Fréttir - Eyjafréttir

Issue

Fréttir - Eyjafréttir - 04.06.2014, Page 11

Fréttir - Eyjafréttir - 04.06.2014, Page 11
° ° 11Eyjafréttir / Miðvikudagur 4. júní 2014 Þær útskrifuðust af Sjúkraliðabraut. Frá vinstri; Þórunn Ingólfsdóttir, Kolbrún Anna Rúnarsdóttir, Donna Ýr Kristinsdóttir og Jónína Björk Hjörleifsdóttir. Viðurkenningar frá FÍV fyrir mjög góða skólasókn (100% raunmæting): Ásta Lilja Gunnarsdóttir. Finnbogi Halldórsson. Gunnar Freyr Hafsteinsson. Matthías Páll Harðarson. Verðlaun í dönsku (gefin af danska sendiráðinu): Steingrímur Sigurðsson. Viðurkenningar til sjúkraliða- nema, besti árangur í hjúkrunar- greinum, gefið af sjúkraliðafélag- inu, Vestmannaeyjadeild: Jónína Björk Hjörleifsdóttir. Fyrir besta heildarárangur í íslensku á stúdentsprófi. (Gefið af Sparisjóði Vestmannaeyja): Gunnar Þorsteinsson. Fyrir mjög góðan árangur í íslensku á stúdentsprófi (Gefið af FÍV): Ármey Valdimarsdóttir. Fyrir mjög gott starf að félags- málum (Gefið af Drífanda stéttarfélagi): Sindri Freyr Guðjónsson. Fyrir góðan árangur á stúdents- prófi (Gefið af FÍV): Guðlaugur Þórarinn Rúnarsson. Fyrir mjög góðan heildarárangur á stúdentsprófi (Gefið af FÍV): Gunnar Þorsteinsson. Viðurkenningar vorannar: Gunnar Þorsteinsson dúxaði Skólabragurinn í dag er mikið betri en áður :: Er búinn að skrifa 53 skólaslitaræður, sem eru hátt í 200 blaðsíður :: Flestar frekar leiðinlegar sagði Ólafur H. Sigurjónsson í sinni síðustu ræðu sem skólameistari. Venju samkvæmt flutti Ólafur H. Sigurjónsson, skólameistari skólaslitaræðu við útskriftina. Í ræðu hans kom m.a. fram að þetta væri í síðasta sinn sem hann væri í þeim sporum að halda ræðu sem skólameistari FÍV við útskrift. „Það er aðalega tvennt sem fær mig til að hætta nú. Ég var fyrir þó nokkru búinn að ákveða að stíga til hliðar þegar ég fyllti 30 ár í starfi skólameistara og nú er komið að því. Hin ástæðan er, að ég er með einhverja veiklun, sem truflar málið hjá mér, eins og þið heyrið. Nemendur mínir halda því fram, að ég hafi talað of mikið og of lengi. Nú er ég sem sagt í rannsóknum hjá læknum og ég bíð þess bara hvort nemendur hafi rétt fyrir sér. Meðan sérfræðingarnir vinna í mér, mun ég fara í veikindaleyfi,“ sagði Ólafur í upphafi ræðunnar. „Nóg um það, en mig langar að líta aðeins um öxl. Ég kom til Eyja 26 ára gamall til að kenna í Gagganum og þegar okkar ágæti Framhalds- skóli varð til 1979, fór ég að kenna þar. Skólinn er nú 35 ára, fyrstu árin voru mótunartími og margt var óklárt, aðstaða, fjárhagur og margt sem við þurftum að móta. Það var því mikill áfangi þegar fyrstu stúdentanir voru útskrifaðir 19. maí 1984 og ég óska þeim til hamingju með 30 ára stúdentsafmælið. Gísli H. Friðgeirsson fyrsti skólameistari skólans útskrifaði þennan fyrsta hóp og eftir það hafði hann fengið nóg. Ég tók þá við og hef verið svo lánssamur að fá að útskrifa næstum alla nemendur FÍV í 30 ár. Þrjá hópa hefur Baldvin klárað, þegar ég gat alls ekki verið á mínnum stað. Þetta eru rúmlega 800 stúdentar og fjölmargir með önnur próf. Mín mesta gæfa í starfinu, öll þessi ár, er hvað samstarfsmennir mínir allir eru vel gerðir og margir bara snillingar. Flestir hafa verið við skólann árum saman og skilað góðu verki, en ég þyrfti marga daga til að hrósa þeim öllum. Ég þakka ykkur öllum innilega, núverandi og fyrrum starfsmenn, fyrir að búa til virkilega góðan framhaldskóla í Eyjum. Ég er ekki vanur að vinna í happadrætti, en það gerðist þegar myndað var stjórnteymi með mér, sem í voru Helga Kristín áfanga- stjóri og Baldvin aðstoðarskóla- meistari. Þetta reyndist vera regluleg „happaþrenna“, sem var alltaf að vinna. Við fórum saman í vettvangsnám í skólastjórnun með vinnu og þar varð til framtíðarsýn fyrir skólann, sýn sem við höfum horft til í 15 ár. Ég verð að þakka Baldvini og Helgu alveg sérstaklega fyrir samvinnuna, sem hefur gefið mér svo mikinn stuðning og ánægju í mínu starfi. Ég ætlaði að líta yfir farinn veg og segja ykkur hvað hefur batnað í skólastarfinu, nefna helstu breyt- ingar og hvað heldur sér, lítið breytt. Mér fannst upplagt að kíkja í gamlar ræður og kortleggja breytingarnar. En þegar það kom í ljós, að ég er búinn að skrifa 53 skólaslitaræður, sem eru hátt í 200 blaðsíður, þá nennti ég bara ekki að lesa þetta allt. Mig minnir nefnilega að flestar ræðurnar séu frekar leiðinlegar. En þegar ég fór að hugsa, sem ætti alltaf að gera fyrst, þá sá ég að flest sem tilheyrir skólastarfinu hefur breyst og þannig batnar skólinn. Skólabragurinn í dag er mikið betri en áður og það gerist í smáum skrefum. En er þá ekkert sem hefur verið svona nokkurn veginn óbreytt? Jú, það er þá helst niðurlagið í ræðum mínum og svo Einar Fidda, en hann er skemmtilegri en ræðurnar. Í hverri útskriftarræðu hjá mér, er rauður þráður, sem er hvatning til ykkar. Það er, að þið reyni ávallt, að vera almennileg manneskja. Það gerið þið með því að standa ykkur vel í námi og starfi og vera heil í öllu því sem þið gerið og því sem ykkur er trúað fyrir. Sýnið samferðafólki ykkar og umhverfi virðingu og alúð og sýnið sjálfum ykkur þá virðingu að ganga ekki á rétt annarra, eða vera með einhver óþarfa leiðindi. Þetta á ekki síst við um samskiptin við hitt kynið. Þið hafið verið ágætir samstarfsmenn og við sjáum eftir ykkur á vissan hátt, en þið megið líka vita að ykkur fylgja góðar óskir og nokkrar væntingar um fram- tíðina. Við gleymum ykkur ekki, þó þið hverfi til annarra verka og vonandi gleymið þið okkur ekki heldur. Þakka ykkur öllum fyrir allt og lifið heil, þessari fjallgöngu minni er lokið. Grunnnám rafiðna: Guðni Hans Sigþórsson. Reynir Valtýsson. Sjúkraliðabraut: Donna Ýr Kristinsdóttir. Jónína Björk Hjörleifsdóttir. Kolbrún Anna Rúnarsdóttir. Þórunn Ingólfsdóttir. Starfsbraut: Aníta Einarsdóttir. Kristján Valur Óskarsson. Rúnar Elís Þórarinsson. Náttúrufræðibraut: Ármey Valdimarsdóttir. Gunnar Þorsteinsson. Hlynur Andrésson. Nökkvi Sverrisson. Víðir Þór Guðnason. Félagsfræðibraut: Ásta Lilja Gunnarsdóttir. Bergvin Haraldsson. Birkir Hlynsson. Guðrún Kristín Vilhjálmsdóttir. Hreiðar Örn Zoega Óskarsson. Sigrún Gyða Þórarinsdóttir. Sindri Freyr Guðjónsson. Sveinn Sigurðsson. Tómas Orri Tómasson. Viðbótarnám til stúdentsprófs af starfsnámsbrautum: Guðlaugur Þórarinn Rúnarsson. Heba Gísladóttir. Knattspyrnukappinn Gunnar Þorsteinsson er dúx FÍV af vorönn. Útskriftarnemar af vorönn FÍV Ármey Valdimarsdóttir flutti flutti ávarp útskriftarnema.

x

Fréttir - Eyjafréttir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttir - Eyjafréttir
https://timarit.is/publication/977

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.