Fréttir - Eyjafréttir - 16.07.2014, Blaðsíða 14
°
°
14 Eyjafréttir / Miðvikudagur 16. júlí 2014
Meistaramót Golfklúbbs
Vestmannaeyja fór fram í
síðustu viku. Á mánudag og
þriðjudag var leikið í barna- og
unglingaflokkum en keppni í
eldri flokkunum hófst á mið-
vikudag og lauk á laugardag.
Veðri var heldur misskipt þessa
daga, talsverð rigning gerði
kylfingum lífið leitt á miðviku-
dag og föstudag en hið skapleg-
asta veður var á laugardag.
Alls tóku 46 kylfingar þátt í keppni
í eldri flokkum, af þeim voru tveir
gestir frá öðrum klúbbum sem gátu
ekki keppt til verðlauna, samkvæmt
mótsreglum. Af þessum 46 lauk 41
keppni en fimm hættu leik. Þetta er
heldur minni þátttaka en verið hefur
á undanförnum árum og gæti
óhagstæð veðurspá fyrir móts‑
dagana átt sinn þátt í því. Þessi urðu
úrslit í hverjum flokki fyrir sig:
Meistaraflokkur karla
(forgj. < 4,4): Högg
1. Örlygur Helgi Grímsson 288
2. Rúnar Þór Karlsson 294
3. Gunnar Geir Gústafsson 297
Alls voru níu kylfingar sem léku í
meistaraflokki en þar leika þeir sem
eru með forgjöf undir 4,5. Reyndar
voru þrír með hærri forgjöf en
ákváðu að leika með meistaraflokki,
eins og þeim er heimilt, frekar en 1.
flokki.
Örlygur Helgi var með forystu allt
frá byrjun og í þægilegri stöðu fyrir
síðasta hringinn, gat leyft sér að
„slappa af“ í honum og sigraði
næsta örugglega. Þetta er í 11. sinn
sem hann hampar Vestmannaeyja‑
meistaratitlinum og nálgast nú
óðum þann sem oftast hefur hlotið
þann titil en Sveinn heitinn
Ársælsson varð 14 sinnum
Vestmannaeyjameistari.
1. flokkur karla
(forgj. 4,5 – 11,4): Högg
1. Lárus Garðar Long 312
2. Huginn Helgason 319
3. Hlynur Stefánsson 322
Sex kylfingar hófu leik í 1. flokki en
fjórir luku leik. Lárus Garðar var
vel að sigrinum kominn en hann er
kornungur og einn efnilegasti
kylfingur GV um þessar mundir.
2. flokkur karla
(forgj. 11,5 – 18,4): Högg
1. Ágúst Ómar Einarsson 336
2. Sigurður Bragason 347
3. Jóhann Ólafur Guðmundsson 351
Níu kylfingar hófu leik í 2. flokki en
tveir hættu leik. Ágúst Ómar sigraði
nokkuð örugglega í þessum flokki
og sýnilegt að þrotlausar æfingar
hafa skilað sér en enginn hefur
verið iðnari við að nýta sér
æfingaaðstöðu klúbbsins en hann.
3. flokkur karla
(forgj. 18,5 – 26,4): Högg
1. Guðm. Ingi Jóhannesson 391
2. Kristján Hauksson 432
Aðeins tveir keppendur voru í 3.
flokki karla og enginn var skráður
til leiks í 4. flokki þar sem þeir leika
sem hæstu forgjöfina hafa, 26,5
– 36.
Kvennaflokkur: Högg
1. Sara Jóhannsdóttir 389
2. Katrín Harðardóttir 398
3. Katrín Magnúsdóttir 430
Aðeins sex konur skráðu sig til
leiks í mótinu. Reyndar er það
fjölgun frá fyrri árum en undanfarin
ár hafa þrjár til fjórar konur keppt á
meistaramótinu. Vonir standa til að
fjölga muni í kvennaflokkinum á
næstu árum þar sem fjölmargar
konur hafa á þessu ári bæst í hóp
félaga í GV þó svo að þær hafi
ákveðið að taka ekki þátt að þessu
sinni.
Í kvennaflokki var einnig keppt
með forgjöf en sömu þrjár urðu
einnig í efstu sætum með forgjöf.
Sara Jóhannsdóttir er eiginkona
Einars Gunnarssonar, golfkennara
hjá GV og lék áður með Golf‑
klúbbnum Mostra í Stykkishólmi.
Öldungaflokkur karla
(55-69 ára): Högg
Með forgjöf:
1. Ingibergur Einarsson 217
2. Sigurjón Pálsson 220
3. Gústaf Ó. Guðmundsson 224
Án forgjafar:
1. Sigurjón Pálsson 241
2. Ríkharður Hrafnkelsson 251
3. Ingibergur Einarsson 259
Öldungaflokkurinn var fjölmennasti
flokkurinn á mótinu og hefur verið
það á undanförnum árum en ellefu
skráðu sig til leiks og af þeim luku
tíu keppni. Sigurjón Pálsson vann
þarna nokkuð öruggan sigur. Aðeins
eru leiknir þrír hringir í öldunga‑
flokkunum en fjórir í öðrum
flokkum.
Öldungaflokkur karla
(70 ára og eldri): Högg
1. Ársæll Lárusson NK 272
2. Sigurgeir Jónsson 276
3. Sigmar Pálmason 288
Aðeins þrír kylfingar kepptu í
þessum flokki og þar sem Ársæll
keppti sem gestur á mótinu, en hann
er í Nesklúbbnum á Seltjarnarnesi,
færðust þeir Sigurgeir og Sigmar
upp í 1. og 2. sæti.
Verðlaunaafhending fór fram í
golfskálanum að loknum leik á
laugardag og þar var þátttakendum
boðið upp á hamborgara og franskar
Góð þátttaka
hjá krökkunum
Meistaramót barna og unglinga hjá
GV fór fram á mánudag og
þriðjudag í síðustu viku. Leikið var
í fjórum flokkum og þátttaka var
góð en alls voru 36 kylfingar í
mótinu. Unglingaflokkurinn lék 36
holu mót.
Úrslit í unglingaflokkunum voru
eftirfarandi:
14 ára og yngri unglingar
1. Kristófer Tjörvi Einarsson
2. Guðlaugur Gísli Guðmundsson
3. Andri Steinn Sigurjónsson
15 og 16 ára unglingar
1. Daníel Ingi Sigurjónsson
2. Lárus Garðar Long
3. Nökkvi Snær Óðinsson
Í barnaflokkunum var keppt í
drengjaflokki og stúlknaflokki og
þar stóðu kylfingarnir sig með
mikilli prýði að sögn Einars
Gunnarssonar, golfkennara.
GRILLUÐ SAMLOKA
með skinku og osti, sósu og kryddi
BEIKONBORGARI
með osti, káli og hamborgarasósu
KJÚKLINGASALAT
með spartasósu
LAMBA-KJÚLINGA
SALAT
með hvítlaukssósu
DJÚPSTEIKTUR
CHILIPIPAROSTUR
með rifsberjasultu
DJÚPSTEIKTIR
LAUKHRINGIR
í orly með sósu að eigin vali
DJÚPSTEIKTIR
KJÚKLINGANAGGAR
með sósu að eigin vali
DJÚPSTEIKTAR
OSTASTANGIR
með sósu að eigin vali
DJÚPSTEIKTIR
JALAPENOBELGIR
með sósu að eigin vali
OPIÐ Alla daga kl. 10 til 20 á Vigtartorgi.
Nætursala um helgar kl. 00 til 05 á Skipasandi
OSTBORGARI
með osti, káli og hamborgarasósu
FRANSKARPYLSA
NÝR OG SPENNANDI
MATSEÐILL
850 kr.
650 kr.
750 kr.
450 kr.
950 kr.
1000 kr.
1200 kr. 1450 kr.1450 kr.
1300 kr.
350 kr. 800 kr.
HLÖLLABÁTAR
DJÚPSTEIKTUR
FISKUR
m/ frönskum og sósu að eigin vali
1300 kr.1450 kr.
SIGurGEIr JÓnSSon
sigurge@internet.is
Örlygur Helgi Grímsson
sigurvegari í meistaraflokki.
Lárus Garðar Long
sigurvegari í 1. flokki.
Örlygur Helgi Vestmanna-
eyjameistari karla í 11. sinn
:: Sara Jóhannsdóttir Vestmannaeyjameistari kvenna
Meistaramót Golfklúbbs Vestmannaeyja: