Fréttir - Eyjafréttir

Ataaseq assigiiaat ilaat

Fréttir - Eyjafréttir - 04.06.2014, Qupperneq 8

Fréttir - Eyjafréttir - 04.06.2014, Qupperneq 8
° ° 8 Eyjafréttir / Miðvikudagur 4. júní 2014 Það er gott að kíkja við á Gott: Fyrir ömmur og afa og líka táninga :: Hollur matur getur líka smakkast vel „Við ætlum að bjóða upp á hollan mat en þó ekki bara hráfæði eða grænmetisrétti. Þetta verður fyrst og fremst góður matur, gerður úr úrvals hráefni og unninn alfarið hér á staðnum. Matur sem öllum finnst góður hvort sem þeir eru á heilsulínunni eða ekki,“ sagði Berglind Sigmarsdóttir, í viðtali í Eyjafréttum lok apríl. Tilefnið var veitingastaðurinn Gott við Bárustíg sem hóf starfsemi í síðustu viku og Berglind á og rekur ásamt eiginmanninum, Sigurði Gíslasyni meistarakokki. Berglind kann líka ýmislegt fyrir sér í eldhúsinu eins og kemur fram í metsölubókum hennar, Heilsuréttir fjölskyldunnar og Nýir heilsuréttir fjölskyldunnar. Saman hafa þau slegið í púkk og útkoman er veitingastaðurinn Gott sem hefur slegið í gegn. Nú er sá sem þetta skrifar enginn gúrú þegar kemur að heilsuréttum, alinn upp við alhliða góðan íslenskan mat en er alltaf tilbúinn að feta sig inn á nýjar lendur. Með allri varúð þó. Á sunnudaginn var haldið út í óvissuna og stefnan tekin á Gott hjá þeim Berglindi og Sigga. Gott er í sama húsi og Askja Hostel, í húsinu númer 11 við Bárustíg sem er að hefja starfsemi þessa dagana. Er ánægjulegt að húsið, sem staðið hefur að mestu staðið autt undan- farin ár skuli hafa fengið hlutverk. Málað í hressilegum gulum lit sem lífgar upp á götumyndina. Fjölbreyttur matseðill Aftur að Gott þar sem nýtni og endurvinnsla er höfð í hávegum en þó svo smekklegt. Ólíkt öðrum veitingastöðum í Vestmannaeyjum er Gott talandi dæmi um hvað má gera með gamla dótið til að skapa notalegt umhverfi en um leið smekklegt þar sem engu ofaukið. Og plássið er vel nýtt bæði frammi í sal og í eldhúsi þar sem reynsla Sigurðar hefur komið að góðum notum við skipulagningu. Gott er enn einn sprotinn í fjölbreytta flóru veitingastaða í Vestmannaeyjum. Á matseðlinum er að finna „flat breads“ eða Chapati með allskonar fyllingum eins og grilluðum kjúklingi og fleiru, ferskan fisk, holla hamborgara og hollar og góðar kökur. Einnig er hægt að taka mat með sér heim. Allir ánægðir Aftur að leiðangrinum mikla sem samanstóð af undirrituðum, frú Þorsteinu og sonarsyninum Grétari Þorgils sem nýlega fyllti fjórtánda árið. Það var setið við flest borð þegar inn var komið en fljótt var vísað til sætis og fékk maður strax á tilfinninguna að við værum meira en velkomin. Matseðlarnir komnir á borðið eftir nokkrar mínútur. Amman og táningurinn pöntuðu hamborgara sem þau sögðu hreina dásemd. Ekki var hún síðri kjúklinga núðlusúpa sem afinn pantaði. Á eftir var nartað í súkkulaðiköku sem allt að því kallaði fram tár. Ég kann ekki að gefa veitinga- stöðum stjörnur en ég veit hvenær ég er ánægður og það var ég og við öll eftir heimsókn á Gott. Staðurinn sjálfur, þjónusta, viðmót starfsfólks til fyrirmyndar og frábær matur á sanngjörnu verði. Á að vera bráðhollur sem hlýtur að vera plús. Berglind og Sigurður ásamt aðstoðarfólki. Frá vinstri: Erla Jónatansdóttir, Áa Helgadóttir, Berglind, Clara, dóttir þeirra Sigurðar og Berglindar, Sigurður og Rakel Hlynsdóttir. Landakirkja: Séra Halldór leysir af Vegna prestastefnu Íslands á Ísafirði mun sr. Halldór Gunnarsson (Holti) leysa sóknarprestinn af frá mánu- dagskvöldi 9. júní til fimmtudagsins 12. júní. Vaktsíminn er sá sami, 488 1508, en farsími sr. Halldórs er 897 8961, og viðtalstímarnir óbreyttir milli kl. 11-12 alla virka daga. Dagar lita og tóna vakna til lífsins á ný: Andrea með Blúsmennina sína mætir :: Fulltrúar Eyjamanna eru Matthías og Kitty :: Góðir gestir frá Flúðum Í áratugi voru Dagar lita og tóna, á vegum Listvinafélag Vestmannaeyja, fastur liður á hvítasunnu. Þar var boðið upp á djass og blús þar sem margir af okkar bestu tónlistarmönnum létu ljós sitt skína. Hátíðin hefur frá upphafi átt samastað í Akóges og oftast voru haldnar myndlistarsýningar um leið og þaðan er nafnið fengið. Eftir nokkurra ára hlé er nú blásið til leiks um hvítasunnuna og verður blúsinn í hávegum hafður með Andreu Gylfadóttur í broddi fylkingar með Blús- mennina sína. Matthías Harðar- son og Kitty Kovács verða fulltrúar heimamanna og frá Flúðum koma góðir gestir, Stone Stones, marghertir blúsarar úr sveitinni. Andrea Gylfadóttir, ein okkar ástsælustu söngkvenna þarf ekki að kynna fyrir lesendum. Á frábæran feril í poppi og rokki og reglulega daðrar hún við blúsinn með sínum mönnum sem eru Eðvarð Lárusson á gítar, Haraldur Þorsteinsson á bassa, Jóhann Hjörleifsson á trommur og Einar Rúnarsson á Hammondinn. Andrea hlakkar til að koma til Eyja og lofar skemmtilegum tónleikum. „Þetta verður alvöru blús og við verðum með gamla standarda og lög af disknum okkar sem kom út fyrir tveimur árum og gamla disknum. Svo fer þetta eftir stuði og stemmningu,“ sagði Andrea. „Þetta getur ekki klikkað hjá okkur, þetta er svo flott band að allt á að ganga upp. Þarf eitthvað mikið að gerast til að svo verði ekki. Blúsmenn komu fyrst fram 1990 og við spilum ekki oft en þegar við komum saman gengur þetta eins og smurð vél. Við þekkjumst það vel að það lesa allir í alla en maður veit aldrei hvað gerist. Þetta er þannig hljómsveit. Ég hlakka til að koma til Eyja, ætla að njóta þess og syngja fyrir fólkið,“ sagði Andrea. Hljómsveitin Stone Stones var stofnuð fyrir blúshátíðina Norden Blues Festival á Hellu og Hvolsvelli 2010. Síðan hefur hljómsveitin leikið víðs vegar um landið, á Blúshátíð í Reykjavík, Blúshátíð á Akranesi og árið 2012 á Odda bluesfestival í Odda í Noregi. Hljómsveitin hefur fengist við að spila blússtandarta frá upphafi en hefur verið að færa sig meira yfir í frumsamið efni og er væntanleg fimm laga plata frá sveitinni þetta ár. Tónleikarnir verða laugardag- og sunnudagskvöld í Akógeshúsinu. Andrea Gylfa kemur fram á Dögum lita og tóna í Akóges um helgina. Framkvæmda- sjóður ferða- mannastaða: Fimm milljónir í Heima- klett :: Milljón í að lagfæra göngu- leið á Eldfell Iðnaðar- og viðskiptaráðherra undirritaði á föstudag reglugerð um úthlutun styrkja úr Framkvæmda- sjóði ferðamannastaða til uppbyggingar- og verndaraðgerða á ferðamannastöðum nú í sumar. Alls er úthlutað styrkjum að upphæð 380 milljónum, í 88 verkefni en tvö verkefni í Eyjum hlutu styrk. Annars vegar eru veittar 5 milljónir í uppgræðslu og merkingu göngu- leiða á Heimaklett en sá sem þetta skrifar stökk upp á Klettinn í gær og var einmitt hugsi yfir þessum tveimur atriðum. Hins vegar er veitt milljón í lagfæringu gönguleiða á Eldfell. Töframaðurinn Einar Mikael Áheyrnar- prufur á morgun í Höllinni Áheyrnarprufur fyrir nýjan sjónvarpsþátt á Stöð 2, fara fram í Höllinni á morgun, fimmtudag milli 16 og 17. Um er að ræða þáttinn Töfrahetjur og sér töframaðurinn Einar Mikeal um þáttagerðina. Fram kemur í tilkynningu frá þáttagerðarmönnunum að leitað sé að hressum krökkum á aldrinum 6 til 15 ára og ekki nauðsynlegt að þeir kunni töfrabrögð. „Ef þú kannt að töfra, leika, dansa og finnst gaman að koma fram og gleðja aðra þá viljum við hitta þig. Við munum velja einn strák og eina stelpu frá hverjum stað sem við heimsækjum og þau fá að taka þátt í Töfrahetj- unum. Hægt er að skrá sig með því að senda email á tofrahetjur@gmail. com - það sem þarf að koma fram er nafn, aldur, sími – einnig er hægt að skrá sig á staðnum þar sem prufurnar fyrir töfrahetjurnar verða haldnar. Ómar GarðarSSon omar@eyjafrettir.is Ómar GarðarSSon omar@eyjafrettir.is

x

Fréttir - Eyjafréttir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttir - Eyjafréttir
https://timarit.is/publication/977

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.