Fréttir - Eyjafréttir

Tölublað

Fréttir - Eyjafréttir - 13.04.2016, Blaðsíða 16

Fréttir - Eyjafréttir - 13.04.2016, Blaðsíða 16
16 Eyjafréttir / Miðvikudagur 13. apríl 2016 upphafið að Biggest Looser ævintýrinu hjá Olgeiri Steinþórs- syni var þegar hann og ingveldur unnusta hans voru að horfa á lokaþáttinn í seríu tvö á Skjá 1. „ingveldur var að spyrja einhverra spurninga og svo kom bara í ljós að hún var að fylla út umsókn fyrir mig sem ég svo samþykkti að yrði send inn. Þannig að í raun var þetta bara gert upp á grín. Ég bjóst ekki við að komast inn en annað kom á daginn og frábært að fá þetta tækifæri. alveg einstakt.“ Olgeir er frá akureyri en býr nú í Vestmannaeyjum og vinnur í fiskimjölsverksmiðju Vinnslu- stöðvarinnar. Hann hefur fundið fyrir gríðalegum stuðning frá Eyjamönnun, sérstaklega starfs- félögunum sem styðja þétt við bakið á honum. Olgeir hafði aldrei komið til Vestmannaeyja áður en hann flutti hingað með unnustu sinni, ingveldi theodórsdóttur, sem er fædd og uppalin í Vestmannaeyjum. „Ég ætlaði alltaf að koma á þjóðhátíð en hafði aldrei látið verða af því. Í fyrra upplifði ég hana í fyrsta skiptið, með heimafólki í hvítu tjaldi, sem var alveg geðveikt,“ sagði Olgeir sem líður mjög vel í Vestmananeyjum og finnst heimamenn vera virkilega kurteisir og almennilegir. Minnsta áreynsla gerði mann móðan og másandi Olgeir var orðinn 147,4 kg þegar hann hóf þátttöku sína í Biggest Looser. „Ég byrjaði að þyngjast þegar ég flutti til noregs í kringum 2000 og fór að vinna í bakaríi. Ég áttaði mig ekkert á þessu fyrst en svo var þetta bara verra og verra. Þegar ég flutti heim árið 2008 var ég orðin 130 kg og ég hélt áfram að þyngjast eftir það.“ Hreyfigeta Olgeirs var orðin takmörkuð. „Það var orðið erfitt að klæða sig í sokka og skó og minnsta áreynsla gerði mann móðan og másandi. núna hins vegar get ég hlaupið út í búð án þess að finna fyrir því.“ Fékk góða hjálp í Metabolic og Hressó Lífið eftir Ásbrú segir hann allt annað. „Mér finnst ég hafa vaknað til lífsins og er aftur orðinn tvítugur á líkama og sál, þetta er svona fyrir og eftir martröð hreinlega, lífið er svo miklu léttara.“ Vikurnar níu á Ásbrú kláruðust fyrir jól og fóru svo keppendur til síns heima að vinna í sínum málum. Minna og Steina í Metabolic buðu mér og ingveldi að koma og æfa hjá sér sem var alveg frábært. Gilli, Jóhanna og anna dóra hjá Hressó tóku mig einnig að sér. Ég er þeim alveg svakalega þakklátur, hjálpuðu þau mér alveg svakalega mikið.“ Ætlar að halda sínu striki Olgeir er staðráðinn í því að halda sér á sömu braut og hefur mikinn áhuga fyrir því að stunda kraftlyft- ingar. Hann og ingveldur eru saman í þessari lífstílsbreytingu sem er komin til að vera, sagði Olgeir. Biggest Looser ævintýrið hjá Olgeiri Steinþórssyni: Vaknaður til lífsins og aftur orðinn tvítugur á líkama og sál :: Þetta er svona fyrir og eftir martröð hreinlega :: Lífið er svo miklu léttara Sara SjöFn GrETTiSdÓTTir sarasjofn@eyjafrettir.is Alls missti Olgeir 53 kg á þessum sjö mánuðum og má sjá gríðarlegan mun á honum. Olgeir ásamt unnustu sinni Ingveldi Theodórsdóttur. Eftir að fréttir af tengslum Sig- mundar davíðs Gunnlaugssonar, forsætisráðherra, Bjarna Benedikts- sonar fjármálaráðherra og Ólafar nordal innanríkisráðherra við aflandsfélög birtust sauð upp úr í Reykjavík. Efnt var til mótmæla á austurvelli strax á mánudag og á þriðjudag vék Sigmundur úr stól forsætisráðherra fyrir Sigurði inga Jóhannssyni. Geir Jón Þórisson, fyrrverandi yfirlögregluþjónn í Reykjavík hefur flestum öðrum meiri reynslu af mótmælum í Reykjavík. Vakti hann oft athygli fyrir vasklega framgöngu án þess að sýna yfirgang og náði að róa þá æstustu þegar mest gekk á. Geir Jón hefur látið af störfum í lögreglunni og situr nú á friðarstóli í Vestmannaeyjum með henni ingu sinni. Hann hefur fylgst með því sem er að gerast í Reykjavík, mótmælum á austurvelli sem náðu hámarki á þriðjudaginn. tölur um fjölda mótmælenda hafa verið nokkuð á reiki, lögreglan segir þá hafa verið í kringum 10 þúsund á meðan aðstandendur segja að allt að 25 þúsund manns hafi verið á austurvelli þegar mest var. Geir Jón segir klárt og kvitt hvað margir komist fyrir á austurvelli sem er um 7000 fermetrar. „Í frétt í dV 29. janúar 2009 er farið yfir þetta í viðtali við mig og fríðu Björk Eðvarðsdóttur, landslagsarki- tekt. niðurstaðan var að í mesta lagi gætu 8 þúsund komist fyrir á austurvelli og 10 þúsund til 12 þúsund ef að göturnar í kring sem afmarka austurvöll og húsaþyrp- inguna sem rammar hann af eru teknar með,“ sagði Geir Jón. Hann sagði að síst væri ofáætlað í þessum tölum því fríða Björk hefði gert ráð fyrir einum og hálfum á hvern fermetra. „Þá værum við að tala um 4600 manns en ég held að þegar mótmælendur voru hvað flestir hafi þeir verið þetta 10 til 12 þúsund, hátt í tveir á hvern fermetra. Þegar lögreglan áætlar fjöldann er þessi aðferð notuð og því er allt tal um að 25 þúsund manns hafi verið á staðnum út í hött.“ Geir Jón segir ekki nýtt að aðstandendur mótmæla séu ósáttir við tölur lögreglu. „Í mótmælum fyrir nokkrum árum á ingólfstorgi áætlaði ég að um 1000 til 1300 manns væru á staðnum en aðstand- endur fullyrtu að þeir væru um 3000. Ég fékk ljósmyndara til að taka mynd af efstu hæð Morgun- blaðshallarinnar. Hann lét okkur fá mynd sem var skipt niður í reiti þannig að það var auðvelt að telja. niðurstaðan var að í hæsta lagi hefðu 1200 manns verið á torginu til að mótmæla.“ Geir Jón segir gott að fylgjast með því sem er að gerast fyrir framan alþingishúsið úr fjarlægð. „Minn tími er búinn og kemur ekki aftur. Ég var alltaf í þessum slag ef eitthvað var að gerast en ég er mest hissa á, að þeir sem nú vilja að hlustað sé á mótmælendur hlustuðu ekki á kröfur mótmælenda eftir fyrri icesavesamninginn í júní 2009. Mál sem skipti okkur öll svo miklu máli,“ sagði Geir Jón en sér hann einhvern mun á því sem nú er að gerast á austuvelli og því sem hann kynntist? „Þetta er bara svipað nema að nú er ekki kastað steinum í lögreglu og alþingishúsið en allt annað er látið vaða.“ Geir Jón þekkir mótmæli og viðbrögð við þeim öðrum betur: Minn tími í þessu er búinn :: Var alltaf í þessum slag ef eitthvað var að gerast :: Áætlar fjöldann tíu til tólf þúsund Ómar GarðarSSon omar@eyjafrettir.is Geir Jón stendur vörð um Alþingishúsið. Mynd af Dv.is.

x

Fréttir - Eyjafréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttir - Eyjafréttir
https://timarit.is/publication/977

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.