Fréttir - Eyjafréttir

Tölublað

Fréttir - Eyjafréttir - 13.04.2016, Blaðsíða 10

Fréttir - Eyjafréttir - 13.04.2016, Blaðsíða 10
10 Eyjafréttir / Miðvikudagur 13. apríl 2016 Kári Bjarnason og Helga Hallbergsdóttir í Safnahúsi og Sagnheimum hafa staðið fyrir mörgum viðburðum undanfarin ár um hin ólíkustu mál og málefni. Meðal þeirra sem hæst rísa eru fyrirlestur og ljósmynda- sýning Eyjamannsins, Stefáns Hauks Jóhannessonar ráðu- neytisstjóra í utanríkisráðuneyt- inu í síðasta mánuði. Þar færði hann okkur inn í þann hrylling sem stríðsátök eru. Vettvangur- inn er Úkraína sem í aldir hefur verið peð á taflborði stórvelda og er nú átakapunktur austurs og vesturs. Þar er landlæg spilling auk þess sem íbúar í austurhlutanum studdir af Rússum berjast fyrir sjálfstæði eða innlimun í Rússland á meðan íbúar í vesturhlutanum vilja nánara samband eða inngöngu í Evrópusambandið. Það sauð upp úr í höfuðborginni Kiev veturinn 2013 og 2014 og í upphafi árs 2014 fór Stefán Haukur til Kiev sem yfirmaður alþjóðlegs eftirlitsteymis ÖSE. Hann gerði meira en stjórna eftirlitsteyminu því hann fylgdist með því sem þar var að gerast og tók ljósmyndir sem standast allan samanburð við áhrifamestu myndir þrautreyndra stríðsljósmyndara. Hver mynd segir sögu og sýnir okkur þann fáránleika sem stríðsátök eru og þá sorg og hörmungar sem þeim fylgja. Stefán Haukur fór til Chernobyl þar sem stærsta kjarnorkuslys sögunnar varð árið 1986 og fór að flaki malasísku farþegavélarinnar sem skotin var niður skammt frá rússnesku landamærunum 17. júlí 2014. Öllu þessu lýsti hann á látlausan en mjög áhrifaríkan hátt þar sem myndirnar fylltu upp í frásögnina. Miklir vígvellir „Saga Úkraínu er blóði drifin,“ sagði Stefán Haukur í upphafi fyrirlestursins í Einarsstofu. „Úkraína hefur ítrekað orðið fyrir ofbeldi voldugra nágranna og mörg skelfilegustu grimmdarverk aldarinnar voru framin í Úkraínu. Miklir vígvellir voru þar í fyrri heimsstyrjöldinni og í kjölfarið varð borgarastríð þar sem hvítliðar, bolsévíkar og þjóðernissinnar tókust á. Úkraína varð hluti af Sovétríkjunum og neyddi Stalín samyrkjubúskap upp á úkraínska bændur sem leiddi til skelfilegrar hungursneyðar 1932 til 1933. talið er að ekki færri en 7 milljónir Úkraínumanna hafi farist undir Sovétstjórninni. Kornforðabúr Hitlers og fall komúnismans Í síðari heimsstyrjöldinni réðust Þjóðverjar inn í landið árið 1941, á leið sinni til Moskvu. Hitler ætlaði að gera Úkraínu að kornforðabúri þýska ríkisins. Sagt er að um fimm milljónir hafi dáið í síðari heims- styrjöldinni og að um ein milljón úkraínskra gyðinga hafi látið lífið af völdum nasista. Við fall kommúnismans og upplausn Sovétríkjanna hlaut Úkraína aftur sjálfstæði 1991. Við tóku sársaukafullar breytingar. Verðbólga og efnahagshremmingar hrjáðu landsmenn. Einkavæðing var keyrð í gegn og í skjóli hennar tókst fámennum hópi auðmanna, olígarka að sölsa undir sig gríðarleg auðæfi í landinu. Árið 2004 vann stjórnarfram- bjóðandinn og forsætisráðherrann Viktor Yanukovych forsetakosning- arnar í Úkraínu. Ríkisfjölmiðlum hafði verið beitt í grímulausum áróðri gegn helsta andstæðingi hans Viktor Yushchenko, kosningafund- um hjá honum var hleypt upp og útsendingar óháðra sjónvarpsstöðva voru truflaðar. Spilling á spillingu ofan Þrátt fyrir að kosningaspár bentu til góðs sigurs Yushchenko tókst Yanukovych að hrifsa sigurinn til sín í krafti kerfisbundins kosninga- svindls. Út brutust gífurleg mótmæli, sem voru kölluð appels- ínugula byltingin. Á endanum voru kosningarnar dæmdar ólögmætar og efnt til nýrra sem Yushchenko vann. Í næstu forsetakosningum árið 2010 tapaði hins vegar Yuschenko fyrir erkifjanda sínum Yanukovich. Gríðarleg spilling hafði lengi einkennt og hélt áfram að einkenna stjórnmálalífið og samfélagið í Úkraínu. illa gekk að koma á nauðsynlegum efnahagslegum og pólitískum umbótum. iðnaður, viðskipti, stjórnkerfi og lögregla var í höndum fámennrar valdaklíku sem hikaði ekki við að beita svikum og ofbeldi til að verja hagsmuni sína. Tugir og hundruð skotnir Í nóvember 2013 hætti Yanukovich forseti við að skrifa undir sam- starfssamning við Evrópusam- bandið. almenningur í landinu hafði bundið vonir við að þessi samningur væri farsælt skref í að vinna að frekari úrbótum á stjórnmálakerfi landsins og í hagkerfinu og yrði mikilvægt tæki til að vinna gegn spillingu. Í stað ESB samningsins var gerður samningur við Rússland sem veitti Úkraínu lánafyrirgreiðslu og gas á hagstæðum kjörum. afleiðingarnar eru flestum kunnar. Þegar Yanukovich neitaði að skrifa undir samninginn við ESB brutust út mótmæli almennra borgara sem stóðu yfir svo mánuðum skipti. Mótmælin stigmögnuðust og enduðu með því að Yanukovich hraktist frá völdum og flúði til Rússlands. tugir eða hundruð manna létust í mótmælunum, flestir skotnir til bana á Maidan torgi í höfuðborginni Kiev. uppreisnarmenn hliðhollir Rússum lögðu undir sig borgir og svæði í austurhluta landsins og átök standa enn yfir milli stjórnarhersins og uppreisnarmanna. Rússneskir hermenn tóku að streyma inn á Krímskaga, en Rússland og Úkraína hafa sérstakan samning með sér um afnot Rússa af mjög mikilvægri flotastöð í borginni Sevastopol, við Svartahaf. Þar er aðsetur Svarta- hafsflota Rússlands, sem er þeim gríðarlega mikilvægur. Pútín og Krímskaginn Pútín Rússlandsforseti fékk samþykkt í dúmunni sérstakt leyfi til þess að beita rússneska hernum á Krímskaga, til þess að ,,vernda Rússa og rússneska hagsmuni“ en um 70% af íbúum á Krím eru Rússar. Í umdeildri þjóðaratkvæða- greiðslu á Krím var sameining Krímskaga við Rússland samþykkt með miklum meirihluta. Í maí 2014 var Petro Poroshenko kjörinn forseti Úkraínu, en hann er hliðhollur aukinni samvinnu við Vesturlönd. Eftir að hann var kjörinn skrifaði hann undir samninginn við ESB í andstöðu við stjórnvöld í Moskvu. Um 20 prósent eru Rússar Í Úkraínu takast á austur og vestur. Þeir sem fylgja Rússlandi og hinir sem horfa vestur til Evrópu. um 20 prósent íbúa Úkraínu eru Rússar. tengsl milli ríkjanna eru gömul og náin og Úkraína var eitt af Sovét- lýðveldunum. Rússneska er víða töluð, enda lengi opinbert mál Úkraínu. Þá spilar einnig inn í rígur milli landshluta og borga: Höfuðborgar- innar Kiev þar sem hafa risið nútímalegar byggingar, hafnar- borgarinnar frægu Odessa þar sem stór hluti íbúanna er Rússar, hinnar fornu borgar Lviv sem er mjög mið-evrópsk og donetsk í austri sem var miðstöð kolanámanna og þungaiðnaðar,“ sagði Stefán Haukur. Stefán Haukur Jóhannesson :: Saga Úkraínu blóði drifin :: Þar takast á austur og vestur: Landið ítrekað orðið fyrir ofbeldi voldugra nágranna :: Mörg skelfilegustu grimmdarverk aldarinnar voru framin þar :: Ekki færri en sjö milljónir fórust undir Sovétstjórninni :: Myrtir, sveltir í hel eða fluttir burt Ómar GarðarSSon omar@eyjafrettir.is

x

Fréttir - Eyjafréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttir - Eyjafréttir
https://timarit.is/publication/977

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.