Fréttir - Eyjafréttir - 16.07.2014, Page 4
°
°
4 Eyjafréttir / Miðvikudagur 16. júlí 2014
Landakirkja
Sunnudagur 20. júlí:
Kl. 11.00. Helgistund í Landakirkju
á 5.sunnudegi eftir þrenningarhátíð.
Slakandi stund í Landakirkju, með
ljúfum sálmum. Sr. Guðmundur
Örn flytur hugvekju og þjónar fyrir
altari. Kór Landakirkju syngur og
leiðir sönginn. Helgistundinni er
útvarpað á Útvarpi Vestmannaeyja,
fm 104, kl. 16.00.
Miðvikudagur 23. júlí:
Kl. 19.30. Fundur OA‑samtakanna
í Safnaðarheimilinu uppi.
Viðtalstímar prests eru þriðjudaga
til föstudaga milli 11.00 og 12.00.
Vatktsími: 488-1508.
Hvítasunnu-
kirkjan
Fimmtudagur kl. 20:00
Skoðum og ræðum kafla 11 ‑ 15 úr
bókinni „Tilgangsríkt líf“ sem
beinir athygli okkar að markmiðum
Guðs í lífi okkar.
Sunnudagur kl. 13:00
Samkoma. Lilja Óskarsdóttir
prédikar, almenn þátttaka við‑
staddra í söng og fl. kaffisopi og
spjall eftir á.
Miðvikudagur kl. 17:15
Bænastund fyrir Kristsdeginum
í september.
Allir hjartanlega velkomnir.
Kirkjur bæjarins:
Eyjamaður vikunnar
Matgæðingur vikunnar
Í síðustu fór fram Meistaramót
Golfklúbbs Vestmannaeyja.
Þar er keppendum skipt í flokka
eftir forgjöf og aldri og því
verðlaunahafar þó nokkrir. Einn
þeirra er Guðmundur Ingi Jó-
hannesson en hann bar sigur
úr býtum í 3. flokki karla.
Guðmundur Ingi er Eyjamaður
vikunnar að þessu sinni.
Nafn: Guðmundur Ingi
Jóhannesson.
Fæðingardagur: 9. október 1972.
Fæðingarstaður: Vestmannaeyjar.
Fjölskylda: Er kvæntur Soffíu
Baldursdóttir og eigum við þrjú
börn, einn hund og einn kött.
Draumabíllinn: Skoda.
Uppáhaldsmatur: Beinlausir
fuglar.
Versti matur: Slátur.
Uppáhalds vefsíða: mbl.is.
Hvaða tónlist kemur þér í gott
skap: Eyjalög, Ingó og Bryndís að
spila á þjóðhátíð.
Aðaláhugamál: Golf og íþróttir í
sjónvarpi.
Hvaða mann/konu myndir þú
vilja hitta úr mannkynssögunni:
Guðmund afa.
Fallegasti staður sem þú hefur
komið á: Borgarfjörður eystri.
Uppáhalds íþróttamaður og
íþróttafélag: Hlynur Andrésson
og Man Utd.
Ertu hjátrúarfull/ur: Já, geng ekki
undir stiga.
Stundar þú einhverja hreyfingu:
Reyni að gera sem allra minnst af
því en fer þó í golf.
Uppáhaldssjónvarpsefni: Íþróttir.
Hvað ertu með í forgjöf: 22,5.
Spilarðu mikið golf: Nei allt of
lítið, vinnan oft að trufla það.
Uppáhalds golfvöllur og -braut:
Vestmannaeyjavöllur og 17. braut.
Besti hringur sem þú hefur
spilað: 93 högg síðasta laugardag.
Eitthvað að lokum: Vil bara hvetja
alla til að fara í golf, virkilega
skemmtilegt.
Hvet alla til að fara í golf,
virkilega skemmtilegt
Eyjamaður vikunnar er
Guðmundur Ingi Jóhannesson
Ég þakka Geir fyrir áskorunina og
ætla að bjóða ykkur upp á nauta -
hakksrúllu, uppskrift fyrir 3 - 4.
Hakk:
500 g nautahakk
1 msk. kartöflumjöl (2 tsk. husk fyrir
LKL)
1 egg
salt & pipar
1/2 – 1 tsk. chili krydd
30 g smjör
2‑3 msk. soja
1‑2 dl rjómi
sósujafnari
Fylling:
180 g beikon, skorið eða klippt í litla
bita
1/2 rauðlaukur, saxaður smátt
150 g sveppir, skornir í sneiðar
1 lítið grænt epli eða 1/2 stórt, afhýtt
og skorið í litla bita.
salt & pipar
1 tsk. timjan
2 dl rifinn ostur
Ofninn er hitaður í 200 gráður.
Nautahakk, kartöflumjöl, salt, pipar
og egg hrært saman í skál. Hakkið
flatt út í ferning á smjörpappír. Gott
er að leggja smjörpappír ofan á
hakkið og fletja það svo út með
kökukefli.
Beikon steikt á pönnu þar til það er
að verða stökkt, þá er lauknum bætt á
pönnuna og steikt í smástund til
viðbótar, svo er sveppunum bætt út í.
Þetta er steikt í smá stund og í lokin
er eplunum bætt við og kryddað.
Blöndunni er svo dreift yfir nauta‑
hakkið.
Rifna ostinum er svo dreift yfir
beikonblönduna.
Með hjálp smjörpappírsins er
hakkinu rúllað upp eins og rúllutertu.
Rúllan er færð yfir í eldfast mót.
Smjör brætt í potti og sojasósu
blandað saman við, blöndunni er svo
hellt yfir rúlluna.
Hitað í ofni í ca. 35 mínútur við 200
gráður, kannski lengur, fer allt eftir
þykkt rúllunnar. Þegar rúllan er elduð
í gegn er hún tekin úr eldfasta mótinu
og sett undir álpappír. 2‑3 dl af vatni
er hellt út í eldfasta mótið sem er sett
aftur inn í ofninn og hann stilltur á
grill. Þegar vökvinn fer að sjóða eftir
nokkrar mínútur er honum hellt yfir í
pott (ég sigta vökvann ofan í pottinn)
og 1‑2 dl af rjóma hellt út í. Sósan er
svo þykkt með sósujafnara. Sósan er
svo smökkuð til með salti og pipar.
Borið fram með hrísgrjónum eða
kartöflumús og salati.
Ég ætla svo að halda þessu áfram
innan Samskipa og skora því á
Sindra Ólafsson sem næsta
matgæðing
Nautahakksrúlla með beikoni,
eplum og sveppum
Matgæðingur vikunnar er
Árni Sigurður Pétursson
Bæjarráð samþykkti á fundi í
síðustu viku að tilnefna Sigurberg
Ármannsson, fjármálastjóra
bæjar ins sem fulltrúa í fjárhags‑
nefnd ÍBV. Tilnefningin er til eins
árs og er séð sem hluti af aðkomu
Vestmannaeyjabæjar í fjárhagslegri
endurskipulagningu ÍBV íþróttafé‑
lags. Eftir að skipunartíma lýkur
lítur Vestmannaeyjabær svo á að
beinni aðkomu beri að ljúka enda
um frjáls félagasamtök að ræða sem
bera algerlega sjálf ábyrgð á rekstri
sínum.
Bæjarráð vill ennfremur þakka
ÍBV íþróttafélagi fyrir jákvætt og
uppbyggilegt samstarf við endur‑
skipulagninguna og fagnar þeirri
ábyrgð sem félagið hefur sýnt í
samstarfi við Vestmannaeyjabæ og
aðra velunnara félagsins.
Skipun nefndarinnar var hluti af
samningi ÍBV‑íþróttafélags við
Vestmannaeyjabæ, Ísfélagið og
Vinnslustöðina sem lögðu félaginu
til 60 milljónir á þremur árum.
Vestmannabæjar
tilnefnir í fjárhags-
nefnd ÍBV:
Sigur-
bergur frá
bænum
>> smáar
Til sölu
Rúmlega fokhelt 73.1 fm
sumarhús á 4.952 fm eignarlóð
að Eiríksbraut 2 á landi
Torfastaða í Bláskógabyggð
Selfossi. Verð, 9,9 millj.
Upplýsingar í s. 899 0047.
‑‑‑‑‑‑‑‑‑‑‑‑‑‑‑‑‑‑‑‑‑‑‑‑‑‑‑‑‑‑‑‑‑‑‑‑‑
Auglýsingasíminn er
481 1300
Tyrkjaráns-
ganga,
laugardaginn 19. júlí kl. 13-15.
Í minningu Tyrkjaránsins 1627 verður boðið upp á
sögugöngu í fótspor Tyrkjaránsmanna á laugardag-
inn kl. 13 og hefst gangan við verslunarmiðstöðina
Kjarval, Goðahrauni 1.
Staldrað verður við hjá Hundraðsmannahelli,
Fiskhellum, Landakirkju, Stakkagerðistúni og endað
á Skansinum, þar sem skotið verður úr fallbyssunni.
Ragnar Óskarsson kennari leiðir gönguna og segir
frá ýmsum atburðum tengdum Tyrkjaráninu.
allir hjartanlega velkomnir,
sögusetur 1627.