Fréttir - Eyjafréttir

Ataaseq assigiiaat ilaat

Fréttir - Eyjafréttir - 06.07.2016, Qupperneq 15

Fréttir - Eyjafréttir - 06.07.2016, Qupperneq 15
15Eyjafréttir / Miðvikudagur 6. júlí 2016 Meistaraflokkur karla tryggði sér líkt og stelpurnar sæti í undanúr- slit Borgunarbikarsins í vikunni. ÍBV er því eina liðið sem mun eiga tvö lið í undanúrslitum bikarkeppninnar. Strákarnir fóru í Kópavoginn og áttu þar erfitt verkefni fyrir höndum þar sem Breiðablik hefur verið að spila vel og komu þeir meðal annars til Eyja og tóku öll stigin með sér. Þeir virtust vera með yfirhöndina í leiknum og komust yfir skömmu fyrir hálfleikinn, þar skoraði Gísli Eyjólfsson eftir dapran varnarleik Eyjamanna. Ekki batnaði staðan þegar fyrirliði Blika, Arnór Sveinn Aðalsteinsson, tvöfaldaði forystuna í upphafi síðari hálfleiks. Þá hófst ótrúleg endurkoma ÍBV þar sem Hafsteinn Briem skoraði skallamark á 50. mínútu. Fjórum mínútum seinna skoraði Simon Smidt, sem var óvænt í byrjunarlið- inu mark, eftir sendingu Arons Bjarnasonar. Simon skoraði aftur rúmum fimm mínútum seinna þegar hann negldi boltanum á nærstöng- ina. Þarna var ÍBV búið að breyta stöðunni úr 2-0 í 2-3 á einungis níu mínútum. Blikar voru ekki hættulegir eftir markið og ÍBV því áfram. Bjarni Jóhannsson var að sjálf- sögðu ánægður með sína menn í leikslok og hafði þetta um málið að segja. „Þessu lauk vel fyrir okkur, eftir að hafa lent í hræðilegri brekku fyrir hálfleik og svo strax í seinni. Við vorum sjálfum okkur verstir í fyrri hálfleik, vorum að spila nokkuð agað en vorum ekki nógu klókir að losa okkur úr pressunni þeirra,“ sagði Bjarni og hélt áfram. „Það var frábært að ná þessu marki, strax eftir að þeir skora. Það fýraði upp í mínum mönnum, það var hrikalegur neisti í þeim og við kláruðum þetta með stæl.“ Aðspurður hvort að hann hafi ekki verið svartsýnn eftir annað mark Blika segir Bjarni svo ekki vera. „Maður hafði ekki tíma í að vera svartsýnn, eins og við ræddum í hálfleik, eftir þrjátíu sekúndur fór hálfleiksræðan út í veður og vind. Frábær karakter að koma til baka og loksins náðum við að hundskast til að ná forystu eftir að hafa lent undir. Ég vona að það verði vani hér eftir,“ sagði Bjarni að lokum í viðtali á Fótbolta.net. Íþróttir u m S j ó n : guðmundur tómaS SigFúSSon gudmundur@eyjafrettir.is Framundan Fimmtudagur 7. júlí Kl. 17:15 Grindavík - ÍBV/ Keflavík 2. flokkur kvenna Kl. 18:00 ÍBV/Selfoss - HK 3. flokkur kvenna Kl. 17:00 ÍBV - Snæfellsnes 4. flokkur karla Kl. 15:00 Afturelding - ÍBV 5. flokkur karla ABCD-lið Föstudagur 8. júlí Kl. 18:00 KR - ÍBV Pepsi-deild kvenna Kl. 16:30 ÍBV - Þróttur R. 4. flokkur kvenna AB-lið Sunnudagur 10. júlí Kl. 11:30 ÍBV/Selfoss - Grótta/ KR 3. flokkur kvenna Mánudagur 11. júlí Kl. 18:00 Valur - ÍBV Pepsi-deild karla Kl. 18:00 Selfoss - ÍBV 2. flokkur karla Kl. 15:00 ÍBV - Njarðvík 5. flokkur karla AB-lið Kl. 15:00 ÍBV - Keflavík 2 5. flokkur karla CD-lið Kl. 17:40 ÍBV 2 - HK 3 5. flokkur karla D-lið Þriðjudagur 12. júlí Kl. 18:00 ÍBV/KFR - ÞrótturR. 3. flokkur karla Kl. 16:30 ÍBV - Skallagrímur 4. flokkur karla Kl. 16:30 ÍBV - RKV 4. flokkur kvenna A-lið Kl. 18:00 ÍBV - Stjarnan 2 4. flokkur kvenna B-lið Evrópumeistaramótið í kraftlyft- ingum var haldið í Finnlandi nú á dögunum, en þar voru tveir Eyjamenn sem kepptu, þeir Jóhann Gíslason og Hermann Haraldsson. Eyjapeyjarnir stóðu sig með stakri prýði og slógu bæði Evrópumet og heimsmet. Jóhann Gíslason keppti í kraftlyftingum (öllum greinum) í -110 kg flokki M4 (55–59 ára). Jóhann sló heimsmet í hnébeygju þar sem hann lyfti 232,5 kg. Jóhann tók einnig 140 kg. í bekkpressu, setti bæði Evrópumet og heimsmet í réttstöðulyftu, en þar lyfti hann 240 kg. Samanlagður árangur Jóhanns var 612,5 kg, sem var einnig heimsmet. Hann fékk 8 af 9 lyftum gildar og varð Evrópumeistari. Hermann Haraldsson keppti bæði í bekkpressu og réttstöðulyftu í -110 kg. M4 (55 – 59 ára). Þar lyfti hann 165 kg. í bekkpressu og varð Evrópumeistari og í réttstöðulyftu lyfti hann 235 kg. sem var heims- met og varð hann Evrópumeistari. Bekkpressa 165 kg og varð Evrópumeistari. Glæsilegur árangur hjá þessum flottu kraftajötnum úr Eyjum. Stelpurnar okkar unnu stórsigur í Suðurlandsslagnum gegn Selfossi í 8-liða úrslitum Borg- unarbikarsins á mánudaginn en stelpurnar voru frábærar. ÍBV byrjaði leikinn miklu betur og yfirspiluðu slakt lið Selfoss út um allan völl. Aðallega voru Selfyss- ingar í vandræðum aftast þar sem miðverðir þeirra litu út eins og gamalmenni við hlið framherja ÍBV. Þær Cloe Lacasse og Rebekah Bass áttu mikinn þátt í öllum mörkum ÍBV í leiknum. Það var aðallega hraði þeirra sem lét Selfoss líta út eins og slakt 4. flokks lið inni á vellinum og var á tíðum pínlegt að horfa á það. Fyrsta markið kom eftir látlausar sóknir ÍBV þar sem Cloe vann skallaein- vígi og kom boltanum á Rebekah Bass sem var komin ein í gegn og kláraði færið snyrtilega. Næsta mark skoraði Cloe upp á eigin spýtur en hún fékk boltann nokkuð aftarlega, lagði af stað, inn í teig og kláraði með fallegu vinstri fótarskoti framhjá markverði gestanna. Þriðja markið kom rétt fyrir hálfleik en þar komst Rebekah fyrir aftan miðverði Selfoss og kom boltanum inn í teig á Cloe sem skoraði með hnénu. Seinni hálfleikur byrjaði eins og sá fyrri, ÍBV sótti og sótti og sótti. Cloe skoraði þriðja mark sitt í leiknum eftir einleik. Hún fékk boltann frá Sigríði Láru Garðars- dóttur upp í hornið, lék inn á völlinn, framhjá varnarmönnum Selfoss og bombaði boltanum í nærhornið. Sama staða kom upp nokkru seinna, Cloe fékk boltann úti á kantinum, lék inn í teiginn en nú var hún felld af þreyttum varnar- mönnum Selfoss. Sigríður Lára steig á punktinn og kom boltanum af miklu afli í netið. 5-0 því lokatölur í þessum frábæra leik stelpnanna okkar. Ian Jeffs var að vonum ánægður með sigurinn og hafði mikið að segja í viðtali eftir leik á Fótbolti. net. „Ég er mjög ánægður, þetta var flottur leikur í dag, það gekk allt upp varnarlega og sóknarlega. Við vorum hundsvekkt með úrslitin á móti Breiðablik og ég var mjög ánægður með hvernig þær náðu að hreinsa þetta út og sýna góðan karakter í daga,“ sagði Ian. „Við fórum vel yfir sóknarleikinn, við tókum mjög góða æfingu, uppspilsæfingu. Það gekk mjög vel í dag, við komumst bakvið vörn þeirra, oft í fyrri hálfleik. Við fundum framherjana í fætur og uppspilið gekk mjög vel í dag. Það kom meiri þolinmæði og meira sjálfstraust í dag. Það er ótrúlegt að hún sé ekki búin að skora mark fyrr en í dag. Mér finnst hún hafi verið okkar besti leikmaður á tímabilinu hingað til. Við vorum að bíða eftir þessu, hún var að komast í færi og leggja upp mörk. Þetta var að detta inn og gerði það í dag, hún var frábær eins og margir leikmenn í dag. Við reyndum að nýta okkar styrkleika og þeirra veikleika. Þær skildu mikið svæði fyrir aftan öftustu línu, við þurftum ekki að spila það mikið í fyrri hálfleik, settum boltann bara fyrir aftan varnarlínuna þeirra. Þær læstu á þetta í seinni hálfleik en þá fundum við stelpurnar í fæturnar og byrjuðum að spila meira,“ sagði Ian Jeffs að lokum en hann var virki- lega ánægður með sínar stelpur. Knattspyrna | Borgunarbikar kvenna :: 8 liða úrslit :: ÍBV 5 - 0 Selfoss Stórsigur í Suðurlands- slagnum í bikarnum Knattspyrna | Borgunarbikar karla :: 8 liða úrslit :: Breiðablik 2 - 3 ÍBV Frábær endurkoma :: Sneru leiknum sér í hag á níu mínútum í seinni hálfleik Cloe Lacasse átti stórleik á mánudaginn og skoraði þrennu. Pablo Punyed gegn Breiðablik á Hásteinsvelli á dögunum. Jóhann Gíslason. Kraftlyftingar | Evrópumeistaramót Eyjapeyjar gerðu gott mót í Finnlandi :: Slógu heimsmet og Evrópumet

x

Fréttir - Eyjafréttir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttir - Eyjafréttir
https://timarit.is/publication/977

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.