Fréttir - Eyjafréttir - 16.07.2014, Qupperneq 13
°
°
13Eyjafréttir / Miðvikudagur 16. júlí 2014
Síðastliðinn laugardag var
opnuð sýning í Einarsstofu í
Safnahúsinu við Ráðhúsströð, á
öllum þjóðhátíðarmerkjunum
frá árinu 1970 ásamt ýmsum
öðrum munum tengdum
þjóðhátíð, að frumkvæði
Gunnars Júlíussonar.
Það var árið 1970 að fyrst var
reglulega farið að nota sérstakt
merki á hverri þjóðhátíð.
Reyndar var árið 1948 útbúið
merki fyrir þjóðhátíðina það
árið, sem var félagsmerki
Íþróttafélagsins Þórs í grunninn.
Einnig var sérstakt merki notað
á þjóðhátíðinni 1951. En frá
árinu 1970 hafa alltaf verið
notuð sérstök merki, að
undanskildu árinu 1985,
allavega hefur ekki tekist að
finna merki það árið. Merkin
voru mismikið notuð, lengi vel
voru þau prentuð á könnur og
glös, einnig á fána. Þau birtust á
síðum þjóðhátíðarblaðanna og
þjóðhátíðardagskrám, og jafnvel
sem skreyting í Herjólfsdal.
Merkilegt starf um listrænan
hluta þjóðhátíðar
Framtak Gunnars er afar þakkar‑
vert. Hann tókst á við mikið og
þarft verk um merkilegan hluta
þjóðhátíðanna, við öflun upp‑
lýsinga um sögu þessara þjóðhá‑
tíðarmerkja og höfunda þeirra.
Merkin þurfti hann flest að teikna
upp á nýtt þar sem mörg þeirra voru
það smá að ekki var hægt að stækka
þau upp í sýningarstærð. Hann
segir markmiðið með þessari
söfnun merkjanna að varðveita og
kynna þennan part af listasögu
þjóðhátíðarinnar, hvaða listamenn
gerðu þau og hvaða hugmyndafræði
bjó að baki og hvernig merkin voru
notuð í markaðssetningu þjóðhá‑
tíðar í gegnum tíðina. Í fyrstu voru
merkin að grunni til skjaldarmerki
Vestmannaeyja. Árið 1976 koma
svo fuglar úr náttúru Eyjanna. Þá
fallegar myndir úr umhverfi
Eyjanna. Merkin urðu hringlaga og
sporöskjulaga, þá komu stemmn‑
ingsmyndir frá þjóðhátíð og síðan
fóru áhrif styrktaraðila að sjást í
merkjunum og þau hönnuð af
auglýsingastofum þeirra.
Gunnar fór yfir sögu merkjanna og
höfunda þeirra og sagði meðal
annars frá því að þegar í merki
þjóðhátíðar hafi í fyrsta sinn verið
gosdrykkjaflöskur, sem styrktaraðili
þjóðhátíðarinnar framleiddi, hafi
það ekki mælst vel fyrir hjá
samkeppnisaðila. Umboðsmaðurinn
hans hefði komið inn í tjald
formanns þjóðhátíðarnefndar, ekki
kátur, hefði hann svipt dúknum af
borðinu og allt sem á honum var fór
í gólfið. Síðan lagði hann kókfán‑
ann yfir borðið og hvarf síðan af
vettvangi, en ekki sjálfviljugur.
Að grafa upp öll þessi merki og
höfunda þeirra, reyndist erfiðara en
Gunnar reiknaði með. Kom fram í
máli hans við opnun sýningarinnar
að þeir sem verið hafa í forsvari
fyrir þjóðhátíðirnar hafi fæstir
munað eftir höfundum merkjanna
eða tildrögum þeirra, en með
þrotlausri vinnu, símhringingum og
samtölum við fjölmarga hafi tekist
að finna út höfunda 25 þjóðhátíðar‑
merkja af 31 sem notuð hafa verið.
Hárþvottur í boði Kletts
Við opnun sýningarinnar flutti
Magnús Sveinsson, kaupmaður á
Kletti, skemmtilegt erindi um það
að vera kaupmaður á þjóðhátíð.
Þegar hann fyrst, árið 1974, stóð
við afgreiðslu á Kletti, hafi
verslunum verið lokað á hádegi á
föstudegi í þjóðhátíð og ekki
opnaðar aftur fyrr en á hádegi á
mánudegi. Kaupmenn og starfsfólk
hafði verið í Dalnum á þjóðhátíð.
En oftsinnis hafi verið hringt í hann
að degi eða kvöldi þjóðhátíða til að
afgreiða fólk um bensín eða annað
sem það vanhagaði um. Sjálfur hafi
hann orðið bensínlaus á leið í
Dalinn þannig að hann skildi
þörfina vel. Þetta var bara siður
þess tíma. Í dag séu margar
verslanir opnar alla þjóðhátíðardag‑
ana og það sé vel. Lengi vel sagðist
hann hafa þjónað bæði Mammoni
og Bakkusi yfir þjóðhátíðina, haft
opið á daginn en farið í Dalinn á
kvöldin. Hin síðari ár sagði Magnús
að hann sinnti eingöngu Mammoni.
Magnús sagði skemmtilega sögu af
starfi sínu á Kletti eina þjóðhá‑
tíðina. Nokkrir félagar hans höfðu
komið í heimsókn á Klett einn
daginn í þjóðhátíð. Þeir fengu sér
nokkra bjóra baksviðs. Þá kemur
inn í verslunina ung og myndarleg
kona sem vantaði hársjampó.
Eitthvað var hún að vandræðast
með hvaða tegund hún ætti að
kaupa. Þeir koma þá fram félagarnir
sem áður héldu sig baksviðs og
tóku að aðstoða konuna við að velja
sér sjampóið. Það endaði með því
að þeir tóku að sér að þvo konunni
um hárið. Hún átti ekki orð yfir
þessa fínu þjónustu á Kletti. Seinna
sagðist Magnús hafa hitt hana í
brúðkaupsveislu, þar vatt hún sér að
honum og spurði hvort þessi
þjónusta væri ennþá í boði á Kletti.
Hvar eiga þjóðhátíðarmerkin
heima í framtíðinni?
Sýning Þþóðhátíðarmerkjanna í
Safnahúsinu verður opin framyfir
þjóðhátíð. Þá verður hún tekin
niður, en hvað um þessa sýningu
verður þegar henni lýkur er óvíst.
Best ættu þessi merki heima í
félagsheimili ÍBV íþróttafélags, í
Týsheimilinu, og vonandi finnst
þeim viðunandi staður á veggjum
þess. Synd væri ef þau enduðu í
geymslum Safnahússins, þau eru
hluti af þjóðhátíðarsögunni og hana
þarf að varðveita og gera sýnilega.
Sagnheimar :: Þjóðhátíðarmerkin frá 1970 til sýnis
:: Merkt framtak Gunnars Júlíussonar:
Tókst á við mikið
og þarft verk um
merkilegan hluta
þjóðhátíðar
:: Við öflun upplýsinga um sögu þessara
þjóðhátíðarmerkja og höfunda þeirra
GíSlI ValTýSSon
gisli@eyjafrettir.is
Það var vel mætt í Einarstofu við opnun sýningarinnar á laugardaginn.
Gunnar Júlíusson á frumkvæðið að sýningunni.
Nú þegar nálgast Þjóðhátíð
magnast spennan upp í Eyjum.
Við náðum tali á Herði Orra
Grettissyni. Hann á sæti í
þjóðhátíðarnefnd ÍBV sem hefur
í mörg horn að líta þessa
dagana nú þegar aðeins er
rúmur hálfur mánuður í þjóðhá-
tíðina. Eyjafréttir báðu Hörð
Orra að segja aðeins frá
hátíðinni þetta árið.
Nú er 140 ára afmæli Þjóðhátíðar-
innar og þá ber að spyrja hvort
hátíðin í ár verði frábrugðin að
einhverju leyti?
„Nei, þessi Þjóðhátíð verður með
mjög hefðbundnum hætti og svipað
uppsett og undafarin ár og við
reiknum með sambærilegri hátíð og
í fyrra.“
Verður eitthvað sérstakt í tilefni
afmælisins?
„Við settum af stað samkeppni um
nýtt þjóðhátíðarmerki í vor í tilefni
af 140 ára afmælisins og var nýja
merkið afhjúpað á laugardaginn við
hátíðlega athöfn í Einarsstofu. Um
leið var opnuð sýning á merkjum
Þjóðhátíðar frá 1970 sem ég mæli
með að allir kíki á, skemmtileg og
fróðleg sýning. En eins og áður
segir þá verður engin sérstakur
afmælisviðburður, hátíðin verður
stórglæsileg eins og alltaf. Við
ætlum þó að minnast annars
afmælis, en það er 100 ára Afmæli
Ása í Bæ og verður það á kvöld‑
dagskránni á föstudeginum.“
Hvaða tónlistarmenn/hljómsveitir
verða á hátíðinni í ár?
„Dagskráin hefur verið opinberuð á
dalurinn.is og það mæta að
sjálfsögðu vinsælustu skemmti‑
kraftar landsins. Ég er spenntastur
fyrir John Grant, Kaleo og Quarashi
en þeir eru að koma saman aftur í
þetta eina skipti til að koma fram á
Þjóðhátíð í Eyjum.“
Eru einhverjar nýjungar sem þið
bjóðið upp á, til dæmis laugardags-
passinn, út á hvað gengur hann?
„Já, við ætlum að prufa að bjóða
upp á laugardagspassa í ár. Hann
gengur út á það sama og sunnu‑
dagspassinn hefur gert síðan 2012.
Þá hefur fólk kost á því að koma í
Dalinn í einn dag og upplifa þessa
frábæru stemmingu og mögnuðu
dagskrá án þess að þurfa að útvega
sér gistingu og fleira. Í þessum
pakka erum við að bjóða upp á
ferðir fram og til baka með Herjólfi
og miða í Dalinn á laugardeginum,“
sagði Hörður Orri.
„Einnig verðum við með nýjung í
barnadagskránni. Við fórum í
samstarf við Leikjaland sem heitir
Allra Gaman. Þar er boðið upp á
leiki fyrir alla fjölskylduna og svo
ætlum við að vera með kassabíla‑
keppni. Verður gaman að sjá hvort
að þetta komi ekki vel út.“
Gaman verður að sjá nýjungarnar í
bland við gömlu góðu þjóðhátíðar‑
stemmninguna.
Hörður Orri Grettisson
í þjóðhátíðarnefnd:
Kassabílakeppni
og laugardags-
passi í Dalinn
meðal nýjunga
:: Reikna með sambærilegri
hátíð og í fyrra
SÓlEy DöGG
GuðBJörnSDÓTTIr
frettir@eyjafrettir.is
Á laugardaginn, 19. júní verða
tónleikar á Háloftinu sem Elvar
Eðvaldsson stendur fyrir.
Tónleikarnir eru til styrktar
Björgunarfélagi Vestmannaeyja.
„Þetta er band sem við höfum soðið
saman og köllum við okkur Kósý
bandið,“ sagði Elvar sem sér um
trommusláttinn. „Þetta eru mikið
krakkar úr Leikfélaginu og þau sem
við vitum að koma fram eru Una
Þorvaldsdóttir, Ólafur Freyr og
Hannes Már. Þau verða örugglega
fleiri. Nú er að styttast í þjóðhátíð
og örugglega tekur lagavalið mið af
því. Gæti verið létt upphitun fyrir
hátíðina miklu,“ sagði Elvar.
Húsið verður opnar kl 21:00 og
tónleikarnir byrja 22.00.
Háaloftið á laugardaginn:
Kósý stemmning
með þjóðhátíðarívafi