Fréttir - Eyjafréttir - 16.07.2014, Qupperneq 16
°
°
Þóra Hrönn Sigurjónsdóttir situr
ekki auðum höndum. Hún kom
af stað fisksölu til Eyjamanna og
annarra landsmanna í gegnum
Böddabita. Þá keyrði hún með
fisk á bændamarkaði á Suður-
landi þar sem m.a. var til sölu
brakandi ferskt grænmeti. Þá
kviknaði hugmyndin um að
koma glænýju grænmeti til Eyja
og selja í Grænmetiskofanum.
„Þetta eru nú engin geimvísindi,“
segir Þóra Hrönn sem er að byrja
sína fjórðu viku í skúrnum á
Vigtartorginu sem Emilía og Kalli
notuðu í fyrra sem fiskbúð. „Ég er
með alls konar grænmeti og líka ber
og viðtökurnar eru ótrúlega góðar.
Þetta er nú bara svona smá gæluverk‑
efni og það er frábært hvað fólk tekur
vel í það,“ sagði Þóra Hrönn í gær.
Hún er með opið þrisvar í viku og
fer sjálf upp á land til að ná í
grænmetið og berin. „Ég tek rúntinn
einu sinni í viku og fer á fjóra bæi í
kringum Flúðir. Fer að morgni og
heim samdægurs. Ég er með opið frá
klukkan 16.00 til 18.00 þriðjudaga,
miðvikudaga og fimmtudaga,“ segir
Þóra Hrönn og úrvalið er nóg.
„Ég er með alls konar grænmeti,
gúrkur, tómata, kál, gulrætur, sveppi
og það sem bændurnir eru með
hverju sinni. Eykst úrvalið eftir því
sem líður á sumarið. Berin; jarðar‑
berin og hindberin hafa algjörlega
slegið í gegn og stundum fá færri en
vilja. Ef veður og sjólag leyfa held ég
þessu áfram fram á haustið eða eins
lengi og fært er í Landeyjahöfn.“
S ími 481-1300 : : f re t t i r@ey ja f re t t i r. i s
Eyjafréttir
Síðastliðinn vetur óskaði þjóðhátíð‑
arnefnd eftir tillögum að nýju merki.
Fimm tillögur bárust nefndinni og
sagði Dóra Björk Gunnarsdóttir,
framkvæmdastjóri ÍBV íþróttafélags,
í ávarpi sem hún flutti við opnun
sýningarinnar, að eftir maraþonfund
nefndarinnar hefði verið ákveðið að
taka tillögu Gunnars Júlíussonar að
nýju merki. Það þótti lýsandi fyrir
hvað þjóðhátíðin stendur; brennan,
flugeldar, tjöld, lundi og Ási í Bæ en
hann hefði orðið 100 ára í ár.
Eyjatónlistin skipar stóran sess á
hverri þjóðhátíð og Ási er eins konar
táknmynd hennar.
Þá sagði Dóra Björk að þjóðhátíðar‑
nefnd hafi samþykkt að framvegis
verði nýtt merki hannað á 10 ára
fresti, næst þegar þjóðhátíðin verður
150 ára.
:: Gunnar Júlíusson sigraði í samkeppni um 140 ára
afmælismerki Þjóðhátíðar
Nýtt merki á 10 ára fresti
:: Þótti lýsandi fyrir hvað þjóðhátíðin stendur
Grænmeti beint frá bónda
:: Býður líka upp á ber sem slegið hafa í gegn
Dóra Björk Gunnarsdóttir, framkvæmdastjóri ÍBV íþróttafélags afhendir Gunnari Júlíussyni viðurkenningu.
B
ir
ti
st
m
eð
fy
ri
rv
ar
a
um
in
ns
lá
tt
ar
vi
ll
ur
o
g
m
yn
da
br
en
gl
Opið Mán-fös kl. 7.30-19.00 / Lau. kl. 10-19 / Sun kl. 11-19
Vikutilboð
SuSHi
frá osushi
Kemur til okkar
föstudaga kl. 17.30
Tökum niður pantanir !
16.-22. júlí 2014
Heinz tómatsósa
verð nú kr 298,-
verð áður kr 3788,-
Libresse innlegg
verð nú kr 488,-
verð áður kr 698,-
Merrild kaffi 103 500 gr
verð nú kr 698,-
verð áður kr 1098,-
Senseo púðakaffi 36 stk
verð nú kr 698,-
verð áður kr 998,-
kjúklingabringur 900 gr frosnar
verð nú kr 1998,-
verð áður kr 2388,-
Sumarleikur MERRiLD
Sendu 5 toppa af Merrild á
Merrild Sumarleikur,
pósthólf 10078
Þú gætir unnið Stelton
kaffikönnu.
Sumarleikur SENSEO
Sendu okkur 5 toppa af
Senseo umbúðum
Sumarleikur Senseo 2014,
pósthólf 10078.
og þú gætir unnið nýju
Senseo kaffivélina!
Grillmatur
í úrvali !!