Fréttir - Eyjafréttir - 04.06.2014, Síða 6
°
°
6 Eyjafréttir / Miðvikudagur 4. júní 2014
Sveitastjórnarkosningarnar 2014:
Sögulegur sigur
:: Sjálfstæðismenn fengu 73,7% greiddra atkvæða og fimm bæjarfulltrúa :: Slök kjörsókn
:: Jórunn hugsi yfir valdajafnvægi í bæjarpólitíkinni
Sjálfstæðisflokkurinn hlaut
dæmalaust fylgi í sveitastjórnar-
kosningunum í Vestmanna-
eyjum. 2369 greiddu atkvæði
en 1632 af þeim greiddu
Sjálfstæðisflokki sitt atkvæði en
599 Eyjalistanum. Þetta þýðir að
Sjálfstæðisflokkurinn fékk um
69% atkvæða, Eyjalistinn rúm
25% en 138 atkvæði voru auð
eða ógild, eða tæplega 6%.
Þetta þýðir að Sjálfstæðis-
flokkurinn bætti við sig einum
bæjarfulltrúa, fór úr fjórum í
fimm.
Ef aðeins er litið til þeirra atkvæða
sem gefin voru öðru hvoru
framboðinu, hækkar prósentutala
Sjálfstæðisflokksins upp í 73,7% en
Eyjalistinn er þá með 26,3%. Það
dylst engum að sigur Sjálfstæðis-
manna í kosningunum er afgerandi
og hefur verið nefnt að hugsanlega
sé um Íslandsmet að ræða. Hvort
það sé rétt eða ekki skal ósagt látið,
en í það minnsta er fylgi Sjálf-
stæðismanna í Vestmannaeyjum það
mesta á landsvísu. Flokkurinn
bætir verulega við fylgi sitt frá því í
kosningunum 2010 þegar Sjálf-
stæðisflokkurinn fékk 55,6%
atkvæða en þá fékk Vestmanna-
eyjalistinn 36% atkvæða.
Sjálfstæðismenn hefðu þurft 166
atkvæði í viðbót til að ná inn sjötta
manni en Eyjalistinn hefði þurft
381 atkvæði til að ná þeim þriðja.
Þetta sýnir enn og aftur þá yfirburði
sem Sjálfstæðisflokkurinn hefur í
bæjarpólitíkinni.
Stuðningur við verk meiri-
hlutans
„Við erum búin að finna það síðustu
átta ár, og einnig í aðdraganda
þessara kosninga, að við höfum
meðbyr hér í Vestmannaeyjum. Í
ljósi þess átti ég von á því að
niðurstaða kosninganna yrði góð en
ég viðurkenni það að árangurinn nú
fór fram úr vonum bjartsýnustu
manna,“ sagði Elliði Vignisson,
oddviti Sjálfstæðisflokks í samtali
við Eyjafréttir daginn eftir kosning-
arnar. Hann bætti því við að
þennan árangur megi skýra fyrst og
fremst af tvennu; að kjósendur viti
að hverju þeir ganga með því að
kjósa Sjálfstæðisflokkinn og að listi
Sjálfstæðismanna hafi verið sterkur.
„Niðurstaða kosninganna er í raun
stuðningur við þau verk sem
meirihlutinn hefur innt af hendi.
Við förum því inn í næstu fjögur ár
eins og við höfum gert síðustu átta
ár, að reka bæjarfélagið á skyn-
saman máta, fara vel með skatt-
peninga bæjarbúa, halda þjónustu-
stigi eins háu og við höfum gert og
að gæta hagsmuna samfélagsins
hér,“ sagði Elliði og sagðist ætla að
halda áfram sem bæjarstjóri.
Hugsi yfir valdajafnvæginu
„Mér fannst við vera með mál-
efnalega kosningabaráttu. Við
fórum snemma af stað og kynntum
okkar hugmyndir. En það er nokkuð
ljóst að Vestmannaeyingar eru
ánægðir með óbreytt ástand og að
okkar hugmyndir féllu ekki í góðan
jarðveg,“ sagði Jórunn Einarsdóttir,
oddviti Eyjalistans. Aðspurð
sagðist hún ekki vera á því að
beittari kosningabarátta hefði skilað
betri árangri. „Ég hef sagt það áður
að ég sakna þess ekki neitt að
standa í slíkri orrahríð.
Kosningabaráttan var málefnaleg og
það var það sem við lögðum upp
með. Því er hins vegar ekki að
neita að ég er mjög hugsi yfir þeirri
stöðu sem komin er upp í
bæjarstjórn Vestmannaeyja, hvernig
valda-jafnvægið er orðið. En ég vil
auðvitað þakka því fólki sem vann
með okkur og kaus okkur kærlega
fyrir stuðninginn.“
Léleg kjörsókn
Annað sem óneitanlega vekur
athygli eftir laugardaginn er slök
kjörsókn. Kjörsókn í sveitar-
stjórnarkosningum hefur verið á
niðurleið en kjörsókn nú var aðeins
74,7% og hefur ekki verið lakari í
seinni tíð. Þannig var kjörsókn
92,4% árið 1994 en 87% 2006 og
svo 81,4% árið 2010. Hvað veldur
er erfitt að segja en almennt var
áhugaleysi meðal almennings á
sveitastjórnarkosningum yfir landið
allt og allsstaðar lakari kjörsókn en
2010, fyrir utan á Akranesi.
Birna Þórsdóttir, bæjarfulltrúi Sjálfstæðisflokks:
Fullviss að amma Erla
brosir sínu breiðasta
:: Hlakkar til að takast á við bæjarstjórnarstarfið
Birna Þórsdóttir og Trausti
Hjaltason eru nýir bæjarfulltrúar í
bæjarstjórn Vestmannaeyja. Trausti
var í fjórða sæti á lista Sjálfstæðis-
manna en Birna í því fimmta.
Trausti hefur áður verið á lista
Sjálfstæðismanna fyrir kosningar,
en ekki svona ofarlega og hefur
hann ekki áður setið fund bæjar-
stjórnar. Birna hefur hins vegar
ekki áður verið á lista Sjálfstæðis-
manna en hún sagði í samtali við
Eyjafréttir að hún hafi tekið sér tíma
í að taka ákvörðun um hvort hún
ætti að taka sæti á listanum og hvort
pólitík væri eitthvað sem hana
langaði að leggja fyrir sig.
„Ég talaði við gott fólk sem hvatti
mig til þess að taka slaginn. Ég
ákvað að leggja höfuðið í bleyti
eina nótt í viðbót og segi að gamni:
„Ef að mig dreymir Erlu ömmu þá
tek ég þessu tilboði.“ Viti menn
amma gerði gott betur en það að
mig dreymdi hana heldur vakna ég
við að það er opið fyrir krana inn á
baði og úr lekur sjóðandi heitt vatn.
Á þessari stundu var ég ekki að
hugsa um það sem ég hafi sagt
deginum áður heldur skrúfa fyrir og
blóta Davíð að hann hafi ekki
skrúfað fyrir vatnið. Daginn eftir
þegar ég fer svo að hugsa mig um
hvað ég eigi að gera mundi ég eftir
þessari skemmtilegu nótt og það var
mómentið sem að fékk mig til þess
að henda mér út í djúpu laugina,“
sagði Birna.
Hún sagði að fyrst hafi ekki legið
fyrir í hvaða sæti hún yrði. „Í
byrjun var bara talað um að taka
sæti á lista en þegar ég var búin að
taka loka ákvörðun hvað ég ætlaði
að gera var talað um 5.-8. sæti. Þar
sem ég er rosaleg keppnismann-
eskja var 5. sætið eitthvað sem að
ég var spenntust fyrir og langaði
bara að taka þetta alla leið fyrst að
ég ætlaði út í pólitíkina á annað
borð.“
Áttir þú von á að taka sæti í
bæjarstjórn þegar þú tókst 5. sætið?
„Í byrjun átti ég ekki von á því, en
eftir að skoðanakannanir og afstöðu
fólks í bænum hafði ég fulla trú á
því. Við erum með sterkan hóp sem
vinnur vel saman. Þetta verkefni var
eitthvað sem að mig langaði
rosalega að vinna og komast alla
leið.“
Birna segist vera mjög spennt fyrir
komandi kjörtímabili enda sé þetta
afar frábrugðið öllu því sem hún
hefur verið að fást við. „En ég hef
fulla trú á sjálfri mér og þeim sem
standa með mér í þessu. Held að
þetta eigi eftir að vera góður skóli
sem ég hlakka mikið til að takast á
við. Við erum með sterka og
reynslumikla einstaklinga sem hafa
stjórnað bæjarfélaginu vel.
Bæjarbúar eru þakklátir og ánægðir
með stöðu mála í dag eins og
kannanir hafa sýnt og vilja halda
áfram á þeirri braut.“
Hvaða málum ætlar þú að beita þér
fyrir á næstu fjórum árum?
„Ég ætla byrja á því að koma mér
inní málin hérna og læra hvernig að
málunum er staðið. Vestmannaeyjar
eru gott íþrótta- og fjölskyldusam-
félag en við getum gert ennþá
betur.“
Eins og Birna kom inn á, þá hafði
amma hennar, Erla Vídó eitthvað
með það að gera að Birna tók sæti á
lista Sjálfstæðisflokksins en Erla,
sem lést á síðasta ári, var blá í gegn
og dyggur stuðningsmaður bæði
Sjálfstæðisflokksins og íþrótta-
félagsins Þórs. „Ég er alveg viss
um að hún hafi verið með okkur í
þessari kosningarbaráttu. Ég sé
hana alveg fyrir mér sitjandi við
eldhúsborðið með bláa Gold Coast í
símanum að smala atkvæðum. Hún
var yndisleg í kringum kosningar og
mikill hugur í henni. Ég held að
pólitíkin hafi haldið í henni lífinu
um nokkurt skeið. Ég er allavega
fullviss um að hún brosir sínu
breiðasta núna,“ sagði Birna að
lokum.
Það eru auðvitað gríðarleg
vonbrigði að hafa ekki haldið
okkar þremur bæjarfulltrúum,“
sagði Stefán Óskar Jónasson,
sem tekur nú sæti sem aðal-
maður í bæjarstjórn á ný eftir að
hafa verið varamaður frá 2006.
Hann segist ekki hafa neina
skýringu á döpru gengi Eyja-
listans í kosningunum en segist
sárna að meirihluta síðasta
kjörtímabils séu eignuð öll þau
góðu verk sem bæjarstjórn vann
að.
„Það er held ég það sem mér sárnar
mest í þessu. Bæjarstjórn vann
saman að mörgum mjög góðum
málum og góð sátt um flest þeirra.
En það er eins og Sjálfstæðisflokki
sé eignaður heiðurinn af því öllu.
Kjósendur virðast ekki hafa áttað
sig á því að vinna í bæjarstjórn
byggist á hópvinnu, ekki
einstaklingsframtaki eða verkum
fjögurra bæjarfulltrúa í meirihluta.
Við eigum okkar þátt í góðu árferði
en hugsanlega vorum við ekki nógu
dugleg að benda á það í kosninga-
baráttunni,“ sagði Stefán.
Hefði kannski þurft meiri hörku í
kosningabaráttuna?
„Það er oft gott að vera vitur eftir á
en það kann að vera að við hefðum
þurft að vera meira á ferðinni og
koma því á framfæri hvernig unnið
var í bæjarstjórn. Svo var andrúms-
loftið í bænum þannig að fólk óttað-
ist breytingar. Við urðum Íslands-
meistarar í handbolta, unnum
dómsmál vegna sölu Bergs-Hugins
og Eldheimar voru opnaðir.
Andrúmsloftið var svo jákvætt og
þegar þannig er, þá vill fólk ekki
breyta neinu. Þetta vann á móti
okkur að mínu mati.“
En ykkar Jórunnar býður ærið
verkefni, að veita sterkum meiri-
hluta aðhald?
„Já það er rétt. Við munum ekki
bregðast þeim 600 kjósendum sem
kusu okkur. Ég mun persónulega
vinna eins vel og ég get að þeim
málefnum sem við settum fram í
aðdraganda kosninganna og mun
ekki taka þátt í einhverjum
ævintýralegum aðgerðum sem
munu skaða fjárhag bæjarins. Ég
vona að okkur takist vel til með að
veita meirihlutanum aðhald og
vonandi tekst okkur vel upp í að
vinna með meirihlutanum að
góðum málum bæjarfélaginu til
heilla,“ sagði Stefán að lokum.
Stefán Óskar Jónasson, bæjar-
fulltrúi Eyjalistans:
Munum ekki
bregðast okkar
600 kjósendum
Sjálfstæðismenn fagna fyrstu tölum. Frá vinstri: Páll Marvin Jónsson,
Trausti Hjaltason, Margrét Rós Ingólfsdóttir, Birna Þórsdóttir,
Kristinn Valgeirsson, Elliði Vignisson, Hildur Sólveig Sigurðardóttir og
Páley Borgþórsdóttir er fyrir framan.
JúlíuS G. InGaSon
julius@eyjafrettir.is