Fréttir - Eyjafréttir - 04.06.2014, Blaðsíða 15
°
°
Eyjafréttir / Miðvikudagur 4. júní 2014 1515
Sjómannadagshelgin var
blautari í ár en oft áður, þ.e.a.s.
veðurfarslega séð en Sjómanna-
dagsráð var sérlega óheppið
með veður bæði laugardag og
sunnudag. Þannig var úrhellis-
rigning þegar Sjómannafjör við
Vigtartorg fór fram og hafði það
eðlilega áhrif á þátttöku. Þeir
allra hörðustu klæddu sig upp
og fór jafnvel í bátsferð í
rigningunni. Sunnudagurinn var
skárri en þó fór að rigna þegar
leið á hátíðardagskrár á
Stakkagerðistúni. En dagskráin
hélt áfram enda enginn verri
þótt hann vökni.
Dagskrá Sjómannadagshelgarinnar
er nú farin að teygja sig á fjóra
daga, sem er hið besta mál en fyrsti
dagskrárliðurinn var klukkan 13:00
á fimmtudag og síðasti dagskrár-
liðurinn var klukkan 22:00 á
sunnudagskvöld. Þarna á milli var
hver viðburðurinn á fætur öðrum og
nóg um að vera fyrir börn og
fullorðna.
Meðal þess sem fór fram á
föstudeginum var glæsilegt golfmót,
SjóÍs golfmótið og var þátttaka í
mótinu með miklum ágætum.
Knattspyrnumót sjómanna fór fram
í Eimskipshöllinni og tóku þrjú lið
þátt í mótinu í ár. Rokkarar til sjós
og lands fengu svo vænan skammt á
föstudagskvöldið þegar Skonrokks-
tónleikarnir voru haldnir þar. Eins
og venjulega var fullt út úr dyrum
og ríflega 400 manns voru þakklátir
fyrir frábæra tónleika í lok þeirra.
Eins og áður sagði var
laugardagurinn í blautara lagi.
Dagskrá Sjómannafjörsins hófst
klukkan 13:00 við Vigtartorg en
stemmningin á torginu var með
daufara móti í ár vegna veðurs.
Nýja húsið við smábátabryggjuna,
þar sem Ribsafarimenn ætla að
opna veitingastað, var gott skjól í
dembunni og fjölmargir sem kíktu
þangað inn á ljósmyndasýningu
Hlyns Ágústssonar. Skemmtiatriði
voru með hefðbundnu sniði,
kappróður, koddaslagur, karaloka-
hlaup, hægt var að fara í stutta
siglingu með Ribsafari og hjólreiða-
kappar léku listir sínar. Fljótlega
eftir að dagskrá lauk við höfnina,
stytti hins vegar upp, öfugt við það
sem gerðist fyrir ári síðan.
Í Sæheimum var haldið upp á 50
ára afmæli og m.a. sýnd áhugaverð
heimildamynd Gísla Óskarssonar
um Löngu. Auk þess voru tónleikar
karlakórs Hreppamanna í Hvíta-
sunnukirkjunni og var gerður góður
rómur að þeim. Um kvöldið var
svo hátíðarkvöldverður sjómanna í
Höllinni þar sem sjómenn,
eiginkonur og gestir nutu glæsilegs
veisluhlaðborðs Einsa kalda og
flottra skemmtiatriða.
Sjómannadagur tileinkaður
eiginkonum sjómanna
Dagskráin á sjómannadaginn
sjálfan, sem í ár var tileinkaður
eiginkonum sjómanna var
hefðbundin. Hófst hún með
Sjómannamessu í Landakirkju. Að
henni lokinni var athöfn við
minnisvarða drukknaðra og
hrapaðra og þeirra sem farist hafa í
flugslysum sem Snorri Óskarsson
stýrði að venju. Hann fagnaði
slysalausu ári hjá Eyjaflotanum en
minntist þess líka að í ár eru 35 ár
frá því að Ver VE sökk austan við
Bjarnarey þar sem fjórir fórust en
tveir björguðust. Þrjátíu ár eru frá
Helliseyjarslysinu þar sem einnig
fórust fjórir og Guðlaugur
Friðþórsson bjargaðist á
undraverðan hátt. Sex árum síðar
tók mann út af Klakki VE við
Surtsey.
Valmundur Valmundsson,
formaður Sjómannafélagsins Jötuns
og Sigurður Þór Hafsteinsson lögðu
blómsveig á minnisvarða drukkn-
aðra.
Vel var mætt á Stakkó þar sem
Geir Jón Þórisson, fyrrverandi
yfirlögregluþjónn, varaþingmaður
og nú varabæjarfulltrúi flutti
hátíðarræðu dagsins. Geir Jón
byrjaði á að óska sjómönnum,
sjómannskonum og fjölskyldum
þeirra innilega til hamingju með
sjómannadaginn.
„Sjómannafélaginu Jötni er óskað
til hamingju með 80 ára afmælið
ykkar og Sjómannadagsráð
Vestmannaeyja til hamingju með 70
árin ykkar,“ sagði Geir Jón sem
kom víða við í ræðu sinni.
Þegar bara áhöfnin
kom í land
Geir Jón fluttist til Eyja fyrir 40
árum og sagðist strax hafa hrifist af
þeim eldmóði og krafti sem
einkenndi Vestmannaeyinga. „Mig
langaði að tilheyra þessu fólki.
Fljótlega varð ég þess áskynja að
það sem öllu skipti var hvað hafið
gæfi af sér. Allt snerist um hversu
mikið aflaðist og smitaði þetta allt
samfélagið og mig líka. Ég kom að
sunnan þar sem þetta var nánast
ekkert inni í umræðunni. Lífið
snerist um allt annað sem átti ekki
við mig.“
Sjálfur reyndi Geir Jón fyrir sér í
útgerð með góðum félögum.
„Útgerðarsagan var sú að við áttum
þrjá báta sem báru nafnið Ísak VE
3. Aflatölur hækkuðu með hverju
árinu og stundum vorum við
aflahæstir af smábátunum hér í
Eyjum. Þetta var dásamlegur tími,
ég fann strax að ég átti heima í
þessu umhverfi. Síðan gerðist það
einn daginn að einungis áhöfnin
kom í land en bátur og afli hvarf í
djúp hafsins. Þar með lauk minni
þátttöku í sjávarútvegsmálum
Eyjanna.
Það hefur verið öllum ljóst að
sjávarútvegur er grunnatvinnuvegur
þjóðarinnar og hefur verið svo um
ár hundruð. En er þetta öllum alveg
ljóst?“
Eigum að umbuna
sjómönnum
Geir Jón efast um það og nefnir
sem dæmi sjómannaafsláttinn sem
tekinn var af á meðan Hollywood-
leikarar fá meðgjöf frá ríkinu. „Í
mínum huga var og er þetta algjör
skömm. Sjómenn leggja sig í mikla
hættu við störf sín og eru oft lengi
frá fjölskyldum sínum. Og þetta er
þakklætið. Þessu þarf að breyta og
það strax, því við eigum að umbuna
sjómönnunum okkar fyrir að leggja
á sig mikla vinnu, já og oft við
hættulegar aðstæður, til að afla
þjóðarbúinu tekna svo um munar,“
sagði Geir Jón m.a. en lokaorðin
voru:
„Við þurfum að standa saman
Eyjamenn um hagsmuni okkar. Við
þurfum að vera samstíga og
samhent í að ná fram rétti okkar til
að njóta afraksturs erfiðisins. Við
þurfum að standa saman til að ná
fram bættum samgöngum og fullum
rekstri á sjúkrahúsinu okkar, þar
sem við eigum að njóta þeirrar
þjónustu sem við þurfum á að
halda.
Kæru vinir. Ég og konan mín erum
afar þakklát fyrir að fá að eiga með
ykkur þetta góða samfélag. Hér
líður okkur vel enda eru þið alveg
frábær. Stöndum saman í gegnum
þykkt og þunnt, líðum ekki fátækt
eða ójöfnuð í samfélagi okkar.
Látum hið opinbera finna fyrir
okkur. Kæru sjómenn, ég er stoltur
af ykkur og ykkar störfum. Þið sjáið
til þess að ég fæ greidd eftirlaunin
mín mánaðarlega.
Ég bið þann sem öllu ræður, Guð
almáttugan að blessa okkur öll um
ókomna framtíð.“
Heiðursmenn heiðraðir
Það þarf engum að leiðast þegar
Snorri Óskarsson heiðrar sjómenn
fyrir hönd Sjómannadagsráð. Hann
rekur ættir þeirra, starfsferil og það
helsta sem á daga þeirra hefur drifið
í leik, starfi og jafnvel ástarlífi. Já,
Snorra er ekkert mannlegt óvið-
komandi þegar hann nær fluginu á
sjómannadaginn.
Willum Pétur Andersen, skipstjóri
og stýrimaður, var heiðraður af
Skipstjóra- og stýrimannafélaginu
Verðandi. Hann hóf sjómennsku
ellefu til tólf ára gamall á síld með
Malla á Júlíunni. Á hann að baki
langan og farsælan feril til sjós. Var
um tíma í útgerð og starfaði samtals
í 30 ár hjá sama fyrirtæki, Hrað-
frystistöðinni og síðar Ísfélaginu.
„Fyrir þetta framlag til útgerðar og
byggðar í Eyjum viljum við þakka
Willum Petri Andersen fyrir og
heiðra,“ sagði Snorri.
Sigurður Guðjón Jónsson var
heiðraður af Sjómannafélaginu
Jötni. „Siggi var lengi á togurum en
kom til Eyja 1984 og réði sig á
Bylgjuna með Björgvin og Matta
Óskars. En lengst var hann á
Vestmannaey og Dala-Rafni. Svo
kom úthaldið á Gullberginu og
undanfarin tíu ár hefur hann verið
kokkur á Stíganda við góðan
orðstír,“ sagði Snorri.
Sálusorgari, sálfræðingur
og allsherjar reddari
Kjartan Bergsteinsson frá Múla –
loftskeytamaður var einnig
heiðraður fyrir langt og farsælt starf
á Vestmannaeyjaradíói. Hann var
loftskeytamaður á togurum og
fraktskipum og sagði Snorri að
sennilega væri hann einn víðförlasti
Vestmannaeyingurinn í dag.
Kom aftur alkominn til Eyja 1974
og var fastráðinn á Símstöðinni frá
því ári til 2005 þegar loftskeyta-
stöðvarnar voru samtengdar og fáir
þurftu að sjá um samskiptin við
flotann. „En hversu mikilvægt var
hlutverk loftskeytamannsins?“
spurði Snorri og svarið var:
„Það var því líkast að vera
sálusorgari, sálfræðingur og
allsherjar reddari fyrir flotann að
vera loftskeytamaður. Öll
neyðarköll heyrðust fyrst þar og
hvað var hægt að gera annað en að
vera þátttakandi í miðri hringiðunni.
Margt var eftirminnilegt t.d. þegar
skip brotnaði út af Portlandi og
bjarga þurfti því sem hægt var.
Írskum stjórnvöldum fannst
Loftskeytastöðin í Eyjum standa sig
frábærlega svo bæði Rabbi á Dala
Rafni og Kjartan fengu heiðursorðu
í viðurkenningarskyni. Í byrjun
starfsins voru slysin tíð bæði á
mönnum og skipum en sama hvað
gekk á, engin áfallahjálp stóð
þessum mönnum til boða.
Í þakklætisskyni vill
Sjómannadagsráð Vestmannaeyja
sýna þér virðingarvott með þessari
litlu viðurkenningu vegna mikils
hlutverks í öryggismálum sjómanna
og heimila þeirra,“ sagði Snorri.
Langur ferill
Stein Ingólf Hendriksen, Brói, var
heiðraður af Vélstjórafélaginu.
Hann kemur frá Akureyri en
sjómannsferill hans hófst 1956
þegar hann fór 14 ára á síld frá
Dalvík á Klæng ÁR 2. Seinna lá
leiðin á Gunnari EA, sem varð
Burstafellið VE. Þaðan á togarana
Sléttbak og Harðbak þar sem róið
var á stormasömustu mið Atlands-
hafsins. Eftir að hann kom til Eyja
var Brói á Gjafari VE en var lengi á
Huginn VE með Guðmundi Inga
Guðmundssyni. „Brói mætti hjá
Guðmundi 1963 á Huginn VE 65,
svo Huginn II 1964, Huginn 1975
og svo á þann yngsta 2001 þar sem
hann fékk að róa einn túr.
Var á Freyjunni eina vertíð með
Sigga og með Erlingi Péturssyni í
23 ár.
Svo lá leiðin á Portlandið,“ sagði
Snorri um Bróa sem á einn lengsta
feril sjómanna í Vestmannaeyjum.
Sjómannadagurinn tileinkaður eiginkonum sjómanna :: Hefðbundin dagskrá á afmælisári:
Snorri fagnaði slysalausu
ári hjá Eyjaflotanum
:: Sjómannafélagið Jötunn 80 ára afmæli :: Sjómannadagsráð Vestmannaeyja 70 ára
:: Willum Andersen, Kjartan á Múla, Sigurður Guðjón og Brói heiðraðir :: Sjómenn
leggja sig í mikla hættu við störf sín og eru oft lengi frá fjölskyldum sínum, sagði Geir Jón
í hátíðarræðu :: Sjómannafjör laugardagsins í úrhellisrigningu
Sjómannadagsráð á heiður skilið fyrir sitt framlag enda er Sjómannadagshelgin í Vestmannaeyjum orðin ein af stærri bæjarhátíðum sumarsins.