3 kjúklingateningar (eða kjúklinga- og grænmetisteningar til helminga) 1 hvítlaukur ½ sítróna 1 msk. timían. Aðferð Hitið ofninn í 180°. Kryddið kjúklinginn með góðu kryddi og setjið hann í steikarpottinn. Setjið vatnið í pottinn og teningana út í. Pressið hvítlaukinn og setjið í vatnið. Kreistið safann úr sítrónunni í vatnið og bætið timían út í. Svo er þessu bara skellt í ofninn. Til þess að hann verði safaríkur og góður er gott að hella reglulega soðinu yfir kjúkling- inn og bæta vatni við eftir þörfum. Kjúklingurinn er í ofninum í c.a. klukkustund fyrir hvert kíló sem hann vegur. Þegar búið er að taka kjúklinginn úr ofninum er soðinu hellt í gegnum sigti og notað sem sósu. Gott að bera fram með t.d. hrísgrjónum, salati og sætri kartöflumús. Sæt kartöflumús 1 stór sæt kartafla er afhýdd, skorin í bita og sett í pott með vatni og smá salti. Kartaflan soðin þar til hún er orðin mjúk. Þá er kartaflan stöppuð ásamt smjöri, púðursykri og pipar eftir smekk. Þessar uppskriftir fékk ég hjá Sunnu Ösp mágkonu eftir matarboð, en hún er mikill „dassari“ og vill meina að þessar mælieiningar séu ekki heilagar. Það má því krydda, breyta og bæta eftir smekk. Verði ykkur að góðu! Ég ætla að skora á Sigrúnu Ellu vinkonu, matgæðing og bakara mikinn sem er algjör snillingur í eldhúsinu! Matgæðingur vikunnar Kjúklingur í steikarpotti Matgæðingur vikunnar er Agnes Gústafsdóttir Eyjafréttir vilja eindregið hvetja brúðhjón til að senda inn mynd til birtingar sem og foreldra nýrra Eyjamanna. Myndir og upplýsingar sendist á frettir@eyjafrettir.is Börn og brúðhjón Nú er komið sumar og þá ætlum við að æfa frjálsar íþróttir bæði úti (á Malarvellinum v/Löngulá) og inni (í Eimskipshöllinni). Æ ngarnar skiptast upp í hlaup, styrktar- og teygjuæ ngar ásamt að fara í tæknigreinar í frjálsum sem eru auðvitað, langstökk, hástökk, kúluvarp, kringlukast, spjótkast og grindahlaup ásamt löngum og stuttum hlaupum. Með öðrum orðum það verður tekið á því, og ha virkilega gaman á sama tíma. Æ ngar fara fram frá 10. júní og verða fram til 24. júlí, æ ng- ar he ast svo a ur fyrir eldri iðkendur þriðjudaginn 5. ágúst. Æ ngar eru mánudaga til  mmtudaga frá kl 10:30 - 12.00 ( börn fædd 2001 og yngri eða 7. bekkur og yngri). Æ ngar eru mánudaga til  mmtudaga frá 16:30 - 18:00 (unglingar fæddir frá 2000 og eldri eða 8. bekkur og eldri). Þjálfarar Karen Inga Ólafsdóttir, íþrótta- fræðingur og þjálfari til margra ára og Árni Óli Ólafsson, frjálsíþrótta- durgur. Æ ngagjald fyrir allar 6 vikurnar eru 12.000 kr ef börn/unglingar eru allan tímann, ef styttra tímabil er valið þá endilega komið og verið þann tíma sem þið eruð á Eyjunni. Vikan í frjálsum er 2500 kr. Við bjóðum alla að koma sem hafa áhuga á frjálsum og góðri hrey ngu og æfa frjálsar enda eru frjálsar  ölbreytilegar og fyrir alla. Goggi Galvaski: Stefnan er tekin fyrir börn og unglinga 14 ára og yngri í sumar að fara á stórmót Gogga sem haldið er ár hvert í Mosfellsbænum helgina 20.-22. júní. Allir iðkendur sem eru að æfa eru velkomnir að taka þátt í þessu skemmtilega móti, Foreldrar eru einnig hvattir til að koma með. Hlökkum til að sjá ykkur hress og kát en mæting fyrstu dagana er við gamla skúrinn á Malarvellinum. Allar nánari upplýsingar og skráningu má nálgast á karen@ frjalsar.net eða í síma 659-7600 ÚTIÆFINGAR HEFJAST Í FRJÁLSUM ÍÞRÓTTUM FRJÁLSAR SJÁLBOÐA- LIÐAR VIÐ UPPBYGG- INGU Í DALNUM Þjóðhátíðarnefnd boðar þá sem hafa unnið við undirbúning hátíðarinnar undanfarin ár sem og þá sem hafa áhuga á að koma að þessari vinnu til fundar. Hefst fundurinn kl. 20:00 fimmtudaginn 5. júní og verður í Týsheim- ilinu. Boðið verður upp á léttar veitingar. Hlökkum til að sjá ykkur, Þjóðhátíðarnefnd fréttir í 40 ár Fréttir 14. júní 1979

x

Fréttir - Eyjafréttir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttir - Eyjafréttir
https://timarit.is/publication/977

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.