Fréttir - Eyjafréttir - 16.07.2014, Side 11
°
°
11Eyjafréttir / Miðvikudagur 16. júlí 2014
Jóhann Guðmundsson, forritari
hjá Smartmedia kynnti á
facebooksíðunni Heimaklettur
nýtt verkefni sem hann hefur
verið með í kollinum í nokkur ár
en er nú að hrinda í fram-
kvæmd. Um er að ræða
snjallsímaforrit, sem á góðri
íslensku er kallað app, sem
virkar þannig að þeir sem eru á
ferð um Vestmannaeyjar, geta
kallað fram myndir úr gosinu í
gegnum snjallsímana, á þeim
stað sem þeir eru á hverju sinni.
Þannig gæti sá sem stæði við
Landakirkju, fengið upp myndir
í símann sinn af Landakirkju í
gosinu. Þegar appið verður
klárt, verður hægt að nálgast
það endurgjaldslaust í öllum
tegundum snjallsíma.
„Það er alltaf erfitt að segja hvernig
maður fær einhverjar hugmyndir
sem slíkar en þetta hefur kannski
verið að þróast í hausnum á manni í
nokkur ár. Upphaflega byrjaði ég
fyrir tæpum þremur árum að vinna
með staðsetningar á golfvöllum
fyrir 247Golf þar sem við vorum að
birta golfvelli eftir þinni staðsetn‑
ingu í farsímanum þínum,“ sagði
Jóhann þegar hann var spurður út í
upphaf verkefnisins. „Í kjölfarið á
þeirri vinnu var ég mikið að hugsa
um það hvernig væri hægt að nýta
sér þessa tækni til að gera eitthvað
skemmtilegt hérna heima. Gosið
heillaði alltaf til að vinna með og ég
byrjaði svona að spá í því hvað væri
hægt að gera með þetta. Ég hef svo
frá þessum tíma rætt þetta við
nokkra í kringum mig og meðal
annars Frosta Gíslason, í Fab‑Lab
en þá vorum við að hugsa um að
tengja þetta að einhverju leyti við
Heimaslóð. Þá ætlaði ég alltaf að
klára þetta fyrir 40 ára goslok en
náði aldrei að finna mér tíma í að
koma þessu á eitthvað stig til að
geta prófað.“
Vonda veðrið kom
þessu af stað
Hefurðu verið að vinna lengi að
appinu?
„Ég er að nýta mér mikið af þeirri
reynslu og forritun sem við erum
með hjá Smartmedia og sem dæmi
keyrir þetta allt á vefumsjónarkefi
frá Smartmedia. Þannig að það er
ekki hægt að segja nákvæmlega
hvað ég er búinn að eyða af tíma í
þetta, en ég komst ekki í golf upp í
sumarbústað um goslokahelgina þar
sem það var brjálað veður. Ég
ákvað að reyna að klára svokallaða
beta‑útgáfu af þessu sem ég náði að
gera og svo byrjaði ég að prófa
þetta þegar að ég kom heim eftir
helgina.“
Jóhann segir að í dag sé snjall‑
símaforritið, eða appið eins og það
er kallað á góðri íslensku, komið
upp og virkar í nýjustu gerðum
snjalltækja. „Ég er svo að nýta
vinnu í kringum vefþjónustu sem
við eigum til hjá Smartmedia til að
gefa möguleikann á því að tengjast
gagnagrunninum frá mismunandi
öppum, þannig væri í raun hægt að
skrifa „Native app“ fyrir Android,
iOS eða Windows Phone og láta
þau tala alltaf við vefþjónustuna til
að birta viðeigandi gögn eftir
staðsetningu.“
Endalausir möguleikar
Hvernig virkar þetta fyrir hinn
almenna snjallsímaeiganda?
„Ég er búinn að vera að vinna með
fjórar staðsetningar sem eru allar
hérna í kringum heimilið mitt á
Hvítingaveginum þannig að eflaust
hafa einhverjir séð mig í göngu
fram og til baka hérna þegar ég hef
verið að prófa þetta og það er alveg
að skila réttum niðurstöðum.
Hugmyndin er að þú getir í raun
farið inn á þetta í símanum þínum
hér í Eyjum þar sem þú myndir fá
upp kort sem sýnir staðsetningar á
myndum í kringum þig. Þú getur
þá í raun gengið að næstu stað‑
setningu og svo þegar þú ert
kominn innan við einhverja X metra
frá þeim stað þá fengir þú við‑
eigandi mynd sem sýnir þér
nákvæmlega sömu sýn frá árinu
1973. Þessi tækni hefur verið að
þróast mikið á síðustu árum og eru
möguleikarnir endalausir. Sem
dæmi, ef þetta gengur allt upp, þá
hef ég hugsað að það væri hægt að
setja upp nokkrar svona sýningar
sem slíkar inn í sömu tækni þannig
að þú gætir t.d. farið niður á
bryggju og þá væri búið að setja
upp sýningu sem væri t.d. um
útgerð eða fiskvinnslu á fyrri tímum
og myndi þá birta myndir á þeim
staðsetningum sem þær eru teknar.
Það væri svo líka hægt að setja upp
sýningu af húsum undir hrauni þar
sem fólk myndi ganga gönguleiðir
uppi á hrauni, bara svona sem
dæmi.“
Jóhann segir að það hafi ekki
staðið á viðbrögðum eftir að hann
kynnti hugmyndina inni á Heima‑
klettssíðunni á facebook. „Já, ég
fékk mjög jákvæð viðbrögð við því
og er nú þegar kominn með nokkrar
myndir sem ég er strax búinn að
setja við staðsetningar sem ég ætla
að reyna að prófa á næstu dögum.
Ég er ekkert endilega að leita eftir
miklu magni af myndum, heldur
vill ég fá flottar myndir sem getur
gefið okkur ákveðna sýn á það
hvernig ákveðin staðsetning var í
gosinu og þannig getur fólk staðið á
þeim stað og horft á breytingu frá
gosinu og í dag,“ sagði Jóhann.
Þeim sem vilja aðstoða hann í
þessu verkefni, er bent á að hafa
samband við hann með því að senda
tölvu póst á gudmundssonjohann@
gmail.com eða með því að senda
honum skilaboð á facebook.
Jóhann Guðmundsson, forritari hjá Smartmedia hannar gosapp:
Söguskoðun frá gosinu
með aðstoð snjallsíma
:: Hægt að kalla fram myndir úr gosinu á hverjum stað fyrir sig á gönguferð um Eyjuna
:: Appið klárt en myndirnar vantar
JúlíuS G. InGaSon
julius@eyjafrettir.is
Fjórða Vestmannaeyjahlaupið
verður laugardaginn sjötta
september nk. og er búist við
góðri þátttöku. Að venju verður
boðið upp á þrjár vegalengdir,
fimm, tíu og 21 kílómetra eða
hálfmaraþon.
Vestmannaeyjahlaupið er að ná að
festa sig í sessi þótt það hafi aðeins
farið fram þrisvar sinnum. Einn
okkar mesti afreksmaður í lang‑
hlaupi, Kári Steinn Karlsson, hefur
verið með frá upphafi og er búinn
að skrá sig í hlaupið í september.
Þegar Eyjafréttir ræddu við hann á
mánudaginn var hann á leiðinni í
hálfs mánaðar æfingabúðir í
Bandaríkjunum sem er liður í
undirbúningi fyrir Evrópumeistara‑
mótið í frjálsum íþróttum sem fram
fer í Zurich í Sviss í ágúst.
Kári Steinn er okkar skærasta
stjarna í langhlaupum í dag, setti
Íslandsmet í maraþoni í Berlín í
september 2011 og varð 42. á
Olympíuleikunum í London 2012
þar sem keppendur voru 105.
Hann kemur svo má segja beint af
EM í Vestmannaeyjahlaupið. „Ég
hef ýmist hlaupið hálft maraþon eða
tíu kílómetra í Vestmannaeyjahlaup‑
inu sem mér finnst rosalega
skemmtilegt. Þetta er þrælerfitt en
það er gaman að hlaupa í svona
fallegu landslagi og er eins og allur
bærinn taki þátt í þessu með okkur,“
segir Kári Steinn.
Hann bendir þeim á sem ekki hafa
tekið þátt í hlaupinu áður að fara
rólega af stað. „Það eru erfiðar
brekkur í byrjun og þá er hætta á að
sprengja sig. Það er betra að spara
sig og taka meira á í lokin.“
Kári Steinn á ættir að rekja til
Eyja, tengist Laufásættinni og og
var hér á ættamóti í fyrra. „Það er
alltaf jafngaman að koma til Eyja
og ég hlakka til að mæta í hlaupið í
september.“
Kári Steinn er fæddur 1986 og á
því framtíðina fyrir sér og tekur
hann undir það. „Langhlauparar eru
að bæta sig alveg fram að fertugu,
það er eins og þeir byggi upp
styrkinn með aldrinum. Ég gæti því
átt eitthvað inni, er ekki nema 28
ára,“ sagði Kári Steinn að endingu.
Vestmannaeyjahlaupið í fjórða sinn 6. sept. :: Kári Steinn mætir:
Þrælerfitt en gaman að hlaupa
í svona fallegu landslagi
:: Hef verið með frá upphafi :: Eins og allur bærinn taki þátt með okkur
Ómar GarðarSSon
omar@eyjafrettir.is
Á morgun 17. júlí eru liðin rétt 387
ár frá einum ægilegasta harmleik í
sögu Vestmannaeyja, Tyrkjaráninu.
Sjóræningjar gengu þá hér á land,
drápu á fjórða tug manna og fluttu
aðra 242 á skip er sigldi til Alsír.
Aðeins um 10% þeirra áttu fyrir
höndum að komast til baka. Á þeim
tíma bjuggu um 500 manns í Eyjum
og blóðtakan því gífurleg. Þessara
atburða hafa Vestmannaeyingar
minnst æ síðan.
Sögusetur 1627 efnir til sögu‑
göngu laugardaginn 19. júlí kl. 13,
þar sem farið er í fótspor Tyrkja‑
ránsmanna. Gangan hefst við
verslunarmiðstöðina Kjarval,
Goðahrauni 1. Sem mörg undan‑
farin ár leiðir Ragnar Óskarsson
gönguna og er áætlað að henni ljúki
um það bil tveimur klukkutímum
síðar á Skansinum. Á göngunni er
staldrað við valda staði og atburðir
þar rifjaðir upp.
Sögusetur 1627
Fréttatilkynning:
Sjórán
í Eyjum